Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 1
14 Lækkun olíuverðs „Olíublaðran“ kann að vera sprungin. 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 6. ágúst 2008 – 32. tölublað – 4. árgangur Dögun vetnisaldar Veruleiki eða framtíðarsýn? 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Dýrustu golfvellirnir: Dýr hringur hjá Gibson. Björn Þór Arnarson og Annas Sigmundsson skrifa „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni,“ segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjög- urra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaup- þing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgar- byggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörk- uðum hafði því gríðarleg áhrif,“ segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaup- þing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili,“ segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra,“ segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum.“ Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréf- um okkar í Existu,“ segir hann. „Það er ekki sam- runi í dag og ekki á morgun,“ segir Friðrik Friðriks- son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekk- ert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efna- hagsaðstæður. Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu „Það liggur ekkert fyrir um að slíkt takist en það eru það erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef það ætti einhvern tímann að ganga þá væri það núna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Heimildir Markað- arins herma að samningaviðræður eigi sér stað milli 365 og Árvakurs til að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri. Á það einkum við rekstrarliði sem lúta að framleiðslu og dreifingu á dagblöðum. Viðræður um þessi mál hafa staðið með hléum undanfarin misseri án niðurstöðu. „Það sverfur mjög að þessum rekstri. Það hafa orðið miklar kostnaðar- hækkanir, pappír og kostnaðarliðir í dreifingunni eins og laun og eldsneyti hafa hækkað,“ segir Ari og kveður aukinn kostnað meira áberandi í prentmiðl- um en öðrum miðlum og því sé mikill þrýstingur á útgefendur að hagræða í rekstri. - ghh Árvakur og 365 skoða samstarf Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com ...við prentum! Verðbólgudraugur Tólf mán- aða verðbólga á evrusvæðinu mælist nú 4,1% og hefur ekki verið hærri í 16 ár. Helst er hægt að rekja hækkunina til hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu standa nú í 4,25 prósentum. Slæmt ástand Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira í 4 ár. Það mælist nú 5,7 prósent og hefur hækkað um alls 0,7 prósentustig frá aprílmánuði. Atvinnuleysi hefur ekki aukist jafn mikið á þremur mánuðum síðan 2002. Í eina sæng Samningaviðræð- ur milli British Airways og Am- erican Airlines um aukið sam- starf eiga sér nú stað. Með samn- ingnum á að minnka kostnað við t.a.m. miðasölu og aðra stjórnun. Næg atvinna Atvinnuleysi í Dan- mörku heldur áfram að minnka og er nú komið niður í 1,6 pró- sent. Þetta er minnsta atvinnu- leysi sem mælst hefur í land- inu í 35 ár. Að meðaltali hefur at- vinnulausum fækkað um 2.300 í hverjum mánuði á síðustu þrem- ur mánuðum. Gengisfelling Seðlabanki Simb- abve hefur ákveðið að fella 10 núll aftan af gjaldmiðli landsins. 10 milljarðar verð því 1 dalur. Um 2,2 milljóna prósenta verð- bólga er í landinu. Trúverðug langtímastefnumörk- un er forsenda þess að náð verði tökum á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, að mati Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann segir óvíst með ávinning af því kostnaðar- sama ferli að búa krónunni umgjörð sem dugir til lang- frama og telur einsýnt að hér verði að taka upp evrópskt myntsamstarf, hvort sem það verður með sérsamningum eða eftir forskrift Evrópusambands- ins. Hann segir að þótt sums stað- ar þar sem stjórnarumgjörð sé veikari þurfi stjórnmálamenn að sækja á ný umboð til að taka á nýjum aðstæðum. Hér sé hefð- in önnur og hann treysti rík- isstjórninni til að marka nýja langtímastefnu með hliðsjón af nýjum aðstæðum. - óká / Sjá síðu 13 Stefnumörkun er forsendan ÁRNI PÁLL ÁRNASON SPRON 48,2% Sparisjóður Keflavíkur 34,4% Sparisjóður Mýrarsýslu 10,3% Sparisjóður Svarfdæla 7,1% Kista á 7,17 prósent hlut í Existu Eignarhlutur Kistu í Exista Markaðsvirði 5.ágúst 2008 6,7 milljarðar Markaðsvirði 19. júlí 2007 40,887 milljarðar Mismunur 34,183 milljarðar Verðmæti hlutar Kistu í Exista 19. júlí 2007 SPRON 19,7 milljarðar króna Sparisjóður Keflavíkur 14,065 milljarðar kr. Sparisjóður Mýrarsýslu 4,2 milljarða króna. Sparisjóður Svarfdæla 2,9 milljarðar kr. Núverandi verðmæti eignarhlutar Kistu í Exista SPRON 3,23 milljarðar kr. Sparisjóður Keflavíkur 2,3 milljarðar kr. Sparisjóður Mýrarsýslu 0,69 milljarðar kr. Sparisjóður Svarfdæla 0,476 milljarðar kr. *Miðað er við óbreyttan eignarhlut Kistu í Existu á tímabilinu E I G N A R H L U T U R K I S T U

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.