Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 6
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
Vorið 1999 sló The Economist því
upp á forsíðu að heimurinn væri
að „drukkna í olíu“ og spáði því að
olíuverð, sem þá var um fimmt-
án dollarar tunnan, myndi falla í
fimm dollara á tunnu. Í stað þess
að falla tók olíuverð hins vegar
að stíga, jafnt og þétt. Ekkert lát
virtist á verðhækkunum og í maí
spáði greiningardeild Goldman
Sachs því að olíuverð gæti náð
200 dollurum fyrir árslok.
Allt síðan haustið 2004 hafa
margir þóst sjá skýr merki um
að spákaupmenn væru á bak við
verðhækkanir. Þessar raddir urðu
háværari í vor en þá staðhæfðu
greiningardeildir Barclays Capi-
tal og Lehman Brothers og sömu-
leiðis auðmaðurinn George Soros
að blaðra væri á olíumarkaðnum.
Konungur Sádi-Arabíu tók í sama
streng og bæði John McCain og
Barack Obama hafa fordæmt spá-
kaupmennsku á olíumörkuðum.
Athyglin hefur fyrst og fremst
beinst að ýmsum fjárfestingar-
sjóðum, og þó sérstaklega vogun-
arsjóðum, en áætlað hefur verið
að síðustu fimm ár hafi fjárfest-
ing þeirra í framvirkum samn-
ingum með olíu og aðrar hrávör-
ur aukist úr 13 milljörðum doll-
ara í 260 milljarða. Nú er talið að
71 prósent allra framvirkra olíu-
samninga séu í eigu slíkra „spá-
kaupmanna“, samanborið við 37
prósent árið 2000.
SPÁKAUPMENNSKA EÐA
HINN FRJÁLSI MARKAÐUR?
Þótt fáir efist um að spákaup-
menn hafi áhrif á skammtíma-
sveiflur á olíumörkuðum er leit-
un að hagfræðingum sem telja að
kenna megi spákaupmönnum um
hversu hátt olíuverð er í dag. Hér
hafa því orðið ákveðin hlutverka-
skipti síðan á tíunda áratugnum,
þegar margir hagfræðingar stað-
hæfðu að blaðra væri á hluta-
bréfamörkuðum meðan greining-
ardeildir verðbréfafyrirtækja
kepptust við að staðhæfa að hátt
verð á netfyrirtækjum réðist af
traustum markaðsaðstæðum.
Fyrir tveimur vikum skilaði
nefnd á vegum Bandaríkjastjórn-
ar skýrslu um viðskipti spákaup-
manna með framvirka olíusamn-
inga. Niðurstaða nefndarinnar,
sem er skipuð hagfræðingum og
fulltrúum Seðlabankans, Fjár-
málaeftirlitsins, ýmissa ráðu-
neyta og eftirlitsstofnana, var að
spákaupmenn væru ekki á bak
við verðhækkanirnar, en í skýrsl-
unni er því meðal annars hald-
ið fram að undanfarin misseri
virðist flestir spákaupmenn hafa
verið að veðja á verðfall frekar
en hækkanir.
En ef spákaupmenn eru ekki á
bak við olíuverðshækkanir hlýt-
ur eitthvað annað að stýra verð-
þróun á olíu. Þetta „eitthvað“ er
líklega framboð og eftirspurn.
Þótt enginn telji að olíulind-
ir heimsins séu í þann mund að
klárast eru allir sammála um að
það verði erfiðara að nýta þær, og
að framleiðsla muni vaxa hægar
næstu áratugi en verið hefur síð-
ustu tuttugu ár.
Undanfarin ár hefur eftirspurn
eftir olíu aukist hraðar en gert
hafði verið ráð fyrir. Frá 2003
til 2007 jókst eftirspurn um 2,1
prósent á ári, samanborið við 1,1
prósent frá 1998 til 2002. Mest af
eftirspurnaraukningunni hefur
komið frá nýiðnvæddum ríkjum
og bera Kínverjar ábyrgð á 40
prósentum af aukinni eftirspurn.
Þessi skýring er þó ekki nema
hálf sagan, því meðan eftirspurn
hefur tekið kipp hefur framboð
vaxið mun hægar.
Lengst af hefur í raun verið
offramboð á hráolíu. Árið 1985,
þegar olíunotkun heimsins var 60
milljón tunnur á dag, var fram-
leiðslugetan 70 milljón tunnur. Af
þessu leiddi mjög lágt olíuverð
sem aftur varð til þess að olíu-
fyrirtæki sáu sér hvorki hag í að
fjárfesta í nýjum olíulindum né
olíuhreinsunarstöðvum.
