Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. mal 1982 3 fréttir RÍKIÐ HLUT- HAFI í VERK- SMIÐJUNNI Á SAUÐÁRKRÓKI og kísilmálmverksmiðjan rís á Reyðarfirdi ■ Sauðkrækingar virðast nú endanlega hafa sigrað Sunn- lendinga i steinullarkapp- hlaupinu, þar sem rikisstjórnin hefur nú samþykkt að eiga hlut að uppbyggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki á grund- velli laga nr. 61/1981 og i sam- ræmi við meginhugmyndir Stein- ullarfélagsins um slika verk- smiðju. Aðeins einn fyrirvari er þó settur, þ.e. að 40% veiting rikisábyrgðar fyrir lánum vegna byggingar verksmiðjunnar er háð þvi skilyrði að fyrst verði tryggð 60% hlutafjárframlög annarra aðila. 1 sárabætur fyrir Sunnlendinga samþykkti rikisstjórnin jafn- framt að endurgreiða Jarðefna- iðnaði h.f. allt að 600 þús. kr. sannanlega útlagðan kostnað, enda verði það fé notað til að koma fótum undir iðnfyrirtæki á vegum félagsins. Og fleiri fá sina verksmiðju, þvi rikisstjórnin hefur nú einnig samþykkt að notfæra sér laga- heimild til stofnunar kisilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði og er stofnfundur nýs hlutafélags þar um ákveðinn 4. júni n.k. á Reyðarfirði. —HEI ■ Forseti tslands kom i fyrrakvöld til landsins, að lokinni þriggja vikna velheppnaðri dvöl á Spáni. Hér kveður aðalræðismaður tslands á Spáni, José Maria Figueras-Dotti, forsetann og dóttur hennar, Ástriði á Malagaflugvelli, rétt fyrir brottför þeirra þaðan. Ljósmynd — Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Millisvæðamótið ekki haldið hér ■ ,,Möguleikar okkar á að halda millisvæðamótið i heims- meistarakeppninni i skák eru alveg úr sögunni. Ég talaði við Friðrik Ólafsson, forseta FIDE, i dag og hann tjáði mér að Mexi- kanarnir sem upphaflega ætluðu að halda mótið myndu gera það þrátt fyrir allt,” sagði Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands Islands i samtali við Timann i gær. Timinn sagði frá þvi á dögunum að vegna f járhagsörðugleika sem upp komu hjá mexikanska Skák- sambandinu hefði það ekki treyst sér til að halda mótið. Fór þvi Friðrik Ólafsson þess á leit við Skáksamband Islands að það hlypi i skarðið. En nú hefur Mexi- könunum tekist aö útvega tryggingu fyrir þvi að þeir geti haldið mótið og er þvi afráðið að það fari fram i borginni Tulaga. Mótið hefst 11. ágúst. -Sjó. Meiri gaffalbit ar til Moskvu ■ Samningurum viðbótarsölu á gaffalbitum til Sovétrikjanna var undirritaður i Reykjavik i gær. Kaupandi er Prodintorg i Moskvu en seljandi Sölustofnun lagmetis og milligöngu um samninga hafði viðskiptafulltrúi sovéska sendiráðsins hér. Verðmæti samningsins er um 1.500.000 Bandarikjadalir, og skal varan afgreiðast fyrir miðjan október i haust. Framleiðendur gaffalbitanna eru niðursuðuverk- smiðjurnar K. Jónsson & Co. h.f. á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósild á Siglufirði. Hvftasunnukappreiðar Fáks: Stórstjörnur í nýjum hlutverkum ■ Menn leiða saman hesta sina á Hvitasunnukappreiðum Fáks núna um helgina eins og venja hefur verið um áratugi. Keppnin hefst með gæðingadómum á laugardag en á mánudaginn verður hinn formlegi mótsdagur. Það hefst klukkan hálf tvö með gæðingasýningu og unglingar og flokkur iþróttafólks sýna listir sinar. Klukkan tvö hefjast kapp- reiðar. Helstu nýmæli eru þau að knaparnir Trausti Þór og Aðal- steinn Aðalsteinsson hafa haft hestaskipti, Trausti Þór situr Skjóna og Alli situr Villing. Loka kemur nú fram aftur i 350 m stökki eftir nokkurra ára fjarveru og þvi fagna vafalaust gamlir að- dáendur þessarar glæsilegu hlaupahryssu. Og sibast en ekki sist, Fannar sá frægi vekringur er að þessu sinni i gæðingakeppn- inni. Einhverntima dagsins ætla svo Ragnar og Bessi að láta i sér heyra. sv. HæHri455om M3Bihh'60cm . .^kr.8.250 Staögi'elös Sta ögreiös luverö Kr.7.30°- tmmabkað N [^iagn RAFBUÐ @ SAMBANDSINS Ármúla 3 • Simi 38900 ^Bauknecht Sért* ilboð ,m\\-OG TISKÁPAB pp 2601

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.