Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 19. febrúar 1982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi „Framtíðarstarfið verði í traustum farvegi sem framhald af fortíð og nútíð” 4ÚÖ **w efnalegri afkomu, styttri vinnu- tima og stórauknu framboöi á hvers kyns afþreyingarefni til þessaö fylla upp i tómstundirnar, sem margir vita ekki hvernig best veröi nýttar til menningar- legrar og félagslegrar uppbygg- ingar. Sumir tala um ,,tóm- stundadekur” nútima þjóöfélaga sem meiriháttar vandamál. Ég vil ekki taka svo djúpt i árinni aö tala um þetta sem eitthvert meiri háttar vandamál á Islandi en þó er þaö staöreynd, aö félagsleg deyfö hefur vaxiö samfara efna- hagslegum framförum. Ýmis almannasamtök á tslandi finna fyrir þessari félagslegu deyfö og þá þar á meöal samtök eins og samvinnuhreyfingin, verkalýðs- hreyfingin og önnur samtök launafólks. Þaö er mikiö um þaö rætt og ritaö, aö hópar örfárra manna taki oft á tiðum mjög af- drifarikar ákvaröanir innan verkalýöshreyfingarinnar. Þátt- taka i félags- og fundarstarfi samvinnuhreyfingarinnar mætti einnig vera miklu meiri. Þvi má þó ekki gleyma, aö enginn viö- skiptasamtök á tslandi reka jafn umfangsmikla fundarstarfsemi sem samvinnuhreyfingin. Þar er um aö ræöa deildarfundi, fundi i félagsráöum, aöalfundi og stjórnarfundi. Þúsundir manna taka þátt i þessum fundarhöldum öllum á ári hverju, hafa tækifæki- færi til gagnrýni á störf og stefnu og taka þátt i þvi aö móta og á- kveöa markmiö og leiöir. Og ég vil hiklaust segja þaö, aö af hálfu samvinnuhreyfingarinnar er mikið gert til þess aö fá félags- menn til aukinnar þátttöku i starfseminni. Samvinnuhreyfing- in rekur lang umfangsmesta fræöslukerfi, sem nokkur frjáls íélagasamtök á tslandi gera. Hjá Sambandi islenskra sam- vinnufélaga voru brúttó-útgjöld vegna fræöslumála á siöasta ári rúmlega 5 milljónir króna, eöa rúmlega 500 milljónir gamalla króna, og segir sú upphæö sina sögu. Þar fyrir utan er svo öll fræöslustarfsemi kaupfélaganna, en ýmis þeirra reka umfangs- mikla fræöslustarfsemi. Þetta viötæka fræöslustarf samvinnu- hreyfingarinnar hefur vafalaust stuölaö aö þvi aö félagsleg deyfð hefur ekki bitnaö jafn illilega á samvinnuhreyfingunni sem á ýmsum öörum samtökum. Lýö- ræðisleg þátttaka i ákvöröunum og stefnumótun samvinnu- hreyfingarinnar er miklu meiri en þeir vilja vera láta, sem aöeins þekkja hreyfinguna utan frá en aldrei hafa tekið þátt i störfum hennar. Hins vegar leggja for- ustumenn samvinnuhreyfingar- innar mjög þunga áherslu á það, aö áfram veröi unnniö aö þvi að efla félagslega þátttöku I störfum hreyfingarinnar.” — Stundum er þeirri gagnrýni beint aö samvinnuhreyfingunni að þetta lýöræöislega form sé þyngra i vöfum en gott getur tal- ist? „Vissulega heyrist þessi gagn- rýni oft en þó heyrast oftar þær gagnrýnisraddirnar, sem tala um fámennisstjórn og mikið miö- stýringarvald i samvinnuhreyf- ingunni. Þessar óliku gagnrýnis- raddir sýna, hversu erfitt er aö gera öllurn til hæfis. Þaö er ljóst að öll lýðræöislega skipulögö samtök manr.ar,na búa viö vissa miðstýringu. Þjóðfélögin kjósa sér tiltölulega fámenn þing, sem aftur mynda ennþá fámennari rikisstjórnir. Hjá þingi og rikis- stjórn veröur aö sjálfsögöu veru- leg samþjöppun valds, en valdinu