Þessi umframframleiðslugeta
er hins vegar með öllu horfin. Í
dag er eftirspurn eftir olíu um
85 milljón tunnur á dag meðan
framleiðslugetan er ekki nema
86-87 milljón tunnur. Þessi um-
framframleiðslugeta er nánast
öll í Sádi-Arabíu og er í formi
„þungrar“ olíu sem fáar olíu-
hreinsistöðvar geta unnið. Fyrir
vikið geta minnstu truflanir á
olíuframleiðslu, svo sem skæru-
liðaárásir í Nígeríu, haft alvar-
leg áhrif á framboð olíu á heims-
markaði og þannig hleypt upp
verði.
ÓGEGNSÆR MARKAÐUR
Við þetta bætist að tölur um eft-
irspurn eru mjög gloppóttar og
því mjög erfitt fyrir markaðs-
aðila að spá fyrir um verðþróun.
Kínverjar gefa til dæmis ekki
upp neinar tölur um olíunotkun
sína eða olíubirgðir. Getgátur eru
uppi um að kínverska ríkið hafi
að undanförnu verið að koma
sér upp neyðarbirgðum (strateg-
ic oil reserve) á borð við þær sem
Bandaríkin ráða yfir. Það kynni
að skýra eitthvað af aukinni eft-
irspurn síðustu missera.
Álíka erfitt er að afla upplýs-
inga um birgðir og framleiðslu-
getu mikilvægra olíuframleið-
enda, Sádi-Arabíu, Írans og Rúss-
lands. Erfitt er því að segja til
um hversu miklar olíubirgðir
þeirra eru og hvort, og þá hversu
mikið, þau geti aukið framleiðslu
á komandi árum. Sú skoðun virð-
ist þó útbreidd meðal þeirra sem
fylgjast með þróun olíumarkaða
að Sádi-Arabía og önnur OPEC-
ríki, sem hingað til hafa getað
stýrt olíuverði geti ekki lengur
aukið framleiðslu sína að vild.
Hámarksframleiðslugetu hafi
þegar verið náð.
RÓT VANDANS AÐ
LEITA Í NIÐURGREIÐSLUM?
Á frjálsum mörkuðum ræðst verð-
lag af framboði og eftirspurn.
Ef vara er af skornum skammti
hækkar verðið sem dregur úr
eftirspurn. Olía hefur hins vegar
mjög litla „verðteygni“: Eftir-
spurn, til skamms tíma í það
minnsta, bregst mjög lítið við
verðbreytingum. Almenningur
þarf að keyra í vinnuna eða kom-
ast leiðar sinnar og það kostar
sitt að skipta út eyðslufrekum
bílum sem keyptir voru meðan
eldsneytisverð var lágt.
Þótt augljós merki sjáist um að
neytendur á Vesturlöndum séu
að breyta neysluháttum sínum
og skipta yfir í sparneytnari bíla
getur það tekið langan tíma áður
en nægilega dregur úr olíunotk-
un til að það komi fram í lægra
eldsneytisverði.
Hagfræðingar hafa jafnframt
bent á að meðan Vesturlanda-
búar hafa dregið úr olíunotk-
un, hafi eftirspurnin rokið upp
í löndum á borð við Kína, Ind-
land, Indónesíu og Mið-Austur-
lönd. Þessi lönd eiga það sameig-
inlegt að vera að iðnvæðast og
það má búast við því að til langs
tíma eigi olíuneysla þeirra enn
eftir að aukast.
Þessi lönd eiga þó öll annað
sameiginlegt: Þau niðurgreiða
olíuverð til neytenda. British
Petroleum hefur áætlað að 96
prósent eftirspurnaraukningar-
innar á síðasta ári hafi komið
frá löndum sem niðurgreiða olíu-
verð. Þessar niðurgreiðslur nema
gríðarháum upphæðum. Á Ind-
landi, þar sem dísillítrinn kost-
ar 76 krónur, ver ríkið um 2.000
milljörðum króna í niðurgreiðsl-
ur. Í Kína, þar sem bensínlít-
rinn kostar 71 krónu eyddi ríkið
3.200 milljörðum króna á síðasta
ári í bensínniðurgreiðslur. Nið-
urgreiðslur eru enn rausnarlegri
í Mið-Austurlöndum, enda hefur
olíunotkun hvergi aukist hlut-
fallslega hraðar. Þannig kostar
olíulítrinn í Íran innan við sjö
krónur og í Sádi-Arabíu tíu krón-
ur.
Meðan ríkið heldur olíuverði
stöðugu og lágu hefur hækkandi
heimsmarkaðsverð því engin
áhrif á olíunotkun almennings í
þessum löndum.
ER BLAÐRAN SPRUNGIN?
