Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 12
Föstudagur 19. febrúar 1982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á íslandi Ein merkasta heimild um Kaupfélag Þingeyinga fyrstu 50 árin er félagsblað þess, Öfeigur, og er vel við hæfi að minnast þessa merka rits, nt^ á 100 ára af- mæli félagsins. Gripum við þvi niður i Sögu Kaupfélags Þingey- inga sem út kom á 60 ára afmæli K.Þ. 1942ogsjáum hvað þar segir um blaðið, sem veitir gleggri hugmynd um þann aldaranda og andrúmsloft, sem K.Þ. óx upp i, en nokkur reikningsleg skilriki eða fundargerðir geta gert: „Öfeigur hóf göngu sina i febrú- ar 1890. A þeim misserum var vorgróður mestur i Kaupfélagi Þingeyinga. Hörð styrjöld var af- staðin, meö ótviræðum sigri á þess hlið. Hikið og fálmiö, sem á ýmsan hátt einkenndi viðskipti og aðsins, og hér var tilgangurinn og hvötin sú sama: að vekja og fræða. Fer vel á að birta hér for- málsorð ritstjórnarinnar i 1. tölu- bl. Ófeigs en þau eru á þessa leið: „Neyðin kennir naktri konu að spinna”. Neyðin kennir mörgum fleirum að spinna, þó það sé eigi margir, sem spinna silki. Hún hefir kennt mönnum margt af þvi, sem gott er og gagnlegt i heiminum. Margir hugvitsmenn og máttviðir framfaranna hafa út úr neyðinni spunnið öfl náttúr- unnar inn i fullnægingu mann- legra þarfa. En neyðin hefir kennt mönnum fleira en að spinna sinn þáttinn hver. Hún hefir kennt þeim að leggja þættina saman, aö sameina kraftana, sameina hug- sjónir og eftirlanganir, að vekja upp sofin öfl og hrinda þeim á stað, hrinda þeim áfram gegn tálmunum andlegrar og fjár- munalegrar ánauðar. spyrna gegn ánauð, ofriki og af- vegaleiðslu hinnar dönsku sel- stöðu hjá oss, hún hefir kennt oss að sameina krafta vora, og það er vonandi að hún kenni oss, að sniða oss stakk eftir vexti. Verzlunaraðferðin hjá oss hefir eigi verið stakkur eftir vorum vexti.heldur þeirra, sem eru bún- ir að venja sig á að lifa af einok- uðum ágóða. Vér þurfum sjálfir að velja oss efnið i stakkinn, og sniða hann, þá er meiri von, að hann verði oss aö sönnu liði. 1 þessa stefnu viljum vér að blaðið Ófeigur beini mönnum og væntum að sem flestir góöir drengir i félaginu verði þvi og oss til fulltingis. Ef félagsmenn rita upp hugsanir sinar viðvikjandi kaupskap og kaupfélagsskap, og senda blaði þessu, vonum vér að engin feigð kalli aö þvi, og að það beri nafn með rentu.” 1 ritstjórn Ófeigs hin fyrstu ár Jónssonar af Ófeigi, samstætt og vandlega innbundið, gáfu erfingj- ar hans K.Þ. eftir Benedikt lát- inn. Er þaö eintak allt með rit- hönd hans, og mun vera'hið eina, sem til er alveg samstætt. Efni blaðsins varð þegar i önd- verðu mjög margþætt. f hinum fyrstu árgöngum ber mest á al- mennt fræðandi hugvekjum um félagsleg málefni og skipulag, bæði i verslun og fleiru. Birtist sumt af þeim siðar i „Timariti kaupfélaganna”, og þá i fyllra formi. Þá flutti og blaðið ýmsar ritgerðir um nýmæli eða breytingar á skipulagsatriðum félagsins, og svo um skipulags- framkvæmdina sjálfa á hverjum tima. Urðuoft, bæði fyrr og siðar, lagnvinnar ritdeilur um þau efni i Ófeigi. Voru það alljafnan fræði- legar rökræður, þó fast væri á málstað haldið og er enginn vafi á, að þær hafa mjög orðið til að segja, að hver sá félagsmaður, sem að staðaldri fékk Ófeig i hendur, — en af blaðinu gekk eitt eintak um hverja deild félagsins — gæti fylgst með stóru og smáu i félagsskapnum, þó hann sæti heima. En lestur blaðsins mun, ei að siður, hafa stutt að þvi, að menn sæti ekki heima, þá er til funda var kvatt i deildunum. Var það jafnan svo, eins og fram er tekið á öðrum stað, að öll þau málefni, er til ákvörðunar áttu að koma á fulltrúafundum, og nokkru verulegu þóttu skipta, voru lögð fyrir deildafundi. En áður höfðu þau jafnan verið rædd i Ófeigi, eða lögð þannig til hæfis þar, að allir félagsmenn áttu að hafa getað hugleitt þau, áður en á deildafundi var komið. A þennan hátt varð blaðið, öðru fremur, til að byggja og treysta grundvöll að heilbrigðri 1 lýðvaldsframkvæmd i félaginu. MÓfeigur” - fyrsta félagsblad K.