Tíminn - 29.04.1982, Page 6
Fimmtudagur 29. april 1982
6
stuttar fréttir
Með bestu kveðju frá okkur
á Grund til fólksins i Grimsey
og herra biskupsins sem um
langtárabil varprestur þess”.
„Islenska kirkjan þakkar
þessa myndarlegu gjöf og
þann hlýhug sem að baki ligg-
ur”, segir i' frétt frá Biskups-
stofu. „Stjórn Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar
meö Gisla Sigurbjörnsson I
fararbroddi hefúr hlynnt að
mörgum góðum málum um
langt skeið og gefiö þar for-
dæmi og vakið marga til með-
vitundar um félagsleg og
kirkjuleg mál”.
—HEI
Sókn vill
könnun á
verðlagsþróun
eftir mynt-
breytingu
REYKJAVIK: Framhalds-
aðalfundur Starfsmanna-
félagsins Sóknar sem haldinn
varnýlega samþykkti áskorun
til miðstjórnar ASt um að
beita sér fyrir gagngerri
könnun á þróun verðlags hér á
landi frá þvi að myntbreyting-
in tók gildi um áramótin 1980-
81.
Jafnframt samþykkti
fundurinn einróma að veita
félaginu heimild til verkfalls-
boðunartil aðýtaáeftir þvi að
nýjir kjarasamningar verði
gerðir.
A fundinum var lýst kjöri
stjórnar Sóknar fyrir næsta
starfsár og er hún þannig
skipuð: Formaður Aöalheiður
Bjarnfreðsdóttir og aörar i
stjórn: Ester Jónsdóttir, Fjóla
Guðmundsdóttir, Dagmar
Karlsdóttir og Hjördis Antons-
dóttir. t varastjórn: Elin
Sigurðardóttir, Gerður Torfa-
dóttir og Eyrún Snót Eggerts-
dóttir.
Þá voru eftirtaldar konur
kjömar i trúnaöarmannaráö
félagsins: Maria Jóhannes-
dóttir, Bjarney Guömunds-
dóttir, Halldóra Björnsdóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Til vara voru kjörnar: Ey-
geröur Bjarnfreösdóttir, Guð-
laug Pétursdóttir, Asta Arna-
dóttir og Lára Pálmadóttir.
—HEI
Fundur fyrir húsbyggjend
ur og íbúðakaupendur
KóPAVOGUR: Framsóknar-
félögin i Kópavogi efna i kvöld
til opins fundar fyrir hús-
byggjendur og kaupendur og
aðra þá sem áhuga hafa á
þeim málum.
A fundi þessum flytja erindi
þeir: Tómas Amason, banka-
málaráðherra, Skúli Sigur-
grimsson sem bæjarfulltrúi i
Kópavogi, Vilhjálmur Einars-
son fasteignasali, Þráinn
Valdimarsson sem fulltrúi I
Húsnæðismálastjórn og Þor-
steinn Björnsson frá Bygg-
ingarsamvinnufélagi Kópa-
vogs.
öllum Kópavogsbúum sem
áhuga hafa á þessum mála-
flokki erboðið á þennan fund,
sem ætti aö vera kjörið tæki-
færi til að afla sér á einum
stað viðtækra upplýsinga um
flesta þá málaflokka sem hús-
byggjendur og kaupendur
varðar, m.a. undirbúning
bygginga, fjármögnunar-
möguleika, byggingaraöferöir
og fleira, þar sem fulltrúar
flestra þeirra stofnana og
stjórna sem húsbyggjendur
þurfa að leita til veröa þarna
samankomnir á einum staö.
Að loknum stuttum erindum
þeirra mun fólk geta lagt fyrir
þá þær spurningar sem þeim
liggur á hjarta varðandi þessi
mál.
