Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 ■ Eru þeir sem nær- ast á grænmetisfæði alvörugefnari og kyn- orkumeiri en annað fólk? Ertu sælkeri? Þá er þér ráðlegra að fara að öllu með gát í ást- Segðu mér hvað þú borðar og . . . . ■ Grænmetisxtan er full kynorku og hefur áhuga á þjóðdönsum og saumaskap... j ■ Sælkerínn er mest gefinn fyrir dýrt sport - siglingar, golf, skíðaiþróttir og fallhlifa- stökk... ■Hu/Kí 'V/'. C Mataræðið kemur upp um okkur armálunum. Er það rétt að þeir sem nærast á heilsufæði séu gjarna ímyndunarveikir og sjálfselskir. Og hamb- orgara- og pylsuát - er það merki um að fólk sé íhaldssamt og heim- akært? Hópur sálfræð- inga í Bandaríkjunum gerði rannsókn á mat- arvenjum fólks og komst að þeirri niður- stöðu að það eru órjúf- anleg tengsl milli þess sem fólk leggur sér til munns og þess sem fer fram í kollinum á því... Samtal hlerað við borð á dýru veiting- ahúsi. Uppábúinn eiginmaður sem situr við borðið ásamt samkvæmisklæddri konu sinni pantar: „Eina flösku af Dom Perignon, 1956 árganginum." Hann litur brosandi á konu sína hinu megin við borðið og segir: „Hljómar það ekki yndislega, elskan?“ „Nei, alls ekki. Það eyðileggur alveg kynlífið fyrir mér. Hefurðu ekki tekið eftir því hvað ég er orðin líflegri siðan ég byrjaði að borða grænmeti eingöngu." Litur ásakandi á eiginmanninn og af- pantandi á þjóninn. Þetta eru ekki ólíklegri samræður en hverjar aðrar á veitingahúsum nútímans. Því í Rikisháskólanum i Arizonafylki i Bandarikjunum hefur hópur sálfræðinga lagt löfuðið i bleyti og komið upp með þá niðurstöðu, sem kannski kemur ekki svo mjög á óvart, að það séu mikil og órj- úfanleg tengsl milli þess sem mannfólkið leggur sér til munns og þess sem það hugsar og trúir. Maturinn er sumsé meiri áhrifaþáttur í okkar andlega lifi en hing- að til hefur verið haldið, enda eru mat- arvenjurnar óiikar, svo maður tali ekki um einstaklinga og þjóðir. Rannsóknir sálfræðinganna í Arizona voru byggðar á hópi fólks, sem var skipt í fjóra undirhópa eftir matarvenjum: Grænmetisætur, sælkera, þá sem lifa á hollustufæði (kjöt meðtalið) og þá sem hafa ást á hamborgurum og pylsuvagn- afæði. Grænmetisæta: alvörugefín og full kynorku Grænmetisætur spyrja sem svo: „Hvers vegna að borða kjöt, þegar hægt er að lifa fullt eins góðu lifi á jurtum ein- um saman.“ Þarna liggur auðvitað til grundvallar siðferðileg spurning, hvort það sé rétt að deyða dýr merkurinnar til þess eins að éta þau? Barnalegt? Sumar grænmetisætur telja meira að segja að kjöt sé óhrein fæða og hafi slæm áhrif á líkamsvessana. Grænmetisætur eru kjötætum eilíf ráðgáta, hvað er það eiginlega sem græn- metisætur nærast á? Jú, það er ýmislegt, og mataræðið verður eðlilega fjölbreytil- egra eftir því sem löndin eru hlýrri og frjósamari. Hér á íslandi eiga grænmet- isætur af skiljanlegum orsökum erfitt uppdráttar, eða svo var að minnsta kosti þar til farið var að flytja inn aðskiljanleg- ar tegundir af baunum og grænmeti. En það sem grænmetisætan lifir helst á er gróft korn, dökk hrísgrjón, baunir af ýmsu tagi og auðvitað allra handa græn- meti - bæði hrátt og soðið. Það er gömul og útbreidd bábilja að grænmetisætur séu einfaldlega grasbítar. En hvaða ályktanir drógu svo sálfræð- ingarnir í Arizona af þessu? Rannsókn- irnar sýndu að grænmetisætur eru fullar af kynorku, rólyndar og alvörugefnar. Að minnsta kosti er ekki líklegt að finna mikla brandarakalla í hópi grænmeti- sæta. Þær eru frekar smámunasamar og hafa áhuga á þjóðdönsum, saumaskap og útréttingum innan veggja heimilisins. En að sögn eru grænmetisætumar lika gjaman andans fólk, sem reynir að kom- ast til botns í gátum lífsins. Þetta er með öðrum orðum fólk sem nýtur bæði starf- semi heila sins og kynkirtla. Sælkerinn: sá sem nýtur lífsins Frá baunum, grófkorni og hrísgrjón- um vikjum við sögunni að margbrotnu eldhúsi sælkerans, þar sem Frakkland og allt franskt táknar hreina himnarikis- sælu. Sælkerinn er maður sem notar hvert tækifæri til að bjóða bragðlaukun- um i rikulegan kvöldverð og flösku af