Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 29. maí 1982 utaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrui: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jókulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egiil Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guómundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guójón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglysingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuói: kr. 110.00. — Prentun: Blaóaprent hf. Fóður til vetrarforða haustið 1981 eftir Gísla Kristjánsson Forustu Alþýdu- bandalags hafnað ■ Eftir sveitar- og bæjarstjórnakosningarnar hefur Þjóðviljinn verið að hreyta ýmsum ónotum i Framsóknarflokkinn og einstaka Framsóknar- menn. Timinn hefur látið sér það i léttu rúmi liggja, þvi orð þeirra, sem hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum, eru oft ekki marktæk og ekki vert að gera þjáningar þeirra enn meiri. Hjá þvi verður hins vegar ekki komizt að gera nokkrar athugasemdir við þau ummæli Þjóðvilj- ans, að kosningaúrslitin sýni að efla beri Alþýðu- bandalagið til forustu. Engir nema Þjóðvilja- menn geta ráðið þetta af kosningaúrslitunum. Úrslit borgarstjórnarkosninganna i Reykjavik sýna þvert á móti, að það er meira en óheppilegt að fela Alþýðubandalaginu forustu. ósigur fyrr- verandi borgarstjórnarmeirihluta stafaði senni- lega öðru fremur af þvi, að kjósendur litu svo á, að forustan væri i höndum Alþýðubandalagsins, þar sem það var langstærst flokkanna, sem mynduðu meirihlutann. Margir kjósendur óttuð- ust, að áhrif Alþýðubandalagsins yrðu of mikil af þessum ástæðum og yrðu enn meiri, ef sami meirihluti héldist áfram. f raun og veru var það þó ekki á rökum reist, að áhrif Alþýðubandalagsins væru óeðlilega mikil. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins höfðu i fullu tré við borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og stóðu iðulega saman, þegar Alþýðubandalagið reyndi að gerast of kröfuhart. Eins og áður hefur komið fram, vildu margir ekki trúa þessu, enda ráku hinir öflugu fjölmiðlar Sjálfstæðisflokksins óspart þann áróð- ur, að Alþýðubandalagið drottnaði með harðri hendi i borgarstjórnarmeirihlutanum. Sá ótti, sem þannig skapaðist við Alþýðubanda- lagið, átti mikinn þátt i að afla fyrrverandi borg- arstjórnarmeirihluta óvinsælda. Margar konur, sem höfðu hallazt að Alþýðubandalaginu, gerðu sér grein fyrir þessu, og vildu þvi ekki lengur binda trúss við það. Þetta varð upphaf kvenna- framboðsins, þótt fleira kæmi þar til sögu. Gleggst kom þetta svo fram i sjálfum borgar- stjórnarkosningunum. Alþýðubandalagið ekki aðeins stórtapaði fylgi, heldur náði það einnig til samstafsflokka þess i borgarstjórninni. Fram- sóknarflokknum tókst að visu að halda velli, mið- að við borgarstjórnarkosningarnar 1978, en rétti hvergi nærri við, miðað við fyrri borgarstjórnar- kosningar. Að sjálfsögðu var það ekki eina ástæðan, að margir kjósendur höfðu vantrú á forustu Alþýðu- bandalagsins, en hún var án efa mjög veigamikil. Af þessu dæmi og raunar mörgum fleiri má hiklaust draga þá ályktun, að Alþýðubandalagið getur aldrei orðið farsælt og sigurvænlegt sem forustuflokkur ihaldsandstæðinga. Þvi valda á- stæður, sem liggja i augum uppi. Það getur hins vegar verið gagnlegur stuðningsaðili i bæjar- stjórnum eða rikisstjórn, ef þess er gætt að áhrif þess séu i hófi. Þ.