Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 6
6 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Björn Gunnarsson skrifar: Hekla lækkaði verð á nýjum bílum sínum með miklu húllumhæi í maí. Viðskiptaráðherra og fleiri mættu í gleðina. Forseti ASÍ lýsti ánægju sinni með framtakið og forstjóri Heklu gerði mikið úr málinu og sagði þetta framtak þeirra framlag gegn verð- bólgunni. Þeir auglýstu reyndar „allt að 17% lækkun“ sem reynd- ist svo bara vera á einhverjum Audi sem seldist í örfáum eintök- um. Lækkunin á algengustu bíl- unum var ca 10% sem er hið besta mál. Nú hafa þeir hinsveg- ar hækkað aftur. Þannig að fram- lagið gegn verðbólgunni er greini- lega hætt. Þann 2. maí birtist auglýsing frá Heklu þar sem meðal annars stóð: „Varanleg verðlækkun um allt að 17% er okkar framlag til að ná verðbólgunni niður“. Sama dag birtist frétt um málið í Frétta- blaðinu. Með fréttinni fylgdu fimm dæmi um verðlækkanir. Nú hafa allir bílarnir í dæminu hækkað, um 110 til 265 þúsund krónur, eða að jafnaði um tæp- lega fimm prósent (sjá töflu). „Varanlegur“ þýðir samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs „það sem endist, varir lengi, end- ingarmikill“. Rúmlega tveir mán- uðir eru liðnir síðan verðbólgu- framlag Heklu var kynnt. Ásamt Heklu var það helst Ikea sem reyndi að berjast gegn verð- bólgunni. Þann 29. mars síðastlið- inn mátti lesa í Fréttablaðinu að óbreytt verð héldist á öllum vörum Ikea til 15. ágúst næst- komandi. Tilkynning var send í tilefni af fréttaflutningi um verðhækkanir á innfluttum vörum eins og húsgögnum og raftækjum vegna veikingar íslensku krónunnar. „Ikea mun standa við uppgefið verð eins og það er auglýst í Ikea-bæklingn- um“, sagði í fréttinni. Þetta hefur gengið eftir. Von er á nýjum Ikea-bæklingi í byrjun september og þá má búast við verðhækkun- um á vörum fyrirtækisins. Hvernig gengur „Framlagið gegn verðbólgunni“? Hekla búin að hækka, ekki Ikea VERÐLÆKKUN FAGNAÐ Í BYRJUN MAÍ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í „húllumhæi“ með Sverri og Knúti Haukssonum hjá Heklu. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI gunnarh@frettabladid.is VARANLEGU VERÐLÆKKUNARBÍLAR HEKLU Tegund Fyrir lækkun Eftir lækkun Verð nú VW Golf Treadline 1.6 beinsk. 2.560.000 2.280.000 2.390.000 Skoda Octavia 1.9 TDI sjálfsk. 3.050.000 2.770.000 2.890.000 Audi A4 TFSI beinsk. 5.090.000 4.220.000 4.430.000 Mitsubishi Pajero DID sjálfsk. 5.970.000 5.350.000 5.615.000 KIA Sorento EX 2.5 4.420.000 3.995.000 4.190.000 HEILBRIGÐISMÁL Stóru heilbrigðis- stofnanirnar úti á landi eiga við rekstrarvanda að stríða. Einkum er ástandið slæmt á Heilbrigðis- stofnun Austurlands, HSA, en þar nemur hallinn eftir fyrstu fimm mánuði ársins rúmum 200 milljón- um króna. „Við erum í úlfakreppu og sívaxandi rekstrarvanda,“ segir Stefán Þórarinsson, fram- kvæmastjóri lækninga á HSA. Heilbrigðisstofnun Austurlands fékk tíu pró- sentum minni fjárveitingu en gert var ráð fyrir að sam- kvæmt rekstr- aráætlun stjórn- enda og veltir rúmum tveimur milljörðum króna á þessu ári. Heilbrigðis- stofnunin er nú komin í vanskil við birgja og ástandið er erfitt. „Það verður erfiðara og erfið- ara að reka stofnunina. Hún hefur verið að ganga í gegnum breyting- ar, fólki hefur fjölgað mikið og álag verið vegna byggingafram- kvæmda. Þessi vöxtur hefur að hluta til verið greiddur af sértekj- um vegna álversins eða stíflunnar. Við höfum misst þessar tekjur með minnkandi framkvæmdum,“ segir Stefán. „Íbúum og starfsmönnum álversins þurfum við að sinna eftir sem áður. Við þurfum að reka sex vinnusvæði og tólf vinnustaði og veita aðallega grunnþjónustu. Við getum ekki látið þetta hverfa, lokað og vísað á LSH eða Reykja- vík. Við erum í vanda og það er ekki gott,“ segir hann. Stefán segir að stjórnendur hafi strax í upphafi ársins gert heil- brigðisráðuneytinu grein fyrir að þetta væri stærri vandi en svo að þeir gætu ráðið einir við hann. „Maður skilur að ráðuneytið hefur ekki mörg úrræði. Þegar fjárveit- ingin er svona kröpp er það í klemmu með málið,“ segir Stefán. Fleiri stofnanir úti á landi eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þor- valdur Ingvarsson, framkvæmda- stjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, segir hallann 60 milljónir króna eftir fyrstu fimm mánuði ársins. Beðið er fjárauka- laga. Á Ísafirði nemur hallinn