Tíminn - 29.04.1982, Síða 10
Jarðfrædirannsóknir til að kanna
sprungur á Rauðavatnssvæðinu:
„VUflNLEGfl
GERÐAR TIL AÐ
TAKA MARK A
NIÐURSTÖÐUNUM”
— segir Kristján Benediktsson.
„Einfalda samþykkt í borgarstjórn nægir
til að ákveða að taka Keldnaland til
byggingar á undan Rauðavatnssvæðinu”
■ 1 siöustu viku var lögö fram
skýrsla um jarösprungur á fyrir-
huguðu byggingarsvæöi Reykja-
vikurborgar norðan Rauöavatns i
Framkvæmdaráöi borgarinnar,
sem unnin er af Halldóri Torfa-
syni, jaröfræðingi, sem er starfs-
maöur borgarverkfræöings. Hon-
um var falið þetta verkefni fyrr i
vetur, þar sem vitaö var aö all
mikið er af sprungum á þessu
svæöi. Á korti sem fylgdi greinar-
gerð af nýstaöfestu aöalskipulagi
borgarinnar eru sýndar all marg-
ar sprungur á þessu svæði, og
eins haföi Jón Jónsson, jarð-
fræöingur fyrr kannaö svæöið.
1 greinargerö Halldórs Torfa-
sonar koma fram nýjar og full-
komnari upplýsingar um jarö-
fræöi Rauöavatnssvæöisins en
áður hafa legiö fyrir. Til aö
mynda kemur fram aö jarð-
sprungur eru fleiri en vitaö var
um áöur. Af hverju er nú tekið
upp á þeirri nýbreytni aö rann-
saka fyrirhuguö byggingarsvæöi
jaröfræöilega? Hvaöa áhrif hafa
niöurstööur greinargeröarinnar á
fyrirhuguð byggingaráform við
Rauöavatn. Ttminn bar þessar
spurningar undir Kristján Bene-
diktsson, borgarfulltrúa, sem
jafnframt er formaður Fram-
kvæmdaráðs borgarinnar, og
kemur þvi til meö aö hafa hönd i
bagga meö fyrirhuguöum fram-
kvæmdum á næstu byggingar-
svæðum borgarinnar.
„Vegna þeirra óljósu upplýs-
inga sem lágu fyrir um Rauöa-
vatnssvæöiöþegar aöalskipulagið
var samþykkt, þótti okkur sjálf-
sagt aö láta kanna þaö nánar, áö-
ur en farið yröi aö deiliskipu-
leggja svæöiö. Jaröfræöingi var
fengiö þetta verkefni, loftmyndir
teknar, og siöan gengiö um svæö-
iö. Aö þvi loknu var tekin sú
ákvöröun aö grafa niöur á nokkr-
ar sprungur sem þaktar voru
jarövegi, en sem kom i ljós aö
myndu vera þar undir. Þessar at-
huganirhafa staöfest þaö sem áö-
ur var vitaö, en þó ekki i hvaöa
mæli, aö þaö er all mikiö af
sprungum á þessu svæöi. Þær
liggja siöan áfram til noröurs um
tJlfarsfellssvæöiö og þvert yfir
Mosfellssveit upp aö Esju. Ein-
hverjar þeirra koma fram sunnan
viö Rauöavatn, þó talaö sé um að
þaö sé i miklu minni mæli.”
