Fréttablaðið - 06.08.2008, Síða 2
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá ára mót um
Alfesca -1,6% -2,0%
Atorka 0,7% -44,4%
Bakkavör 2,8,% -56,1%
Exista 8,0% -66,6%
Glitnir 2,7% +30,8%
Eimskipafélagið -1,4% -58,5%
Icelandair 1,8% -38,2%
Kaupþing -2,8% -19,7%
Landsbankinn 2,9% -35,1%
Marel -1,5% -18,4%
SPRON 1,3% -66,6%
Straumur -0,3% -38,9%
Teymi 13,2% -71,0%
Össur 1,5% -12,5%
*Miðað við lokagengi í Kauphöll á föstudag.
Björn Þór Arnarson
skrifar
Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veiga-
miklu hlutverki í fjármögnun íslensku bank-
anna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað
slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og
viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir
Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi.
Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Ís-
landi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í
tíu löndum í Evrópu.
Mikill vöxtur hefur verið í Icesave-reikning-
um Landsbankans. Til stendur að opna reikninga
í fleiri löndum. Ekki er gefið upp hvar og hvenær
af því verður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, segir að hann sé ánægður með þá
aukningu sem hefur orðið á viðskiptavinum bank-
ans á þessu ári. Um 200 þúsund viðskiptavinir hafi
bæst í hópinn á þessu ári. Icesave er með um 350
þúsund viðskiptavini. Sigurjón telur fjölda við-
skiptavina sýna styrk Icesave og tryggja ákveð-
inn stöðugleika. „Það er miklu verðmætara að
hafa 350 þúsund viðskiptavini en 100 þúsund,“
segir hann.
Spurður um vægi Icesave í fjármögnun segir
um Sigurjón að Icesave vegi nokkuð þungt í fjár-
mögnun bankans eða um tuttugu prósent af heild-
arfjármögnun.
Kaupþing Edge hefur einnig
vaxið hratt og er farið að gegna
vegamiklu hlutverki í fjármögn-
un Kaupþings. Hreiðar Már Sig-
urðsson, bankastjóri Kaupþings,
segir að Kaupþing Edge sé um
sjö til átta prósent af heildar-
fjármögnun bankans. Hann segir
að hlutfall netinnlána hafi vaxið
mjög hratt og gerir ráð fyrir því
að hlutfall netinnlána af heildar-
fjármögnun haldi áfram að vaxa.
„Við erum að fá um 80 til 100
milljarða króna í ný innlán á mán-
uði í gegnum Kaupþing Edge,“
segir Hreiðar. „Markmið okkar
er að fara inn á fleiri nýja mark-
aði seinni hluta þessa árs,“ segir
Hreiðar.
„Við erum að prófa vöruna á
okkar heimamarkaði, hér á Ís-
landi og í Noregi, og við gerum
ráð fyrir því að fara inn á nýja
markaði seinnipart þessa árs eða
í byrjun þess næsta,“ segir Lárus
Welding, bankastjóri Glitnis. Alls
eru um 60 þúsund viðskiptavin-
ir nú þegar í Save and Save. „Það
hafa bæst við 11 þúsund viðskipta-
vinir á þessu ári,“ segir Lárus.
Netinnlán aukast
Bankarnir fjármagna sjö til tuttugu prósent af starfseminni
sinni með netinnlánum. Viðskiptavinirnir um 550 þúsund og
fjölgar hratt. „Vegur þungt í fjármögnun,“ segir bankastjóri.
Kaupthing Singer & Friedlander,
dótturfélag Kaupþings, hefur selt
rekstur sinn á sviði tryggingaið-
gjaldafjármögnunar til Close Broth-
ers á lítils háttar yfirverði miðað við
bókfært verð. Þetta kemur fram í
tilkynningu Kaupþings til Kauphall-
ar Íslands.
Með þessu losar Singer og Friedland-
er um lausafé sem nemur um hundr-
að milljónum punda, eða sem nemur
16 milljörðum króna.
Jafnframt hefur félagið nánast hætt
rekstri á sviði hrávöruviðskiptafjár-
mögnunar og hafa 97 prósent af upphaflegu eigna-
safni, sem nam tæplega 350 milljónum punda, jafn-
virði um 55 milljarða króna, verið greidd upp.
Kaupþing keypti Singer og Fried-
lander árið 2005 og hefur síðan
unnið að endurskipulagningu á
rekstri félagsins. Þessu til viðbótar
vinnur Singer og Friedlander að því
að hætta starfsemi á sviði eignafjár-
mögnunar og hafa margir hugsan-
legir kaupendur lýst áhuga á starf-
seminni í heild eða að hluta eftir því
sem segir í tilkynningunni.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri
Kaupthing Singer & Friedlander,
segir í tilkynningunni að lausafjár-
staða félagsins styrkist enn frekar í
kjölfar þessara ráðstafana. Auk þess hafi Kaupthing
Edge gengið mjög vel. „Við erum því áfram bjartsýn
á stöðu rekstrarins í Bretlandi,“ segir Ármann. - as
Singer & Friedlander losa eignir
Banki Viðskiptavinir
Icesave -Landsbankinn 350.000
Save and save-Glitnir 60.000
Kaupþing Edge 140.000*
Samtals: 550.000
*Auk þess hafa 80.000 sótt um sem eru í ferli.
