Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 16
16 Listahátíð í Reykjavík 5.-20. júní '82 Kjartan skilur leiksviðið - Forsýningar á „Skilnadi” eftir Kjartan Ragnarsson ■ Framlag Leikfélags Reykjavikur til Listahátiðar að þessu sinni eru tvær forsýningar á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, „Skilnaður" heitir það, og fjallar, eins og nafnið bendir til um skilnað hjóna. Það eru nú sjö ár síðan fyrsta leikrit Kjartans Ragnarssonar var frumsýnt, „Saumastofan", og siðan hefur hvert rekið annað - „Týnda teskeiðin", „Blessað bamalán“, „Snjór“, „Ofvit- inn“, „Jói“ og „Peysufatadagurinn“. „Skilnaður" er því áttunda leikrit Kjartans á þessum sjö árum. Mega það heita nær ótrúleg afköst, en meira er um vert, að flestir em sammála um að leikritin séu einnig góð og ej vaid höfundarins á leiksviðinu annálað, enda er Kjartan leikari eins og allir vita og þekkir sviðið i krók og kring. Kjartan bryddar að þessu sinni upp á nýmæli varðandi form leikrits sins. Hann hefur oftastnær skrifað með leiksvið Iðnós sérstaklega i huga en likt og kunnugir vita þá er það svið gott til síns brúks, helstil þröngt. Nú hefur leikurinn verið færður fram í sal, en áhorfendur sitja allt um kring, rétt eins og á Litla sviði Þjóðleikhússins - og raunar gott betur þvi i Þjóðleikhúsinu sitja áhorfendur á þrjá vegu en hér á fjóra. Gefur að skilja að erfitt hefur verið að hanna sviðið upp á nýtt til að ná megi þessu markmiði en þá þraut hefur Steinþór Sigurðsson af hendi leyst. Skilst okkur að frá höfundar hendi sé leikurinn ekki síður hugsaður sem tilraun i formi en umfjöllun um viðkvæmt samfélagsvandamál, nefnilega skilnað. Innri og ytri ótti En það er ekkert nýtt að Kjartan fjalli um þjóðfélagsvandamál i leikritum sinum, það munu allir reglulegir leikhúsgestir vita vel. „Skilnaður" gerist í Reykjavik nú á dögum og þungamiðja verksins er kona sem lendir á þessum timamótum, að skilja við mann sinn. ■ Frá xfingu á „Skilnaði“. Takið eftir leiksviðinu Spannar verkið nokkra mánuði og þó umgjörð þess sé ekki ýkja raunsæisleg sagðist Kjartan, i sjónvarpinu siðastlið- inn miðvikudag, vona að það væri „tilfinningalega raunsætt" - og við vonum að rétt sé eftir haft. Innri og ytri ótti okkar er í fyrirrúmi, segir í kynningu um leikritið frá Listahátið, leit að nýjum verðmætum, nýjum leiðum. Einnig baráttan fyrir því að lifa af sem manneskjur. Leikendur eru sex, en aðalhlutverkið, konuna sem skilur, leikur Guðrún Ásmundsdóttir. Mann hennar, fyrstver- andi og fyrrverandi leikur Jón Hjartarson, dóttirin er í höndum Sigrúnar Eddu Bjömsdóttur, en aðrir leikarar em Valgerður Dan, Soffia Jakobsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Kjartan Ragnarsson tók að sér að leikstýra þessu nýja verki Kjartans, og Steinþór Sigurðsson er ábyrgur fyrir leikmynd og búningum sem fyrr sagði, en tónlistin samdi Áskell Másson. Tónlist, og hljóð alls konar, spila reyndar stærri mllu i „Skilnaði“ en vani er, og kemur það ekki sist til af þvi hversu einföld leikmyndin er. Lýsingu sér Daníel Williamsson um. Fmmsýning, eða eigum við að segja,, fyrri forsýning“, á „Skilnaði“ verður laugardaginn 19. júní klukkan 20.30 en siðari sýningin verður á sama tíma daginn eftir, sunnudag. Það má gera ráð fyrir að færri komist að en vilja, en hinir geta huggað sig við að leikritið verður að sjálfsögðu tekið til sýningar að nýju i haust. ■ Höfundur, leikstjóri, leikmyndasm- iður og búningateiknari hugsa ráð sitt: Kjartan Ragnarsson og Steinþór Sigurðsson. StórsniHingur hljóðpípuimar - flautKÍeikarinn James Galway ásamt Sinfóníunni Af tónlist á'Ewfahátið inun ef til vill flestum þykja forvitnilega^aytjlfyra °g sjá flautuleikarann Jame: með Sinfóniuhljómsveit