Þ. ■ Að venju hefur tekist að safna yfirliti yfir eftirtekju sumarsins 1981 til birtingar í aprílhefti Hagtiðinda nú í vor. Skýrslur forðagæslumanna, þeirra er siðast skiluðu þeim, voru óvenjulega seint á ferð, en að sjálfsögðu ekki vegna þess að birgða- mál væru svo umfangsmikil. Við hinu hefði mátt búast, að allar skýrslur yrðu snemma á áfangastað, þar sem hundruð bænda leituðu ásjár lánveitingastofnana um fyrir- greiðslu vegna laklegrar eftirtekju, og á sumum landssvæðum mjög lélegrar eftirtekju, sumarsins 1981. Niðurstöðutölurnar um magn og metið næringargildi fóðursins er viðeigandi að senda fyrir sjónir almennings nú á vordögum, þegar yfirlitið er fengið samkvæmt máli og mati. Kaláriö 1981. Það sáu allir strax á vordögum 1981, að stórfelldur hnekkir hlyti að verða á eftirtekju sumarsins vegna samfelldra kalsvæða á túnum, eink- um á Suður- og Vesturlandi. Það leyndi sér ekki að strax og snjóa og sveil ieysti um vorið voru viðlend svæði stórskemmd, þau voru brún- leit og úr grasrótinni lagði fúlan þef enda fór það svo, að samfelld svæði reyndust gróðursnauð á nefndum landssvæðum sérstaklega, en í minna mæli í öðrum landshlutum. Vera’ má að á kalsvæðunum hafi viða leynst lifandi rótasprotar i grassverði, en næringu hefur þá skort til þess að hjálpa þeim til vaxtar í þurri og óhagstæðri sprettu- tíð i maimánuði svo að þær veiku spirur hafa þá visnað. Hitt er líka öruggt, að vorbeit um kalsvæðin hefur numið á brott veikbyggðan gróður, sem leitaði til yfirborðsins eftir ljósi og yl. Slik fyrirbæri þóttu sönnuð þar sem mjög kalnar tún- spildur voru alveg varðar fyrir vorbeit, þar óx nokkur nýgræðing- ur viða um kalskellur, en strjáll gróður að vísu og þá liklega harð- gerðar grastegundir. Eftir slik viðhorf að liðnum vetri þótti auðsætt, að eftirtekja sumars- ins mundi lakleg á sömu landssvæð- um. Höfðu þá ýmsir við orð, að gott var að ekki fór úr landi það heymagn, sem ýmsir vildu selja og afgangs virtist vera á haustnóttum 1980, en það voru mörg þúsund lestir heys, sem boðnar voru til útflutnings en fóru hvergi veturinn 1980-1981, góðu heilli. Eftirtekjan 1981 Eins og vænta mátti hlaut eftir- tekjan við fóðuröflun að verða misjöfn, bæði vegna kalskemmda og svo vegna misjafnlega hagstæðra heyskaparskilyrða. Nú er það svo, að forðagæslumenn mæla birgðirnar um veturnætur hverju sinni, bæði þurrhey og vot- hey, og í samráði við eigendur forðans leitast við að leggja mat á næringargildi hans, til viðmiðunar þess bústofns, sem á vetur er settur. Mælingar segja sitt ákveðið, en matið getur reynst á ýmsa vegu. Pó má segja að þar sem magn heyja er takmarkað virðist gildi þess miklu nær því rétta frá hendi forðagæslu- manna en þar sem um ræðir mikið magn. A síðari árum hefur sú leið verið valin til yfirmats, að safna niðurstöð- um efnagreininga af hinum ýmsu svæðum til þess að meta forðánn svæðabundið. Með siauknum efna- greiningum er engum vafa bundið, að hér eins og annarsstaðar kemst matið nær því sem rétt er þótt hárnákvæmt fáist það aldrei. Það segir sig sjálft, að gildi þess þurrheys, sem aðeins þarf 1,6 kg - 1,8 kg i hverja F.E. er allt annað og miklu meira en þegar þörfin er 2,5 - 3,0 kg til sama næringargildis. Slikan mismun er öruggast að staðfesta með efnagreiningum þótt góður bóndi geti á gjafatíma greint glöggan mismun án tölulegra staðreynda. Til þess að gera grein fyrir eftirtekju ársins 1981 svæðabundið, er viðeigandi að birta eftirfarandi tölur eftir kjördæmum skipað þótt kjörgengi og atkvæðamagn hafi hér sjálfsagt enga þýðingu, en i Hagtið- indum, aprilheftinu i ár, geta menn lesið tölulegar niðurstöður úr hverri sýslu landsins. Tölurnar eru fundnar samkvæmt mælingum í hlöðum og tóftum sérhvers eiganda fóðurs, hjá Forðagæslu Búnaðarfélags fslands, endurskoðaðar og samanlagðar í hverjum hreppi, hverri sýslu og loks á öllu landinu, metið í þúsundum F.E. eftir umdæmum og