Tíminn - 29.04.1982, Side 20
VARAHLUTIB
Sendum um land allt.
Kaupum nýlega
bíla til niðurrus
Sími (»1) 7 - 75 - 51, <91) 7 - 80 - 30.
Skemmuvegi 20
Kópavoni
HEDD HF.
Mikíö úrval
Opið virka daga
9 19 ■ Laugar-
daga 10-16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Ármiiia 24
36510
Fimmtudagur 29. april 1982
■ islendingar eru næstir á eftir Bandarikjamönnum að f jölda til i gestabókum þeirra Minnu og Arthur Allin. Hér eru þau með gestabók, sem
sérstaklega er ætluð islendingum. (Timamynd ELLA)
jm TÍD HAFT STERK-
AR TAUGAR TIL (SLANDS
— rabbað við þau Arthur og Millu Allin, sem um áratuga
skeið hafa hýst íslendinga í Kaupmannahöfn
■ Við Gamle Kongevej númer
47 i Kaupmannahöfn, búa hjónin
Arthur og Minna Allin. Þau eru
mörgum Islendingum aö góöu
kunn, þvi þau reka gistiheimili I
húsum sínum sem Islendingar
nota gjarnan á feröum sinum til
Kaupmannahafnar.
Er tiöindamaöur Timans var
þaráferöá dögunum dvaldi hann
þar i góöu yfirlæti. Heimili þeirra
Arthurs og Minnu er hiö hlýleg-
asta. Þaö sem vekur mesta
athygli er þegar inn er komiö er
mikill fjöldi sófa og stóla sem
komiö er fyrir i stofunni, sem
jafnframt þjónar sem sjdnvarps-
herbergi. Stofan, þakin blómum
og stór fiskabúr ásamt búri sem i
er gamall stórvaxinn Amason
páfagaukur gefa þessu herbergi
sannkallaöan hitabeltisblæ. En
látum nú Arthur hafa oröiö:
„Þetta byrjaöi allt fyrir 22 a'r-
um nú I sumar. Af tilviljun heyröi
ég, er ég eitt sinn var staddur
niöri á Aöaljámbrautarstöö aö
þaö vantaöi alltaf gistiherbergi
hér i Kaupmannahöfn, þá sér-
staklega yfir sumartímann. Ég
fékk þá hugmyndina aö ef til vill
væri þetta tilvaliö fyrir okkur,
enda búum viö mjög miösvæöis i
borginni. Ég hraöaöi mér heim og
ræddi þetta viö Minnu og
skömmu sföar var þetta komiö á
fulla ferö. Fyrstu gestirnir voru
Amerikanar, indælis fólk.
Starfsemin jókst á skömmum
tima þaö mikiö aö fljötlega kom
aö þvi aö þetta varö okkar eina
atvinna og lifibrauö. Viö byrjuö-
um meö tvöherbergi en fljótlega
bættum viö þvi þriöja viö.
Amerikanar hafa veriö iönastir
viö aö notfæra sér þjónustu
okkar, en Islendingar koma þar
næstir á eftir. Ég hef alla tiö haft
mjög sterkar taugar til islands og
þykir mjög gaman aö spjalla viö
islendinga. Landiö ykkar er alveg
stórkostlega fallegt af myndum
aö dæma, og ég hef eignast
margar bækur um Island, land og
þjóö. Mig langar alltaf jafn mikið
til aö koma þangaö, og vonandi
læt ég veröa af því einhverntim-
ann”.
Arthurris úrsæti sfnu og segir:
„Komdu nú, ég ætla aö sýna þér
herbergin”. Hann opnar inn i það
fyrsta: ,,Hér er Guöbrands-
stofa”, segir hann og bendir á
eftirprentun af islandskorti Guö-
brands biskups. Næsta herbergi
er Þingvallaherbergiö, prýtt
stórri mynd af Þingvöllum og
annarri af Gullfossi, þriöja her-
bergið Skógarfoss, skreytt mynd
af samnefndum fossi heima á
Islandi.
„Við eigum oröiö sex stórar
gestabækur fullar af nöfnum, og
margir lima inn i þær myndir og
annað til aö minna á sig og land
sitt. Ég fékk fljótlega áhuga á þvi
aö læra tungumál, svo aö ég gæti
betur sinnt þessu nýja starfi
minu. Ég fór i kvöldskóla og get
núna bjargaö mér á átta til tiu
tungumálum. Þar á meðal
hebresku! En frönskuna varö ég
aö gefast upp viö!”
