Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 16
16 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Um langt skeið hefur frétta-þulurinn Patrick Poivre d´Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönn- um líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA“; fer þá ekkert á milli mála. En sem sé, í eina tvo áratugi hefur þessi fréttaþulur og fréttamaður, því hann er hvort tveggja í senn, séð um kvöldfréttir í þeirri sjón- varpsstöð sem mest mun vera horft á. Þar hefur látlaus rödd hans og framkoma heillað sjónvarps áhorfendur svo mjög að honum hefur verið jafnað við Walter Cronkite hinn bandaríska, sem nú er nánast orðinn að goðsagnaveru, og verður naumast lengra gengið. En fyrir skömmu þegar PPDA var einu sinni sem oftar staddur á íþróttavelli, að horfa á tennis- keppni að sögn, fór hann í rælni að skoða nýjustu tíðindi á netinu í gemsa og rakst þá á frétt sem kom honum í nokkurt uppnám, enda var honum málið skylt: hann las þar að búið væri að reka hann frá sjónvarpsstöðinni, og fylgdi með um leið nafn eftirmannsins. Honum þótti þetta lítil kurteisi, og því rauk hann af stað til að fá staðfestingu og skýringu á þessu öllu. En svörin voru vandræðaleg og loðin: honum var sagt að tími væri kominn til að endurnýja ásjónu sjónvarpsstöðvarinnar, hann væri búinn að vera sinn tíma, auk þess væri hann að verða full gamall í starfið (hann mun nú standa á sextugu), og svo væri áhorfendum fréttanna farið að fækka (það var rétt en áhorfendum hafði fækkað enn meira annars staðar). Það var líka ljóst að eftirmaðurinn var allt það sem PPDA var ekki, ung og glæsileg sjónvarpskona sem þegar var búin að skapa sér vinsældir annars staðar og hét Laurence Ferrari. Það varð til þess að blaðið Libération setti þessa fyrirsögn á forsíðu: „Slys í sjónvarpinu. PPDA lendir undir Ferrari“. Nú varð mikill hvellur, sam- kvæmt skoðanakönnunum harmaði meirihluti Frakka brottrekstur PPDA, eða 55 af hundraði. En ýmsir gerðu sig ekki ánægða með skýringar yfirmanna sjónvarpsstöðvarinnar, þeir fóru að leita að annarri skýringu og fundu hana fljótlega. Einhvern tíma þegar Sarkozy fór á fund í þeim heldri manna klúbbi sem kenndur er við „G8“ og sat þar við hlið vinarins Pútíns, hafði það nefnilega skroppið upp úr PPDA í beinni útsendingu að Nikulás væri eins og lítill drengur sem kominn væri til að leika sér í skólaporti stóru strákanna. Þetta átti víst að vera vingjarnleg athugasemd í munni sjónvarps- mannsins, og vék kannske að því að Frakklandsforseti er fremur lítill vexti. En þetta gat Sarkozy aldrei fyrirgefið, það var orðið „lítill“ sem fór fyrir brjóstið á honum. Og eins og hjá einvaldskonungum fyrri alda var þá hefndin vís, þótt síðar yrði. Nánir stuðningsmenn forsetans hafa að vísu mótmælt því hástöfum að hann hafi heimtað að PPDA yrði rekinn, hann hafi einungis látið þau orð falla, sem margir heyrðu, að hann vildi gjarnan sjá Laurence Ferrari lesa þessar kvöldfréttir. En stundum var nóg fyrir Ríkarð 3. að láta fáein orð falla og þá fuku hausarnir. Stuðningsmennirnir segja einnig að þetta sé varla nema smámál og löngu kominn tími til að PPDA færi á sinn reit í fílakirkjugarði ljósvakans. Það er kannske að nokkru leyti rétt, en nú hafa rannsóknarblaðamenn bent á að þetta smámál sé einnig hluti af öðru máli mun stærra og alvar- legra: hvernig Sarkozy sé hröðum skrefum að leggja undir sig franskan fjölmiðlaheim. Því hann hefur sínar ákveðnu hugmyndir um það hvernig fréttaflutningur eigi að vera og hverjir eigi að annast hann, og þeim hugmyndum vill hann hrinda í framkvæmd. Þegar hann tók nýlega á móti fréttamönnum vikuritsins „Marianne“ sagði hann, eins og þeir hafa sjálfir greint frá: „Það þarf að binda enda á baknags- blaðamennsku og efla fræðandi blaðamennsku sem útskýrir starf stjórnarinnar.“ Í slíku samhengi segir hann gjarnan við hvern sem vill heyra: „Allt breytist, heimur- inn breytist, Frakkland breytist, og því verða sjónvarpsfréttirnar líka að breytast.