Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 1
B'aðauki U ¦ Texti: Atfii og Skafti Myndir: Guðjón Föstudagur 19. febrúar 1982 ¦ Á aldarafmæli sam- vinnuhreyfingar á Islandi og á 80 ára af mæli heildar- samtaka hennar, Sambands íslenskra sam- vinnufélaga/ er við hæfi að litast um og hugleiða hvað áunnist hefur og hvar hreyfingin er stödd á merkum timamótum, um leið og horft er fram á veg til nýrra verkefna. Tíminn óskaði eftir því við Val Arnþórsson, stjórnarfor- mann Sambands íslenskra samvinnufélaga, að hann ræddi ýmsa þætti þessa efnis við okkur, þótt engu verði á neinn hátt gerð ýtarleg skil í stuttu spjalli. Fyrst báðum við Val að rifja upp með okkur þær aðstæður, sem ríkjandi voru i íslensku þjóöfélagi viðstofnun fyrstu kaupfél- aganna. „Hér er að sjálfsögöu um svo stórt sögulegt viðfangsefni aö ræða, aö þvi veröa engin viðhllt- andi skil gerð i stuttu blaðavið- tali. Við getum hins vegar reynt að lita aðeins á megindrætti þeirrar myndar, sem þá blasti við. Þjóðernisleg og menningar- leg endurreisn Islendinga var hafin af fullum krafti undir for- ustu góðra manna eins og Skúla Magnússonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Þeir og fjöl- margir aðrir börðust fyrir póli- tisku og efnahagslegu frelsi Islendinga. Ennþá voru tslendingar þó ekki annað en linipin smáþjóð i miklum vanda. Verslunarfrelsi hafði veriðlögleitt en var ekkert i reynd. Verslunin var ennþá I höndum erlendra kaupmanna eða Selstöðukaup- manna, sem skömmtuðu þjóðinni lágt verð fyrir útflutningsvörur og ákvaðu hátt verð á innfluttum kringum 1870. Þau náðu mikilli útbreiðslu, en reistu sér fljótlega hurðarás um öxl með skuldasöfn- un, sem varð þeim öðrum fremur að aldurtila. Úr þessum jarðvegi mikilla pólitiskra íitaka spratt samvinnuhreyfingin sem tæki al- mennings til þess að taka versl- unarmálin I eigin hendur og hnekkja erlendu valdi. f þessu efni urðu samvinnufélögin mjög þýðingarmikil, þótt fleiri öfl legðu þar vissulega hönd á plóginn. — Hver voru helstu baráttu- málin f fyrstu og hvaða breyting verftur nú á verslunarháttum I landinu? „Baráttumálin voru að sjálf- sögðu mörg, en samvinnumenn settu sér strax I upphafi það meginmarkmið, sem siðan hefur gengið sem rauður þráður I gegn- um allt samvinnustarf á íslandi, en það var að skapa sannvirði vöru og þjónustu. Kaupfélögin lögðu á það áherslu, sem þau jafnan hafa gert siðan, að menn fengju sannvirði fyrir fram- leiðsluvörur sinar og greiddu sannvirði fyrir aðfluttar vörur. Jafnframt lögðu kaupfélögin, eins og þau hafa jafnan gert siðan, mikla áherslu á vöruvöndun, þannig að betri framleiðsla renndi nýjum stoðum undir bætt- an efnahag. Þetta hafði strax veruleg áhrif og þótt vissulega gæfi oft á bátinn hjá samvinnu- félögunum á fyrstu áratugunum höfðu þau þegar mikil áhrif til bættrar efnahagslegrar afkomu, auk þess sem þau urðu eitt helsta baráttutækið i þvi aö gera versl- unina islenska. Þá má ekki gleyina baráttu félaganna fyrir þvl að fræða al- menning um verslunarmál al- mennt, þannig að þjóðin mætti öðlast sem bestan skilning á þýð- ingu góðrar verslunar, en þetta aftur styrkti grundvöllinn fyrir baráttu Islendinga fyrir innlendri verslun. Einn liður I þessari fræðslustarfsemi var sá, að sam- vinnufélögin lögðu mikla áherslu strax i upphafi á baráttu gegn skuldasöfnun, en skuldasöfnun I dag og þau voru I öndverðu. Efnahagslegt og félagslegt rétt- læti almenningi til handa er grunntónn samvinnuhreyfingar. Barátta fyrir þeim verðmætum tekur aldrei enda. Baráttan fyrir varðveislu efnahagslegs og félagslegs sjálfstæðis tslendinga heldur áfram og tekur aldrei enda. Það er I eðli samvinnu- hreyfingar að leggja styrka hönd á plóginn I baráttu fyrir þessum verðmætum. Atök um skiptingu þjóðarauðsins halda endalaust áfram. Samvinnu- hreyfingin vill að þjóðarauðurinn sé almannaeign fremur en að fáir eigi mikið og flestir litið. Sam- kvæmt eðli sinu boöar samvinnu- hreyfingin þjóöinni samhygð, samhjálp og samvinnu. Fjöl- margt fleira mætti nefna sem dæmi um þá staðreynd, að eðli samvinnuhreyfingarinnar er ó- breytt frá þvi sem var i öndverðu en jafnframt sýna