Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1982, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 11. mars 1982 Kanarífuglar Til sölu mjög fallegir og hraustir Kanari- fuglar. Tilbúnir i varp. Einnig ódýr fuglabúr. Kaupi notuð fugla- búr. Upplýsingar i sima 41179 Geymið auglýsinguna Styrkir til háskólanáms i Kina Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kina bjóða fram tvo styrki handa Islendingum til háskólanáms i Kina háskólaárið 1982—83. Eru styrkirnir ætlaðir stúdentum til náms i bók- menntum, sögu, heimspeki, raunvisindagreinum eða kandidötum til framhaldsnáms i kinversku. Námsmenn i raunvisindum geta búist við aö þurfa að gangast undir sérstakt próf hérlendis i stærðfræði, efnafræði og eðlis- fræði. — Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 6. april n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö, 4. mars 1982. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið S. mars 1982 FAHR Heyvinnuvélar á vetrarverdi □ PÓRf ÁRMÚLA'11 Lóðaúthlutun - Reykjavík Á fundi borgarráðs hinn 9. mars var gerð svohljóðandi samþykkt varðandi lóðarút- hlutun: Borgarráð samþykkir að auglýsa og út- hluta sérstaklega lóðum með vinnuað- stöðu og að umsóknir um þær lóðir gefi ekki stig vegna synjunar samanber grein 2.6. i Reglum um lóðaúthlutun i Reykjavik. Lóðunum verði úthlutað samkvæmt reglum til þeirra, sem þarfnast ibúða með vinnuaðstöðu að mati borgarráðs. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borg- arverkfræðings Skúlatúni2,3. hæð Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik. Helguvíkurmálið: ÓSAMKOMUIAG I RÍKISSTJÓRNINNI — málið rætt á rlkisstjórnarf undi í dag ■ Bæjarstjóm Keflavikur sam- þykkti á þriðjudagskvöldið með átta atkvæðum gegn atkvæði Karls Sigurbergssonar að leigja Varnarmáladeild utanri'kisráðu- neytisins 13 ha spildu við Helgu- vfk til að byggja þar oliugeyma og hafnargerð, eins og Tfminn sagði frá igær. I staðinn fær bær- inn um 100 ha landsvæði til af- nota, norðan Sandgerðisvegarins og verður það notað fyrir skreið- artrönur. Leigutiminn á spildunni við Helguvik er eins langur og varnarmáladeildin þarf á að halda vegna varnarsamningsins. Mál þessi verða rædd i' rikis- stjórninni i dag, en innan hennar erekki eining um þessimál. Svavar Gestsson hefur i viðtali við bjóðviljann lýst furðu sinni á afstöðu Framsóknarflokksins, þar sem, að hans sögn liggi fyrir tillögur Samvinnuhreyfingarinn- ar um fljótvirkari og betri lausn á mengunarvandanum, sem við er að eiga. Að öllum likindum á ráð- herrann við skýrslu forstjóra Oliufélagsins h.f. til Varnarmála- nefndar, en hún innifelur i megin- atriðum að 1 öndunaraðstaðan verði óbreytt og tankarnir verði færðir upp á flugvöll. Steinþór Júlíusson bæjarstjóri i Keflavik, var spurður um álit á tillögunni. „t fyrsta lagi viljum við ekki hafa löndunaraðstöðu þar sem hún er f Landshöfninni. t öðru lagi viljum við ekki hafa oliubirgða- stöðina uppi á toppnum á vatns- leiðslunni fyrir sveitarfélagið. Súlausnkom ekkitilgreina frá okkar hálfu.” — Höfðuð þið úrslitaorðið i þessu máli? „bað er spurning hvað hægt er að segja um að við höfum úrslita- orð, en okkur hefur tekist að semja um þetta. betta á sér lang- an aðdraganda og við höfum ver- ið að óska eftir að þessir tankar verði fluttir og löndunaraðstaðan fjarlægð. bað voru islenskir embættis- menn, sem bentu á tvö hafnar- svæði héma innaf Innri-Njarðvik og Helguvik, og bæjarstjórnirnar i Keflavik og Njarðvik urðu sam- mála um að leggja heldur til Helguvik. Og framhaldið er svo þetta.” — Sumsstaðar er þvi haldið fram að þetta þýði aukin umsvif hersins. t hver ju felast þau auknu umsvif ? ,,Eg veit það ekki. bað sem að okkur snýr er það að láta varnar- máladeildhafa þarna 13 ha lands, úti á Hólmsbergi út úr okkar landi. beir fá leyfi til að byggja þarna hafnargarð. Annað sem verður framkvæmt þarna verður ekki á okkar landi og við erum ókunnir hvað þeir ætla að gera þar. bað er hápólitiskt mál, sem við höfum ekki blandað okkur ■ Sameiginleg bókun átta bæjarstjórnarfulltrúa iKeflavik: ,,1 allmörg ár hafa vandamál þau, sem stafa af staðsetningu oliubir gðastöðvar varnarliðsins veriðtil umræðu i bæjarraðum og bæjarstjórnum Keflavikur og Njarðvikur. Umræðan hefur beinst að mengunarhættu/slysa- hættu, skipulagsmálum og land- flutningum á oliu. Vegna vanda- máls þessa skipaði utanrikis- ráðherra nefnd, til að kanna og gera tillögu um staðarval oliu- uppskipunarhafnar. A sameigin- legum fundi bæjarráðanna var fallist á tillögu nefndarinnar um að heppilegasta staðsetning hafnarinnar væri I Helguvik. A grundvelli þeirrar samþykktar hafa nu náðst samningar við varnarmáladeild, varðandi fram- kvæmd málsins og leggjum við áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Gagnstættþvisem áður hefur tiðkast hefur undirbúningur þessa máls verið unninn i sam- ráði viðheimamenn og það tryggt að þeir geti fylgst með hönnun og framkvæmdum ogkomið þar sin- um skoðunum að. 2. 