Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N H A F L I Ð I H E L G A S O N F A M K V Æ M D A S T J Ó R I H J Á S J Á V A R S Ý N Sparisjóðirnir komnir úr sparifötunum Ekki fer fram hjá neinum sem fylgist með á fjármálamarkaði að sparisjóðirnir eru hægt og bítandi að týna tölunni. Kaup- þing hirðir upp sína sparisjóði þessa dagana og búast má við að Glitnir og Landsbankinn hirði eitthvað til sín á næstunni. Tími sparisjóða á Íslandi er því lík- lega á enda runninn. Þessi þróun kemur ekki á óvart en leiðinlegt að þeir hverfi með þessum hætti; langþreyttir og komnir að fótum fram veita stóru bankarnir þeim náðar- höggið einum á eftir öðrum. TREGÐULÖGMÁL TEFJA ÓHJÁKVÆMILEGA ÞRÓUN Fyrir nokkrum misserum var staðan önnur. Þá voru bankarn- ir tilbúnir að borga talsvert fé fyrir sparisjóðina og við það hefðu orðið til gildir sjóðir í þeim samfélögum sem spari- sjóðirnir störfuðu. Nú er ekk- ert aukreitis í slíka sjóði. Það var átakanleg skammsýni þeirra sem börðust gegn þessari þróun á sínum tíma. Sorglegast í því er að þeir sem hæst hrópuðu á þeim tíma gerðu það í nafni andstöðu sinnar við „græðgisvæðinguna“ og andstyggð á lögmálum mark- aðarins í kapítalísku hagkerfi sem Vesturlönd hafa komið sér saman um að sé öflugasta kerfið til verðmætasköpunar. Þannig er það oft að tregðulögmálin gera ekkert annað en að tefja fyrir óhjákvæmilegri þróun og oft á kostnað þeirra sem síst skyldi. Í tilfelli sparisjóðanna varð töfin á kostnað menningar- og samfé- lagsverkefna í þeim byggðarlög- um sem þeir starfa. Nú eru kostirnir í mörgum tilvikum skýrir; að renna inn í bankana eða verða gjaldþrota ella. Kannski er ekki ástæða til að vera að skyggja á gleði úr- tölumanna með því að draga þetta fram. Tímarnir núna eru jú þeirra hátíð. RÝR AFKOMA AÐ FRÁDREGNU GENGI OG VERÐBÓLGU Uppgjör bankanna voru í stór- um dráttum eins og við var að búast. Fram undan er rýr upp- skera í bankastarfsemi og vax- andi afskriftir. Sem fyrr við slík- ar aðstæður skiptir höfuðmáli að skera niður kostnað, vera eins gagnsæir í upplýsingagjöf og kostur er og reyna að halda sjó í gegnum öldurótið. Viðbrögð er- lendis hafa verið þokkalega já- kvæð hjá þeim sem dregið hafa upp dekkstu myndina af íslensku bönkunum. Það skiptir miklu að fjármálakerfið haldi og bank- arnir og hagkerfið nái að skapa tiltrú á ný á alþjóðamörkuðum. Sá hagnaður sem birtist á öðrum ársfjórðungi er að mestu leyti hland í skó og heldur engum hita til lengdar. Ef verðbólga og gengisfall er dregið frá, þá er afkoman rýr hjá bönkunum, þótt þeim takist að verja eigið fé sitt gegn hreyfingum krón- unnar. Krónan er sem fyrr við- bótaráhætta í rekstri bankanna og meðan hún er uppgjörs- og skráningarmynt þeirra er ólík- legt að erlend fjárfesting komi að ráði inn í bankana. Það er hins vegar það sem þyrfti að gerast. Það er jákvætt að sjá að fjár- málakerfið bregst við með hag- ræðingu og þótt það sé dapurlegt að endalok sparisjóðanna séu með þeim hætti sem nú stefn- ir í, þá er skömminni skárra að þeir renni inn í bankana en að þeir fari á hausinn. Gjald- þrot íslensks banka, sama hvaða nafni hann nefndist, yrði lík- lega olía á eld vantrúar á fjár- málakerfið með tilheyrandi tjóni fyrir hagkerfið. Hagræðingar- ferli samdráttarins er hafið og fyrstu gjaldþrotin farin að líta dagsins ljós. Það er leiðinlegt að þessi veisla skuli enda svona, en ekkert getur úr því sem komið er hindrað að timburmennirnir verði hastarlegir og einhverjir munu fá delirium tremens. GÆTI ÍSLENSKA EYÐSLU- KLÓIN SNÚIÐ VIÐ BLAÐINU? Hörð lending er örugg niður- staða þessarar hagsveiflu, en því miður er öll óvissan enn í átt til hins verra. Ef krónubréfaút- gefendur snúa við okkur baki í stórum stíl er hætt við að krón- an veikist enn frekar. Gengis- vísitala í 180 eða 200 gæti leikið okkur grátt. Jafnvægi í viðskipta- jöfnuði gæti orðið til þess að krónubréfa- útgáfa haldi áfram á þeim for- sendum að fyrr eða síðar muni vaxtamunurinn skila þeim rétt- um megin við núllið. Miðað við stöðu