Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 9
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008
Ú T T E K T
kennda frásögn við mörg þeirra at-
riða sem koma fyrir seinna í textan-
um. Eftir framtíðarferðina er tíminn
kominn til baka á núið og að þessu
sinni fer ég með lesandann í bíltúr
upp í Borgarfjörð. Nota tækifærið
og skoða norðurljósin og tengi saman
uppruna heimsins og róteindina sem
frá og með þessum stað í bókinni
verður aðalsöguhetjan!“ segir Þor-
steinn.
ORKA ER FJÁRSJÓÐUR ÍSLANDS
„Í bókinni getur lesandinn kynnst
öllum þeim orkugjöfum sem notast er
við á jörðinni, jafnt úr jarðefnaelds-
neyti sem endurnýjanlegum orku-
lindum. Þarna eigum við Íslendingar
Í bók sinni Dögun vetnisaldar róteindin tamin setur Þor-
steinn fram bréf þar sem vetnisþjóðfélagi á framtíðinni
er lýst á lifandi hátt. Bréfið sem er dagsett árið 2048 og á
að vera skrifað af börnum höfundar í sumarleyfi á Casa-
blanca. Þorsteinn segir bréfið eins konar aðferð til að
tengja vísindaskáldsagnakennda frásögn við mörg þeirra
atriða sem koma fyrir seinna í textanum.
Hluti af bréfinu birtist hér að neðan:
Sendibréf frá Casablanca
Casablanca, 4. júní 2048
Kæri pabbi!
Við vildum óska þess að þú værir hér með okkur.
Ferðalagið frá Íslandi gekk vel og flugið með vetn-
isþotunni til nýja alþjóðaflugvallarins í Sahara tók
aðeins tvær klukkustundir. Við nutum góðs útsýnis
á leiðinni; það var nánast heiðskírt yfir Norðursjón-
um; bjart yfir Ölpunum; skýjað yfir endilöngum
Íberíuskaganum og aðeins einstaka smábólstrar
yfir Gíbraltarsundi.
Vestur af Noregi gátum við greinilega séð
Heimdall II., olíuvinnslusvæðið þar sem miklu
magni koldíoxíðs, CO2, er dælt niður í olíulind-
irnar til að binda gróðurhúsalofttegundir, sam-
hliða því sem meira fæst úr lindunum með því að
auka þrýstinginn á dýrmætan vökvann.
Olíuborpallarnir í Norðursjó hættu vinnslu fyrir
nokkrum áratugum en blómstra nú í sínu nýja hlut-
verki; þeir beisla vindaflið með vindhverflum sem
aftur nota rafmagnið og rafgreiningu til að vinna
vetni sem er leitt eftir leiðslum til ýmissa dreif-
ingarstaða á Englandi. Sumir þeirra dæla enn upp
jarðgasi, eða því sem eftir er í jarðlögunum, og um-
breyta því á staðnum í vetni. Við sáum stórkostlega
vindhverfla út um glugga þotunnar. Okkur var sagt
að sérhver olíuborpallur framleiði ígildi eins gíga-
watts af afli í formi orkuberans vetnis. Þetta jafn-
gildir því að hafa kjarnorkuver í höfunum – mun-
urinn er aðeins sá, að um fullkomlega endurnýjan-
lega orku er að ræða. Það var hins vegar ekki mikið
að sjá á landi og að öllum líkindum er hluti vetnisins
leiddur eftir rörum gamla gasdreifikerfisins.
Þegar við flugum yfir Lundúnir sáum við árósa Temp-
sárinnar sem að loknu miklu hopi heimskautaíssins og
Grænlandsjökuls þekja nú talsvert land, einkum til norð-
urs og suðurs. Á bökkum árinnar, þar sem háir múrsteins-
reykháfar kolaorkuveranna vörpuðu löngum skugga yfir um-
hverfi sitt, er útblásturinn líklega fangaður og bundinn á
staðnum.
Dönsk fjölskylda sem sat við hliðina á okkur á leiðinni
sagði okkur frá því, að gamli Kastrup-flugvöllurinn stæði
nú yfirgefinn eftir flóðin miklu í kjölfar fellibylsins Jensínu
árið 2044. Við minntumst á, að þegar þú varst námsmaður
í Kaupmannahöfn fyrir um 70 árum hefðu fellibyljir aðeins
orðið í Mexíkóflóa og mestu hamfarirnar, sem Danir gátu þá
vænst, hefðu verið djúp lægð og einn eða tveir vindasam-
ir dagar á eftir. Hækkandi sumarhiti sjávar á Ermarsundi
hefur hins vegar leitt til þess að samtvinnuð áhrif fellibyls
og lægri loftþrýstings hafa skapað skilyrði fyrir flóð í Dan-
mörku. Þau hafa ógnað byggingum flugvallarins og brúnni
yfir til Svíþjóðar með tilheyrandi truflun á samgöngum. Þá
hefur hitastigið í Ermarsundi, eftir að flæði Golfstraumsins
til Íslands og Noregs raskaðist, flökt til og frá á þessum ára-
tug, enda hefur hin mikla flæðilína hafstraumanna veikst
verulega á þessu tímabili.