Banki Andvirði innlána
Kaupþing Edge 3,8 milljarðar evra
Icesave -Landsbankinn Ekki gefið upp
Save and save-Glitnir Ekki gefið upp
N E T I N N L Á N
NETINNLÁN AUKAST Hreiðar Mar Sigurðsson, bankastjóri
Kaupþings segir að Kaupþing Edge sé nú búið að opna 140 þús-
und reikninga og fjöldinn vaxi mjög hratt. Innlán Kaupþing Edge
skili nú um sjö til átta prósent af fjármögnunarþörf bankans.
MARKAÐURINN/GVA
ÁRMANN ÞORVALDSSON, forstjóri
Kaupthing Singer og Friedlander. Segir
þetta styrkja lausafjárstöðu félagsins enn
frekar og er bjartsýnn á stöðu rekstrarins í
Bretlandi. MARKAÐURINN/ARIMAGG
Krónubréf að nafnvirði 20 millj-
arðar króna að viðbættum vöxt-
um munu falla á gjalddaga í ágúst.
Þar af gjaldfellur 10 milljarða út-
gáfa þýska þróunarbankans KfW
og 5 milljarða útgáfa Rabobank,
stærsta útgefanda krónubréfa til
þessa, næsta föstudag. Til viðbót-
ar gjaldfalla 5 milljarðar þann
11. ágúst þegar útgáfa kanadíska
þróunarsjóðsins fellur á gjald-
daga. Fleiri stórir gjalddagar eru
í nánd en 27,5 milljarðar að við-
bættum vöxtum eru á gjalddaga
í september, 45 milljarðar í okt-
óber og 11 milljarðar í nóvember.
Alls eru útistandandi krónubréf
fyrir um 336 milljarða. Grein-
ing Glitnis bendir á að hingað til
hafi þeim krónubréfum sem fall-
ið hafa á gjalddaga oftast nær
verið mætt með nýrri útgáfu í
grennd við gjalddagann. Nú sé
aftur á móti ekki útséð með það
þar sem væntur ávinningur af
útgáfu krónubréfa hefur dreg-
ist saman í kjölfar þess að mikill
vaxtamunur á gjaldmiðlaskipta-
markaði hefur að mestu þurrk-
ast út. Seðlabankinn hafi að vísu
komið til móts við þennan vanda
með útgáfu á stuttum ríkisbréf-
um sem ætlað er að bæta aðgengi
að háum vöxtum. - ghh
Milljarða gjalddagar
KRÓNUBRÉF Alls eru útistandandi krónu-
bréf fyrir 336 milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuð-
borgarsvæðinu hefur lækkað um
10 prósent á árinu. Á sama tíma
og verðbólga hefur verið 9 prósent
hefur nafnverð íbúða lækkað um
1,1 prósent.
Greining Glitnis segir búist við
að sú leiðrétting sem er framund-
an á íbúðamarkaði komi að mestu
fram í raunverðslækkun. Í því
mati er litið til reynslu fyrri ára
en nafnvirðið hafi næstum staðið í
stað á meðan húsnæðisverð lækk-
aði um fimm prósent að raunvirði
árið 2001. Að þessu sinni er búist
við harkalegri niðursveiflu. - ghh
Verðlækkun í
ár tíu prósent
„Ég er búinn að vera forstjóri Act-
avis í tíu ár og er kominn með
hagsmuni í öðrum fjárfestingum
í gegnum Salt Investments. Ég er
því að hverfa til annarra starfa til
að halda utan um mínar eigin fjár-
festingar. Þetta var sameiginleg
niðurstaða eftir samtal við stjórnar-
formann félagsins, Björg ólf Thor,“
segir Róbert Wessman.
Hann hefur ákveðið að segja
upp starfi sínu sem forstjóri Act-
avis og mun aðstoðarforstjóri fé-
lagsins, Sigurður Óli Ólafsson,
taka við af honum. Róbert segir að
hann muni þó áfram sitja í stjórn
Actavis.
Róbert segir að uppsögn sín sé
gerð í góðri samvinnu við bæði
stjórnarmenn og starfsfólk Act-
avis. Hann hafi dregið það í tölu-
verðan tíma að sinna Salt Invest-
ment sem skyldi.
„Það eru spennandi tíma fram-
undan hjá mér á öðrum vettvangi
og má segja að það sé eitthvað sem
ég hef horft til í töluverðan tíma,“
segir Róbert.
Róbert var ráðinn forstjóri
lyfjafyrirtækisins Delta árið 1999
og varð forstjóri Actavis árið 2002
við samruna Delta og Pharmaco.
- as
Róbert Wessman
hættir hjá Actavis
RÓBERT WESSMAN lætur nú af störfum
sem forstjóri Actavis. Hann hefur verið for-
stjóri félagsins frá árinu 1999.
MARKAÐURINN/VALLI