er siöan reynt aö dreifa út aftur til almennings i gegnum ýmsa lýö- ræðislega farvegi. En eigi þjóö- félögin aö ganga i aöalatriöum snurðulaust veröur að vera um- talsvert vald i höndum þings og rikisstjórnar. Þetta er út af fyrir sig hliðstætt I samvinnu- hreyfingu, sem er svo vlðfeðm og fjölþætt sem samvinnuhreyfingin á Islandi. Vitanlega verður aö vera nægilegt vald i höndum stjórna og framkvæmdastjóra hinna ýmsu reksturseininga til þess aö daglegur rekstur geti gegniö nokkurn veginn snuröu- laust i samræmi viö mótaöa stefnu og þannig aö allt fari ekki i handaskolum. Hins vegar er mikil valddreifing I samvinnu- hreyfingunni ef litiö er á hana sem eina heiid. Kaupfélögin, sem eru rúmlega 40, eru algjörlega sjálfstæö félög fólksins I hverju byggðarlagi eöa héraöi. Kaup- félögin sameiginlega eiga Sam- band íslenskra samvinnufélaga og kjósa fulltrúana, sem mynda aöalfund Sambandsins, en aöal- fundurinn fer meö æösta vald i málefnum þess. Aöalfundurinn kýs Sambandinu stjórn, sem ræöur forstjóra þess og fram- kvæmdastjóra, sem sjá um dag- legan rekstur þess. Þeir eru háöir stefnumótun og ákvöröunum stjórnar og aöalfundar, en aöai- fundurinn endurspeglar vilja og áhugamál fulltrúa kaupfélaganna viös vegar um landiö. Þaö verður aö viöurkennast, aö stór viö- skiptahreyfing, sem byggir á svo viötæku lýöræöiskerfi, getur oröiö svifasein i ákvöröunum miöaö viö einkafyrirtæki eöa hlutafélög. Sagt hefur veriö, aö lýöræöiö kosti bæöi tima og peninga. Samt viljum viö miklu frekar hafa lýö- ræöi en einræöi i þjóöfélögum okkar og skoöun okkar samvinnu- manna er nákvæmlega sú sama þegar kemur aö skipulagi at- vinnulifsins. Viö teljum heppileg- ast aö hafa þaö á lýöræöislegum grundvelli i sem mestum mæli meö öllum þeim kostum og göll- um, sem lýöræöinu fylgja. Þetta eru okkar hugsjónir og þeim veröum viö aö vera trúir, jafnvel þótt viö stundum veröum svifa- seinni en keppinautarnir.” — Vandi dreifbýlisversiunar- innar er eitt mesta áhyggjuefni samvinnuhreyfingarinnar, þar sem hún hefur boriö hitann og þungann af henni hér á landi? „Þaö fer ekki á milli mála, aö ónógur rekstrargrundvöllur dreifbýlisverslunarinnar er eitt helsta vandamál samvinnu- hreyfingarinnar á fslandi i dag. 1 þessu sambandi er rétt aö rifja upp, aö viö upphaf raunvaxta- stefnu i landinu samkv. svonefnd- um ölafslögum var þvi slegiö föstu, aö verslunin fengi leyfi til þess aö endurmeta vörubirgöir sinar til nýs verölags á hverjum tima til þess aö geta staöiö undir veröbótaþætti vaxtanna. Þaö veröur aö segjast, aö yfir- völd brugöust versluninni i þessu efni árum saman, eöa þar til á siöasta ári, aö núverandi viö- skiptaráöherra leyföi versluninni endurmat vörubirgöa samkvæmt ákveöinni reglu, sem vissulega mætir hluta vandans, en þó ekki að fullu. Verölagskerfiö i landinu er þannig, aö þaö tekur alls ekki nægjanlegt tillit til sérstööu dreif- býlisverslunarinnar, sem hefur miklu hægari veltuhraöa á birgö- um sinum en þéttbýlisverslunin i aöalbyggöakjörnunum á Faxa- flóasvæðinu. Fyrir bragðiö veröur vaxtabyröi dreifbýlis- verslunarinnar miklu þyngri og afkoma hennar verri að sama skapi. Stærsti vandi verslunar- innar i dag er þó e.t.v. ónóg sölu- laun fyrir dreifingu landbúnaöar- vara og bitnar þetta vandamál alveg