þessi dæmi þá staðreynd, að eðli samvinnu- hreyfingarinnar er þess efnis að hún á erindi við þjóðina á hverj- um tlma." — Hver er staða hreyfingar- innar i þvi hagkerfi, sem nii er við lýði I landinu? „Svo sem kunnugt er búa lendingar við blandað hagkerfi þar sem saman fer rikisrekstur i verulegum mæli, ýmis konar einkarekstur, rekstur hluta- félaga, sameignarfélaga og siðast en ekki sist samvinnufélaga. Lýð- ræðisskipulag er tslendingum i blóð borið frá fornu fari og þaö má fullyrða, að samvinnuskipu- lagið falli lang best að lýðræðis- hugmyndum tslendinga af þeim rekstursformum, sem við lýði eru I landinu. Rikisreksturinn er i raun ákaflega ólýðræðislegur 'og fjarri fólkinu. t einkarekstri og hlutafélögum ræður fjármagnið feröinni og almenningur hefur engin bein áhrif á stefnumótun eða starfsaðferðir þessara rekstursforma. Samvinnufélögin eru hins vegar öllum opin og þar hefur hver einstaklingur eitt at- kvæði burt séð f rá efnahag sinum. Valur Arnþórsson. „Framtíðarstarf ið verði í traustum f arvegi sem fram hald af f ortíð og nútíð" — Rætt við Val Arnþórsson, stjórnarf ormann Sambands íslenskra samvinnufélaga vörum. Menn reyndu ýmsar að- ferðir til þess að bæta hag sinn gagnvart versluninni. Strax um aldamótin 1800 stofnuðu menn félög, sem slðar hafa verið nefnd verðkröfufélög, en hlutverk var það að semja fyrir einstakar sóknir, hreppa eða jafnvel heil héruð við kaupmenn um verð á framleiðsluvörunum annars vegar og innfluttu vörunum hins vegar. Verðkröfufélögin náðu um hríö árangri, sem fljótlega varð þó litill vegna samtaka kaup- manna um að vinna gegn þeim. Verslunarhlutafélögin voru mjög merkileg tilraun af hálfu tslendinga til þess að taka málin I eigin hendur. Þau risu og hnigu á tiltólulega skömmum tima I var oft og einatt sá klafi, sem batt menn fasta við óhagstæð viðskipti kaupmanna. Barátta samvinnu- félaganna gegn skuldaverslun var þvi beinllnis liður I baráttunni fyrir efnahagslegu frelsi lands- manna. Það má þvl fullyrða, að veruleg breyting varð a' verslunarháttum þegar við tilkomu samvinnufélg- anna en vissulega áttu þau við erfiðleika að strlða. Félögin störf- uðu meö pöntunarfélagssniði og söfnuðu þvi engu fé I sjóði til tryggingar gagnvart framtiðinni. Utanaðkomandi áföll gátu orðið þeim nærri að aldurtila. Fram- sýnir forustumenn samvinnu- manna sáu, að við svo búið mátti ekki standa og 1906 beittu sam- vinnumenn i Eyjaflrði sér fyrir grundvallarbreytingu I skipulagi samvinufélaganna.Horfið var frá pöntunarfélagsfyrirkomulaginu en I þess stað tekið.upp að selja vörur úr opinni sölubúð á gang- verði hvers tima. Þeim hluta vöruverösins, sem var umfram þarfir, var skilað aftur til félags- mannanna I árslok, en þá var jafnframt tekið upp að leggja hluta endurgreiðslunnar I stofn- sjóð til tryggingar framtiðar- rekstri félagsins. önnur sam- vinnufélög I landinu tóku fljótlega upp þetta skipulag, sem varð afl- vaki þeirrar miklu uppbyggingar, sem samvinnufélögin fljótlega h6fu um land allt, þjóðinni allri tilmikils framdráttar. Fjölmargt fleira mætti nefna varoandi þá breytingu, sem varð á verslunarháttum i landinu vib tilkomu samvinnufélaganna, en þetta veröur látið nægja að sinni." — Nii eru tfmar breyttir og verslunin komin á innlendar hendur. Er eðli samvinnu- hreyfingarinnar þá enn hið sama og var? „Tlmarnir eru aö sjálfsögðu gjörbreyttir frá þvi sem var við upphaf samvinnuhreyfingar I landinu. Verslunin er í aðalatrið- um I höndum tslendinga sjálfra og ekki fyrirsjáanleg nein meiri- háttar breyting I þeim efnum. Stefnumið og eðli samvinnu- hreyfingar eru þó alveg þau sömu Samvinnufélögin falla þvl beint að lý ðræðishugmyndum tslendinga og eiga þvi fullan rétt á sér I frjálsu samfélagi á hverj- um tima sem valkostur og sam- keppnisaðili milli annars vegar rlkisreksturs og hins vegar kapi- talisma." — Félagsleg deyfð er iillu félagslifi I landinu inikift á- hyggjuefni. Hvernig hefur sam- vinnuhreyfingin siuíist við þessu? „Það blandast vist engum hug- ur um, að félagsleg deyfð hefur vaxið með þjóðinni samfara betri Sjá næstu sídu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.