Tíminn - 29.04.1982, Síða 8

Tíminn - 29.04.1982, Síða 8
8 Fimmtudagur 29. april 1982 á vettvangi dagsins utaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skritstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 1S, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Atkvæðavægi þegar lands- byggðin býr við sömu kjör og höf uðborgarsvæðið eftir „Áhugamenn íVestur- Húnavatnssýslu um stjórnarskrármálið” Oruggt húsnæði eru mannréttindi ■ Framsóknarmenn i Reykjavik hafa lagt fram itarlega stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosning- arnar og munu starfa samkvæmt henni á næsta kjörtimabili. Flokkurinn hefur enga afstöðu tekið til samstarfs við aðra flokka að kosningum lokn- um, en mun vinna að framgangi stefnu sinnar með samstarfi við þau stjórnmálaöfl sem best tryggja að sem flest stefnumál flokksins nái fram að ganga. Stefnuskráin er ekki orðmörg en markviss og tekur til flestra þeirra mála er varða stjórnun borgarinnar og hagsmuna ibúa hennar. í þeim kafla, sem varðar skipulags- og hús- næðismál, segir að það séu sjálfsögð mannrétt- indi sérhvers einstaklings og fjölskyldu að búa i öruggu og góðu húsnæði. Lögð er áhersla á að áfram verði haldið með þéttingu byggðar vestan Elliðaáa þannig að þjón- ustustofnanir, samgöngukerfi og lagnir nýtist sem best. Jafnframt verði byggt i beinu fram- haldi og i góðum tengslum við ibúðarbyggðina i Árbæjar- og Seláshverfum. Stefnt verði að þvi á næsta kjörtimabili, að allir sem þess óska eigi kost á lóð fyrir sérbýli. Þeim íélagasamtökum, þ e- byggingasam- vinnufélögum, er byggja fyrir einstaklinga á kostnaðarverði.verði tryggð góð starfsskilyrði og nægar lóðir. Áfram verði haldið með byggingu félagslegra ibúða fyrir efnaminna fólk og núverandi leigu- liðum Reykjavikurborgar verði i auknum mæli gefinn kostur á að kaupa ibúðir i verkamannabú- stöðum. Hugmyndir um nýjan miðbæ hjá Kringlumýr- arbraut og Miklubraut verði aflagðar og svæðið skipulagt upp á nýtt. Jafnframt verði lögð áhersla á að styrkja gamla miðbæinn, sem verði hjarta borgarinnar, miðstöð mannlifs, menning- ar og stjórnsýslu. Bilastæðum i miðborginni verði fjölgað m.a. með byggingu bilageymsluhúss. Framsóknarflokkurinn vill að samgöngukerfi borgarinnar sé við það miðað að borgarbúar eigi kost á að velja um það hvort þeir noti einkabila eða almenningsvagna til að komast ieiðar sinnar. Fram fari endurskoðun á rekstri Strætisvagna Reykjavikur og áhersla verði lögð á aðhald og hagkvæmni i rekstri. Þjónustan i Árbæjar- og Breiðholtshverfum verði bætt. Hér er um mörg stefnuskráratriði að ræða sem kveða skýrt á um hvaða stefnu framsóknarmenn hafa og munu starfa eftir. í sambandi við hús- næðismálin og uppbyggingu borgarinnar þarf enginn að efast um markmið Framsóknarflokks- ins. Húsbyggjendum verða tryggðar lóðir og starfsskilyrði til framkvæmda. Þétting byggðar hefur i för með sér bæði mikinn sparnað fyrir borgarsjóð og ætti að stuðla að betra mannlifi i borginni. Miðbæinn á að byggja upp og endurlifga en kasta fyrir róða skýjaborgum um nýjan mið- bæ, sem auðsjáanlega verður aldrei hvorki fugl né fiskur. Með þvi að efla áhrif Framsóknarflokksins i borgarstjórn kjósa Reykvikingar liflegri og betri borg. Oó ■ Fyrir nokkrum vikum sendum viö nokkrir áhugamenn um kjör- dæmamáliö dreifibréf til allra al- þingismanna ásamt fleirum, þar sem við m.a. geröum grein fyrir þeirri skoöun okkar, að fjölgun þingmanna á Stór-Reykjavíkur- svæöinu myndi