sérstaklega á dreifbýlis- verslunini, þar eö dreifing þess- ara vara er mjög hátt hlutfall af veltu dreifbýlisverslunarinnar. Sé tekið mið af sölulaunum fyrir þessar vörur t.d. I Danmörku kemur i ljós, aö sölulaun á Islandi fyrir mjólkurvörur er 3-5% lægri eniDanmörku, en sölulaun fyrir kjöt eru allt aö 10% iægri en i Danmörku. Dreifbýlisverslun á Islandi þarf augljóslega ekki siöur á sölulaunum aö halda en smásöluverslun I hinu þéttbýla landi, Danmörku, og þessar tölur gefa bersýnilega til kynna, að verulega vanti á eölileg sölulaun fyrir þessar vörur á tslandi. Vart fer á milli mála, aö leiörétting á þessum þýöingarmikla þætti myndi ein út af fyrir sig rétta mjög hag dreifbýlisverslunar- innar. Þetta er þaö atriöi, sem yfirvöld ööru fremur ættu aö taka á, til þess aö leiörétta hag versl- unarinnar. 1 þessu sambandi er reyndar fróölegt aö rifja þaö upp, aö sums staöar erlendis, t.d. i Svi- þjóö veitir rikisvaldiö dreifbýlis- versluninni ýmis konar beina fyrirgreiöslu, til þess að hún geti dafnaö og haft eölilegan reksturs- grundvöll. Rikisvaldiö viöur- kennir nauðsyn á þjónustu dreif býlisverslunarinnar. Rikisvaldiö viöurkennir, aö fólk geti ekki búiö i dreifbýlinu án verslunarþjón- ustu. Rikisvaldiö viöurkennir, aö dreifbýlisverslunin búi af ýmsum ástæöum viö mun verri reksturs- skilyröi en þéttbýlisverslun, og þess vegna veitir rikisvaldiö dreifbýlisversluninni þessa sér- stöku fyrirgreiðslu eins og t.d. bein framlög til stofnkostnaöar i húsnæði, tækjum og búnaði. Þaö getur ekki veriö æskilegt fyrir rikisvaldið á Islandi, aö veröa aö taka aö sér verslunarþjónustu I dreifbýlinu. Þvi er miklu eöli- legra fyrir rikisvaldiö, aö heimila eölilegan rekstursgrundvöll fyrir dreifbýlisverslunina, þannig aö ekki þurfi aö koma til beinna rikisafskipta af henni, t.d. I formi einhvers konar reksturstyrkja eöa annarra framlaga. Þaö þarf svo tæpast aö taka þaö fram, aö vandi dreifbýlisversl- unarinnar á tslandi hefur bitnaö miklu fremur á samvinnuhreyf- ingunni en á einkaverslun. Þetta stafar að sjálfsögöu af þvl, aö samvinnuhreyfingin leitast viö aö þjóna öllum byggöum landsins, burt séö frá hagnaöarsjónarmiö- um, þar sem einkaverslunin aftur velur sér markaössvæði fyrst og fremst meö tilliti til þess, hvaö hægt er aö hafa upp úr verslun- inni. Þess vegna er þaö, aö viöa i hinum minni byggöum er ein- göngu um samvinnuverslun aö ræöa, en enga einkaverslun. Þetta er ekki vegna þess, aö sam- vinnuverslunin drepi af sér einkaverslunina, heldur kærir einkaverslunin sig ekkert um þessar litlu byggöir. Þetta fyrir- bæri leiðir svo hins vegar til þver- sagnarinnar um einokunaraö- stööu samvinnuhreyfingarinnar I þessum byggöum, en þann áróður heyrir maður oft úr herbúöum andstæöinga samvinnu- hreyfingarinnar. Þessi áróöur er i sjálfu sér ekki svaraveröur. Róleg yfirvegun almenningsálits- ins i landinu gegnumlýsir svona áróöur og skilur kjarnann frá hisminu.” — A liðnum árum hefur sam- vinnuhreyfingin hér á margan hátt oröiö sérislensk aö formi til, ef svo má segja? „Segja má, að aöal séreinkenni og aöalsmerki hinnar islensku samvinnuhreyfingar sé sú staö- reynd, aö hún er blönduð hreyfing framleibenda og neytenda. Erlendis rikir yfirleitt þaö fyrir- komulag, að um er aö ræöa tvær hreyfingar, annars