Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 06.08.2008, Qupperneq 14
MARKAÐURINN 6. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T KRISTRÚN TINNA GUNNARSDÓTTIR fer yfir málin með samstarfsfélaga sínum, Hákoni Orra Ásgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Björn Þór Arnarson skrifar Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án af- sláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 með- limi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Graf- arholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýr- asta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vall- argjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einung- is leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sótt- ir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylg- ir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Ís- lands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbb- ur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstakl- ingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbb- ur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Urriðavöllur dýrastur Golfklúbbur - Völlur Vallargjald 1. Golfklúbburinn Oddur - Urriðavöllur 7.400 krónur 2. Golfklúbbur Kópav. /Garðab. - Vífilsstaðavöllur 7.000 krónur 3.-4. Golfklúbbur Reykjavíkur - Grafarholt 6.800 krónur 3.-4. Golfklúbbur Reykjavíkur - Korpa 6.800 krónur 5. Golfklúbbur Vestm.eyja - Vestmannaeyjavöllur 5.000 krónur 6.-9. Golfklúbbur Reykjavíkur - Garðavöllur 4.500 krónur 6.-9. Golfklúbburinn Keilir - Hvaleyrarvöllur 4.500 krónur 6.-9. Golfklúbbur Suðurnesja - Leiran 4.500 krónur 6.-9. Golfklúbbur Akureyrar - Jaðarsvöllur 4.500 krónur 10. Golfklúbburinn Kjölur - Hlíðavöllur 4.200 krónur Heimild: golf.is. Miðað er við hæsta vallargjald án afslátta eða annarra fríðinda. Miðað er við að leiknar séu 18 holur. D Ý R U S T U G O L F V E L L I R L A N D S I N S „Þegar ég var barn og unglingur í sveit í Arnarfirði þá var ég á miklu menningarheimili í Botni í Geirþjófsfirði og þar var stunduð skógrækt. Þetta hefur því blundað í mér síðan,“ segir Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri notendalausna Nýherja og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Þegar þau hjónin keyptu sér síðan sumarbústað aust- ur í Grímsnesi fyrir nokkrum árum hófu þau þar skóg- rækt. Fyrst fóru þau reyndar á námskeið hjá Birni Jóns- syni skógræktarfrömuði en eftir það hafa þau sett niður nokkur þúsund plöntur. „Við erum búin að gera öll þau mistök sem hægt er að gera,“ segir Erling og hlær. Hins vegar er árangurinn farinn að skila sér og segir hann að nú eigi þau þó nokk- uð mörg falleg tré. Erling segist fá mikið út úr skógræktinni og finnst hún góð tilbreyting frá hinum hefðbundna vinnudegi. Hann segir að þau hjónin eyði stórum hluta af sínum frítíma í sumarbústaðnum og þá sérstaklega yfir sumartímann. Erling segist eiga ýmis önnur áhugamál. Þau áttu segl- skútu sem þau sigldu þó nokkuð en seldu hana síðan þegar þau keyptu sumarbústaðinn. Hann hefur tekið þátt í bæjarmálum Garðabæjar í mörg ár og því eru stjórn- málin honum hugleikin. Einnig hefur hann gegnt trúnaðarstörfum og tekið þátt í störfum íþróttafélagsins Stjörnunnar. Þá einkum á árum áður þegar börnin hans voru að keppa fyrir hönd félags- ins. „Ég hef átt fulltrúa í öllum meistaraflokkum bæði í handbolta og fótbolta,“ segir hann stoltur. Erling er líka mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna. „Þar er mitt lið Tottenham Hotspurs,“ segir hann hlæjandi og segir marga stríða sér á því en það herði hann bara. Tilbreyting frá amstri dagsins Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri notendalausna Nýherja og formaður bæjar- ráðs Garðabæjar, segir skógrækt hafa blundað í sér frá unga aldri. F R Í S T U N D I N 1.