Aö lokum spuröi ég Arthur
hvaö kostaði aö gista hjá þeim
hjónum. „öll herbergin hjá
okkur eru tveggja manna, en þó
hafa oft veriö fleiri i hverju her-
bergi, og það kostar 90 krónur”.
Eila.
fréttir
Gamall maður
fyrir bifhjóli
■ Gamall maöur var
fluttur á slysadeild
BorgarsjUkrahUssins
eftir aö hann varö fyr-
ir léttu bifhjóli á
Laugaveginum i
Reykjavik á ellefta
timanum f gærmorg-
un. —Sjó.
Fínt tfðarfar
í apríl
■ „Þótt nokkur úr-
koma hafi verið á
Suðurlandi undan-
farna daga, þá veröur
þetta að teljast fint
tiðarfar, þvi bæöi siö-
ari hluti mars og april
hafa verið heitari en
meöaltal áranna
1931-60, sagöi KnUtur
Knudsen, veöur-
fræöingur, þegar við
spurðum hann um
veöurhorfur i gær-
kvöldi. Knútur vildi
ekki spá fyrir um þaö
hvort við mættum fara
aö afskrifa snjó og
rigningarkafla, sem
veriö hafa nær dag-
vissir að undanförnu.
Hann sagöi aö ný rign-
ingarlægð gengi yfir
Sunnlendinga i dag og
ef til vill yrði úrkoma
eitthvaö á næstunni.
Norölendingar og
Austfirðingar hafa
hins vegar notiö betri
veðurskilyröa og hafa
þeim notast hlýindi
veðurfársins betur af
þeim sökum.
Blaðburöarbörn
óskast
Blaðburðarfólk
óskast i eftirtalin
hverfi:
Hverfisgata
Laugavegur
Hjallavegur
Langholtsv.
$twmro simi 86-300
dropar
Raunasaga
af sjúkum
manni
■ Það skal strax tekið
fram að þessi saga er
sönn:
Það gerðist fyrir
skömmu i sveitarfélagi
nökkru á Suðurlandi, að
aldraöur maður sótti
heim fulltrúa
Tryggingarstofnunar rik-
isins í plássinu. Sagði
maöurinn farir sinar ekki
sléttar, — kvaðst haldinn
ýmsum kvillum og hann
hlyti aö eiga rétt á ein-
hverjum bótum frá
Tryggingarstofnun. Full-
trúi stofnunarinnar kvað
slfkt hreint ekki útilokað
— maðurinn skyldi bara
vitja læknis og verða sér
úti um vottorð upp á kvill-
ana. Siðan skyldi hann,
þ.e. fulltrúinn, sjá um
alla skriffinnsku og koma
erindinu til réttra aöila.
Leið nú og beiö I nokk-
urn tima, en ekki kom
maðurinn með vottoröiö.
Loks kom þó þar að sá
sjúki rak inn nefiö hjá
fuiltrúanum.
„Jæja,... minn, ertu þá
loksins kominn með vott-
orðið”, spurði fuiltrúinn.
„Nei”, svaraði maður-
inn og var harla niður-
dreginn.
„Nú hvað er þetta”,
spuröi fulltrúinn, „fórstu
ekki til læknisins?”
,,Jú, jú, en hann bauðst
bara til að iækna mig”,
sagöi maöurinn dapur i
bragði.
Frímann
forstjóri
■ Hjá einu opinberu
fyrirtæki hér i borg
starfar forstjóri, sem er
ákafiega sjaldséður
gestur á sinum vinnustað.
Þó aðlitil „viövera” sé nú
raunar ekkert einsdæmi
meðai toppmanna hjá
opinberum stofnunum og
fyrirtækjum kunnum við
nú samt ekki við að nafn-
greina þennan ágæta
mann.
Þó getum við uppiýst
hvað starfsmenn fyrir-
tækisins kalla umræddan
forstjóra, það er að segja
sá hluti þeirra sem yfir
höfuð veit einhver deili á
yfirmanni sinum, jú,
hann er auðvitað kallaður
Frimann!
þvi
miðujr
eKKi v/10
í
Krummi ...
...heyröi það i Morgun-
pósti útvarpsins, að
Davið Oddsson er sann-
færður um, að enginn vilji
vinna með honum I
borgarstjórn ef ihaldið
fær ekki aftur meirihlut-
ann. Bragð er að þá barn-
ið finnnr...