vegar samvinnuhreyfingu neytenda og hins vegar samvinnuhreyfingu framleiöenda. Sennilega þarf aö leita allt austur til Japan til þess aö finna hliöstæðu viö það fyrir- komulag, sem rikir I þessu efni á tslandi. Þetta fyrirkomulag á tslandi á sér aö sjálfsögöu þær sögulegu rætur, ab bændur stofn- uðu fyrstu kaupfélögin til þess aö annast hvoru tveggja sölu á framleiösluvörum sinum og kaup á daglegum nauösynjavörum sin- um. Þótt siöar hafi bæst viö myndarleg kaupfélög neytenda t.d. á Faxaflóasvæöinu og á Suöurlandi, er þetta blandaöa fyrirkomulag framleiðenda og neytenda ennþá einn megindrátt- urinn i ásjónu hinnar Islensku samvinnuhreyfingar og sér- einkenni hennar eins og áöur sagöi. Þetta blandaöa hlutverk kaupfélaganna leiöir svo til þeirr ar staöreyndar, að islensku sam- vinnufélögin eru miklu marg- þættari að viöfangsefnum en flest kaupfélög, sem maöur þekkir til erlendis. Þannig annast þau i einn staö verslun, i annan staö ýmis konar þjónustu, i þriöja stað vinnslu og sölu mjólkurafurða, i fjórða staö vinnslu og sölu sauö- fjárafuröa, nautgripakjöts og húöa, I fimmta stað ýmis konar iönaö og i sjötta staö vinnslu og sölu sjávarafurða. Þetta fjöl- þætta hlutverk kaupfélaganna endurspeglast svo aö sjálfsögöu i þvi, aö viöfangsefni Sambandsins verða einnig mjög fjölþætt. Þetta mjög breiöa og margþætta hlut- verk samvinnuhreyfingarinnar leiðir svo aftur til þess að hún snertir vafalaust lif og hag al- mennings i landinu verulega meir en tiökast I flestum þjóölöndum erlendis. Þetta leiöir svo áfram til meiri þátttöku almennings i samvinnu- hreyfingunni á Islandi en viðast erlendis. Þaö er mjög hátt hlutfall félagslegrar þátttöku meö einni þjóð, aö hér eru 42 þúsund félags- menn, um það bil, af rúmlega 230 þúsund manna þjóö. Fólkiö hefur skynjaö samvinnufélög sin sem gagnleg tæki i baráttu sinni fyrir bættum hag og framþróun þjóö- félagsins. Þetta hefur leitt til þess, aö samvinnufélögunum hefur i si auknum mæli veriö beitt til atvinnuuppbyggingar, sér- staklega i hinum dreiföari byggö- um, sem átt hafa undir högg aö sækja i samkeppni við atvinnu- þróun á Faxaflóasvæöinu. Sam- vinnuhreyfingin hefur þannig tvi- mælalaust átt mikinn þátt i efl- ingu og viöhaldi byggðar og má reyndar segja, aö byggöastefnan sé eitt afsprengi samvinnuhug- sjónarinnar.” — Þótt viö ræöum viö þig sem stjórnarformann Sambands islenskra samvinnufélaga, þá ert þú vegna kaupfélagsstjórastarfs þins á Akureyri gjörkunnur iönaöaruppbyggingu á vegum samvinnuhreyfingarinnar? „Já, vegna starfa minna i Eyjafirði er ég aö sjálfsögöu gjör- kunnur þeirri miklu iönaöarupp- byggingu, sem samvinnu- hreyfingin hefur staðið fyrir á Akureyri, en einnig má benda á verulega uppbyggingu Sam- bandsins á ýmsum öörum svæð- um landsins, þótt ullar- og skinnaiönaöurinn hafi vissulega höfuövinnslustöövar sinar á Akureyri. Uppbygging þessa mikla iðnaðar þar hefur haft af- gerandi áhrif til framþróunar Akureyrar og Eyjafjaröar- byggöa. Þegar einnig er höfð i huga mikil starfsemi Kaupfélags Eyfiröinga má segja, aö Akureyri og Eyjafjöröur sé eitt mesta sam- vinnusvæöi, ekki eingöngu þessa lands, heldur þótt viöar sé leitað. Fyrir utan þau áhrif, sem þessi iðnaðaruppbygging hefur haft á sitt nánasta umhverfi, má full- yröa, aö