Ein af skilgreiningum „blöðru“
er að verð einhverrar vöru eða
eignaflokks hækkar langt um-
fram það sem eðlilegt getur tal-
ist í ljósi markaðsaðstæðna.
Yfirleitt er þó erfitt að segja til
um fyrr en eftir á hvað má telj-
ast „eðlilegt“ og hvað ekki. Til
þess þarf fyrst og fremst áreið-
anlegar upplýsingar um framboð
og eftirspurn, en slíkar upplýs-
ingar liggja ekki á lausu. Það er
líka mjög eðlilegt að „spákaup-
menn“ hafi búist við því að olíu-
verð myndi hækka, því til langs
tíma litið er ljóst að olíubirgðir
heimsins munu klárast, meðan
eftirspurnin sýnir lítil merki um
að dragast saman.
Hátt olíuverð endurspeglar því
ekki einungis markaðsaðstæð-
ur í dag, heldur væntingar um
framleiðslugetu og eftirspurn í
framtíðinni. Hátt olíuverð í vor
var til marks um að markað-
urinn taldi að eftirspurn eftir
olíu myndi áfram vaxa hraðar en
framleiðslugetan og því fyrirséð
að olíuverð myndi halda áfram
að hækka. Í þessum skilningi má
því segja að „blaðra“ hafi mynd-
ast á olíumörkuðum, því allar
blöðrur eiga það sameiginlegt
að þær myndast þegar markað-
urinn sannfærist um að eftir-
spurn eftir einhverri vöru eða
eign muni vaxa hraðar en fram-
boðið um ókomna framtíð.
OLÍUVERÐ AFTUR UNDIR
100 DOLLARA TUNNAN?
Verðlækkanir síðustu vikna
benda þó til þess að olíumarkað-
ir hafi rankað við sér og áttað sig
á því að það getur ekkert vaxið
endalaust. Hvorki húsnæðisverð
né eftirspurn eftir olíu. Hinn 11.
júlí náði olíuverð sögulegu há-
marki, 147,50 dollurum tunnan,
en hefur nú fallið niður fyrir
120 dollara, og öll merki benda
til þess að markaðir vænti þess
að olíuverð eigi eftir að lækka
enn frekar. Olíubirgðir hafa til
að mynda aldrei verið minni í
Bandaríkjunum.
En þó hægt hafi á eftirspurn-
araukningu, meðal annars vegna
kreppuástands í Bandaríkjunum,
er ástæðulaust að vænta þess að
heimurinn eigi eftir að „drukkna
í olíu“, eða að olíuverð fari ein-
hvern tímann á næstunni niður
fyrir 20 dollara líkt og á tíunda
áratug síðustu aldar þegar GM
markaðssetti Hummerinn. Bjart-
sýnustu spár gera nú ráð fyrir að
olíuverð verði 75 til 90 dollarar
tunnan í lok árs. Flestar grein-
ingardeildir virðast þó gera ráð
fyrir að olíuverð verði í kring-
um 100 til 110 dollarar í árs-
lok. Hvernig verðið þróast eftir
það mun ráðast af þróun eftir-
spurnar og því hvort almenning-
ur breyti neysluvenjum sínum til
frambúðar.
„Olíublaðran“ kann að vera sprungin
VIÐSKIPTI Í VÖRUKAUPHÖLL NEW YORK, NYMEX Margir telja að aukin umsvif stofnanafjárfesta og vogunarsjóða á hrávörumörk-
uðum skýri verðhækkanir undanfarinna missera. Sérstaklega hefur athyglin beinst að meintri spákaupmennsku með framvirka olíusamn-
inga. Á Bandaríkjaþingi hafa verið lögð fram nokkur lagafrumvörp sem hafa að markmiði að hemja, eða jafnvel banna alla spákaup-
mennsku með olíu. MARKAÐURINN/AFP
Síðustu ár hefur því oft verið velt upp að spákaupmenn væru á bak við örar olíuverðshækkanir. Hratt verðfall síðustu vikna
hefur einungis styrkt þessa grunsemd. Nú spyrja menn sig hvort „blaðra“ hafi myndast á olíumörkuðum og hvort hún sé loks
sprungin. Magnús Sveinn Helgason fjallar um verð á olíumörkuðum og hvort rétt sé að kenna spákaupmönnum um þróunina.
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
150
100
50
0
125
75
25
Olíuverð á heimsmarkaði
Dalir á tunnu
Júlí 2008: 147,5 dollarar tunnan
Febrúar 1999: 12,01 dollari tunnan
1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005
80
70
60
50
40
30
20
Framleiðslugeta
Framleiðsla
Milljón tunnur á dag
Þróun framleiðslugetu og eftirspurnar
eftir olíu