Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
ÍO
bergmál?
■ Þetta sumar. Það situr við
hliðina á mér rauðhærður drengur
sem jarmar og sífrar (hann þegir
núna, en það er lognið á undan
storminum, látið mig vita það); vill
fá að komast út í sólina segir hann;
farinn að stunda knattspyrnu á
ægibjörtum síðkvöldum og kemur
líklega næst á skærlitum stuttbux-
um i vinnuna (guð forði mér frá
þvi); i hverjum garði bæjarins
(borgarinnar?) er fólk að reyta,
tína, gróðursetja, slá; það verður
ekki þverfótað; andirnar á
tjörninni eru byrjaðar að tútna út
af skyndilegu brauði og svartbak-
urinn étur ungana jafnóðum (hvar
er Jóhann Öli og haglabyssan
hans, sá krossfesti til sýnis í
hólmanum?); grasið er grænt, þið
vitið, trén farin að laufgast,
blómin að springa út (en sætt, allar
þessar heimskulegu stjúpmæður,
þær standa í röðum); is með dýfu
aftur í móð og litlar kók (tab?)
með röri; allt Ijóta fólkið kemur úr
fylgsnum sinum; hávaðasöm
tryllitæki hafa verið dregin út úr
bilskúrum vetrarins og hljóðkút-
arnir gataðir og gúmmístækja í
loftinu; kannski er leyft að hafa
hurðina opna á Mokka; en hvenær
birtast fyrstu forsíðumyndirnar af
Sumarið
litlum stúlkum með óþroskuð
brjóstin ber, að raka? Róbert
ljósmyndari hvíslar að mér að
honum hafi þegar verið fyrirskipað
að finna slíka stúlku - er hér
opinberað hernaðarleyndarmál
ristjórnar? Gott og vel. Dagblað-
ið og Vísir hefur hvort eð er, segir
mér maður sem veit lengra nefi
sínu, alls ekki staðið sig nógu vel
hvað þetta snertir; sumarstúlkur
ekki nema á stangli og vel
klæddar; reiðarslagið (enn hef ég
orðrétt eftir) var þegar blaðið
tilkynnti með ruddalegri ljósmynd
að hún Gunnhildur, sumarstúlka
einn daginn og eflaust Ungfrú
Eitthvað, væri hreint ekki á lausu
eins og gefið hafði verið í skyn,
heldur trúlofuð manni í kjötinu.
„Svo bregðast krosstré,“ sagði
þessi vinur minn (muniði Þórarin
Eldjárn, „daufan í dálkinn"?) og
sagði svo ekki meira þann daginn.
Það er þetta sumar. Ó,
Reykjavík! - þú skartar vístnokk
þínu fegursta, ekki satt? Og litlu
verður Vöggur (hann heitir það að
vísu ekki, rauðhærði drengurinn)
feginn; hleypur út í hvert sinn sem
gamla geislakýrin glennir sig á
himninum (koppíræt: Sigurður
Pálsson, sá makalausi skilgrein-
andi sólarinnar) ekki veit ég til
hvers og langar heldur ekki að vita
það; mér falla betur beljurnar i
sveitinni, í þoku. En nú er
Listahátíð í ofanálag við sumarið
og ekkert nema gott um það að
segja; klúbburinn opnar í dag og
þar verður huggulegt; sýningar eru
annars staðar, tónleikar, leikhús,
trúðurinn Rúben; jafnvel Human
League í Laugardalshöllinni. Þar
verður litla systir illa fjarri góðu
gamni; hjá Stig í Steig; hefði hvort
sem er heldur kosið Sakin’
Illugi Jöknlsson,
blaðamaðnr, skrifar
Stevens, ef ég þekki hana rétt;
jafnvel ABBA. Vill einhver segja
mér af hverju Listahátíð er ekki
haldin á hverju ári; ég hefði (takk
fyrir) ekkert á móti því og líklega
fæstir; þar fyrir utan aukast líkurn-
ar á að fá Stóns um nákvæmlega
helming og ekki vanþörf á (hvað
er Jagger gamall eftir tvö ár í
viðbót?); þó fyrr hefði verið og svo
framvegis.
Mínir ágætu vinnufélagar, hvað
getiði sagt mér fallegt um sumarið?
(Þreytuleg rödd) „Ohhh...“
(Tortryggin rödd) „Hvers
vegna?“
(Ákveðin rödd) „Bjartar
nætur.“
(Tómleg rödd) „Ekkert."