Þ. athafnir félagsins hin fyrstu ár, var horfið, en ákveöin sókn að föstu marki orðin óhvikul stjórn- arstefna hjá forvigismönnum fé- lagsins. Ný verkefni voru ýmist hafin eða ráðin til framkvæmda (söludeild, sparisjóður ofl.) öll barátta var þó ekki úr sögunni. Annars vegar voru keppinaut- arnir, sem hvergi hlifðust ráða til að niða skóinn niöur af félaginu þó sýnt væri, aö þeir gætu eigið ráðið niðurlögum þess. Hins veg- ar tortryggni og tómlæli ýmissa héraösmanna um félagsskapinn, bæði þeirra, sumra hverra, er i honum stóöu, og svo hinna, er enn voru fyrir utan. Þörfin fyrir mál- gagn, er næði almennt til héraðs- manna á félagssvæðinu, var þvi allbrýn, enda var ekkert hik haft á um það að hleypa blaðinu af stokkunum, eftir að tiilaga var komin fram um það. Framarlega i baráttuliði K.Þ. stóðu þá margir menn, sem þjálfazt höfðu til rit- starfa við útgáfu sveitablaða um mörg ár i ýmsum sveitum hér- Það hefir lengi veriö á orði, að ekki hafi önnur meiri ánauð, kúg- un og ófarsæld gengiö yfir vort af- skekkta land, en hin alræmda „verzlunareinokun”, og þó nú eigi aö heita „frjáls verzlun”, þá þykir þó lifa i gömlum kolum svo sem dæmin sanna. — Hér i Þing- eyjarþingi hefir enn eimt eftir i hinum gömlu kolum. Og það er varla efamál, aö hin almenna neyð, sú neyð, að búa við slikt, beindi mönnum til nýrra úrræða. Það þurfti einhver að færa kaup- mönnum heim sanninn um það, að kröfur þeirra til fátæks al- mennings, væri helzt til rikilátar, þótt vaninn helgaði þær, ekkert siður, en þegar Ófeigur i Skörðum reið heim til Guðmundar hins rika. Þetta hlutverk hefir kaupfé- lagið þegar leyst. En Ófeigur gerði enn meira. Hann sýndi Guð- mundi hnefa sinn, hinn mikla, og sýndist þá Guðmundi ráðlegast að sitja eigi i sæti hans. Hér er óleyst hlutverk. Neyðin hefir kennt oss að voru þeir Pjetur á Gautlöndum, Benedikt á Auönum, og Arni prófastur Jónsson á Skútustöð- um. Brátt tók þó Sigurður á Yzta- felli viðaf hinum siðastnefnda, og var hann ásamt tveimur þeim fyrstnefndu, i ritstjórn blaðsins allt fram um 1908, að Benedikt var einum falin ritstjórnin. Hafði hann siðan það starf á hendi með- an Ófeigur kom út, eða fram á ár- ið 1931. Kom þvi út 41 árgangur af blaðinu. Ófeigur kom út i skrifuðum heftum, mismunandi að stærð, eftir þvi, sem efni lá fyrir. Svo var og með útgáfu blaðsins, að hún var eigi fastbundin vissum tima. Fimm hinir fyrstu árgang- ar blaðsins voru að samtöldu 40 arkir i 8 blaða broti, og mun það hafa verið mest útgáfa, til jafnað- ar um svo mörg ár. Sama arka- fjölda ná þó ýmsir einstakir ár- gangar siðar, þegar sérstök áhugaefni, eða ágreiningsmál, voru á döfinni. Alls komu út af rit- inu 367 arkir. Eintak Benedikts skýrafyrir félagsmönnum mark- mið félagsins og verkefni, og svo hitt, hvað best myndi henta um skipulag þess. Næst má nefna það, er föst venja komst á um að blaðið flytti, en það var t.d. fundargerðir fulltrúaráðsins, fyrirmæli félagsstjórnar og fram- kvæmdastjóra, breytingar laga og reglugerða i félaginu, fréttir um vörusölu og vörukaup, og i sambandi við það, verðlagsskrár og áætlanir þær um verðlag, sem viðskipti hvers félagsmanns voru byggð á. Þá birtist i blaðinu, oft og einatt, margvislegur fróð- leikur um félagsviðskiptin s.s. á- grip af rekstrar- og efnahags- reikningum, skýrslur um sjóð- eignir, skuldir og innstæður i deildum, viðskiptaveltu og gjald- eyrismagn. Enn má nefna það, að ósjaldan flutti Ófeigur fróðleiks- mola og upplýsingar um sam- vinnufélagsskap i útlöndum, þvi snemma gerðist K.Þ. kaupandi að dönskum og enskum timarit- um um þau efni. Má i stuttu máli Ófeigur hætti að koma út snemma á ári 1931, enda var þá ritstjórinn að vonum tekinn að þreytast. Eigi undu félagsmenn þvi þó lengi, að ekkert blað kæmi út á vegum félagsins. Var þvi tveim árum siðar (1933) hafin út- gáfa fjölritaðs blaös, er nefnist Boðberi K.Þ., og hefir útgáfa þess haldist siðan. Er það sent ókeypis á hvert heimili, þar, sem félags- menn eiga heima, einn eða fleiri. Efni blaðsins er á marga lund á- þekkt þvi, sem Ófeigur flutti. Kostnaðar vegna um útgáfu fær- ist þó blaðið undan að flytja nema stuttar ritgerðir, en leggur meiri áherslu á, að flytja fréttir, til- kynningar og fróðleik. Útgáfan er ekki timabundin, en fer eftir þvi, sem tilefni gefast. Sérstakt ársrit gaf K.Þ. út um nokkur ár, eða frá 1917-1929. Birt- ist þar ýmislegur fróðleikur um störf félagsins, samandreginn, öllu fyllri en Ófeigur hafði getað flutt áður. Ennfremur ýmsar hugvekjur um almenn félagsmál. KAUPFÉLAG E YFIRÐIN GA sendir Kaupfélagi Þingeyinga og Sambandi íslenskra samvinnufélaga bestu árnaðaróskir í tilefni af merkisafmæli þeirra þann 20. febrúar og þakkar heilshugar áratuga heilladrjúgt framlag til eflingar samvinnustarfi á íslandi Kaupfélag Eyfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.