Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1982, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 3 Ekki leið þó á mjög löngu áður en svo undarlega vill tii að þessir sömu þremenningar mæta mér á götu að nýju og vilja enn hafa tal af mér. „Þú dregur ekki af þér við vinnuna, þrátt fyrir góð ráð,“ segja þeir nú. „Þú ættir að gæta þess að hér í Katowice er mikil iðnaðar og athafnaborg. Af því leiðir að hér er mikil umferð alls konar bíla og vagna. Okkur er sagt að þú eigi tvo stráka og strákar eru nú alltaf strákar og gera verið ógætnir. Gáðu að þessu. Þú þarft ekki að vera hræddur, en festu þér þetta í minni.“ Þessari vinsamlegu aðvörun var fylgt eftir í þriðja sinn, þegar ég hitti þremenningana enn að nokkrum dögum liðnum: „Þú munt ekki hafa tekið okkur alvarlega," segja þeir. „Þú hefur liklega bara gleymt þessu. En við verðum þá aftur að vara þig við, því eitthvað slysalegt kann að koma fyrir." Ég sagði konunni minni ekki frá þessu fyrr en við vorum komin frá Póllandi. Ég sagði vinum minum frá þessu, en hvað gátu þeir gert? Þeir gátu ekkert gert nema fórna höndum og snúist i hringi, eins og sili i vatnsfötu. Á ritstjórnarskrifstofunni fékk ég í sífellu fréttir á „telex" um alls konar slys, bílslys og allskyns dauðsföll, rétt eins og gengur. Mér hafði aldrei orðið hugsað til þess að þau kynnu að hafa orðið til á kynlegan hátt.... Ég ákvað þvi að fara frá Póllandi, heldur en láta reyna á hvort alvara lægi að baki orðum þremenninganna. Ákvörðunin varð auðveld þegar mér barst bréf um að mér væri sagt upp starfinu á lækningastofnuninni og við heilsugæsluskipuiagninguna líka. Bæði uppsagnarbréfin voru dagsett sama dag, - 31. september. Enn ein skrýtin tiiviljunin. Ég átti nokkurra daga oriof inni og gat þvi hætt strax og umsókn mín um vegabréfsáritun gekk óvenju greið- lega. Algengt var að fjölskylda fengi aðeins áritun fyrir foreldrana og kannske eitt barn, ef þau voru fleiri, eða þá aðeins fyrir foreldrana. En ég fékk umyrðalaust áritun fyrir okkur öll. Þann 22. september hélt ég því úr landi með járnbrautinni sem ber nafn tónskáldsins „Chopin“, - til Austur- ríkis.“ Hvad verður? „Nei, ég veit ekki hvað nú tekur við i Póllandi. Ekki óska ég eftir borgara- stríði þar, en komi til þess, þá mun til þess verða engt af stjórnvöldunum, en ekki þjóðinni. Pólverjar eru orðnir fullsaddir af stríðum. Hvernig stendur á því að þessi þjóð sem árið 1935 var stærsti útflytjandi matvæla í Evrópu er nú ekki einu sinni sjálfri sér nóg. Þetta góða og rika lands, sem Pólland er. Skýringarinnar er að leita í efnahags- stjórnun stjórnvalda, sem þjóðin hefur aldrei óskað eftir að hafa yfir sér. En tíminn sker úr hvað verður. Nú er efnahagsástandið þannig að Rússar verða að veita Póllandi aðstoð. Það mun' veikja þá og ég er meðmæltur þeirri ráðstöfun Bandarikjanna að styðja ekki pólsku stjórnina með matar og lyfja- sendingum. Öll slik aðstoð ætti að fara í gegn um stofnanir og dreifikerfi kirkjunnar, því við fengum sannað að mikill hluti þess sem stjórnvöld áttu að ráðstafa lenti á matborðunum í her- skálunum og hjá lögreglunni. Við áttum ljósmyndir þvi tilsönnunar. Þetta gerðist á meðan pólskir læknar urðu að skera börn upp án svæfingar og deyfinga, þvi takmarkaðar birgðir varð að geyma vegna tilfella þar sem lif manna var i veði. Já tíminn sker úr um hvað verður. Með pólska varningnum sem til Rússa fer fljóta likar hugmyndir „Samstöðu", og sá útflutningur á kannske eftir að skila sér. Ég vil koma á framfæri þakklæti minu fyrir allt sem fyrir okkur hefur verið gert héma. Við höfum verið hér aðeins örfáa daga, en höfum fundið að hér vilja menn allir gera okkur allt til hæfis og greiða götu okkar á allan hátt. Mig brestur orðin til þess að segja hve þakklát við erum fyrir þetta, - alls staðar erum við velkomin og alls staðar er alúðlegt viðmót. Nefndinni sem kom til Austur- ríkis, starfsmönnum Rauða kross fs- lands og stjórnvalda færum við enn itrekaðar þakkir fyrir þetta allt saman. - AM. KOGSTÁL NÝTT klæöningarefni á þök og veggi frábrugðid öllu óöru ALUZINK sameinar alla helstu kosti stáls, áls, og zinks. Endingin er allt að 6 föld miðað við venju- legt galvaniserað járn og lengdir ákveður þú sjálf- ur. Aluzink er tvímælalaust hagkvæmasta efnið sem fáanlegt er hvort sem er á íbúðarhúsið eða útihúsin. ALUZINK fæst sem garðastál, bárustál og sléttar plötur. Viljir þú vita meira, hafðu þá samband við sölu- deild okkar. Þar bíður þín litprentaður bæklingur um Garðastál og Aluzink. Gatoj&Ct. = HÉÐINN = SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan QJ co C oo 20 140 160 KHZ ylgjulengd arettri Vestur Þýska þvottavélin Royal 85 frá BBC er engin venjuleg þvottavél, því hún hefur til að bera afburðaeiginleika svo sem: 1. Þeytuvinduhraða - 800 sn. á mín. 2. Þyngd -102 kg sem gerir vélina hljóðláta og mjög stöðuga í þeytivindingu. 3. ÞÚ getur ráðið hita þvottavatnsins með sjálfstæðum hitastilli. 4. Toppstykkið á vélinni er hannað sem vinnuborð. 5. Hæð - 85 cm, breidd - 60 cm, dýpt - 60 cm. Þess vegna er BBC á réttri bylgjulengd. Skipholti 7símar20080 — 26800 OflKIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.