Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Breski bankinn Northern Rock
tapaði 92 milljörðum íslenskra
króna á fyrri helmingi ársins.
Tapið er nokkuð stærra en gert
hafði verið ráð fyrir og stafaði
það m.a. af auknum vanskilum og
meiri afskriftum á útlánum. Um
2.000 starfsmönnum hefur verið
sagt upp störfum.
Í september á síðasta ári þurfti
bankinn að biðla til Englands-
banka um lán til að komast yfir
erfiðasta hjallann. Nú er bankinn
byrjaður að borga lánið til baka
en eftirstöðvarnar eru 2.707 millj-
arðar íslenskra króna. Bankinn
var þjóðnýttur í febrúar eftir mis-
heppnaða sölutilraun en stjórn-
völd hyggjast nú leggja rúmlega
460 milljarða til hlutafjáraukn-
ingar. - ghh
Northern Rock tapar
NORTHERN ROCK Tapið fyrri helming
ársins var mun meira en gert hafði verið
ráð fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Mér finnst réttast að yfirgefa
stjórn bankans núna svo hægt
sé að skapa ró í kringum sölu-
ferli bankans,“ segir Peter Müll-
er, fráfarandi stjórnarformaður
Roskilde Bank, í samtali við Bör-
sen. Stjórnarformaðurinn og einn
stjórnarmeðlimur, Peter Holm,
tilkynntu stjórn bankans og hlut-
höfum að þeir vildu segja stjórn-
arsætum sínum lausum. Stjórn
bankans fundaði með hluthöfum í
gær og í kjölfarið tilkynntu Müll-
er og Holm afsögn sína. Hluthaf-
ar höfðu gert kröfu um að breyt-
ingar yrðu gerðar á stjórn bank-
ans.
Talsmaður hluthafa, Ole Peter
Nielsen, var ánægður með hlut-
hafafundinn í gær. „Það mikil-
vægasta fyrir okkur er að stjórn-
arformaðurinn lætur af störfum
þar sem vandræði bankans hvíla
þungt á herðum hans.“ Hluthafar
munu leggja fram tillögu um nýja
stjórnarmeðlimi og formann við
hluthafafund sem haldinn verður
í lok september. Ekki er búið að
ákveða hvort stjórnarmenn verði
fimm í stað fjögurra. - ghh
Stjórnarmenn
Roskilde segja af sér
Magnús Sveinn Helgason skrifar
Samkvæmt skýrslu samtakanna Hope Now, sem
aðstoða bandaríska húsnæðiseigendur sem eiga í
vandræðum með afborganir, lenda Bandaríkjamenn
með góð veð og „hefðbundin“ húsnæðislán í vax-
andi mæli í vandræðum með afborganir. Á öðrum
ársfjórðungi aðstoðuðu samtökin 34.000 fleiri með
„hefðbundin“ húsnæðislán en „undirmálslán“, en
alls aðstoðuðu samtökin nærri 1.800.000 manns á
öðrum ársfjórðungi.
Þá sýna tölur samtakanna að skjólstæðingar, sem
höfðu hefðbundin húsnæðislán, mistókst hlutfalls-
lega oftar en þeim sem höfðu undirmálslán að ná
tökum á afborgunum, þrátt fyrir skuldbreytingu,
og misstu þar með heimili sín.
Hingað til hefur verið talið að húsnæðisvandræð-
in vestanhafs væru fyrst og fremst bundin við svo-
kölluð undirmálslán, en nú telja sérfræðingar hins
vegar að merki séu um að hefðbundin lán sem talin
voru örugg kunni einnig að tapast í stórum stíl.
Þetta er mikið áhyggjuefni því greiningardeildir
telja að botninum hafi verið náð í undirmálslánum.
Skuldavafningar og verðbréfuð undirmálslán eru
nú talin nánast verðlaus, en fjármálastofnanir hafa
þurft að afskrifa þessi bréf um allt að 80 prósent.
Vonir voru því bundnar við að farið væri að sjá
fyrir endann á útlánatöpum fjármálastofnana. Þær
vonir munu þó ekki rætast ef afskrifa þarf hefð-
bundin húsnæðislán í stórum stíl.
Vaxandi áhyggjur eru nú í Bandaríkjunum um
að húsnæðiseigendur sem horfa á fallandi húsnæð-
isverð og þunga greiðslubyrði lána sem tekin voru
þegar húsnæðisverð var í hámarki kjósi í stórum
stíl að ganga frá eignum sínu frekar en að borga af
lánunum. Þetta þýðir bæði að bankar og fjármála-
stofnanir sitja uppi með tap á lánum, því veðin hafa
fallið í verði, og að offramboð myndast af eignum
á markaði.
Í síðustu viku greindu samtök bandarískra fast-
eignalánveitenda frá því að þrátt fyrir að vextir á
húsnæðislánum í Bandaríkjunum hafi lækkað að
undanförnu hafa ekki færri sótt um fasteignalán
síðan í desember 2000. Talið er að kaupendur haldi
að sér höndum í von um að fasteignaverð eigi enn
eftir að lækka. Greiningardeild Lehman Brothers
sagði fyrir helgi að markaðurinn væri að ganga í
gegn um „sársaukafulla leiðréttingu“.
D.R. Horton, sem er stærsta verktakafyrirtæki
Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í byggingu íbúð-
arhúsnæðis tilkynnti á þriðjudag að sala á nýjum
íbúðum hefði dregist saman um 36 prósent. Tap fé-
lagsins var þriðjungi meira en greiningardeildir
höfðu gert ráð fyrir, en taprekstur hefur verið á fé-
laginu síðustu fimm ársfjórðunga.
