Tíminn - 29.04.1982, Side 3

Tíminn - 29.04.1982, Side 3
Fjölhæfnivagninn er kominn með Ijósabúnaði. S.B. vagninn góður er, um fjölhæfni má velja. Hesta, kindur, heyið ber, fleira má upp telja. Mjög gott verð og greiðslukjör. S.B. vagnar og kerrur, Klængsseli - Sími 99-6367. ■ Tveir bílar skemmdust talsvert i hörbum árekstri sem varö á Suöuriandsvegi, viö Rauöavatn, um kvöidmatarleytiö I gær. Grunur lék á aö ölvun ökumanns annars bilsins heföi átt drjúgan þátt f tildrög- um árekstrarins. Timamynd Róbert. ■ „Horfurnar í skinnaheiminum eru vægast sagt dökkar,” sagöi Jón Siguröarson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri i viðtali við Timann, en Jón er nú nýkom- inn frá Frankfurt, en þar hittast ár hvert i aprilmánuði menn hvaðanæva að úr heiminum sem eru framleiðendur eða kaup- endur á fatnaði úr loðskinnavöru. Aðspurður um það hvers hann hefði helst orðið visari i Frank- furt sagði Jón: „Það er ljóst að eftirspurn eftir flikum unnum úr mokkaskinnum hefur stórkost- lega dregist saman. Sem dæmi um það get ég nefnt, að þýski markaðurinn ræður ákaflega miklu um þetta, þvi hann er stór og mikill neytendamarkaður. Þangað hafa verið seld árlega u.þ.b. 30 til 35 milljónir ferfeta af mokka, en markaðsspár núna, hljóða upp á að þangað verði i ár aðeins selt innan við helmingur þess magns.” — Hvað veldur þessu? „Eins og ævinlega þegar svona markaðshrun á sér stað, þá eru fleiri en einn þáttur að verki. I fyrsta lagi, þá hefur markaðnum verið ofboðið með of háu verðlagi á mokkaskinnum — flikur úr mokkaskinnum eru orðnar nærri þvi eins dýrar og flikur úr meiri eðalskinnum, þannig að verðmunurinn er of lit- ill. Annar áhrifavaldur er minnk- andi kaupmáttur, og þar að auki er tiskan ákaflega andsnúin okk- ur núna. Upp á siðkastið hefur komið til ákaflega mikil samkeppni frá nýrri vöru, eins og popplin ytra byrði sem er fóðrað að innan með einhverjum loðskinnum, auk þess sem vatterað leður er nú ákaflega vinsælt.” — Hefur þetta markaðshrun i Þýskalandi bein áhrif á sölu- möguleika Islendinga? „Okkar helstu keppinautar i mokka, eru Spánverjar og Englendingar. Þeir hafa selt mik- ið til Þýskalands, en við aftur til- tölulega litið. Það sem gerist nú eftir markaðssamdráttinn i Þýskalandi og annarsstaðar, er að þeir herja nú á Skandinaviu, sem hefur verið okkar aðal- markaðssvæði, með mjög lágu verði, þannig að þeir undirbjóða okkur.” — Hvaða áhrif hefur þetta á söluhorfur héðan? „Söluhorfurnar eru mjög slæmar, en það er of snemmt að lesa úr þessu hvað endanlega verður. Það eru lika fleiri þættir sem spilainnihér hjáokkur: Nær 30% af gærum úr siðustu slátrun átti að selja til Póllands, og ákaflega hagstæður samningur var gerður við Pólverja, i fyrrahaust, en mál hafa skipast þannig i Póllandi, að vegna skorts á erlendum gjald- eyri, hafa Pólverjar ekki tekið nema tæp 10% af þessum samningi, eða rétt um 20 þúsund gærur. Vegna þessa hefur orðið ákafléga mikil birgðasöfnun i öll- um verksmiðjunum.” Jón sagði að fregnir af þessu hefðu vitanlega borist út, og þvi væri um mikinn þrýsting utan frá að ræða, á islenska skinnafram- leiðendur að lækka verð á hálf- unnum vörum einnig. Jón sagði jafnframt að mikið verðfall heföi orðið á svokölluðum Gotlandsgærum (gráum pelsgær- um), og reyndar algjör stöðnun i sölu. Sagði hann málum nú svo háttað i Sviþjóð, að þar lægju birgöir sem næmu tveimur þriðju af ársframleiðslu á þessum gær- um. Sagði hann að það væri náttúrlega erfitt að segja til um markaðsverð á