Það sem kom einna mest á óvart þegar við flugum yfir
vesturhluta Alpanna voru snjólausir fjallstindarnir. Við
munum að þeim mörkum sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu
varað við var náð síðasta sumar þegar magn CO2 í and-
rúmsloftinu fór í fyrsta sinn í 500 milljónustu hluta á hverja
rúmmálseiningu lofts. Nokkrir mildir vetur í Ölpunum hafa
ekki aðeins leitt til nær algerrar bráðnunar jöklanna, held-
ur hafa þeir einnig að sjálfsögðu skilið hin frægu skíða-
svæði eftir snjólaus. Skíðalyfturnar hafa verið fluttar norður
á bóginn og á sumum svæðunum hafa nú verið reistir gríð-
arstórir koltvíoxíðsfangarar og búnaður til að binda það á
staðnum.
Snjórinn og olían horfin
Margar útgerðir eru að kikna undan
háu olíuverði. Þegar olíureikningur út-
gerðar er orðinn 300 milljónir á ári,
þá er hver prósenta sem sparast í olíu
ákaflega verðmæt.
Þorsteinn er í samstarfi við Hugin
frá Vestmannaeyjum um möguleika á
að auka oktantölu brennslunnar með
samblandi af súrefni og vetni.
MARGT AÐ GERAST Í VETNINU
Nýverið ákvað Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra að vinna að því að
stofna til fjölorkustöðva víða um land.
Þorsteinn telur það afar skynsamlega
leið. „Þá væri hægt að fá rafmagns-
hleðslu, metanfyllingu, etanól og vetni.
Þetta væri lokahnykkur í því að koma
öllum samgöngum um vegi lands-
ins yfir á eldsneyti sem unnið væri
úr endurnýjanlegum eða vistvænum
orkugjöfum,“ segir hann.
Útgerðir og fjölorkustöðvar
VETNISBÁTUR Hvalaskoðunarbáturinn Elding er að hluta til rekinn með vetnisrafal. MARKAÐURINN/NÝORKA
einmitt mikla fjársjóði og á þessu
sviði er Ísland líklegt til að verða
stórveldi um langan aldur. Orku-
hefðin sem tekið hefur við hlut-
verki sem einu sinni var alfarið
tengt söguhefð okkar lands, mun
kveðja sér hljóðs í æ ríkari mæli
á næstu árum,“ segir Þorsteinn.
„Sjálfar orkulindirnar í framtíð-
inni verða að mestu leyti endur-
nýjanlegar og er sólin þar í for-
grunni. Við ræðum sólina mikið
í bókinni. Kjarnorka mun halda
áfram að setja sterkan svip á orku-
mál jarðar en mun þróast í sam-
runaorku sem líklega verður orðin
að veruleika í orkuverum um miðja
öldina,“ segir hann.
„Stephen Hawking sagði að út-
gefandi sinn hefði varað sig við
því að hafa stærðfræðilegar jöfnur
í bókinni um fæðingu alheimsins.
Kenning útgefandans var að við
fyrstu jöfnuna þá myndi Hawking
missa helming lesenda og svo koll
af kolli!“ segir Þorsteinn. „Ég reyni
að gera það sama, en hef safnað
saman efnaformúlum sem ég kem
fyrir á netinu á www.tamingofthe-
proton.com,, alþjóðlegri heimasíðu
bókarinnar,“ segir hann.
Íslenska þýðingin er unnin með
Baldri Arnarsyni og frábrugð-
in upprunalegu bókinni á ensku.
„Ég reyni að dýpka sviðið og
skýra hvert einasta atriði sem upp
kemur,“ segir hann.
Að lokum bendir Þorsteinn á að
hann hafi fengið mjög góð við-
brögð við bókinni um allan heim.
Hún hafi verið gefin út á íslensku
og ensku og til standi að þýða bók-
ina á fleiri tungumál.
MIKLIR MÖGULEIKAR Í VETNI
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófesor í
eðlisfræði við Háskóla Íslands, hlaut
Alheimsorkuverðlaunin árið 2007
fyrir rannsóknir sínar á vetni.
MARKAÐURINN/ANTON
VETNISSTRÆTISVAGNAR Alls eru þrír vetnisstrætis-
vagnar í notkun hérlendis. Jafngildir um 5 prósent af
strætisvagnaflotanum. MARKAÐURINN/HARI