Ber vott um vönduð
vinnubrögð
„Þaö sem liggur ekki fyrir nú,
og skiptir miklu máli, er hvort um
er aö ræöa hreyfingu í einhverri
af þessum sprungum. Jarð-
fræöingurinn segir i sinni
greinargerö, aö það sé ekkert þvi
til fyrirstöðu að byggja á Rauða-
vatnssvæöinu, en aö sjálfsögöu sé
ákaflega þýöingarmikiö að staö-
setja ekki mannvirki yfir sprung-
um, og aö sjálfsögöu stórhættu-
legt aö staösetja mannvirki yfir
sprungum sem hreyfing er i. Viö
höfum haft slæma reynslu af þvi I
Breiöholtinu, þar sem i ljós hefur
komiöað hús hafa veriö byggö yf-
ir sprungum. Liklega án þess aö
húsbyggjendur væru varaðir viö
eöa vissu um þaö. Menn hafa orö-
iö fyrir tjóni af þeim sökum þar,
þó hús hafi ekki stórskemmst,
a.m.k. ekki enn sem komið er.
Viö teljum aö þaö sé af hinu
góöa, og beri vott um vönduö
vinnubrögö, aö kanna byggingar-
svæöi, eins og viö höfum nú látið
kanna byggingarsvæöið við
Rauöavatn. Þaö heföi veriö skyn-
samlegt ef menn heföu haft þá
fyrirhyggju þegar Breiöholtiö var
byggt aö gera slika könnun áöur,
enda lengi veriö vitað aö austur-
hluti Reykjavikur er á sprungu-
svæöi, aö vísu mismunandi virku.
í framhaldi af framlagningu
þessarar greinargerðar i fram-
kvæmdaráöi var um þaö rætt aö
fela jarðfræöingnum að skoöa
svæðiö sunnan viö Rauðavatn,
þ.e. Selássvæöiö, sem aö hluta til
er búið að deiliskipuleggja, og að
hluta búiö aö byggja á, en þó fyrst
og fremst svæðiö sem þar er nú
veriðað skipuleggja og stendur til
aö úthlutaö verði sem lóöum
næsta ár. Ég geri ráö fyrir þvi aö
fleiri byggingarsvæði verði könn-
uö á svipaöan hátt, þvi sprungur
finnast viöar i borgarlandinu, og
þá m.a. i landi Keldna og
Korpúlfsstaöarland fer ekki var-
hluta af þeim”.
Skiptir máli hvort
sprungurnar eru virkar
„Þaö sem skiptir hins vegar
mestu máli, og getur skipt sköp-
um i þessu máli, er hvort jarö-
sprungurá byggingarsvæöinu viö
Rauöavatn eru virkar, hvort það
er hreyfing i þeim. Veröi tekin
ákvöröun um aö kanna það atriöi
nánar, og framkvæma mælingar i
þvi skyni, þá er sá galli þar á að
þaö tekur nokkurn tima aö fá
niöurstööu úr slikum mælingum,
aö þvi er mér hefur verið tjáö.
Nú er það svo, aö i aðalskipu-
laginu sem borgarstjóm hefur
samþykkt og skipulagsstjórn og
félagsmálaráöherra staöfest, er
gert ráö fyrir þvi aö næstu bygg-
ingarsvæöi Reykjavikur veröi
viöar en meðfram Rauöavatni.
Rauöavatnssvæöiö er aðeins hluti
af þeim byggingarsvæðum sem
um er fjallað, en einnig er gert
ráö fyrir aö byggjá á skipulags-
timanum á svæðinu fyrir noröan
Grafarvog, þ.e. á Keldnasvæöinu,
Gufuneshöföanum og Korpúlfs-
stööum.
Hins vegar gera áætlanir ráö
fyrir aö næsta byggingarsvæði á
eftir Selásnum og Norðlingaholti,
sem þó hefur engin ákvöröun ver-
iö tekin um, yröi þetta svæöi
norðan Rauöavatns, en siöan færi
byggðin meöfram ströndinni til
noröurs.”
Einföld samþykkt
borgarstjórnar nægir
„Til þess að breyta ákvöröun
um forgangsröö nýrra bygg-
ingarsvæða þarf ekki nema ein-
falda samþykkt I borgarstjórn,
þannig aö i sjálfu sér er einfalt aö
taka nýja ákvöröun um aö annað
byggingarsvæöi yrði fyrst tekiö á
eftir Selásnum en endilega
Rauðavatnssvæöiö.
