Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 28
20 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það styttist í bikiní- tímabilið. Tímabært að skoða fataskápinn! Ég ætti að passa í þetta í sumar! GVUÐ MINN GÓÐUR! Ég gæti notað þetta sem tjald! Bíddu! Það er einhver vafinn inn í þetta! Það besta við að vera í burtu er að snúa aftur. Saknaðirðu mín? Mjási, Mjási! Hvað er klukkan? Hádegi. Ó, þá held ég að ég sé orðinn of seinn til að ná flughópnum mínum. Getum við farið í speglasal- inn? Ég veit ekki, hann lítur ekkert sér- staklega vel út. Heyrðu Lárus, hvað er svona óhugnanlegt við speglasalinn? Spegla- salur Aðgang- ur 500 kr. á gest Spegla- salur Og þið kallið þetta himnaríki?! Það er ekki eitt tré sjáanlegt! Það er padda að skríða yfir andlitið á mér þegar ég vakna í eimbaðinu sem ég kalla tjaldið mitt. Morgunn á Hróars- keldu. Ég stíg út í ryk- mettaðan þvagfnyk- inn og tek í skyndi ákvörðun um hvort að kamar eða girðing verði fyrir valinu. Í spreng, hárið í einni flækju, sviti á svita ofan. Engin sturta sem bíður, engin mjólk í ísskápnum, enginn sófi að halla sér í. Bara ég og aðrar hundr- að þúsund manneskjur í útilegu. Hróarskelda hefur verið fastur liður á hverju sumri síðan 2003 hjá mér. Ekki aðeins vegna þess að þar má finna bestu tónlistar- menn hvers tíma fyrir sig heldur vegna þess að ég er háð því að lifa ógeðslega í nokkra daga. Ég meina, tónleikarnir eru aðalmálið en kelda úr hótelherbergi eða felli- hýsi væri engin kelda. Mér hefur alltént liðið hálfkjánalega þá daga hátíðarinnar sem ég er hrein. Jebb, þú skildir þetta rétt. Það er betra að vera skítugur. Að leyfa sér að líta ekki í spegil í viku, drekka bjór og lykta verr. Skola mesta rykið úr augunum í almenn- ingsvaski og pissa á hækjum sér við veginn í allra augsýn. Að vaka og sofa við tónlistarval þess sem tjaldar við hlið þér og reyna að greina hversu mörg lög þú heyrir í einu hverju sinni. Að skjálfa á nóttunni og lamast úr hita á dag- inn. Allt þetta er undarlega seið- andi og kósí. Ég er ekki frá því að þegar maður sleppir pjattinu í sjálfum sér öskri sjálfið af hamingju. Það losnar um allt, tilfinningar gossa fram í sinni hreinustu mynd (enda er ég alltaf grenjandi yfir fegurð tónlistarinnar á tónleikum) og lík- aminn, boginn og skældur eftir harða jörðina glóir aðeins. Eina sem þarf að hafa áhyggjur af er hvað á að sjá eða borða næst. Niðurtúrinn af þeirri vímu er aftur ofurviðkvæmni fyrir öllu rusli sem verður á vegi manns næstu daga á eftir. Það er annað- hvort eða. Siðmenning eða tjald- lífið. STUÐ MILLI STRÍÐA Af kömrum og öðru fornaldarlíferni KOLBRÚNU BJÖRT SIGFÚSDÓTTUR LÍÐUR LÚMSKT VEL ÞEGAR HÚN ER ÓGEÐSLEG Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.