stórhljómleikum í Laugardal James Galway er íri, sem strax barnsaldri gat sér frægðarorð fyrir flautuleik, barnungur vann hann t.d. sigur í bama-, unglinga- og opnum flokki i flautusamkeppni - allt á sama deginum. Hann hóf að læra til pianóstillara, en skömmu síðar hlotnað- ist honum námsstyrkur sem gerði honum kleift að halda áfram námi við Guildhall-tónlistarskólann i London. Siðan lék hann með ýmsum hljómsvei- tum, blásturssveit Konunglega Shakesp- eare-leikhússins í Stratford-upon-Avon, i Sadler’s Wells óperunni, í Konunglegu ópemhljómsveitinni og Sinfóniuhljóm- sveit breska ríkisútvarpsins. Þá var honum boðin staða fyrsta flautuleikara í Sinfóníuhljómsveit Lundúna og síðan í Konunglegu filharmóníuhljómsveit- inni. Eftir þetta gegndi hann m.a. starfi fyrsta flautuleikara i Fílharmóniuhljóm- sveit Berlinar og lék sem einleikári viða um lönd. Og nú er hann talinn meðal stórsnillinga og þykir einhver allrabesti flautuleikari i heimi. Hann hefur einkum leikið það sem menn kalla„létt- klassíska" tónlist, jafnvel dægurlög, og þykir ekki siðri skemmtikraftur en tónlistarmaður. Hljómplötur hans hafa selst i óvenjustómm upplögum og trónað meðal poppplatna á efstu sætum vinsældarlista, en þar með er ekki sagt að hér séu óvandaðar plötur eða tónlist á ferð - Galway þykir framúrskarandi Mozart-túlkandi og plötur hans með konsertum Mozarts hafa hlotið fjölda viðurkenninga. Manuela Wiesler flautuleikari hefur sótt bæði námskeið og einkatíma hjá James Galway. Við báðum hana að segja hverjum augum hún liti þennan fræga tónlistarmann. „Hann hefur fallegan og sætan tón og hefur farið aðrar leiðir í tónlistinni en flestir aðrir. Galway spilar mest léttari ^tónlist, alþýðlega tónlist, með þessu hann leitt margt gott af sér og er ður flautuleikari þótt margir ir auglýsingamennsku. Þétta ef ekki min lína í tónlistinni, en samt fæ ég 'ékki séð að það sé neitt athugavert - Hvemig atvikaðist það að þú fórst í einkatíma hjá Galwáj „Galway lenti I síj mótorhjól sem keyrði á hann, hMÍW<ri/ allur samansaumaður og gat sig ' hreyft, og þá fékk ég mina tíma hji honum. Hann gat setið uppi í rúminu og í hjólastól og þannig kenndi hann. Ég held að það hafi tekið hann upp undir eitt ár að ná sér eftir slysið og lengi vel gekk hann með hækjur. Nú virðist hann hafa náð sér fullkomlega, ég sá hann í Stokkhólmi utn daginn og þá gekk hann eðlilega. Þó þetta væri ekki langur tími, þá lærði ég heilmikið hjá honum, hann lét mig skipta um hljóðfæri og lagfærði ýmsa galla á minni spilamennsku. Svo er þetta skemmtilegur maður, glettinn og gáskafullur.“ - Nú tala menn oft um, kannski af litlu viti, að hinir eða þessir hljóðfæral- eikaramir séu bestir... „Ég á mjög erfitt með að meta hvaða fólk er best eða hvaða hljóðfæraleikarar em bestir, það verður hver að ákveða fyrir sig. Ætli megi ekki segja að Galway sé bestur á sinu sviði, í iéttari klassískri tónlist." Ásamt James Galway kemur hingað David Measham, þekktur fiðluleikari frá Englandi, sem nú hefur haslað sér völl sem hljómsveitarstjóri á alþjóðleg- um vettvangi. Á síðustu tveimur ámm hefur Measham til dæmis stjómað Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Konung- legu fílharmóniusveitinni og Sinfóníu- hljómsveit New York-borgar. Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar ís- lands með þá James Galway og David i fararbroddi verða í aishöll miðvikudaginn 9da júní klukkan efnisskránni em: Sinfónia'Nr. 44 eftir Haydn; Konsert i D dúr eftir Mozart; „Les Biches Suite“ eftir Poulenc; Fantasía fyrir flautu og hljómsveit eftir Fauré; „í bátnum", verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Debussy og Konsertino fyrir flautu og hljómsveit eftir Chaminade SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 mmm Listahátáð í Reykjavík 5.