Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1982, Blaðsíða 4
Föstudagur 19. febriiar 1982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi ■ „Gildi samvinnuhreyfingar- innar er auðvitað geysilega mikið fyrir islenskt þjóðlif. Þegar við litum til baka yfir þetta hundrað ára skeið þá dylst engum að sam- vinnuhreyfingin hefur átt einna drýgstan þátt i þvi að skapa það þjóðfélag, jöfnuðar og velsældar, sem við búum við i dag. Oki kaup- mannavaldsins var hrundið af þjóðinni, og hún komst i þá að- stöðu aö geta notið sæmilegra verslunarkjara. Það hefði ekki tekist nema fyrir forgöngu kaup- félaganna. 1 stað þess að hagnað- ur af verslun lagðist á fárra hendur og fluttist jafnvel úr landi, staðnæmdist hann nú á hverju fé- lagssvæði og var þar varið til uppbyggingar og almannaheilla. Þó var hitt miklu meira um vert hversu heillavænleg hin félags- legu áhrif voru sem samvinnu- hugsjónin hafði i för með sér og sú vakning i þjóðlifinu sem af þvi hlaust. Almenningur á Islandi komst að raun um það að með samvinnu og samhjálp var hægt að lyfta hverju Grettistakinu af öðru. Samvinnumenn mynduðu Framsóknarflokkinn sem alla tið frá stofnun hefur verið brjóstvörn samvinnuhugsjónarinnar, sam- hjálpar og manngildis. Flest af þvi sem best hefur tekist i þjóðfé- laginu undanfarin hundrað ár tengist þannig þessari upp- sprettu,” sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsókn- armanna, þegar Timinn spurði hann um gildi samvinnuhreyfing- arinnar fyrir islenskt þjóðlif. — Hver finnst þér vera staða samvinnuhreyfingarinnar núna? „Staða samvinnuhreyfingar- innar er sterk, en gæti þó verið miklu sterkari. Rekstrarform samvinnufélaganna hentar miklu viðar i þjóðfélaginu heldur en ennþá er almennast. Samvinnu- rekstur hefur ýmsa veigamikla kosti fram yfir hlutafélagarekst- „Manngildid ofar auðgildinu/’ segir Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, um samvinnuhreyfinguna ur, m.a. aö áhrif einstaklinganna við ákvarðanir fara ekki eftir hlutafjáreign þeirra, og komum við þá aftur að þvi að samvinnu- menn setja manngildið ofar auð- gildinu.” — Finnst þér samvinnuhreyf- ingin gegna sama hlutverki nú og fyrr á árum? „Það ætti hún að gera. Land- búnaður á Islandi byggist mjög á samvinnuhreyfingunni og þar sem mest öll afurðasala fer fram á samvinnugrundvelli og lang- mest af aðkeyptum aðföngum er aflað með samvinnusniði. Þá má nefna hina viðtæku og hagkvæmu bankaþjónustu sem innlánsdeild- ir margra kaupfélaga reka. Bændur hafa allra manna best komið auga á kosti samvinnunnar og séð sér hag i að þróa hana. Og ég hika ekki við að fullyrða að án samvinnu væri ekki rekinn á Islandi blómlegur landbúnaður i dag. Dreifbýlisverslun byggist raunar að mjög miklu leyti á samvinnufélögunum, en á ýms- um sviðum þyrfti þó að koma við miklu meiri samvinnurekstri.” — Finnur þú samvinnuhreyf- ingunni eitthvað til foráttu? „Það er ekki margt sem með rökum er hægt að álasa islenskri samvinnuhreyfingu fyrir á þess- um timamótum. Langflest er i ágætu horfi. Samvinnufélögin ættu þó i ýmsum tilfellum að hafa með höndum stærri hluta verslun- ar, sérstaklega i þéttbýlinu við Faxaflóa. Þau ættu að geta boðið vöru á hagstæðara verði en stór- mangarar i Reykjavik og ættu að keppa markvissar að þvi. Þá held ég að gildi samvinnuhugsjónar- innar mætti bera mikið oftar á góma sumra forvigismanna ■ Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. hreyfingarinnar og jafnframt mætti þeim vera ennþá ljósara, að