-3. Shadow Creek, Las Vegas $500, um 40.000 krónur 1.-3. Cascata, Las Vegas $500, um 40.000 krónur 1.-3. Wynn Golf Club, Las Vegas $500, um 40.000 krónur 4. Pebble Beach Golf Links $475, um 38.000 krónur 5. Old Head Golf Links, Kinsale, Írlandi $400, um 32.000 krónur Heimild: Forbes, Golfvacation insider D Ý R S U S T U G O L F V E L L I R H E I M S GRAFARHOLTSVÖLLUR Grafarholtsvöllur er þriðji dýrasti völlur á Íslandi. MARKAÐURINN/ARNÞÓR ÁTTUNDA HOLAN Á URRIÐAVELLI Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins. Hringurinn kostar þar 7.400 krónur. Mel Gibson kippir sér ekki upp við að greiða um 250 þúsund fyrir að spila á dýrasta golfvelli landsins. MARKAÐURINN/ARNÞÓR ERLING ÁGEIRSSON Segist fá mikið út úr skógræktinni og finnst hún góð tilbreyting frá hinum hefðbundna vinnudegi. MARKAÐURINN/AÐSEND MYND 7.10 Vakna við vekjaraklukkuna en af gömlum vana „snooza“ ég í hálftíma áður en ég læt mig hafa það að drífa mig fram úr. 7.40 Lít út um gluggann til að sjá hvernig veðrið er áður en ég ákveð í hverju ég ætla að vera – það er glampandi sól svo ég vel eitthvað sumarlegt. 8.20 Keyri í vinnuna – sem betur fer er stutt að fara og umferðin nokkuð þolanleg því ég hef mjög takmarkaða þolinmæði þegar kemur að því að sitja föst í umferð. 8.40 Byrja vinnudaginn á því að mæta á morgunfund greiningardeildarinnar þar sem farið er yfir stöðu markaða með öðrum deildum bankans. Ég fer yfir þróun gærdagsins á skuldabréfamarkaði og svara fyrirspurnum um efnahagsmálin. 9.10 Skoða nýjar tölur um vöruskipti sem Hagstofan birtir, sendum í kjölfarið út fyrstu viðbrögð. 11.00 Renni yfir helstu vefmiðlana. 11.45 Kíki í hádegismat með nokkrum vinkonum á Thorvaldsen, við sitjum að sjálfsögðu úti í sólinni á Austurvelli en þetta er ótvírætt einn af kostunum við að vinna niðri í bæ. 12.45 Mæti aftur inn í vinnuna – gott að komast í smá loftkælingu eftir hitann úti. Byrja á því að uppfæra myndir fyrir glærukynningu sem verður notuð síðar í vikunni – krónan er komin á nýjar slóðir svo það veitir ekki af að breyta skalanum. 13.30 Skrifa eins og eina grein í Vegvísi, sem er daglegt rit greiningardeildarinnar, um efnahagsmál líðandi stundar. 14.30 Keyri verðbólgulíkanið okkar miðað við nýjustu gögn og byrja að punkta niður atriði sem gætu haft áhrif á þróun næstu mánaða. 16.00 Athuga hvernig gjaldeyrismarkaðurinn lokar svo ég geti tekið til við að skrifa erlent markaðsyfirlit greiningardeildar og sent það á póstlistann okkar. 17.00 Vinnudeginum lýkur – á leiðinni heim kem ég við og kaupi gott á grillið. 17.20 Búin að koma mér fyrir úti á pallinum heima með góða bók (Three Cups of Tea eftir Greg Mortenson) og nýt góða veðursins aðeins lengur. 19.00 Kærastinn grillar eitthvað gott í kvöldmatinn og ég nýt góðs af. 20.00 Hendi mér upp í sófa eftir að hafa gengið frá eftir matinn og horfi á eins og einn þátt í sjónvarpinu. 21.30 Skelli mér út að hlaupa – veitir ekki af að æfa sig aðeins þar sem ég er búin að skrá mig í hálfmaraþonið í ágúst. 23.45 Skríð upp í rúm eftir heita og langa sturtu – les einn kafla í bókinni áður en ég steinsofna, staðráðin í því að „snooza“ nú minna á morgun. D A G U R Í L Í F I . . . Kristrúnar Tinnu Gunnarsdóttir, sérfræðings í greiningardeild Landsbankans

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.