þeim, fyrst birgðasöfnun væri svona mikil, en þó væri óhætt að segja að verðið væri orðið svipað og á hvitum is- lenskum gærum. Jón benti á að þött útlitið væri mjög dökkt nú, þá tryði enginn þvi að þetta yrði varanlegt ástand. Ljóst væri að áfram yrði hægt að selja islensk- ar gærur, sem hingað til, en það yrði að lækka verðið á þeim. —AB haldi! Sálmabókin Fást íbókaverslunumog hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG töu&branttótítofu Hallgrimskirkja Reykjavfk simi 17805 opið3-5e.h. Laus úr varð- ■ Manninum, sem grunaður var um aðild að innbrotinu i Gull og silfui; var sleppt úr haldi siðdegis i gær eftir sextán daga gæslu- varðhaldssetu, Rannsóknarlög- reglu rikisins þótti ekki næg ástæða til að fara fram á fram- lengingu gæsluvarðhaldsúr- skurðarins. Innbrotsmáliö er þvi enn óupp- lýst. -JSjó. Fjölmiðla- fundur ■ Guðbjartur Gunnarsson, fjöl- miðlafræðingur mun á fundi Samtaka áhugamanna um fjöl- miðlarannsóknir fjalla um reynslu sina af kennslu i fjölmiðl- un i Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Flensborgarskóla nú i vetur. Er þetta i fyrsta sinn sem kennsla fer fram i þeim fræðum á framhaldsskólastigi hér á landi. Aukhans munu þeir ömar Valdi- marsson, form. B.l. og Þorbjörn Broddason, lektor f jalla um sama efni. Fundurinn er haldinn i As- mundarsal við Freyjugötu i kvöld kl. 20.00 og er þetta jafn ramt aðalfundur SAF. HEI anloslar Sætaaklæði í flestar gerðir bíla. Falleg - einföld - ódýr. Fást á bensínstöðvum Shell Heidsölubirgöir: Skeljungur hf. SmáMöoideild-Laugaúegi 180 sími 81722 Bilasala-BilaleigaX 13630 19514 SLEPPIR ÞÚ j BENSÍNGJÖFINNI VIÐ MÆTINGAR Á MALARVEGUM? ■ Varnarliðsþyrla frá Keflavikurflugvclli sótti tuttugu og fjögurra ára gamla konu, sem slasaðist um borð I finnsku skipi sem statt var 160 sjómflur ASA af Vestmannaeyjum, i gær. Guðjón, ljósmyndari Timans, smellti þessari mynd viðkomuna til Reykjavikur. Þyrla af Keflavíkurflugvelli: FOR 240 SJOMILNA LEIÐ EFTIR SLASAÐRI KONU ■ Þyrla frá varnarliðinu fór 240 sjómilna leið til að sækja finnska konu, sem slasaðist um borö i finnska skipinu Palva er það var. statt um 160 sjómilur ASA af Vestmannaey jum. „Það var laust fyrir klukkan mu i morgun sem Skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar sneri sér til okkar með beiðni um aðstoð frá finnska oliuflutningaskipinu Palva, vegna tuttugu og fjögurra ára gamallar konu sem var illa slösuð eftir að hún datt i stiga um borð i skipinu,” sagði Hannes Hafstein, hjá Slysavarnarfélag- inu i samtali við Timann i gær. „Eftir að við höfðum leitað um- sagnar læknis á Borgarsjúkra- húsinu var ákveðið að senda þyrlu eftir sjúklingnum og koma honum á sjúkrahús. Svo var það um hádegið að varnarliðsþyrlan fór með lækni og sjúkraliða um borð. Ég veit ekki annað en að ferðin hafi gengiðmjöggreiðlega. Læknirinn og sjúkraliðinn sigu niður i skipið til þess að sinna sjúklingnum og siðan komu þeir honum um borð i þyrluna sem svo lenti á þyrlupall- inum við Borgarsjúkrahúsið laust eftir kl. 5”, sagði Hannes. Veður á slóðum skipsins var slæmt, NV sjö vindstig og mikill sjór. —Sjó. Fimmtudagur 29. april 1982 f réttir Markaðshrun á skinnavörum í Þýskalandi: HORFURNAR ERU VÆGAST SAGT DÖKKAR” — segir Jón hjá Iðnaðardeild Sambandsins FERMINGARGJAFIR 103 Daviös-sálmur. Lofa |>ú Drottin, sála min. og alt. som i nu'-r or. hans heilaga nafn ; lofa þú Drottin. sála min. og glrvrn cigi nt'imuu vclgjtiröum haos, BIBLÍAN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.