krónunnar nú eru þeir allir í tapi og niðurstaðan sú að hinir háu íslensku vextir ís- lenska yfirdráttarins hafa ekki megnað að vinna upp lækkun á krónunni. Íslenska eyðsluklóin, eins og Margeir kallaði meðal- jóninn, hefur því fengið með- gjöf frá belgískum tannlæknum og ítölskum ekkjum til að fram- lengja veisluna. Spurningin nú er hvort tapsárir endafjárfest- ar hætta að lána íslensku eyðslu- klónni eða þeir reyna að vinna eitthvað af tapinu til baka. Svo er alltaf spurning hvort Íslendingar fari að hegða sér ráðdeildarlega í fjármálum og greiði niður yfirdráttinn hratt og örugglega. Ég myndi ekki þora að leggja minn eigin spari- sjóð undir slík sinnaskipti. En auðvitað kallar óvissa um fram- tíðina á breytta og aðaldssam- ari hegðun. Þótt það sé dapurlegt að endalok sparisjóðanna séu með þeim hætti sem nú stefnir í, þá er skömminni skárra að þeir renni inn í bankana, en að þeir fari á hausinn. Gjaldþrot [...] yrði líklega olía á eld vantrúar á fjármálakerfið. Annas Sigmundsson skrifar „Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutn- ing mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvóta- eign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður grein- ingar Kaupþings. Hann telur röksemdir fyrir því að vera með kvótaþak á sjávarútvegsfyrirtæki hæpna. Hann telur að á næstu árum muni hag- ræðing halda áfram m.a. með fækkun starfsfólks líkt og þróunin hefur verið á síðustu áratugum. Þegar til framtíðar er litið gætum við átt von á því að sjá ann- ars vegar stór fjölþætt fyrirtæki og hins vegar smá sérhæfð fyrirtæki. Á síðustu árum höfum við sé mikla grósku í starf- semi smáfyrirtækja í sjávarútvegi sem hafi fundið sér margar markaðsyllur. Aftur á móti segir Ásgeir að kvótaþak- ið hérlendis hindri hagræðingu í grein- inni og komi í veg fyrir breidd í rekstri. Það hafi líka verið ein ástæða fyrir því að stærð sjávarútvegsfyrirtækja hafi staðið í stað á síðari árum á meðan fyrir- tæki í mörgum öðrum greinum hérlend- is hafi stækkað hratt. „Sjávarútvegur verður að búa við sömu reglur og aðrar atvinnugreinar í landinu. Bæði hvað varðar fjárfestingar útlendinga og hins vegar eru engin hag- fræðileg rök fyrir því að takmarka stærð sjávar- útvegsfyrirtækja sem selja alfarið erlendis öfugt við það sem t.d. gerist um fákeppni á innanlands- markaði,“ segir Ásgeir. Hann segir að einmitt nú þegar samdráttur sé í úthlutuðum aflaheimildum sé nauðsynlegt að víkka kvótaþakið sem færist sífellt neðar þegar heildarkvótinn skerðist. Það sé grunnforsenda þess að sjávarútvegsfyrirtæki geti staðið af sér núverandi þrengingar. Haustið 2007 hélt Ásgeir fyrirlestur sem bar heitið Útvegur og byggðastefna á vegum Rann- sóknarstofnunar um samfélags og efnahagsmál (RSE). Þar reyndi hann m.a. að svara því hvers vegna sjávarútvegsfyrirtækin hefðu ekki leitt útrás íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann segir að fyrir fimmtán árum síðan hafi bestu fyrirtæki landsins verið sjávarútvegsfyrir- tæki. Íslendingar hafi veitt fisk með skilvirkari hætti en flestar aðrar þjóðir. Sjávarútvegsfyrir- tækin hafi auk þess verið lang styrkustu útflutn- ingsfyrirtækin hérlendis sem voru í útflutningi. Ástæður þess að þessum fyrirtækjum hafi ekki gengið betur í útrás erlendis séu margþættar. „Í fyrsta lagi er sjávarútvegur erlendis oft ekki stundaður eins og venjuleg atvinnugrein heldur er hann seldur undir ýmis konar pólitísk höft. Erfitt getur reynst að yfirfæra íslenska þekkingu inn á ný svæði eins og var t.d. í Rússlandi . Þar þurfti að eiga við ýmis stjórnmálaleg vandræði sem var mjög erfitt að eiga við. Það var líka verið að reyna að kaupa slæm fyrirtæki og laga þau. Það reyndist einnig erfitt,“ segir Ás- geir. SLÆM VAXTASKILYRÐI Flest sjávarútvegsfyrirtæki hérlend- is fóru af hlutabréfamarkaði á árunum 2003 og 2004. „Fyrirtækin náðu ekki að vaxa með þeim hætti sem þarf til þess að geta verið á hlutabréfamarkaði. Þar er alltaf gerð aukin krafa um markaðs- virði og seljanleika hlutabréfanna,“ segir Ásgeir. Hann segir að áhugi á þeim hafi ekki verið mikill á markaðinum meðal hlutabréfafjárfesta. Ásgeir segir að núverandi kvótakerfi sem byggist upp á því að þeir hæfari kaupi upp kvóta þeirra sem ekki standi sig, sé hagkvæmt en þeir sem fari úti úr greininni bera samt mest út býtum fyrst í stað. Hagræðing sem var í kringum 1990 þegar fyrirtæki voru að kaupa upp kvóta hafi því verið mörgum fyrirtækjum mjög kostnaðarsöm og endurspeglast í fremur háum skuldum í greininni. Hann segir að þar sem úthlutaður afli minnki stöðugt á milli ára grípi útgerðir til þess að kaupa stöðugt meiri kvóta og hann sé dýr. Hagræðing verði því hæg auk þess sem þessi atvinnugrein sitji stöðugt undir pólitískum árasum um upptöku kvótans – jafnvel þó hann hafi verið keyptur fullu verði fyrir opnum tjöldum. Auk þess segir Ásgeir að aðilar sem hafi verið keyptir út úr greininni hafi verið nokkuð áberandi á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Segja má að eignastýring hérlendis hefji starf- semi sína með kvótapeningum í kringum árið 1990. Þá eru aðilar sem selja sig út úr greininni og hefja aðrar fjárfestingar,“ segir hann. Eitt þekktasta dæmið er líklegast Atorka, félag sem Þorsteinn Vilhelmssson stofnaði eftir að hafa selt sig út úr Samherja, sem breyttist úr því að vera upphaflega fjárfestingafélag í sjávarútvegi yfir í það að vera alhliða fjárfestingarfélag. Kvótaþak hamlar vexti sjávarútvegs ÁSGEIR JÓNSSON Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæða- prófanir í framleiðslu á tölvubún- aði sínum. Björn Birgisson, yfir- vörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallpróf- aðar og látnar verða fyrir elding- um í gæðaprófunum. Björn segir að Peking sé engu lík og hafi hún tekið stakkaskipt- um í undirbúningi fyrir Ólymp- íuleikana þar sem uppbygging er gríðarleg. „Í borginni mætist nútíminn og svo aldagamall lífs- stíll Kínverja og það var virkilega gaman að sjá hvernig hlutir hafa breyst í þeim mikla hagvexti sem einkennt hefur kínverskan efna- hag síðustu ár,“ segir hann. Björn segir að heimsókn til Lenovo sé mjög áhugaverð og hafi ferðalangar fengið að kynn- ast þeim metnaði sem einkenn- ir Lenovo og hvernig hið rót- gróna kínverska fyrirtæki hafi orðið alþjóðlegt heimsfyrirtæki á nokkrum árum. „Þeir státa af 37 prósent mark- aðshlutdeild í Kína og þekkja þann markað gríðarlega vel. Þar fengum við að sjá hvern- ig Lenovo prófar búnaðinn og státa þeir af mestu gæðapróf- unum sem svona tölvubúnaður fer í gegnum þar sem tölvur eru frystar, hristar, hitaðar, fallpróf- aðar og látnar verða fyrir elding- um ásamt fjölda annarra próf- ana. Það var sérstaklega áhuga- vert að koma inn í fullkomlega hljóðeinangrað herbergi þar sem þeir mæla hávaða í tölvum. Her- bergið hvílir á gormum og er aðeins 12dB „hávaði“ inni í því sem er nær algjör þögn en slíkt er ekki hægt að upplifa á mörg- um stöðum í heiminum,“ segir Björn. Þá var haldið í verksmiðju sem framleiðir borðtölvur þar sem fjöldi færibanda snýst nánast allan sólarhringinn. „Það er athyglisvert að vita að svona verksmiðja getur fram- leitt ársþörf Íslendinga á tveim- ur dögum. Í lok framleiðslufer- ils eru allar tölvur látnar ganga í sérstökum hitaklefum sem trygg- ir að það fara engar vélar með bil- unum eða göllum til viðskiptavina og er bilanatíðni þeirra með því lægsta sem gerist,“ segir hann. Lenovo framleiðir meðal annars ThinkPad-fartölvur en fyrirtækið tók við framleiðslunni úr höndum IBM fyrir nokkrum árum. „Hönnun á fyrstu ThinkPad- vélunum, undir merkjum IBM, fór fram í Japan og á uppruna sinn að rekja til nestisboxa sem Japanar nota gjarnan, Shokado Bento. Nafnið ThinkPad kemur frá lítilli minnisblokk sem á stóð Think og slíka fengu viðskiptavin- ir IBM að gjöf enda kjörorð IBM,“ segir Björn. Eldingum skotið í tölvur í prófunum Í HLJÓÐEINANGRUN Hljóðeinangrað prófanaherbergi Lenovo hvílir á gormum og er aðeins 12dB „hávaði“ í því sem er nær algjör þögn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.