góðu víni á Holtinu. Sælkerinn er léttlyndur og umburðarl- yndur, menningarsinnaður og lífsnautn hans... Tölum ekki um hana. Hann er lítt gefinp fyrir íþróttir og óþarfa hreyfingu, nema kannski þær iþróttir sem kosta skildinginn - siglingar, golf, skíðaiþrótt- ir og fallhlífastökk. En þá má lika alltaf fá sér gilda nautasteik á eftir, litið steikta ef sælkerinn er ósvikinn Ennfremur segja sálkönnuðimir í Ar- izona að sælkerinn sé oft vel upplýstur og menntaður maður, sem hneigist lítt til guðstrúar og annarra stórra blekkinga. Efahyggjumaður, semsagt’. Hann er glaðlyndur og spaugsamur, en helst illa á sinum mökum, býr gjama einn og stundar samkvæmislifið eins og hverja aðra vinnu. Látum ósagt hvort lífsmáti sælkerans eða grænmetisætunnar er vænlegri leið til lífshamingjunnar, eða hvort lífslikur annars hópsins séu betri en hins. Þar er ekki allt sem sýnist. Sá sem borðar heilsufæði: oft ímyndunarveikur Sælkeralifið getur vist ekki talist mjög hollustusamlegt, lif þess sem nærist á heilsufæði mun víst líklegra til að hljóta náð fyrir augum læknislistarinnar. Þeir sem borða hollustufæði fylgja ekki alveg jafn ströngum matarvenjum og grænmetisæturnar. Þeir leggja sér sitt- hvað til munns - grænmeti vitaskuld, en lika kjöt, fisk, egg og mjólkurafurðir í hæfilegum og vel völdum skömmtum. En uppáhaldsrétturinn og meginnæring- in er þó alltaf jógúrt og gróft brauð. Staka sinnum er þó hægt að lokka þetta heilsusinnaða fólk inn í munaðar- og óhófslíf veitingahúsanna. Þetta er ekkert ofsatrúarfólk, og af því vilja sálfræðing- amir okkar í Arizona draga þá ályktun að það sé heldur ekki mjög metnaðargj- amt eða áhugasamt um að koma sér áfr- am ílífinu... í þessum hópi er gjarna imyndunarv- eikt fólk og fólk sem óttast hinar fjölm- örgu dauðagildrur tilvemnnar. Það er jafngott að hafa vaðið fyrir neðan sig í mataræðinu líka. Og þama eru ennfrem- ur miklir einstaklingshyggjumenn og oft sjálfselskt fólk. Samkvæmislíf þessa fólks fer mestan part fram innan veggja heimilisins, það tekur á móti gestum sínum í inniskóm og skokkgalla og er skapi næst að bjóða þeim upp á dollu af jógúrt. Siðan er sest niður i rólegheitum og rætt um hina vó- legu kjamorkuvofu, hættur sem fylgja salt- og sykumeyslu. Eftir þessar sam- ræður um það sem ógnar mannlifinu berst talið kannski að hinum jákvæðari hliðum - sólarorku, orkuspamaði og gamaldags svörtum kvenreiðhjólum. Svo er röðin komin að borgarskipulag- inu, Breiðholtsafglöpunum og uppgerð- um timburhúsum i Vesturbænum og loks að sumarfríinu næsta ár. Það þarf aldrei að verða þögn í þessum félagsskap. Fyrir utan áhugann á gömlum timbur- húsum og orkusparnaði er þessi heilsus- innaða manntegund líka ákafur áhugalj- ósmyndari. Hann les bækur og álítur sig vera vel með á nótunum. Segja sálfræð- ingarnir í Arizona. Hamborgaraætan: ósköp venjuleg Hér emm við komin ao Jóni Jónssyni í eigin persónu. Þarna segir að fólk af hamborgaraættinni eigi í raun engin áhugamál, það skeri sig á engan hátt úr- aftur á móti langi það ofurheitt að eign- ast börn. Það er sumsé fjölgunarhvötin sem er þeirra lífsinntak. Hjá þvi er fjöl- skyldulifið í fyrirrúmi, það leggur hart að sér við vinnu og reynir allt hvað það get- ur til að koma sér upp ömggum smá- heimi á einhverjum skikanum. En sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar er þetta lika fólk sem leggur allt kapp á að sigra í kapphlaupinu, það skiptir engu máli hvort maður er i öðm sæti eða all- rasiðastur - það breytir engu um þann bitra sannleik að maður tapaði. Ennfremur segir að þeir sem em hneigðir fyrir skyndibitann séu trú- hneigðir, ihaldsamir, ákafir fylgismenn kjarnorku og ekki siðri andstæðingar allra fikniefna. Heimilislif þeirra fer fram í friði og spekt, þetta er oftast nær yfirvegað fólk sem telur sig hafa gott vit á því hvernig koma skal hlutunum fyrir á sem haganlegastan hátt. Það var nú það. Þannig leggjum við að minnsta kosti út af niðurstöðum sálfræð- inganna i Arizona-eyðimörk. endursagt eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.