011 mannvirki skulu uppfylla ströngustu kröfur um búnað og frágang, samkvæmt islenskum lögum. 3. Umsjón, afgreiðsla og öll öryggisgæsla á hafnarsvæðinu verður ihöndum islenskra aðila. 4. Staðið verður þannig að framkvæmdum að þær komi að sem fyllstum notum við frekari hafnargerð i Helguvik og islensku oliufélögunum verði heimiluð af- not hafnargarðs og bygging neitt i. Ekki nema að það verði leystur þarna þessi vandi, sem við höfum verið að kvarta yfir, þ.e. að losa oliutankana af vatns- bólasvæðinu og að löndunin fari úr höfninni hérna. Hvort þetta kostar aukin umsvif hersins er mál, sem við hvorki fáum að segja um né fáum að vita um, býst ég við.” SV löndunarbúnaðar, ef þau óska þess. 5. bað landrými, innan bæjar- marka Keflavikur, sem varnar- máladeild fær afnot af vegna framkvæmda er aðeins ræma meðfram bjargbrún norðan Helguvikur, utan þess svæðis sem nokkrar likur eru á að nýtanlegt hefði verið til skipulagðrar byggingar. Sem endurgjald fær Keflavikurbær hinsvegar til af- nota ca. 100 ha landspildu sem bærinn hefur áður falast eftir af- notum af, vegna þarfa sjávarút- vegsins. 6. Með samningi þessum teljum við að fengist hafi viðunandi lausn á mengunar-, slysa- og skipulagsvandamálum, en leggj- um jafnframt áherslu á þá brýnu nauðsyn að öllum þungaflutning- um til og frá varnarliðinu verði létt af Reykjanesbraut, vegna aukinnar slysahættu i sivaxandi umferð um veginn. 7. 1 samþykkt bæjarstjórnar 2. febrúar s.l.var lögð á þaðáhersla að hafnarmannvirkin sem byggð yrðuaf varnarliðinu i Helguvik og hafnarsvæðið yrðu ávallt i umsjá og eigu heimamanna. betta var gert vegna þess að við töldum óeðlilegt að samgöngumannvirki á tslandi væru i eigu erlendra aðila. Samþykkt þessi hefur sætt gagnrýniíslenskrastjórnvaldaog hefur félagsmálaráðherra gagn- rýnt þessa samþykkt sérstaklega. Við föllumstþvi á að með eignar- aðild verði farið eftir varnar- samningi enda verður meginhluti hafnarsvæðisins eftir sem áður til ráðstöfunar fyrir heimamenn”. SV Bókun bæjarstjórnar í Keflavík: ,,Teljum að fengist hafi viðunandi lausn77 Hreppsnefnd Gerðahrepps sendir kvörtun til utanríkisráðuneytisins vegna Helguvíkurmálsins: „Ekkert samráð haft við sveitarstjórnina” ■ ,,Við höfum ýmsar hugmyndir um þetta siðasta afbrigði sem kom fram á bæjarstjórnarfundi i Keflavik á þriðjudagskvöldið um þetta Helguvikurmál”, sagði Stefán Ómar Jónsson sveitar- stjóri i Gerðahreppi i viðtali við Timann um bréf, sem hrepps- nefndia i Gerðahreppi skrifaði utanrikisráðherra um málið i gærmorgun. „Við höfum komið skoðunum okkar um þetta á framfæri á þann eina rétta stað sem við teljum að slíkt skuli koma fram fyrst”, bætti sveitar- stjórinn við. Hann vildi ekki tjá sig nánar um bréfið. Bréfið er stilað til utanrikis- ráðherra og er svohljóðandi: „Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti á fundi sinum i dag, 9. mars 1982, að óska eftir þvi' við yður herra utanrikisráðherra, að þér sjáið til þess að hreppsnefnd Gerðahrepps verði af réttum aðil- um, kynntar þær hugmyndir og/eða þeir samningar sem uppi eru vegna byggingar oliuhafnar og eldsneytisgeyma og sagterað eigi að staðsetja á Suðurnesjum. Sá staður sem umræddur er til- heyrði áður lögsagnarumdæmi Gerðahrepps, en var af hreppn- um tekinn með lögum um stækk- un lögsagnarumdæmis Kefla- vikurkaupstaðar 4. mai 1966 (for- senda þá: þörf Keflavikurbæjar fyrir aukið landrými undir bygg- ingarsvæði meðal annars.). Éinnig hefur heyrst að nokkrar framkvæmdir verði innan marka Gerðahrepps, en hverjar eða að hve miklu leyti hefur ekki fengist staðfest ennþá. Ekkert samráð heíúr verið haft við sveitarstjórn Gerðahrepps, hvað þá að málið hafi verið kynnt sveitarstjórninni á fullnægjandi hátt”. Undir bréfið skrifar öll hrepps- nefndin. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.