Fundurinn hefst I Hamra-
borg 5 kl. 20.30. Fundarstjóri
verður Helgi H. Jónsson,
fréttamaður. —HEI
Opnun frid-
ads svæðis
stefnir af -
komu í voða
HÚSAVÍK: „Frekari opnun
friðaða svæðisins út af norð-
austurlanditil veiða meö botn-
vörpu mundu stefna i voða af-
komu og atvinnuöryggi verka-
fólks, sem byggir lifsaíkomu
sina á vinnu við veiðar og
vinnslu sjávarafla á noröaust-
urlandi”, segir I ályktun
stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs Verkalýðsfélags Húsa -
vikur.sem mótrnælir harðlega
tillögum frá Hafrannsóknar-
stofnun um- slika opnun.
„Verði látib undan þeim
þrýstingi sem stjórnvöld
liggja undir i þessu máli, mun
fótunum verða kippt undan út-
gerð smærri og stærri báta á
norðausturlandi með ófyrir-
sjáaniegum afleiðingum i at-
vinnulifi staðanna”, segir i
ályktuninni.
Skoraði fundurinn á sjávar-
útvegsráðherra að láta hvergi
úndan þeim þrýstingi sem
beitt er til að knýja fram l'rek-
i opnun hinna friðuðu svæða
orðiðer. —HEI
Grund gefur
stórfé til
Grímseyjar-
kirkju
GRÍMSEY: Ekki virðist lát á
stórgjöfum Glsla Sigurbjörns-
sonar forstjóra á Grund til
góðra málefna héri landi. Ný-
lega afhenti GIsli biskupi ts-
lands herra Pétri Sigurgeirs-
syni gjöf til Grimseyjarkirkju
að upphæð 20.000 kr. Með gjöf-
inni fylgdi eftirfarandi bréf:
„Á þessu ári eru sextíu ár
liöin frá þvi aö Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund tók
til starfa.
Séra Sigurbjörn A. Gislason
einn stofnenda og formaöur
stjórnarnefndar til æviloka lét
sér annt um fólkiö I Grimsey
og þótti vænt um þaö.
Meðfylgjandi ávisun er gjöf
til kirkjunnar i Grímsey til
minningar um hann og sam-
starfsmenn.
■ Strax á fyrsta starfsdegi Þrekmiöstöövarinnar var fulit aö gera. Þessi mynd er úr tækjasalnum oe tU
hafþri 11 mvnrlinm m á ció ihi<ÁHnbnnnni<nno ------. «... J ________ . b
hægriá myndinni má sjá iþróttakennarana þrjá sem reka stööina. Þeir eru frá vinstri: Páll ólafsson
Geir Hallsteinsson og Niels A. Lund.
Þrír íþróttakennarar opna líkams
ræktarstöð í Hafnarfirði:
JfOLL HREYFING ER
MflRKMH) OKKAR’
■ Þrir iþróttakennarar, þeir
Geir Hallsteinsson, Nlels A. Lund
og Páll ólafsson, hafa nú opnað
likamsræktarstöð aö Dalshrauni
4, Hafnarfirði og nefna þeir
stöðislna Þrekmiöstöðina.
Eins og kunnugt er fjallaði
Timinná sinum tíma nokkuð um
likamsræktarstöö var hér á
Reykjavikursvæöinu og þann
ókost sem það hefur i för með sér
að ómenntaðir menn sjá um
þjálfun þeirra einstaklinga sem
þangað sækja. Þvi þótti það ekki
úr vegi að gera þeim þremenn-
ingunum heimsókn á fyrsta
starfsdegi Þrekmiðstöðvarinnar
og forvitnast um þaö hvernig þeir
hyggjast reka fyrirtækið.
Páíl Ólafsson hefur orð fyrir
þeim félögum: „Það sem við
munum bjóða upp á hérna er leik-
fimi, lyftingar, gufuböð, ljósböð,
nudd, heitir pottar (úti), auk þess
sem hægt verður að leggja stund
á svo til hvaða iþróttagrein sem
er i Iþróttasalnum hérna.