hún hefur einnig haft af- gerandi áhrif fyrir efnahagsllf landsins alls. Samvinnumenn höföu algjöra forustu um upp- byggingu ullar- og skinnaiðnaðar, en þetta er sá iönaöur lands- manna sjálfra, sem er langþýö- ingarmestur þegar sleppt er vinnslu sjávarafuröa. Fleiri hafa vissulega komið siöar á myndar- legan hátt inn i vinnslu ullar og skinna, en ekki má gleyma hinu þýðingarmikla forustuhlutverki samvinnuhreyfingarinnar i þessu efni. Samvinnuhreyfingin ruddi brautina fyrir aöra. Þá hefur samvinnuhreyfingin svo sem kunnugt er haslað sér völl á ýmsum öörum sviðum iönaöar og þá ekki sist á sviði fiskiðnaöar. Of langt mál yröi aö telja upp öll þau sviö, sem sam- vinnuhreyfingin hefur fengist viö i þessu efni, en áfram verður tvi- mælalaust unniö, eftir þvl sem efnahagsaðstæöur leyfa, aö upp- byggingu iönaöar i landinu.” — Hvaö er helst aö segja um menningarlegt og félagslegt mikilvægi hreyfingarinnar? „Við þessari spurningu er aö sjálfsögöu ekki hægt aö gefa neitt einhlitt svar. Ég held þó aö full- yröa megi meö allri sanngirni, aö samvinnuhreyfingin hafi haft veruleg áhrif á þjóðlifiö allt, bæöi efnahagslega, félagslega og menningarlega. Sannleikurinn er sá, að samvinnuhugsjónin hefur haft afgerandi áhrif á þróun og mótun þjóðfélagsins alls og þá tvimælalaust langt út fyrir hinar eiginlegu raöir samvinnu- hreyfingar. Segja má aö allt þjóö- félagiö og þar meö flestir stjórn- málaflokkarnir séu meir eöa minna mótaöir af lýöræöislegri samvinnu og samhjálp. Mörg meiriháttar samtök i atvinnu- og efnahagslifi eru uppbyggö á sam- vinnugrundvelli. Má þar t.d. nefna sölukerfi sjávarafuröa, bæöi aö þvi er varöar freöfisk skreiö og ýmsar aörar afuröir. Eins og áöur sagöi má telja byggöastefnuna afsprengi sam- vinnuhugsjónarinnar, þannig að boöun hennar hefur vissuiega markaö afgerandi spor i þjóölif- inu öllu, tvimælalaust Islenskri þjóö til aukinnar farsældar. Meö viötækri fræöslustarfsemi sinni hefur samvinnuhreyfingin aö sjálfsögöu haft veruieg áhrif, bæöi félagsleg og menningarleg, en þetta skal ég ekki tiunda nánar aö sinni. — Hvaöa óskir átt þú sam- vinnuhreyfingunni til handa á þessum timamótum? „I tengslum viö eitt hundraö ára afmæliö stefnir samvinnu- hreyfingin að þvi aö gefa út sam- ræmda stefnuskrá fyrir hreyfing- una alla. Sú stefnuskrá hefur mótast I mikilli fjöldaumræðu i samvinnuhreyfingunni á undan- förnum misserum. Stefnuskráin, eins og hún liggur nú fyrir i frum- varpi, endurspeglar tvimælalaust skoöanir og óskir félagsfólksins um þaö, hvernig það vill haga samvinnuhreyfingunni i framtlð- inni. Þaö er áberandi, aö sam- vinnufólkiö vill aö starfiö i fram- tiöinni sé i traustum farvegi og komi sem beint framhald af fortið og nútiö. Þaö þarf þvi tæpast að búast viö meiriháttar byltingum varðandi fyrirkomulag sam- vinnustarfsins, viöfangsefni og leiöir. Hins vegar vil ég mega óska samvinnuhreyfingunni þess, að félagsleg þátttaka i starfi hennar megi veröa sem allra mest og að hiö efnalega umhverfi megi verða þannig á hverjum tima að rekstursgrundvöllur hennar veröi sem traustastur og aö hún geti þannig sem allra best gegnt hlut- verki sinu til áframhaldandi efl- ingar félagslegrar og efnalegrar velferðar tslendinga.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.