-20. júní '82 ■ Úr sýningu Rajatabla á Forseta lýðveldisins, sem byggir á sögu guatemalska Nóbelsverðlaunahafans Miguel Angel Asturias. Rjómi leikhússins - Rajatabla leikhúshópnrinn frá Venezúela ■ Til stórviðburða á Listahátíð og i islensku leiklistarlífi hlýtur að teljast koma leikhússins Rajatabla frá Caracas í Venezúela, eins þekktasta og virtasta leikflokks Suður-Ameríku, en þar í álfu þykir leikhús standa með mjög sérstökum blóma, ef það þá á annað borð fær að dafna i friði fyrir yfirgangssömum yfirvöldum. Hingað kemur Rajatabla-hópurinn með tvær leiksýningar, sem hvor um sig verður sýnd tvivegis. Það em leikritin Bób'var, sem eins og nafnið gefur til kynna byggir á ævi og persónu Símons Bólivars, frelsishetju rómönsku-Ameriku, og Forseti lýðveldisins, sem byggir á samnefndri sögu guatemalska Nóbels- höfundarins Miguel Angel Asturias sem margir kannast við í íslenskri þýðingu. Rajatabla-hópurinn fór fyrst að taka á sig mynd snemma árs 1971 undir leiðsögn Carlosar Giménez, sem átti upptökin að þvi að leikhúsið var stofnað og því tryggður lífvænlegur starfsgrund- völlur sem eins konar tilraunastofa venezúelska þjóðleikhússins. Giménez hefur síðan verið listrænn leiðtogi hópsins og er nú i flokki áhrifamestu leikhússmanna i heiminum. f fyrstu lék Rajatabla eingöngu fyrir suður-amer- iska áhorfendur, en árið 1975 lagði leikflokkurinn fyrst land undir fót og lék fyrir evrópska áhorfendur i Madrid, Barcelónu og Róm. Siðan hefur hópurinn farið i árlegar Evrópuferðir og getið sér mikið frægðarorð og það ku vera fastur þáttur í starfi hans að sýna í Róm i einn mánuð á hverju ári. íslandsferð Rajatabla er einmitt upphafið að einni slíkri Evrópureisu, en í sumar mun hópurinn leika i 11 löndum. Hópurinn hefur unnið mikla sigra á öllum meiri háttar leikhúsarhátiðum og hlaut til dæmis verðlaun á leiklistarhátfð- inni i Feneyjum fyrir leikrit um harmsögulegan dauða spænska skáldsins Federicos Garcia-Lorca. Auk þess hefur hópurinn gengist fyrir alþjóðlegum leikhússhátiðum i Caracas, islenska þjóðleikhúsið sýndi til dæmis fnúk þar í borg hér um árið á vegum Rajatabla. „Rajatabla er atvinnuleikhús rekið á leiksmiðjugrundvelli, sem þýðir að þó við getum lifað af sýningum okkar lítum við samt á starf okkar sem stöðuga leit,“ segir Carlos Giménez Rajatabla-hópn- um hafa verið tryggð afar lifvænleg starfsskilyrði í heimalandinu, þar sem stjórnarfar þykir nokkuð mildara en gengur og gerist í flestum nágrannalönd- um. Þjóðleikhús Venezuéla styrkir hópinn í leit sinni að nýstárlegum leikmáta, eitt einkenni á sýningum Rajatabla er einmitt hvað þær eru lengi að gerjast, sýning getur verið allt upp undir eitt ár í fæðingu áður en hún kemur loks á fjalimar. Árangurinn lætur heldur ekki standa á sér: hópurinn hefur hvarvetna vakið athygli fyrir nýstárleg vinnubrögð og óvenjulega túlkun, sýningamar þykja afar fágaðar og mikið lostæti fyrir augað, leikur er allur mjög stilfærður og ýktur og möguleikar leiksviðsins em nýttir út í ystu æsar. Því þurfa íslenskir áhorfendur tæpast að hafa áhyggjur af þvi að sýningarnar tvær fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim vegna tungumálaörðugleika. Sýningar hópsins fara allar fram á spænsku, en áherslan er ekki siður lögð á hið sjónræna og leikræna en textann svo rás atburðanna fer sjaldnast á milli mála. Auk þess verður efni og innihald sýninganna skýrt í leikskrá. Bolívar eftir José Antonio Rial er nýjasta leiksýning Rajatabla leikhópsins og var fmmsýnd í Maracaibo i Venezúela 3ja mars siðastliðinn eftir 13 mánaða undirbúning og æfingar. Þegar áður en sýningin var fmmsýnd var búið að ákveða að sýna hana á Listhátið í