Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. ÓDÝRT OG VISTVÆNT Hjá Lundavespum er hægt að leigja sér vespur í skemmri eða lengri tíma. BÍLAR 2 Hafþór Theodórsson, sölumaður hjá Securitas, reynir að ferðast sem oftast bæði innanlands og erlendis. Hafþór Theodórsson hefur víða komið og stefnir á að fjölga viðkomustöðunum. Ein ferð stendur þó sérstak- lega upp úr að hans mati en það er þriggja vikna frí sem hann fór í ásamt fjölskyldunni til Kissimee í Flórída. „Við fjölskyldan, það er að segja ég og frúin og sonur okkar, fórum í heimsókn til systur hennar og eigin- manns á Flórída. Þar var mikið stuð og afþreyingar- möguleikarnir nánast endalausir. Það er eiginlega ekki hægt að láta sér leiðast þarna,“ útskýrir Hafþór, sem fór meðal annars með fjölskyldunni í Busch Gardens, Disneyworld og Seaworld, þar sem margt fróðlegt og skemmtilegt var að sjá. „Ég verð að viðurkenna að varla er hægt að lýsa þessum stöðum í stuttu máli. Strákurinn okkar var yfir sig hrifinn og ekki skemmdi fyrir að hann hitti þarna margar þekktar Disney- persónur.“ Fjölskyldan gerði sér margt annað til dægrastytting- ar meðan á dvölinni stóð. Flatmagaði á ströndinni, snæddi á ýmsum góðum veitingastöðum, meðal annars á Outback Steakhouse og Olive Gardens, og verslaði þó nokkuð enda dollarinn hagstæður að sögn Hafþórs, sem lét jafnframt gamlan draum rætast með því að skella sér á NBA-leik. Fjölskyldan upplifði síðan heljarmikið ævintýri þegar hún fór í fjögurra daga siglingu til Bahama-eyja og væri alveg til í að fara þangað aftur. „Ég mun einn daginn fara aftur með fjölskylduna til Flórída, enda frábær staður fyrir fjölskyldufólk,“ segir Hafþór. mikael@frettabladid.is Frábært að vera á Flórída Feðgarnir Hafþór og Viktor Blær sem er í körfuboltatreyju sem Hafþór keypti á soninn á NBA-leik í Flórída. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EITTHVAÐ FYRIR ALLA Jökulsárgljúfur býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og náttúruskoð- unar. FERÐIR 3 Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Lager hreinsun allt að -60% Húsgagna lagersala t.d sófasett, hornsófar, tungusófar o.fl Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.