Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 8
Föstudagur 19. febrúar 1982 Föstudagur 19. febrúar 1982 4 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi Litið inn í frystihús Sambandsins við Kirkjusand: ffNóg ad gera sídan togaraverk fallinu lauk” — wHmhHÍ ■ Starfsfólk Kirkjusands h/f hefur stóran og rúmgóftan matsal til afnota. Hér er fólkift aft fá sér hádegisverft aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi J|||g4p 11:; Jpl9| 0 fplí i 1 Jvf ■ MgSMaL 5*a* j jra ■ Kirkjusandur h/f rekur frystihús á samnefndum stað i Reykjavik. Sam- bandiðkeypti þetta fyrirtæki árið 1951, en ásamt fiskfrystihúsi átti það allmiklar lóðir, þar semsiðan hafa risið Afurðasala og Kjötiðnaðarstöð SÍS. Frystihúsið var rekið áfram, en 1974 var starfsemin þar lögð niður, enda var byggingin þá orðin gömul og ófullnægjandi. Jafnframt þvi keypti fyrirtækið annað frystihús, i næsta nágrenni við eldra hús sitt, af ísfélagi Vestmannaeyja h/f, sem hafði keypt það af Júpiter og Mars h/f i Reykjavik og rekið á meðan eldgos lamaði starfsemi þess i Eyjum. Flutti Kirkjusandur h/f rekstur sinn i nýja húsið um áramótin 1974-’75. Jafnframt þvi var gengið frá samningum við tvo útgerðaraðila i Reykjavik um að þeir gerðust meðeig- endur i húsinu. Er annar þessara aðila, Ögurvik h/f, siðan hluthafi i Kirkjusandi h/f ásamt Sambandinu sem á meirihluta hlutafjárins. Við flutninginn i nýja hús- næðið jókst framleiðsla i frystihúsi Kirkjusands h/f verulega, og er það nú ■ Jórunn Gunnarsdóttir, verk- stjóri i vinnslusal. ■ Aftalsteinn Guftlaugur Sveinsson, tækjamaftur og Gunnar Ström, vélgæslumaftur I flökunarsal. eitt af stærstu frystihúsunum innan fé- lags Sambands fiskframleiðenda. Það lá vel við Timamönnum að bregða sér i heimsókn að Kirkjusandi og skoða starfsemina. „Þaö hefur veriö nóg að gera hérna að undanförnu, a.m.k. sið- an togaraverkfallinu lauk,” sagði Jórunn Gunnarsdóttir, verkstjóri i vinnslusal frystihússins Kirkju- sands h/f sem SIS er stærsti eig- andinn að. „Það eru sennilega um þrjátiu konur sem vinna hérna að jafnaði á veturna. Hér vinnum við ein- göngu þorsk, en annar fiskur er unninn i vinnslusölunum á neðri hæðunum, þar er grálúða, langa, lúða o.s.frv.” — Hefurðu unnið hér lengi? „Það er nú ekki hægt að segja það. Ætli það séu ekki bráðum að verða þrjú ár.” — Gengur verkstjórnin ekki vel? „Jú, það er svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Konurnar eru flestar búnar að vinna hérna lengi og þekkja þvi vel til starfs sins og þar fyrir utan eru þær duglegar og iðjusamar, þrátt fyrir að hér sé ekki unnið i bónus,” sagði Jór- unn. „Ég er á móti bónus” „Mér finnst mikiö vanta á að störf fiskvinnslufólks séu metin að verðleikum. Fiskvinnslan er ein mikilvægasta atvinnugreinin i landinu og mér finnst það óhæfa að launin séu ekki hærri en raun ber vitni. Fiskvinnslufólk er lág- launafólk,” sagði Ása Pálsdóttir, trúnaðarmaður starfsfólksins aö Kirkjusandi i samtali við blaða- mann Timans. „Bónusinn bætir ekkert úr þessu misrétti. Hann fer illa með fólk og veldur þvi að hráefnið sem við fiytjum út verður verra en þörf er á. Þaö er eðlilegra að borga vinnuna sæmilega með venjulegu timakaupi. Ég er á móti bónus.” — Takið þið þátt i félagsstarfi samvinnustarfsmanna? „Já. Þaögerum við svo sannar- lega. 'Ég var einmitt á aðal- fundinum að Hamragörðum i gærkvöldi. Við kusum meðal ann- ars nýja stjórn. Það er margt á þvi að græða að taka þátt i félagsstarfseminni. Og ég held að fólkiö sé yfirleitt ánægt með það.” 34 fiskar á minútu „Þegar allt er á fullu flakar þessi vél 34 fiska á minútu. En yfirleitt eru afköst hennar látin ráðast af fjölda fólksins sem er i vinnslusalnum,” sagði Gunnar Ström, vélgæslumaður i flökunarsalnum aö Kirkjusandi. „Þaö þarf aðeins fjórar manneskjur til að sinna vélinni, þótt allt sé i fullum gangi.” — Flakar vélin allan fisk? „Nei þessi tekur eingöngu bol- fisk þ.e. þorsk, ýsu, löngu, keilu o.s.frv. Svo eru hérna sérstakar vélar fyrir karfa og flatfisk.” — Er þá engin handflökun? „Nei, það er orðiö nokkuð langt siftan hún leið undir lok. A.m.k. hérna. ■ Kikharftur Jónsson, hefur verift forstjóri Kirkjusands h/f slftan 1977. Áöur var hann forstjóri Meitilsins h/f I Þorlákshöfn. — Takið þið þátt i hátiðarhöld- um vegna afmælis samvinnu- hreyfingarinnar? „Nei, ekki beint. Við höldum bara okkar eigin árshátið. Það var að visu verið að tala um að halda hana á afmælisdaginn 20. febrúar, en viðfengum ekkert hús fyrr en seinna. Arshátiðin verður sennilega ekki fyrr en i mars.” — Er gott að vinna hérna? „Já mér finnst það hreint ágætt og ég veit ekki betur en að fólk yfirleitt sé ánægt,” sagði Asa. „Eilifur barningur” „Þetta er náttúrlega eilifur barningur að reyna aö halda rekstrargrundvellinum i viðun- andi horfi,” sagði Rikharöur Jónsson, forstjóri Kirkjusands h/f þegar Timinn heimsótti hann þar á dögunum. „Reksturinn hérna er aö mörgu leyti sérstakur. T.d. erum viö ekki með bónus og svo höfum við mikið af sumarstarfsfólki þvi þaö er mikiö meira að gera hjá okkur á sumrin.” — Hver er skýringin á þvi? „Þaö einfaldlega fæst mikiö meira hráefni á sumrin.” — Hvaðan fæst hráefniö? „Þaö landa hjá okkur þrir togarar, ögurvikurtogararnir og Karlsefni, auk þess kaupum við tilfallandi hráefni.” — Sjó. ■ Ása Pálsdóttir trúnaftarmaftur starfsfólksins á staftnum. Hún hefur komift fyrir nokkurskonar skrifstofu i matsalnum. ■ Ef keyrt er á fullu þarf þessi stúlka aft koma 34 þorskum á minútu I vélina. TfmamyndirGE. Guftmundur Guftmundsson stálar hnlfana fyrir fiskverkunarkonurnar. ■ Sigrún óskarsdóttir og Sesselia Blomsterberg safna dagsverkinu á bretti og koma þvl fyrir I frysti- klefa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.