“ Og stuðningsmenn hans taka undir í kór: „Sarkózism- inn er stöðug ynging.“ Sarkozy lætur ekki sitja við orðin tóm, hann hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að allir helstu eigendur í fjölmiðlaheimin- um eru vinir hans og kunningjar sem hann er í stöðugu sambandi við, og í lykilstöður eru nú settir traustir stuðningsmenn hans. Eitt lítið dæmi: þegar ákveðið var að setja allar sjónvarps- og útvarps- sendingar Frakka til útlanda undir einn hatt, var Christine Ockrent snarlega sett yfir það bákn. Hún var vissulega þekkt sjónvarpskona – en jafnframt eiginkona Kouchners utanríkisráðherra. Um þetta ástand, í enn víðara samhengi, var nýlega búið til stjórnmálahugtak sem kannske á nokkra framtíð fyrir sér: það er „sarkóberlúskónismi“. PPDA í vondum málum EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Fjölmiðlar UMRÆÐAN Karl Sigurbjörnsson skrifar um mál Pauls Ramses Í Biblíunni erum við enn og aftur hvött til þess að taka vel á móti útlendingnum. Við Íslendingar höfum ekki staðið okkur vel að því leyti, sérstaklega skerum við okkur úr hvað varðar hælisleitendur. Þeim er nær án undantekninga umsvifalaust snúið til baka. Í fyrra var 24 hælisleitendum snúið við. Aldrei hafa fleiri hælisleitendur leitað á okkar náðir en nú og þeim mun áreiðanlega fjölga. Mér finnst Rauði krossinn vinna aðdáunarlegt starf að málefn- um þeirra. En við gætum gert miklu betur í að sinna þessu fólki og létta því biðina, umfram allt þar sem um börn er að ræða. Erlendis heyrir maður enn og aftur gagnrýni á það hve harða stefnu Íslendingar hafa í þessum málum. Vafalaust erum við í viðkvæmri aðstöðu vegna fámennis okkar, og sem útverðir þess sem kallað hefur verið „evrópska virkið” sem verður fyrir æ þyngri straumi flóttamanna og hælisleitenda. Og þar virðist sem skýrum ákvæðum Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt manna til griðlands erlendis gegn ofsóknum, og eins flóttamannasamningi SÞ sé þröngt stakkur skorinn. Þær stofnanir og embættismenn sem falið er að bera ábyrgð á þessum málum hér eru sett í mikinn vanda. Ég tel þó að við hljótum að verða að skoða einstök mál og leyfa mann- úðarsjónarmiðum að komast að. Í þessu tilviki er um að ræða fjölskyldu með ungt barn. Samúð mín í þessu máli er umfram allt með barninu. Það, eins og börn hælisleitenda yfirleitt, ber þyngstu byrðarnar. Við erum skuldbundin því að sjá til þess að fjölskyldum sé ekki sundrað. Því miður var það ekki virt hér. Höfundur er biskup Íslands. Fjölskyldum skal ekki sundrað Þær stofnanir og embættismenn sem falið er að bera ábyrgð á þessum málum hér eru sett í mikinn vanda. Ég tel þó að við hljótum að verða að skoða einstök mál og leyfa mannúð- arsjónarmiðum að komast að. KARL SIGURBJÖRNSSON Traustvekjandi Í hádegisfréttum RÚV í gær var Geir H. Haarde forsætisráðherra spurður út í lán til að auka gjaldeyrisforða ríkisins, sem margir væru orðnir langeygir eftir. Geir byrjaði á að taka fram að sjálfur hefði hann unnið við það að taka lán fyrir ríkið í fimm ár og þekkti þetta mun betur en margir sem hefðu tjáð sig um þetta mál á undanförnum vikum. Þetta hlýtur að vera hug- hreystandi fyrir formann Samtaka atvinnulífsins, forstöðumann greiningar- deildar Lands- bankans og aðra forkólfa í viðskipta- og atvinnulífi landsins, sem hafa verið uggandi að ástæðulausu yfir gjaldeyrisskortinum. Hvílíkt lán að Geir veit betur. Leiðin til siðblindu Dáleiðslufræðingur nokkur auglýsir í smáauglýsingum dagblaðanna „frelsi frá sektarkennd og skömm – hugarfarsbreytingu til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu“. Og er víst ekki vanþörf á í kreppunni. Þegar harðnar á dalnum þarf oft að gera meira en gott þykir til að verða sér úti um skotsilfur; verra að samviskan sé eitthvað að væflast fyrir þegar amma gamla skrifar upp á víxil sem stendur ekki til að greiða af. Pottþétt orðaval Í viðtali við Vísi sem birtist í gær- morgun