efnagrein- ingum. menningarmál Leirtau og list KJARVALSSTAÐIR HAUKUR DÓR Sýning á búsáhöldum, teikningum og grímum. Opið á venjulegum tima. Vesturgangur. ■ Þann 8. maí síðastliðinn, opnaði Haukur Dór einka sýningu á Kjar- valsstöðum og notar hann Vestur- gang og hluta af Miðgangi undir verk sin. Það er byrjað að vora, en jafn- teflis staða hefur nú verið nokkuð lengi milli veturs og sumars, þótt komið sé fram yfir Krossmessu og lokadag á vetrarvertíð, svo maður haldi sig við hið forna tímatal, en ekki lokadaga skrapdagakerfisins og skýrsluvéla Fiskifélagsins. Gróðri fer þá fram, og menn byrja að hugsa um annað. Ekki aðeins siómenn, sem lokið hafa vetrarver- tíð, heldur svo að segja hver maður i landinu, hvort sem hann á eftir að gjöra lambastiur, eða ekki. Vorið hittir nefnilega alla menn, rétt eins og regnið í andlit jarðarinnar. Það er þvi kominn dálítill menn- ingarleiði í marga, og ef til vill er það þess vegna, sem maður telur að sýning Hauks Dór að Kjarvalsstöð- um sé síðasta sýning á þessari vertíð. Eftir það verði netin tekin upp og haldið á ný mið. Nafnið Haukur Dór er vel þekkt i myndlistarheiminum. Einkum er listimaðurinn þó þekktur fyrir leir- muni sína, en um alllangt skeið framleiddi hann leirmuni, en brá þó fyrir sig teikningu og ennfremur sýndi hann a.m.k. einu sinni, svo ég 'man. málverk á Kjarvalsstöðum. Stórar, þungar olíumyndir undir gleri, og ennfremur teikningar. Hann er á Bacon-línunni, en svo nefna menn það gjarna, þegar gengið er í spor enska myndlistarmannsins Francis Bacon, er byrjaði að úrbeina fólk á lérefti árið 1945, eða svo. Og hefur haft mikil áhrif á nútímalist síðan. En frá þvi sjónarmiði voru myndir Hauks Dór, eða málverk ekkert sérlega frumleg, þótt þeim fylgdi mikill kraftur og viss alvara. Á hinn bóginn virtist keramíkin og teikningin öllu meira vera við hans hæfi. Leirmunimir þóttu eftirtekt- arverðir og eigulegir, og nutu vinsælda. Haukur Dór bjó um þetta leyti á brimströndinni, yst á Álftanesi og þangað lögðu margir leið sina. Það næsta, sem maður frétti, var að hann hefði í liyggju að setjast að í Amertku og þaðan kemur hann nú me? föng sin, eftir 9 mánaða dvöl i Bapdaríkjunum. Eða það hefur maður lesið um i blöðunum. Um æviatriði og starfsferil verður undir- ritaður á hinn bóginn að vera fáorður að pessu sinni, þvi engin sýningar- skrá með upplýsingum liggur frammi á sýningunni á Kjarvalsstöðum, eða gjörði það, þegar sýningin var að opna. Það er oft örðugt að meta, hvað sýna á, eða sýna ber á Kjarvals- stöðum og hvað ekki. Sumir vilja .era þar með brúður, eða leika á hljóðfæri. Enn aðrir hafa fengið að sýna þar iðnaðarvömr, samanber dönsku mublusýninguna i vetur. Nokkrir höfðu orð á því, að sú sýning hefði nú verið svona á mörkunum, að eiga heima í mynd- listarhúsi, eins og Kjarvalsstöðum er þó ætlað að vera. Ég tel einnig að sýning Hauks Dór sé einnig á þessum jaðri. Að vísu eiga teikningar hans þarna vel heima, og eins grímur og ýmsir frumlegir leirmunir. Á hinn bóginn drukkna hinir góðu hlutir þvi miður, í öðru leirtaui, sem betur á heima í búðum, en á sýningum. Hið listræna markmið er þvi ekki allsráðandi, þótt án efa sé þörf fyrir krúsir með loki viða um land. Það sem mér þótti athyglisverðast vom sumsé teikningamar. Þær eru einfaldar og ógnvekjandi i senn. Já og dálitið amriskar líka. En banda- risk teikning og grafik hefur þróast í býsna frjálst spil og áhrifamikið á seinustu ámm. Þá voru grímurnar (leirgrimur) áhrifamiklar. Þær sýna, að listamaðurinn getur hagnýtt leir í áhrifamikinn skáldskap, þótt vondur sé hann í kvæði. Grimugerð og notkun grimunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.