Reykjavík. Leikritið á upptök sin i andstæðum og hliðstæðum milli nútíðar og fortíðar: annars vegar er barátta Simons Bólivars fyrir frelsun Spönsku- Ameríku á siðustu öld og hins vegar ástandið í þessum ríkjum árið 1981,150 árum eftir dauða Bólívars. Leikritið hefur vakið mikla athygli og deilur í Venezúela, allir vora sammála um listrænt ágæti sýningarinnar, en hins vegar fjallar leikritið um viðkvæm mál - mannréttindamál, sálfræði kúgunar- innar og sambandið milli þeirra kúguðu og þeirra sem kúguðu. Þetta em snöggir blettir á mörgum Suður-Ameríkuþjóð- félögum, þó kannski einna síst i Venezúela, enda tóku margir til máls i blöðum í Caracas og töldu ekki rétt að gefa útlendingum slika ranghugmynd af ástandinu þar i landi. Kom jafnvel til tals að rjúfa tengsl Rajatabla við Þjóðleikhúsið og taka af þeim alla styrki - svo var þó ekki og Bólivar verður á fjölum íslenska þjóðleikhússins föst- udaginn llta júni oglaugardaginn 12ta. Forseti lýðveldisins eða „Senor Presidente" er ekki beinlinis leikgerð af frægri skáldsögu Nóbelshafans Asturias, heldur frjáls og innblásin útlegging leikhópsins á höfuðefni sögunnar. leikurinn lýsir suður-amerisku bananal- ýðveldi þar sem viðgengst hin svartasta stéttaskipting og þróast smátt og smátt yfir i súrrealisma og martröð. Allar persónur leiksins em á einn hátt eða annan í þjónustusveit hins alvalda forseta, smátt og smátt er flett ofan af hirð hans þangað til sést inn að hinum rotna kjama. Leikurinn fer fram á sviði sem er umgirt hvítmáluðum grindum, þar ganga menn um í hvitum fötum, með svört sólgleraugu og silfraðar skamm- byssur - útkoman er formfagurt sjónarspil, sem tekst einstaklega vel að sameina nýsköpun og hefðbundna fagmennsku innan leikhússins. Fyrri sýningin á Forseta lýðveldisins er i Þjóðleikhúsinu mánudaginn 14da júní, en hin síðari þriðjudaginn 15da. Örnólfur Ámason, framkvæmdastjóri Listahátíðar, vildi meina að Rajatabla væri „la créme de la crérne" i leikhúsi heimsins. Það verðurforvitnilegt aðsjá. HANN VAR VIB: - „Borgarlistamaðurinn” Magnús Tómasson sýnir á Kjarvalsstöðum ■ Magnús Tómasson, myndlistarm- aður, opnaði sýningu sína að Kjarvals- stöðum í gær. Magnús, sem er tæplega fertugur, hélt sina fyrstu sýningu aðeins 19 ára gamall og hefur síðan komið víða við. Hann stundaði nám i Kaupmann- ahöfn, var meðal súmmara hér uppi á íslandi og rak SÚM meira að segja um skeið. í fyrra var Magnús fyrstur listamanna útnefndur svokallaður „borgarlistamaður", þ.e. var á launum hjá borginni í heilt ár, og afrakstur þess árs sýnir hann nú á Kjarvalsstöðum. Við þykjumst hafa heimildir fyrir því að sýning hans, sem opin er 4.-20. júni frá kl. 14-22-daglega, muni vekja nokkra athygli en hana kallar listamaðurinn „Sýniljóð og skúlptúr". Gripum niður á stöku stað i texta Magnúsar í sýningarskrá. Herostratos og Midas „Það var á ámnum 1967-69 að ég bjó til ýmsa hluti, sem mér gekk illa að fella að ríkjandi myndstefnum. í bland vom litlar sprettimyndabækur, þ.e. að þegar opnaður er tvíblöðungur sprettur fram þrívið mynd, eins og í ævintýrabókunum um Stígvélaða köttinn og Hans og Grétu, sem ég minnist frá æsku. Þá duttu mér í hug orðin „visual poetry" (,,Sýniljóð“), rétt eins og maður veifar röngu tré, og allt verður að heita eitthvað... En hvað er þá „visual poetry"? Ef til vill mætti skilgreina það svona: Það er eitthvað, sem er of tengt ljóði til þess að geta verið mynd og of myndrænt til að geta verið ljóð, eða: ekki nógu myndrænt til þess að geta verið mynd og heldur ekki nógu ljóðrænt til að vera ljóð. Efnislega em „sýniljóð“ eins og hverjar aðrar lygisögur, misjafnlega sannar, misjafn- lega fyndnar, sumar soldið „lousy - sneddy" og fljóta hér með sakir fmmstæðrar kímnigáfu