Til þess kemur þó vonandi ekki
að breyta þurfi fyrri ákvöröunum
I þessu efni, en vitanlega erum
við aö láta kanna þessi svæöi og
gera þessar athuganir til þess aö
taka mark á þeim niðurstööum
sem út úr þeim koma. Ef þær
leiöa til þess að ekki þyki skyn-
samlegt aö taka Rauöavatns-
svæöiö næst til byggingar, þá
munum viö framsóknarmenn
ekki telja neittsjálfsagöara en aö
leita annarra leiöa meö næsta
byggingarsvæði Reykjavikur-
borgar. Annaö kemur ekki til
greina i hugum okkar.
En þaö eru ýmis ljón i veginum
i þeim efnum eins og viö vitum
öll. Viö eigum ekki landið norðan
Grafarvogs, og þaö hefur senni-
lega staöiö I vegi fyrir þvi aö þeg-
ar væri búiö aö teygja byggðina
þangaö til noröurs meöfram
ströndinni. Ég á varla von á þvi
að fyrrverandi borgarstjómar-
meirihluti heföi fariö með byggö-
ina upp um holtin, þ.e.a.s. Breiö-
holtin.næstum þvi upp á Rjúpna-
hæö I yfir hundraö metra hæö, ef
þaö heföi legiö á lausu að fá svæö-
in noröan Grafarvogs til að
byggja á. Ég held að þaö hafi ver-
ið sama vandamáliö sem þá hafi
veriö fyrir hendi og er nú, aö við
höfum ekki ráðstöfunarrétt á
þessu landi..”
Breiðholtið i 100 m en
Rauðavatn í 70 m
„Þaö hefur verið gagnrýnt all
mikiö aö viö höfum veriö aö
skipuleggja land viö Rauðavatn-
iö, sem lægi nánast upp til fjalla.
1 þvisambandi má benda á að
■ Kristján Benediktsson Tímamynd: G.E.
Breiöholt III og efsti hluti Selja-
hverfisins liggja i yfir hundraö
metra hæö. Rauðavatn er þó eki
nema i um sjötiu metra hæö, svo
aö þaö virðist vera nokkuö jafnt á
komiö meö þessum byggingar-
svæðum, aö þvier varöar hæö yf-
ir sjávarmál.
Öli'kt þvl sem áöur var, þá höf-
um við nú staðfest aöalskipulag.
Sú staðreynd kann aö opna borg-
inni leið til þess aö ná tökum á
byggingarsvæöunum noröan
Grafarvogsins, og þá fyrst og
fremstKeldnalandi, sem alls ekki
hefur veriö auövelt. Nú er komið
á annan áratug frá þvi Reykja-
vikurborg byrjaöi viöræöur viö
forráöamenn ríkisins um að fá
makaskipti á þessu landi, hluta af
þvi, eða fá þaö keypt. Þaö var
fyrst fyrrverandi borgarverk-
fræöingur, slöan fyrrverandi
borgarstjóri. Þessar viðræður
hafa veriö i gangi sl. f jögur ár, og
i þeim hafa tekið þátt bæöi núver-
andi borgarstjóri, forstöðumaöur
Borgarskipulags og fleiri emb-
ættismenn, og einnig pólitikusar.
Okkur hefur dcki tekist, öllum
þessum aöilum, aö ná fram
samningum viö rikiö um aö fá
þann hluta Keldnalandsins sem
viö teljum sanngjarnt aö viö fáum
til ráöstöfunar.”
Kannski tilneyddir að
gripa til eignarnáms
„Það kann því aö fara svo ef
samkomulag ekki næst, aö borgin
veröi tilneydd aö grípa til þess
ráös aö fá eignarnám á þessu
landi. Ég vil ekki vera aö spá þvi
að svo þurfi að fara, enda vil ég
ekki trúa því aö ef borgin lenti i
þvi að hana vantaöi algjörlega
byggingarland, aö rikiö myndi
ekki gefa sig meö þetta.