sagði Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK í fótbolta, að ekki stæði til að reka þjálfara liðsins, Gunnar Guðmunds- son. „Eins og staðan er núna þá er ekkert í spilunum að láta Gunnar fara,” sagði Pétur við Vísi kl. 11.47 og bætti við að það væri „pott- þétt“ að Gunnar myndi stýra næsta leik. Kl. 14.20 sama dag birtust fréttir þess efnis að meistaraflokksráð HK hefði sagt Gunnari upp. Ekki verður annað séð en orðið „pottþétt“ hafi öðlast nýja og opnari merkingu í Kópavogi. bergsteinn@frettabladid.is Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is Í slenska ríkið tekur ekki á móti hælisleitendum. Þetta er ekki ný stefna núverandi ríkisstjórnar, heldur hefur þetta verið grundvöllur stefnu íslenska ríkisins í málefnum flóttamanna. Í því skyni er vísað til ýtrasta skilnings Flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna annars vegar og Dyflinnarsamningsins hins vegar um fyrsta griðland. Það er að umsókn um hæli skuli vera tekin fyrir í fyrsta landinu sem flóttamaður telst öruggur í. Ísland er nánast aldrei fyrsti griðastaður. Undantekning frá því er þegar flóttafólki er að fyrra bragði boðin landvist hér. Ísland getur því ávallt skýlt sér á bak við samgöngur til landsins sem liggja í gegnum örugg ríki og hafnað beiðnum um hæli. En það að Íslendingar geti og það að Íslendingar vilji vísa hælisleitendum nánast sjálfkrafa úr landi á þennan hátt er tvennt ólíkt. Þeir eru margir þegnarnir sem telja Ísland ekki standa sig nægjanlega vel í því að taka á móti flóttamönnum og að stefnu ríkisins í þessum málum eigi að breyta. Tilvísun í fyrsta griðland eigi ekki að vera algild. Það geta verið margar ástæður fyrir því að flóttamenn vilji fremur leita hælis í öðru landi en fyrsta griðlandi. Ein slík ástæða er ef líkur eru á að hælisumsóknin fái ekki réttláta meðferð í því landi. Önnur ástæða getur verið að flóttamenn vilji komast til lands þar sem þeir þekkja einhvern fyrir. Aðstoð vina og kunningja við slíkar aðstæður sem hælisleit er, er ómetanleg. Það er skylda ríkisins að fylgja jafnræðisreglunni. Þegnar, sem og aðrir sem leita til ríkisvaldsins, eiga rétt á að vera ekki mismun- að, sama á hvaða grundvelli það er. Jafnræðisreglan er ein helsta forsenda réttarríkisins. Það er hins vegar einnig skylda ríkisvalds- ins, og aukin krafa almennings, að taka tillit til sérstakra aðstæðna. Margar slíkar ástæður geta legið því að baki að sami úrskurður gildi ekki um alla og tekur ríkisvaldið reglulega tillit til þessara sér- stöku aðstæðna. Það á til dæmis við þegar veitt eru landvistarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru mun oftar veitt en hæli. Í fyrra var þremur veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum, þrettán hælisum- sóknum var hafnað og 24 voru endursendir á grundvelli Dyflinnar- samkomulagsins. Enginn fékk stöðu flóttamanns. Þau tíðindi urðu hins vegar í upphafi mánaðar að Reykjavíkur- borg samþykkti að taka á móti tveimur pólitískum flóttamönnum frá Srí Lanka. Staða pólitísks flóttamanns hafði fyrr á árinu verið veitt á grundvelli þess að annar flóttamaðurinn hafði áður starfað sem túlkur fyrir norrænu friðargæsluna, þar á meðal þá íslensku, áður en friðargæslan var dregin til baka þegar vopnahlé var rofið. Var því hægt að vísa til sérstakra tengsla við Ísland, þó svo að flóttamennirnir ættu hér enga fjölskyldu. Það hlýtur því að vera athugunarefni hvort sú hælisveiting sé fordæmisgefandi fyrir aðra flóttamenn sem starfað hafa með íslenskum aðilum í heimalandi sínu og sækja í framhaldinu um hæli hér á landi vegna sérstakra tengsla við landið. Ekki nema mál Srí Lankabúanna sé einungis fordæmisgefandi fyrir flóttamenn sem starfað hafa sem túlkar friðargæsluliða í ríkjum þar sem friðargæslan dregur sig úr verkefnum. Helst frá Srí Lanka. Stefna ríkisins í málefnum hælisleitenda: Umsókn um hæli sjálfkrafa hafnað SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.