Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 4
4 Sögum fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu Hagkvæmasta lausnin er að fá okkur til þess að saga fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu. Við vinnum með fullkomnustu tækjum og bjóðum því lægra verð. Við gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Tökum að okkur verk um allt land. Ryklaust — Hagkvæmt — Fljótvirkt Demantsögun SKr ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON HF byggingaþjónusta sími 83499 Suðurlandsbraut 6 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur Landspítalinn HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á handlækningadeild 4 frá 1. ágúst n.k. AÐSTOÐ ARDEILD ARSTJ ÓRI óskast sem fyrst á kvenlækningadeild. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til sum- arafleysinga á sótthreinsunardeild. Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til sumarafleysinga á ýmsar deildir spítalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Kleppsspítali HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild I á Kleppsspítala. Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til afleysinga á hinar ýmsu deildir spítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Klepps- spítala í síma 38160 AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA eða MAT- REIÐSLUMAÐUR óskast til afleysinga í eldhús spítalans. Hússtjórnarkennarapróf eða matsveinsréttindi nauðsynleg. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona Klepps- spítalans í síma 38160 Blóðbankinn SKRIFSTOFUMAÐUR óskast til frambúðar sem fyrst. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri Blóðbankans í síma 29000. Reykjavík, 6. júní 1982, RÍKISSPÍTALARNIR Tæknimenn útvarpsins komu aftur til starfagegn þvíaðsamningafundi yrðiflýtt og ekki þyrfti að koma til endurráðningar segir Þórir Steingrímsson, tæknimaður ■ „Við erum auðvitað langt frá þvi ánægðir með þetta samkomulag,“ sagði Þórir Steingrimsson, tæknimaður útvarps i viðtali við Timann í gær, er hann var spurður álits á samkomulagi þvi sem Starfsmannafélag Ríkis- útvarpsins og fjármálaráðuneytið gerðu með sér sl. Iaugardag,þar sem Starfsmannafélagið gengst inn á að tryggja vinnufrið í stofnuninni út þetta samningstimabil, tæknimennimir geta hafið störf á nýjan leik, án þess að til endurráðningar þurfi að koma og fjár- málaráðuneytið í staðinn fiýtti næsta samningafundi, sem átti að verða á morgun, en var haldinn í gær. Þórir var að því spurður hvort tæknimenn hefðu gengið að þessu samkomulagi vegna þess að stöður þeirra voru auglýstar: „Það var náttúr- lega undir yfirstjórn útvarpsins komið, hvort hún réði i þessar stöður, en það er lika spurning, hvort einhverjir menn hefðu fengist til þess að taka að sér þessar stöður, en ég geri ekki ráð fyrir að nokkur hefði fengist til þess.“ Ævar Kjartansson, formaður samn- inganefndar SFRsagði eftir samninga- fundinn í eftirmiðdaginn í gær, að ekkert markvert hefði gerst á þeim fundi, en næsti fundur hefði verið boðaður á morgun. Ævar varað þvi spurður hvort sam- komulag það sem starfsmannafélagið gerði við fjármálaráðuneytið sl. laug- ardag, bryti ekki i bága við þá afstöðu félagsins sem hefði komið fram i ein- dreginni stuðningsyfirlýsingu við tækni- mennina, í síðustu viku: „Sannast sagna þá var þetta orðið talsvert háð afstöðu yfirmanna stofnunarinnar, sem litu þannig á að tæknimenn væru ekki lengur starfsmenn útvarpsins, en við vildum „absalút11 halda þeim innan hópsins. Auðvitað vorum við einnig beitt þrýstingi frá ráðuneytinu líka, þannig að það má segja það að starfs- mannafélagið axlaði með þessu ábyrgð á þessu máli og tók yfir mál tæknimanna, sem þeir höfðu að mestu staðið einir í áður.“ -AB. Þessar dráttarvélar hafa reynst mjög vel. öryggisgrindur eða öryggishús eftir vali kaupenda. UTB 445 með Duncan húsi 50 ha Kr. 107.000,— m/ssk. 1 r UTB 445 með grind 50 ha — 97.500,— — 52 z o > UTB 600 með Duncan húsi 60 ha — 116.000,— — > UTB600 með grind 60 ha — 107.000,— — s c s z ÖLL VERÐ ERU ÁÆTLUÐ OG HÁÐ BREYTINGUM. HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFÉLAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR BÆNDUR Eigiim nokkrar UNIVERSAL 50 og 60 ha til afgreiðslu strax Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.