ekki leysa vanda- mál þjóðarinnar eöa auka raun- verulegt jafnrétti þegnanna. Fréttamaður útvarpsins átti siöan viðtal viö einn okkar — Orn Björnsson bónda á Gauksmýri — og flutti útdrátt úr þvi i Út- varpinu á skýran og hlutlausan hátt. Þetta var meira en Ólafur G. Einarsson, alþingismaöur þoldi, eftir þvi sem hann gefur i skyn. Tók hann sér þvi penna i hönd og lagði m.a. fyrir okkur 9 spurningar i Morgunblaöinu i von uip svör við þeim, sem yrðu hon- um til skilningsauka. Eða eins og hannsjálfurkemstaö oröi: „Svör við þeim kynnu aö auövelda mér aö skilja hvað blessaðir mennirn- ir eru að fara”. Af grein Ólafs i Morgunblaðinu virðistað öðru leyti mega ráða aö hann telji jöfnun atkvæðavægis hið eina sem máli skiptir i jafn- réttismálum þegnanna. Ef lýð- ræði sem jafnréttishugsjón á að standa undir nafni, veröur að taka tillit til fleiri þátta jafnréttis svo sem aðstöðu til atvinnuvals, heilbrigðisþjónustu, menntunar, samgangna svo eitthvað sé nefnt. Þar sem þetta grundvallarat- riði virðist ekki vera fyrir hendi hjá þingmanninum verða fyrr- nefndar spurningar hans nokkuð froöukenndar. Viö leyfum okkur að draga saman svar við 1., 2., 3., 4., 5. og 9. spurningu Ólafs, en þær hljóðuðu svo: 1. Eru það rök fyrir minna at- kvæðavægi einhvers borgara, að hann á heima þar sem margir aðrir búa? 2. Eru það rök fyrir minna at- kvæðavægi að ciga heima þar sem styttra er i simstöð, upptöku- stöð útvarps eða sjónvarps? 3. Eru það rök fyrir minni borgaralegum rétti, ef maðurbýr nálægt bankastofnun, eða þar sem „peningavaldið” er, jafnvei þótt maður sé eins félitill og sá, sem býr i dreifbýlinu, þ.e. fjær bankanum? 4. Hver er i stuttu máli rök- stuðningur fyrir þeirri full- yrðingu, að þeir sem búa næst Al- þingi og stjórnarráði eigi að búa við minni rétt i atkvæðavægi en þeir, sem fjær búa? 5. Hver er hættan, sem fólgin er i því aö þeir, sem búa i þéttbýli, hafi sama borgaralegan rétt og þeir, sem búa I dreifbýli? 9. Ein röksemd bréfritara er að á höfuðborgarsvæðinu séu höfuð- stöðvar fjármálavaldsins. Þvi er spurt: á að meta borgaraleg rétt- indi, þ.in.t. atkvæðavægi, eftir fjármálavaldi, peningaeign, þ.e. að réttindi minnki með vaxandi peningaeign? Okkar svar við 1./ 2.i 3./ 4./ 5. og 9 spurningu Ólafs: Ahrif ibúa Stór-Reykjavikur- svæðisins á löggjafar- og fram- kvæmdavaldiö eru ákaflega mikil einmitt fyrir nærveru Alþingis, þar eru og höfuðstöövar em- bættismannakerfisins, stjórn- málaflokkanna, fjölmiölanna, hagsmunasamtaka og verkhönn- uða. Þetta er mjög svo einfalt mál og viðurkennt af öllum þorra manna. Það telst þvi algjörlega óréttlætanlegt að bæta ofan á þvi „kosningaréttlæti” aö hafa jafnt atkvæðavægi þar og annars staðar, enda þekkist slikt ekki i ýmsum þeim löndum, þar sem lýðræði þykir vera hvað mest til fyrirmyndar, enda þótt höfuð- staðir þeirra séu langt frá þvi að vera slikt „stórveldi” i viðkom- andi riki og Reykjavik og ná- grenni er i islenska rikinu. 