Við rekum þessa stöð með
nokkuð öðru sniöi en aðrar
stöðvar eru reknar, þvi hérna er
sérstakur tækjasalur, þar sem
menn geta iðkað hverskonar
þrek- og kraftþjálfun, en einnig
erum við hér meö góðan iþrótta-
sal sem ætti að vera afar hentug-
ur, t.d. heilu höpunum frá fyrir-
tækjum o.þ.h. A opnunartima
verður hér alltaf menntaöur
Iþróttakennari til leiðbeiningar
en við veröum með stöðina opna
frá kl. 7 á morgnana til kl. 23, en
um helgar frá kl. 8 til kl. 19”.
,,Holl hreyfing,
kjörorð okkar” •
— Veröið þið með einhverjar
nýjungar sem ekki hafa tiðkast
hjá öðrum líkamsræktar-
stöðvum?
Niels: „Markmið okkar meö
þessum rekstri skilst víst einna
best i gegnum kjörorö okkar sem
er: „Holl hreyfing”. Við viljum
stuðla að þvl að sem flestir leggi
stund á holla hreyfingu og viljum
leiðbeina fólki til þess. Hér i ná-
grenninu eru margar skemmti-
legar trimmleiöir, þannig að fólk
getur nýtt sér aðstöðu þá sem við
bjóðum upp á og farið jafnframt
út að trimma. Við verðum með
sérstaka kvennatima á mánu-
dags- miðvikudags- og föstudags-
morgnum, frá 9.50 til kl. 12 þvi
sumar konur vilja ekki vera að
æfa innanum karlmennina. A
mánudags- og miðvikudags-
kvöldum verða einnig sérstakir
kvennatfmar frá 19.40 til kl. 23. og
þá hafa konurnar húsið að öllu
leyti fyrir sig, ásamt þvi sem
kveniþróttakennari verður þeim
til leiðsagnar.
Það sem ef til vill er einna
nýstárlegast hjá okkur, er að
morgun hvern, kl. 7.20 og svo
aftur kl. 8 verðum við með
morguntrimm, sem verður alveg
upplagt fyrir fólk að sækja áður
en það fer til vinnu”.
,.Væntum þess að
Hafnfirðingar nýti
sér þessa aðstöðu”
— Er þessi likamsræktar-
markaður ekki aö verða of-
msttaður?
Geir: „Siður en svo. Hér i
Hafnarfirði er t.d. engin svona
stöð þannig að viö væntum þess
að Hafnfirðingar muni nýta sér
þessa aðstöðu. Ég þekki það af
eigin raun héðan úr Hafnarfirði
aö fólk, einstaklingar og vinnu-
hópar hafa viljað fá tima I
Iþróttahúsinu, en hafa ekki kom-
ist aö vegna iþróttafélaganna.
Hér hafa þessiraðilar tækifæri til
þess að komast I iþróttasal, auk
þess sem þeir geta nýtt sér allt
annaö sem við höfum upp á að
bjóða um leið.
Við hyggjumst einnig reyna að
höfða til eldri borgaranna með
þvi að vera með' létt trimm við
þeirra hæfi og I þvi markmiði ætl-
um við aö ræða við félagsmála-
stofnun um það hvort við getum
ekki haft einhvers konar sam-
starf. Ennein nýjunginhjá okkur,
verður sú að á sunnudögum
ætlum við að vera með fjöl-
skyldutrimm og i sumar verður
sú starfsemi jafnvel færð þannig
út að farið verður um helgar með
rútum héðan og ekið þangað sem
einhver góð trimmleið er, t.d. i
Heiðmörk og aðstaðan hérna
slðan nýtt að útiverunni lokinni.
Þetta er enn á mótunarskeiði hjá
okkur, þannig að við vildum
gjarnan fá sem flestar hug-
myndir frá væntanlegum
viöskiptavinum okkar”. —AB
I A baklóöinni aö Dalshrauni hafa félagarnir þrir látiö setja upp tvo
heita potta sem gott er aö slaka á í, aö lokinni áreynsiunni. Hér er hún
Hrafnhildur Hjálmarsdóttir á leiö niöur I pottinn og var hún litt hrifin
af Þvi aö vera fjölmiðlamönnum til sýnis eins og hún oröaöi þaö. Lái
henni hver sem vill. Tímamyndir — Róbert.