Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 S K O Ð U N Mannauðsstjórnun hefur orðið miðlægur þáttur í stjórnun skipu- lagsheilda síðustu ár og snert- ir alla helstu grundvallarþætti í stjórnun. Einn þeirra snýr að ráðningu og vali á starfsfólki. Ávallt verður að gera ríkar kröfur um jafnræði í ráðningar- ferli og ferlið oft gagnrýnt þegar ekki er stuðst við formlegar regl- ur. Eru leikreglur hins almenna vinnumarkaðar og hins opinbera þó að mörgu leyti ólíkar er kemur að þáttum eins og hvort auglýsa eigi og þá hvernig beri að haga auglýsingu starfa. Ráðningar- ferli í anda mannauðsstjórnun- ar gengur út á að bera kennsl á, laða að og velja einstaklinga sem falla best að þeim kröf- um sem skipulagsheildir gera. Einnig má segja að val á starfs- fólki sé höfnunarferli þar sem hópur umsækjenda er þrengd- ur með því markmiði að þeir hæfustu standi eftir. Mikilvægt er að báðum ferl- unum sé stjórnað af sérþekk- ingu og að hæfir einstakling- ar annist ráðningarferlið; að handahófskenndar aðferðir víki fyrir skýrum línum og að þeim sé fylgt. Einstaklingar eru valdir til starfa á forsend- um mats á hæfni þegar unnið er eftir leikreglum mannauðs- stjórnunar. Reynt er að spá fyrir um framtíðarafköst með réttmætum og áreiðanlegum aðferðum þar sem brjóstvit getur oft á tíðum verið lélegt viðmið. Því er lögð áhersla á hlutlægar og mælanlegar að- ferðir við ráðninguna. Hins vegar fer val á starfsfólki gjarnan fram með þeim hætti að huglægt mat hefur töluverð áhrif. Lykillinn að velgengni skipu- lagsheilda er að hafa rétta fólk- ið um borð. Lykilinn má finna í vasa fagaðila á sviði ráðninga og þeirra sem nýta sér grundvallar- atriði mannauðsstjórnunar. Þar segir að allir umsækjendur eigi að sitja við sama borð í ráðning- arferlinu. Rangt ráðningarferli getur leitt til mistaka í vali á starfs- fólki og áætla má að kostnaður vegna slíkra mistaka kosti skipu- lagsheildir tugi prósenta af árs- launum viðkomandi starfsmanns sem gerir aðferðir mannauðs- stjórnunar enn mikilvægari. Ekki er óalgengt að lögð sé til fyrir- mynd að ráðningarferli með lík- ani til að koma í veg fyrir mis- tök. Þar er meðal annars gert ráð fyrir starfsgreiningu sem segir til um hvað felst í stöðunni sem þarf að manna og þeirri hæfni sem starfið útheimtir. Þar er um kerfisbundna athugun að ræða þar sem starfið er brotið niður í smærri einingar þar sem starfs- kröfur þurfa að vera ljósar áður en leitin að réttum starfsmanni hefst. Starfslýsing er þá notuð í ráðningarferli til að ákveða þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru. Gæta þarf þess þó að starfs- lýsingin sé ekki of niðurnegld þannig að hún virðist ósveigjan- leg og flókin enda þarf að haga vali á starfsfólki eftir aðstæðum miðað við hvaða starf er um að ræða. Þannig þarf til dæmis að meta að hve miklu leyti huglægir þættir eiga rétt á sér. Enn fremur veltir undirrituð fyrir sér hvort hlutleysi sé yfirleitt til þar sem skapalón af réttum starfsmanni veltur á sjónarhorni þess sem það sníðir. Hvað sem því líður þá er faglegt ráðningarferli öllum aðilum í hag. Til að standa fag- lega að málum í þessu sambandi er hægt að nýta aðferðir í anda mannauðsstjórnunar og leita til einstaklinga með sérþekkingu sem kunna að beita henni. Andrea Róberts MS í mann auðs- stjórn un og BA í félags fræði og kynjafræði. Lykill að velgengni skipulagsheilda Gaman er að sjá hvað menn eru helv. brattir í bankakerfinu. Þar tekst þeim nú líka svo sem ágæt- lega að troða marvaðann innan um aðra evrópska banka sem jafnvel mara í hálfu kafi. Upp- gjör sem þessi hefðu nú samt tæpast þótt tilefni til veisluhalda hér áður, þótt erlendir fjölmiðlar hafi, að minnsta kosti í bili, látið sannfærast um að hér sé ekki allt á leiðinni í kaldakol. Mest gaman finnst mér samt að fylgjast með sumum forsvars- manna sparisjóðanna, sér í lagi þessum eina sem hefur orðið að hlutafélagi, enda hefur þar ekki verið að sjá að nokkur væri beygður í lausafjárkreppunni. Allt bara á blússandi siglingu. Annars er best að stíga var- lega til jarðar þegar kemur að yf- irlýsingum um sparisjóðina. Ég reyndi að minnsta kosti að virð- ast ekki of áfjáður í að selja í fyrra þegar menn fóru grenjandi um allt land í leit að stofnbréf- um með gullglampa í augum. Það er algjör óþarfi að vera að núa mönnum því um nasir að maður hafi losað um þessar eignir á „ásættanlegum“ kjörum á þess- um tíma. Núna er best að vera bara sem mest í bústaðnum, já eða jafnvel að bregða sér til Món- akó, þar sem maður getur verið viss um að mæta ekki þeim á götu sem látið hafa gullglampann víkja fyrir örvæntingarbliki. Já, þetta er fín hugmynd. Best að bóka á Business Class til að vera viss um að lenda ekki við hliðina á einhverjum brennd- um. Hvort ætli sé nú betra að fljúga til Parísar eða Mílanó upp á að taka lestina niður til Monte Carló? S P Á K A U P M A Ð U R I N N Stigið varlega til jarðar M A N N A U Ð S M Á L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.