Eftirspurn efir húsnæði er mjög lítil í Bandaríkj-
unum, en þann 24. síðasta mánaðar tilkynntu sam-
tök bandarískra fasteignasala að fjöldi viðskipta
hefði ekki verið minni í tíu ár. Á sama tíma hefur
flætt inn á markaðinn húsnæði sem bankar og lána-
stofnanir hafa leyst til sín, bæði vegna þess að fólk
hafi ekki efni á afborgunum eða hafi hreinlega
gengið frá skuldum sínum og eignum. Áætlað er
að einn af hverjum 171 fasteignaeiganda sé á leið í
nauðungaruppboð, og 6,35 prósent allra húsnæðis-
lána séu í vanskilum. - msh
OFFRAMBOÐ Á FASTEIGNUM Ekki hefur selst minna af fast-
eignum í Bandaríkjunum síðan 1998 MARKAÐURINN/AFP
Undirmálslánakreppan aðeins
toppurinn á ísjakanum
Mikill samdráttur í nýbyggingu og fjöldi viðskipta á markaði
ekki minni í tíu ár. Lækkandi fasteignaverð og slæmt efna-
hagsástand vekur ótta um að „örugg“ lán tapist í stórum stíl.
Jan Petter Sissener, sem áður
stýrði starfsemi Kaupþings í
Noregi, hefur stefnt Kaupþingi
fyrir samningsrof vegna bónus-
og starfslokagreiðslna fyrir þetta
og síðasta ár. Dagens Næringsliv
hefur reiknað út kröfur Sissen-
ers og segir þær nema 390 millj-
ónum íslenskra króna. Að sögn
blaðsins hafa Sissener og for-
svarsmenn Kaupþings átt í við-
ræðum að undanförnu án þess
að niðurstaða hafi fengist og því
mun málið fara fyrir dóm. - ghh
Kaupþingi stefnt
Áætlanir um að rétta af rekstur
Ábyrgðarsjóðs launa hafa raskast
vegna þrenginga í efnahagslífinu.
„Þetta er ríkis tryggður sjóður. Það
er lögbundið að launþegar eiga
rétt á greiðslu launa við gjaldþrot
fyrirtækja,“ segir Unnur Sverris-
dóttir, forstöðumaður stjórnsýslu-
sviðs Vinnumálastofnunar.
Eins og greint hefur verið frá
hefur sá hluti Mest, sem nýver-
ið hlaut nafnið Tæki, tól og bygg-
ingavörur ehf., óskað eftir því að
félagið verði tekið til gjaldþrota-
skipta. Tilkynnti félagið jafnframt
að það myndi ekki greiða starfs-
mönnum ógreidd laun fyrir júlí-
mánuð. Talið er líklegt að Ábyrgð-
arsjóður launa greiði á endanum.
Unnur segir að á fyrstu sex
mánuðunum í fyrra hafi Ábyrgð-
arsjóður launa greitt út 283 millj-
ónir króna. Á þessu ári hafi hann
hins vegar greitt 372 milljónir
króna. Aukningin nemur 90 millj-
ónum króna.
„Gjaldþrot eru hins vegar alls
ekki farin að skila sér. Þau koma
með haustinu,“ segir Unnur.
Sjóðurinn hefur verið rekinn
með tapi árið 2005 en hefur rétt úr
kútnum síðan. Samkvæmt áætlun
frá árinu 2006 var gert ráð fyrir
að rekstur sjóðsins myndi hætta
að skila tapi árið 2010. „Nú erum
við að vonast til þess að það gerist
árið 2012,“ segir Unnur.
Hún segist hafa fundið fyrir
aukningu á beiðnum til sjóðsins
í apríl. „Þegar stóru verktakarn-
ir fóru að rúlla tókum við að sjá
breytingu,“ segir hún. - as
Greiðslur aukast um þriðjung
Aukin gjaldþrot raska áætlunum Ábyrgðarsjóðs launa. Á fyrri helmingi
ársins hafa verið greiddar út 283 milljónir króna.
Hlutabréf í finnska fjarskipta-
fyrirtækinu Elisa féllu um
14 prósent í kauphöllinni í
Helsinki í kjölfar frétta af
slæmri afkomu á öðrum
ársfjórðungi. Gengið hefur
ekki verið lægra í þrjú ár.
Tekjur drógust saman
um sex prósent milli ára,
þar af um 15 prósent af far-
símarekstri.
Elisa, sem er annað stærsta
símafyrirtæki Finnlands er að
hluta í eigu Íslendinga, en fjár-
festingafélagið Novator er
stærsti hluthafinnu í félaginu,
með 10,4 prósent hlutafjár.
Á mánudag greindi finnska
viðskiptablaðið Kauppal-
ehti frá því að fjarskipta-
fyrirtækið DNA, einn
helsti samkeppnisaðili
Elisa, hefði aukið hlut
sinn í félaginu og væri
nú orðið annar stærsti
hluthafinn, með 4,9 pró-
sent.
Forstjóri DNA, Jan-Erik
Frostdahl segir um „strategíska“
fjárfestingu að ræða, en hefur
ekki átt í viðræðum við Novator
um framtíð Elisa. Orri Hauksson,
fulltrúi Novator í stjórn Elisa
vildi ekkert tjá sig málið. - msh
Léleg afkoma Elisa