6. spurning Ólafs: Hafa bréfrit- arar dæmi um það, að ibúar dreifbýlisins, t.d. Hvammstanga, hafi verið beittir órétti af þing- mönnum þéttbýlis þ.e. Reykja- vikur og Reykjaness? Ef svo er, hver eru þessi dæmi? Svar við 6, spurningu óiafs: Við teljum að alþingismenn geri sér ekki leik að þvi að valda ibúum annarra kjördæma óþæg- indum, — alþingismenn Reykja- vikur og Reykjaness ekki undan- teknir i þvi efni. Hins vegar eru alþingismenn umbjóöendur kjós- enda sinna og hljóta þvi að draga taum þeirra. Sé dæmi tekið um skiptingu fjármagns til atvinnuuppbygg- ingar eöa þjónustustarfa er ekki hægt að nota sömu krónuna nema einu sinni. Þannig má segja að þeir séu beittir órétti sem undir veröa. Dæmi um misrétti er t.d. þegar rikinu var gert skylt að fjár- magna 80% af byggingu 1000 ibúða i Breiðholti og viðar á höfuðborgarsvæðinu meðan að slik fyrirgreiðsla fyrirfannst hvergi á landsbyggðinni. Er þetta einnig dæmi um aðgerðir stjórn- valda til búseturöskunar i land- inu. 7. spurning ólafs: Bréfritarar segja að þingmenn Reykjavikur og Reykjaness megi aldrei verða fleiri ,,en tveir fimmtu hlutar af heiidartölu þingmanna þjóðar- innar”, þ.e. ibúafjöldi skipti ekki máli. Þvi er spurt: hafiö þið fundið einhvern sérstakan staðal, sem gefur þessa útkomu? Svar viö 7. spurningu ólafs: Hlutfallið 2/5 af heildartölu þingmanna, sem hámark er ekki fundið með tölfræðilegum aðferð- Landflótti í Ijósi tveggja kvæða eftir Hauk Harðarson frá Svartárkoti ■ Fyrir skömmu las ég litið kvæði eftir eitt af ungu skáldun- um okkar. Kvæðið er svona: ,,£g elska nóttina þótt dagarnir liði inér að andskotalausu. En nóttin — nóttin, hún svæfir" Við lestur þessa smákvæðis rifjaðist upp fyrir mér meira en 200 ára gamalt kvæði eftir séra Björn Halldórsson i Sauðlauks- dal, einn mesta framfaramann 18. aldar og frumkvöðul kartöflu- ræktunar á íslandi, sem er á þessa leið: „Ævitiminn eyðist, unniðskyldi langtum meir. Sist þcim lifiðleiöist, sem lýist, þar til útaf deyr. Þá er betra þreyttur fara aðsofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund liði i leti og dofa.' Ég skal þarfur þrifa þetta gestaherbergi eljan hvergi hlifa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur Bið ég honum blessunar, þá bústaður minn nár i moldu nýtur”. Þegar höfð er i huga sú mikla breyting til batnaðar, sem orðið hefur á högum Islendinga frá þvi að séra Björn orti kvæöi sitt mætti ætla, að kvæði ungu skáld- anna á siðari hluta 20. aldar geisl- uðu af enn meiri athafnaþrá og bjartsýni, en nýlendubúinn á 18. öld gat látið sig dreyma um. Svo virðist þó ekki vera. Úr kvæði unga skáldsins get ég ekki lesið annað en lifsleiða þess manns, sem finnst athafnatimi sólar- hringsins böl, sem að visu er hægt að þrauka þar sem hann er inngangur að algleymi næturinn- ar, án þess þó að skýra á nokkurn hátt, i hverju sé fólgið gildi al- gleymisins (svefnsins). Niður- staöa min verður þvi sú, að hér hafi skáldið sett saman tilgangs- laust kvæði um tilgangslaust lif, sem biður eftir tilgangslausum endi. En hver eru lifsgæðin að mati séra BjörnsHalldórssonar? Mér virðist hann telja hin sönnu lifsgæði fólgin i þvi, að hafa næg verkefni frá morgni til kvölds æv- ina á enda, verkefni, sem skili komandi kynslóðum betri veröld en fyrri kynslóðir bjuggu við. Sá sem þannig stendur að verki leggst þreyttur og ánægður til hvilu að afloknu góðu dagsverki og gleði hans er sótt i þá full- nægju, sem vinnan hefur veitt honum, Hjá honum er vökutimi sólarhringsins ekki ill nauðsyn, sem inngangur að svefni nætur- innar. Fyrir honum er dagurinn lifiö og nóttin hvild, til að safna kröftum er skilað geti enn betra verki næsta dag. Væri séra Björn i Sauðlauksdal spurður að þvi i dag, hver væri mesti auður íslands, mundi hann trúlega svara, að mesta auðlegð- in væri fólgin i óleystum verkefn- um hæfilega fámennrar þjóðar í stóru og auðugu landi. Hann mundi glöggt sjá óþrjótandi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.