Umeitt skeiö voru uppi sterkar
hugmyndir um að næsta bygg-
ingarsvæði I Reykjavík yröi viö
Úlfarsfell, og þá væntanlega
austanþjóövegarins upp í hæöun-
um. Þaö var horfiö frá þvi m.a.
vegna þess aö ákaflega erfitt er
aö hefja byggingu á nýju hverfi
sem er svo langt frá aðalbyggö-
inni, algjörlega slitin frá henni.
Einnig yröi þaö óhemju dýrt og
tafsamt fyrir borgina aö koma
upp fullnægjandi þjónustu á sltku
svæði svo sem strætisvagna, skól-
um og dagvistarstofnunum, og
ööru sliku. Hætter viö þvi aö þeir
ibúar sem flyttu þangaö færu
fyrstu árin meira og minna á mis
viö þá þjónustu sem aörir ibúar
höfuöborgarinnar njóta. Einnig
má bæta þvl við að (Jlfarsfells-
svæöiö er á þessum sama
sprungusveim eins og Rauða-
vatnssvæöiö, þannig aö ef landiö
yrði kannaö á sama hátt og nú er
veriö aö gera viö Rauöavatn, þá
kynni aö koma I ljós að þar yröu
einhver tormerki á að byggja,
einsoggerthafðiverið ráöfyrir.”
Holræsaiögn frá Rauða-
vatni mjög dýr
„Fyrst viö erum farnir aö tala
um þessi mál sem hafa verið I at-
hugun hjá Framkvæmdaráði, þá
er óhætt aö segja frá því að viö
höfum verið aö láta gera frum-
kostnaöaráætlun á holræsalögn
frá Rauðavatnssvæðinu. At-
huganir benda til þess aö ekki
veröi hægt aö nota Fossvogsræsiö
til aö taka viö frárennsli frá
Rauöavatni, þannig að leggja
veröur nýja aðalæð þaðan og niö-
ur I Grafarvog. Hún myndi sam-
einast lögn sem kæmi frá iönaöar-
og verslunarhverfinu I Borgar-
mýrinni og iðnaðarhverfinu innst
I Grafarvoginum aö sunnan. Gera
má ráö fyrir aö sú framkvæmd
hafi veruleg kostnaðarútlát I fór
með sér fyrir Reykjavik.
Hins vegar verður aö hafa I
huga, aö ef viö færum ilandakaup
á Keldum þá kostar það Uka mik-
iö fjármagn. Það hefur ekki veriö
geröur neinn samanburður á
þessum valkostum, og e.t.v. ekki
timabært ennþá. Auk þess þyrfti
að sjálfsögöuaö leggja frárennsli
frá þeirri byggö sem risa myndi á
Keldnalandi.
Ég tel hins vegar aö það sem
viö erum nú aö gera, hvaö varöar
jaröfræðia thuganirnar viö
Rauöavatn, séu vönduö og sjálf-
sögö vinnubrögö sem Reykja-
vikurborg hefði átt fyrir löngu aö
vera búin aö taka upp, þegar um
ný byggingarsvæði er að ræöa.
Reynslan úr Breiðholtinu sýnir aö
hyggilegra heföi verið aö kanna
þessa hliö mála áöur en byggt var
þar, svo húsbyggjendur yrðu ekki
fyrir tjóni. Viö teljum I öðru lagi
sjálfsagt og eðlilegt að gera
kostnaöaráætlanir um holræsa-
lögnog annaðslilct. 1 framhaldi af
þeim athugunum reynum við að
meta niðurstöður þeirra, og taka
okkar ákvaröanir I samræmi viö
þaö. Til þess erum viö að láta
framkvæma þær”, sagði Kristján
Benediktsson að lokum.
—Kás