tæpum 24 milljónum en Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri býst við að staðan skáni eftir því sem líður á árið. Útgjöld dreifist ójafnt yfir árið þess vegna batni staðan. Á Akranesi nemur hallinn tæpum 14 milljónum krónum, meðal annars vegna launaþróun- ar. Sigríður Snæbjörnsdóttir, for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, HSS, sendi frá sér þau skilaboð nýverið að nauðsynlegt væri að draga úr þjónustu heilsu- gæslunnar vegna fjárskorts. Hún er nú í viðræðum við ráðuneytið. ghs@frettabladid.is ÞORVALDUR INGVARSSON Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands er í uppnámi Heilbrigðisstofnanir úti á landi eiga við rekstrarvanda að stríða. Sérstaklega er ástandið slæmt á Austur- landi þar sem stjórnendur ráða ekki einir við vandann. „Erum í úlfakreppu,“ segir framkvæmdastjóri. STÖÐUGT ERFIÐARA Heilbrigðisstofnun Austurlands er í verulegum fjárhagsvanda og meðal annars komin í vanskil við birgja. „Það verður erfiðara og erfiðara að reka stofnunina,“ segir Stefán Þórarinsson lækningaforstjóri. RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn samning um þjónustu heimilis- lækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Þetta er rammasamningur til fimm ára. Á grundvelli hans er stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu. Samningurinn miðast við að þrír eða fleiri heimilislæknar sameinist um faglegt samstarf og rekstur heilsugæslu- og læknastöðvar. Þjónustan skal að jafnaði unnin á læknastofunni en læknum verður einnig auðveldað að sinna vitjunum hjá sjúklingum sem ekki eiga heimangengt. Unnið er að gerð sambærilegs samnings við sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðinga. - ghs Nýr rammasamningur: Útboð á rekstri læknastofu LJÓSMÆÐUR „Líðan og öryggi kvenna er í húfi“, segir í áskorun sem var lesin fyrir utan stjórnar- ráðið í gærmorgun áður en ríkis- stjórnarfundur hófst. Stuðningsfólk ljósmæðra fjöl- mennti á baráttufund fyrir utan stjórnarráðið í gærmorgun til að styðja við launabaráttu þeirra. Eydís Hentze sem var einn skipu- leggjenda fundarins segir málið vera rammpólítískt. „Þetta er kvennastétt sem þjón- ustar einungis konur. Starf þeirra er táknrænt fyrir sjálfræði kvenna og yfirráða þeirra yfir eigin líkama. Þannig er þetta mál mjög pólitískt, því það snýst um grunnréttindi kvenna,“ segir Eydís. Í áskoruninni voru tíunduð lof- orð stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar. „Ríkisstjórn sem stefnir að jafnrétti í reynd getur ekki virt þarfir og störf kvenna að vettugi, heldur verður hún að beita sér í þágu stéttarinnar [ljósmæðra] og fæðandi kvenna.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra tók við áskorun stuðnings- hópsins. „Mál sem þessi eru ekki leyst fyrir framan stjórnarráðið heldur er þetta gert við samninga- borðið. Þið vinnið gríðarlega mik- ilvæg störf og ég vona að það gangi vel að leysa þetta mál á réttum vettvangi,“ sagði Geir þegar honum var afhent áskorunin. - vsp Stuðningsfólk ljósmæðra fjölmennti fyrir framan stjórnarráðið í gærmorgun: Segja málið rammpólítískt STUÐNINGSFÓLK LJÓSMÆÐRA Afhent var áskorun til ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta laun ljósmæðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Ásatrúarmenn í Danmörku, sem trúa á norrænu guðina Þór, Óðin og Loka, fá nú í fyrsta sinn sinn eigin grafreit. Sveitarfélagið Óðinsvé hafa gefið grænt ljós á að koma upp grafreit að heiðnum sið í Assis- tens-kirkjugarðinum í miðbæ Óðinsvéa síðar á þessu ári. Áður hafa ásatrúarmenn geta valið milli þess að láta dreifa ösku sinni úti á hafi eða að hljóta legstað í kirkjugarði. Fjöldi félaga í stærsta ásatrúar- félaginu í Danmörku, Forn siðr, hefur þrefaldast frá því að félagið fékk formlega stöðu sem trúfélag í Danmörku árið 2003. - ghs Danskir ásatrúarmenn: Fá eigin grafreit í Óðinsvéum Vilt þú nýja ríkisstjórn? Já 68,4% Nei 31,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð/ur með nýjar tillög- ur um skipulag á Kársnesi? Segðu skoðun þína á visir.is Dæmdur smyglari ók á lyfjum Tæplega fertugur maður hefur verið dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns og ofvirknilyfja. Hann var einnig sviptur ökurétti í átta mánuði. Maðurinn hlaut nýverið dóm fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. DÓMSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.