samvinna er pólitik og án öfl- ugrar brjœtvarnar á stjórnmála- sviði yrði að henni kreppt. Þeirr- ar brjóstvarnar er ekki að leita hjá kaupmannavaldi eða þjóðnýt- ingarmönnum. Samvinnuhreyf- ing án stjórnmálaþátttöku yrði eins og geltur hestur,” sagði Páll Pétursson. —Sjó. „Hefur lyft Grettistaki í íslensku þjódlífi/’ segir Sighvatur Björgvinssonr alþingismaður, um samvinnuhreyfinguna ■ „Samvinnuhreyfingin hefur ásamt verkalýðshreyfingunni, en þetta eru sambærilegar félags- málahreyfingar, lyft Grettistaki i islensku þjóðlifi og orðið til mjög mikilla breytinga og umbóta. Hún hefur i senn markað ný spor i at- vinnumálum þjóðarinnar, orðið islenskri bændastétt til stórkost- legrar upplyftingar, og ennfrem- ur valdið gerbreytingu i verslun- arháttum öllum,” sagði Sighvat- ur Björgvinsson, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, þegar Timinn spurði hann um gildi samvinnuhreyfingarinnar fyrir islenskt þjóðlif. — Hver finnst þér vera staða samvinnuhreyfingarinnar núna? „Ef litið er til kaupfélaganna, þá eru þau ákaflega missterk. Sterkust virðast þau vera, þar sem þau hafa auk hefðbundins verslunarreksturs, einhverja um- fangsmikla atvinnustarfsemi með höndum. Ekki sist við sjáv- arsiðuna. Hinsvegar virðast kaupfélögin sem eingöngu hafa verslunarstörf með höndum standa mjög veikt. Ef litiö er á hreyfinguna sem heild, þa njóta litlu kaupfélögin sem veikum fót- um standa, þess stuönings sem þau fá frá hreyfingunni allri. En samvinnuhreyfingin er einhver öflugustu samtök á tslandi, og jafnvel þótt viöar væri leitað. Samvinnuhreyfingin er þvi mjög sterk, þó svo að ýmis kaupfélög eigi i vök aö verjast.” — Finnst þér hlutverk hreyfing- arinnar hafa breyst á 100 árum? „Að sjálfsögðu hefur hlutverk hreyfingarinnar breyst á hundrað árum. Og það mjög mikið, alveg eins og hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar hefur breyst. Meðal annars vegna þess aö samvinnu- hreyfingin hefur átt þátt i þvi að breyta þvi þjóöfélagi sem við bú- um viö. Ýmis baráttumál hafa breyst m.a. fyrir tilverknað henn- ar sjálfrar. Nú, það virðist vera, a.m.k. nú á siðari árum, að sam- vinnumenn hafi mikinn áhuga á þvi aö aðlaga hreyfinguna og bar- áttumál hennar þessum breyting- um. Það hefur verið gefin út ný stefnuskrá og átt sér stað miklar umræður um þessi mál meðal samvinnumanna. Ég tel að það sé merki þess að samvinnuhreyfing- in, eins on margar aðrar hreyfingar, er i stöðugri endur- nýjun. Ég, óska þessvegna sam- ■ Sighvatur Björgvinsson, Al- þingismaður. vinnumönnum alls góðs og vona að þeim gangi sem best að aðlaga sig nýjum aðstæðum.” — Ef eitthvað, hvaö er það sem þú finnur henni til foráttu? „Það sem ég finn samvinnu- hreyfingunni til foráttu, er það, að i atvinnustarfseminni sem hún rekur, þá er viða orðið mjög langt á milli samvinnumannanna, þ.e.a.s. félagsmannanna, og þeirra sem stjórna þessu volduga atvinnufyrirtæki. Ég tel nauðsyn- legt að, með sama hætti og i verkalýðshreyfingunni, beri að stórauka lýöræði i hreyfingunni, gera félagsmenn samvinnufélag- anna mun virkari i ákvarðana- tökum. Ég veit að þetta er eitt af þvi sem samvinnumenn ræða. Þeir hafa t.d. lýst miklum áhuga á auknu atvinnulýöræði og ég styð þá mjög eindregið. Og fagna þvi aö fá liöveislu frá samvinnu- mönnum i baráttu fyrir auknu lýðræði, sem við Alþýðuflokks- menn höfum mjög barist fyrir bæði á Alþingi og annarsstaðar,” sagði Sighvatur Björgvinsson. — Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.