Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 7 erlent yfirlit ■ BEGIN forsætisráðherra hefur sýnt það enn einu sinni, að hann tekur ekki mikið tillit til óska Reagans forseta eða hagsmuna Bandaríkjanna. Begin tekur einnig lítið alvarlegar þær yfirlýsingar Margarets That- cher, að hernaður hennar í Suður- höfum eigi að sanna innrásarmönn- um yfirleitt, að yfirgangur borgi sig ekki. Begin veit vel, að hvorki Bretar né Bandaríkjamenn munu senda her til Libanon til að skakka leikinn þar. Hernaður Thatchers í Suður- höfum er hrein undantekning, sem mun engu breyta og e.ngin áhrif hafa í öðrum heimshlutum. Hins vegar mun hernaður Thatchers samfylkja þjóðunum i Suður-Ameriku gegn nýlendustefnu. Reagan forseti og ráðunautar hans hafa talið, að sigur írana í striðinu við fraka og ótti Araba við aukinn yfirgang írana við Persaflóa, gæti veitt Bandaríkjunum tækifæri til að ná betra samstarfi við hin svokölluðu hófsamari Arabariki. Af þessum ástæðum hefur Banda- rikjastjórn lagt áherslu á það við ísraelsstjórn að undanförnu, að hún aðhæfist ekkert það, sem yki deilur hennar og Araba. og gerði Banda- ríkjunum þannig erfiðara fyrir að ná ■ Begin og Reagan Enn leikur Begin sér að Reagan Innrásin í Líbanon kemur honum illa samkomulagi við Arabarikin. Al- veg sérstaklega hefur Bandaríkja- stjórn varað við árásum á Libanon, sem ísraelsstjórn hefur bersýnilega haft í undirbúningi. í þeirri von, að það gerði Begin samvinnufúsari, féllst Bandarikja- stjórn á það nýlega eftir langt þóf að láta ísrael fá allmikið af herflug- vélum af nýjustu gerð. Bandaríkja- stjórn hafði tregðast við að láta ísrael fá flugvélarnar, þvi að Arabaríkin höfðu lýst sig mjög mótfallin þvi. Þessi undanlátssemi við Begin virðist siður en svo hafa gert hann auðsveipari Bandaríkjunum. Begin notar þvert á móti fyrsta tækifæri til að ráðast á Líbanon. ÞETTA tækifæri fékk Begin siðstliðið fimmtudagskvöld, þegar sendiherra ísraels í London var sýnt banatilræði og hann særðist lífs- hættulega. Begin beið ekki lengi með að kenna Frelsishreyfingu Palestinumanna, PLO, um, enda þótt hún mótmælti, og síðar hefur -verið upplýst, að hér voru að verki skæruliðasamtök, sem eru andvíg 1 PLO, og höfðu m.a. fulltrúa hennar í London á lista yfir þá menn, sem ætlunin var að ráða af dögum. Begin taldi að með banatilræðinu við sendiherrann hefði Frelsishreyf- ing Palestínumanna rofið samkomu- lag um eins konar vopnahlé i Líbanon, sem náðist á síðastliðnu ári. Til þess að mótmæla þessum meintu samningsrofum, lét Begin gera á föstudaginn miklar loftárásir á stöðvar Palestinumanna í Beirút, höfuðborg Libanon. Manntjón er sagt hafa orðið mikið. Frelsissamtök Palestínumanna svöruðu þessum loftárásum með því að skjóta eldflaugum frá stöðvum þeirra í Suður-Libanon á landa- mærabæi i ísrael. Þessar árásir ollu nokkru tjóni. ísraelsmenn svöruðu aftur á laugardaginn með þvi að gera miklar flugárásir á stöðvar Palestínumanna i Suður-Libanon. Enn varð mikið manntjón. Þegar hér var komið, skárust bæði Sameinuðu þjóðirnar og Banda- ríkjastjórn i leikinn á venjulegan hátt. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fyrirskipaði báðum deiluaðil- um að hætta öllum vopnaviðskiptum ekki siðar en klukkan sex að morgni . ■ Sharon varnarmálaráðherra stjórnar innrásinni í Líbanon. sunnudagsins. Reagan sendi Begin skeyti og skoraði á hann með alvarlegum orðum að hætta styrjald- araðgerðum. Viðbrögð Begins við þessum tilmælum Öryggisráðsins og Banda- rikjanna urðu þau, að hann lét ísraelsher gera innrás í Líbanon að morgni sunnudagsins og hafa siðar geisað þar miklir bardagar og standa enn, þegar þeta er ritað. Meðal þeirra, sem hafa skorað á Israelsmenn um að hætta innrásinni, eru þjóðarleiðtogarnir sjö, sem þinguðu í Versölum um helgina. Það hafði ekki meiri áhrif á Begin en að skvetta vatni á gæs. ÞAÐ virðist bersýnilegt að Begin muni halda áfram hernaðaraðgerð- um i Libanon, eins lengi og honum sýnist, hvað sem Öryggisráðið og Bandaríkin segja. Begin mun jafn- vel ekki hafa neitt á móti því, að til vopnaviðskipta komi milli ísraels- manna og Sýrlendinga, sem hafa her i Líbanon, en viðureign ísraels- manna og Palestínumanna hefur enn ekki borist til þeirra svæða, þar sem sýrlenski herinn er. Pólitísk staða Begins er þannig, að hann mun telja sig þurfa á því að halda að tefla djarfmannlega. Hann hefur látið Sinaiskagann af hendi, án þess að fá annað í staðinn en friðarsamning við Egypta, en margir ísraelsmenn treysta þvi plaggi mis- jafnlega. Mikil og vaxandi andstaða er gegn þvi i ísrael, að ísraelsmenn afsali sér Gasasvæðinu og vesturbakkanum til viðbótar og verði jafnvel að kveða heim landnemana þar, likt og á Sinaiskaga. Stjórn Begins hefur eftir þing- kosningarnar í fyrra ekki stuðst við nema eins og tveggja atkvæða meirihluta á þingi og þvi hvað eftir annað riðað til falls. Það er talið skammt undan, að Begin verði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef til vill er innrásin í Libanon þáttur i undirbúningi þeirra. Begin virðist standa minni stuggur af Khomeini en Bandarikjamönn- um. Israelsmenn eiga mikinn þátt í sigri írana, en talið er, að þeir hafi selt þeim vopn fyrir ekki minna en 20 milljónir dollara. Álit Begins og félaga hans virðist það, að Araba- ríkin geti siður snúið sér gegn ísrael meðan þau eiga Khomeini yfir höfði sér. Bandarikjamenn telja hins vegar, að staða ísraels verði enn verri, ef Khomeini eða eftirmenn hans ná yfirráðum yfir Persaflóa og Arabiuskaganum, eins og þeir stefna nú að. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mÆ erlendar fréttir ísraelsmenn sækja langt inn í Líbanon — hardir bardagar við hafnarborgina Sidon ísraelsher heldur áfram sókn I sinni inn í Libanon jafnframt þvi sem loftárásum er haldið uppi á höf- uðborgina Beirut. Mikilvægustu bar- dagarnir hafa verið við hafnarborg- ina Sidon, þar sem Palestinumenn I hafa eina af aðalbækistöðvum sinum. ísraelsmenn segja að þeir hafi um- I kringt Sidon í stærstu hernaðarað- gerð þessarar innrásar, en. í aðgerð- inni tóku þátt herskip, skriðdrekar, | fallhlífasveitir og landgöngusveitir. Á sunnudag bárust fyrstu fréttir af átökum á milli Libanonshers og ís- raelshers og segja talsmenn Líban- onshers að honum hafi