höfundar. f upphafi var orðið, og þannig er það með margar myndimar á þessari sýningu, að orð eða hugtak goðsögn eða eitthvað slíkt, hefur orðið kveikjan að mynd og stundum öfugt. Myndunum er ekki ætlað það hlutverk að vera siðbætandi, enda höfundur tæpast aflögufær siðferði, heldur þegar best lætur athugasemd um atburð eða ástand liðins tíma með skírskotun til okkar eigin. Þannig hafa orðið mér hugleiknir I Er Magnús Tómasson með fugla á heilanum? Myndimar - sem og forsiðumyndina - tók Jóhanna Ólafsdóttir. þeir kumpánar Mídas með gullið sitt og Herostratos, maður lítilsháttar, sem brenndi til gmnna hið undurfagra Artemishof í Éfesos í þeim tilgangi að verða frægur. Harmi slegnir íbúar Efesos bundust samtökum um að nefna aldrei nafn hans, en fyrir lausmælgi sagnaritarans Theopomposar varð nafn Herostratosar frægt að endemum þrátt fyrir allt. Myndi Herostratos okkar daga láta af iðju sinni, ef honum væri reist veglegt minnismerki? Tæpast en þó reynandi! Um Midas þýðir ekki að fást, hann lærir aldrei af reynslunni. Flugþol fískiflugna kannað Þessar myndir em yfirleitt séðar frá þröngu sjónhorni og gerðar eftir formúlunni að léleg mynd versnar í réttu hlutfalli við stærðaraukninguna, þannig að mér hefur þótt vissara að hafa myndimar eins litlar og mér var mögulegt. Aftur á móti geta umbúðimar verið viðamiklar, það er gert til að væntanlegur kaupandi mynda fái tilskilið fermál i hlutfalli við verð. Oft hef ég reynt að gera mynd þannig að frómur áhorfandi myndi segja: „Þetta hefði ég sosem getað gert sjálfur", þ.e. ná einhverjum þeim einfaldleik, sem hverjum og einum finnst liggja i augum uppi eftirá, en sjálfsagt hefur mér ekki tekist að vera sjálfum mér samkvæmur í þvi frekar en öðm... Undarlegir em mennirnir, fyrst loka þeir fuglana inní búri, búa svo til vél sem getur flogið. Síðan skera þeir tungurnar úr næturgölunum og búa til tæki sem syngur. Og þegar ég horfi á þessa vesalings fugla i myndunum, efast ég um sannleiksgildi málsháttarins, að betri sé einn fugl í hendi en sjö i skógi. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær ég fór fyrst að hugsa um flug, en um 4-5 ára aldur kannaði ég flugþol fiskiflugna með þvi að binda tvinnaspotta um miðjuna á þeim og láta þær siðan fljúga með eins langan spotta og þær þoldu. Álika langt má rekja eggin. „Ef þú einn góðan veðurdag sérð eitthvað lítið og hvítt koma ofan úr loftinu, þá er það kjamorkusprengja,“ sagði bróðir minn við mig, þegar við vomm minni en við emm núna og vorum að skoða kaffipakkamynd, sem hann fullyrti að væri af vél sem framleiddi kjarnorkus- prengjur. Seinna komst ég að því að þetta myndi hafa verið útungunarvél. ,En siðan hefur mér hætt til að rugla saman eggjum og kjarnorkusprengjum, og ætíð búist við einhverju hvítu ofan frá. Fátt skyggði á borgaralega hamingju... En altént hefur þessi flugsaga orðið umfangsmeiri en efni stóðu til í upphafi og vandséð hvort henni lýkur nokkurn tima, en hér vil ég skjóta inni að stóra myndin úr „Sögu flugsins” er tileinkuð amerískumanninum Poul MacCready sem nýverið lét þann árþúsunda draum mannsins að fljúga fyrir eigin vöðvaafli rætast... Ég vil að lokum þakka Reykjavíkur- borg, stjórn Kjarvalsstaða og listráðu- nauti fyrir að hafa létt af mér brauðstritinu um sinn og gert þessa sýningu mögulega. Þetta ár á launum skyggði ekkert á borgaralega hamingju mina, nema að hafa ekki stimpiiklukku . á vinnustofunni og stúlku fyrir framan í hjá mér sem sagði: „Því miður, hann er j ekki við“. Þetta em aðeins brot úr ritsmið | Magnúsar Tómassonar, og vísast illa slitin úr samhengi, en þá er bara að fara á Kjarvalsstaði og sjá með eigin augum... Prometheus Delfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.