(Grimmúðleg rödd) „Við trúum
ekki á bjartari tíma og ræðum ekki
um sumarið.“
(Pirruð rödd) „Ég veit ekkert
um sumarið!“
/Óákveðin rödd) „Ja, það er nú
það...“
En þetta sumar gengur sinn
gang með kjánalegu tilstandi,
uppákomum og sóldýrkun, sund-
laugarferðum og ísáti (það er
ekkert við því að gera); allir út í
garð, allir að gefa öndunum, allir
að sleikia sólina með ísnum..
Hanaf Þar varð rauðhærði
drengurinn hamslaus!
«1 tÞagshrá Listahátukxr í Reykjavík
5.-20. i
DAGSKRÁ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Silkitromman
Frumsýning á nýrri óperu eftir
Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason
Leikstjóri Sveinn Elnarsson
Hljómsveitarstjóri Gilbert Levine
SUNNUDAGUR 6. JÚNi
kl. 16:00
Norræna Húsið
Trúðurinn Ruben
Fyrri sýning sænska trúSsins Rubens
kl. 20:00
Gamla Bió
Flugmennimir
Frönsk leiksýning- me5
Farid Chopel og Ged Marlon
kl. 20:30
Norræna Húsið
Vísnasöngur
Olle Adolphaon syngur sænskar vlsur
Fyrri tónleikar
MÁNUDAGUR 7. JÖNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Silkitromman
Ný ópera eftir
Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason
Önnur sýning
kl. 21:00
Háskólabíó
Tónleikar
Gidon Kremer og Oleg Maisenberg
leika á fiðlu og planó
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl
kl. 20:00
Gamla Bió
Úr aldaannál
Sýning Litla leikklúbbsins á nýju leikriti
eftir Böðvar Guðmundsson
Leikstjóri KAri Halldór
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Silkitromman
Ný ópera eftir
Alla Heiml Sveinsson og örnólf Árnason
Slðasta sýning á Listahátið
kl. 20:30
Norræna Húsið
Vísnasöngur
Olle Adolphson syngur sænskar visur
Slðari tónleikar
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ
kl. 19:00
Laugardalshöll
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveít fslands
Stjórnandi David Messham
Einleikari James Galway, flauta
jFÖSTUDAGUR 11. JÚNi
W. 20 .-00
Þjóðleikhúsið
Bolivar
^Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela
Leikstjóri Carlos. Gimónez
Fyrri sýning
kl. 21:00
Laugardalshöll
Hljómleikar
Breska popp-hljómsveitin
The Human League
Fyrri hljómleikar
Mióasalu í GinUi við Lækjargötu,
Opin alla daga frá kl. 14—19.30.
LAUGARDAGUR 12. JÚNi
kl. 16:00
Norræna Húsið
Trúðurinn Ruben
Siðari sýning sænska trúðsins Rubens
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Bolivar
Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Siðari sýning
kl. 21:00
Laugardalshöll
Hljómleikar
Breska popp-hljómsveitin
The Human Legue
Siðari hljómleikar
SUNNUDAGUR 13. JÚNi
kl. 15:00
Háskólabíó
Tónleikar
Kammersveit Listahátiðar,
skipuð ungu islensku tónlistarlóiki, leikur
undir stjórn Guðmundar Emilssonar
kl. 21
Gamla Bíó
African Sanctus
Passlukórinn á Ákureyri
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Forseti lýðveldisins
Rajatabla- leikhúsið (rá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Fyrri sýning
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Forseti lýðveldisins
Rajatabla- leikhúsið frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Siðari sýning
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ
kl. 21:00
Háskólabíó
Tónleikar
Einleikur á pianó: Zoltán Kocsis
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ
kl. 20:30
Gamla Bíó
Tónleikar
Breska kammersveitin
The London Sinfonietta leikur
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ
kl. 20:30
Leikfélag Reykjavíkur
Skilnaður
iFrumsýning á nýju leikriti eftir
Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ
kl. 17:00
Laugardalshðll
Tónleikar
Sinfónfuhljómsveit fslands
Stjómandi Gilbert Levine
Einsöngvari Boris ChrJstoff, bassi
kl. 20:30
Leikfélag Reykjavíkur
Skilnaður
Önnur sýning á nýju leikriti eftir
Kjartan Hagnarsson
Sími
Listahátíðar
29055
Listahátíð áskilur sér ré:t til að gera breytingar
á dagskránni, en aðgöngumiðar, sem ekki
yrði unnt að nota af þeim sökum,
verða endurgreiddir.