tekist að stöðva brynvagnasveit ísraelshers | sem sótti i austur frá Sidon. ísraelsmenn hafa varpað flugmið- I um niður í Sidon, þar sem íbúar borgarinnar eru hvattir til að yfirgefa I hana. PLO menn segja að barist |sé i og i kringum borgina. PLO segir ennfremur að sveitir úr I ísraelsher hafi farið framhjá Sidon og sæki nú upp ströndina í átt að Beirut og séu þeir núna i aðeins 18 km fjarlægð frá höfuðborginni, og svo virðist sem þeir ætli sér að ná Ed Damur sem liggur rétt fyrir sunnan höfuðborgina og er önnur af | aðalbækistöðvum PLO. Sýrlendingar segja að herlið sitt hafi lent í átökum við fsraelsher en| fsraelsmenn neita þeim fregnum. ís- raelsmenn hafasagt að þeir vilji | forðast átök við Sýrlendinga í Liban- on nema tilneyddir. Bandaríska sendiráðið í vestur.-l hlutaBeirut hefur orðið fyrir skemnxll úm af eldflaugaárás. Tveimur eld-l ílaugum var skotið á sendiráðið ogl efri hæð þess eyðilögð. Manntjónl varð ekkert, en Bandarikjamenn I sögðu á sunnudag að helmingurl starfsfólks sendiráðsins yrði fluttur á| brott. Sérlegur sendifulltrúi Bandaríkj-1 anna i Miðausturlöndum Philip Ha- bib er nú í Jerúsalem, þar sem hannl mun eiga viðræður við Begin. Taliðl er að Habib muni leggja áherslu ál það sjónarmið Bandaríkjamanna að| þeir styðji heilshugar ályktun Örygg- isráðs SÞ sem kveður á um tafar-| lausa brottför ísraelshers án skilyrða | frá Líbanon. Egyptaland hefur einnig farið fram I á hið sama og ályktunin felur i sér| og sagði forsætisráðherra Egypta- lands aðEgyptar mundu grípa til að- gerða til að stöðva innrás ísraels- hers, en útilokaði jafnframt að í| þessu fælust beinar hernaðaraðgerð- Stödugar loftárásir — Breta á stöðvar Argentínu- manna við Port Stanley ■ Varnarmálaráðuneytið í Bret- landi segir að stöðugum árásum sé haldið uppi á hernaðarstöður Arg- entinumanna í grennd við Port | Stanley. Siðasta sólarhring hefur að öðru leyti verið fremur rólegt á vígstöðv- unum og engin bein hernaðarátök á milli deiluaðila voru i gær. Flugvélar Argentinumanna reyndu að halda uppi loftárásum á ' stöðvar Breta í kringum Port Stanl- ey en að sögn varnarmálaráðuneyt-1 is Breta varð ekkert mannfall hjáj þeim af þessum sökum. Bretar hafa að undanförnu verið I að styrkja stöðu sina á eyjunum, I mikið af vopnum og birgðum hefur | verið flutt á land, þar á meðal Rap- ier eldflaugar til að verja stórskota-1 ; lið Breta. Reagan í London I Reagan Bandaríkjaforseti Idvelst nú í Windsor-kastala sem Igestur Bretadrottingar meðan op- 1 inber heimsókn hans stendur yfir i | Bretlandi. Reagan, og kona hans Nancy, I komu til London síðdegis í gær en á móti þeim á Heatrow-flugvelli tóku m.a. Margaret Thatcher for- sætisráðherra og hertoginn af | Edinborg auk annarra ráðamanna. Til London kom hann frá Róm en | þar hitti hann m.a. páfann að máli. Meðal þess sem er á dagskrá hjá I Reagan i þessari heimsókn eru við- ræður við Thatcher en auk þess 1 mun hann ávarpa fulltrúa þingsins | í Westminster. Byltingarmenn í Chad: Tóku höf udborgi na ■ Fregnir frá Chad herma að byltingarmenn undir stjórn fyrrum varnarmálaráðherra landsins, Hambri, hafi náð höfuðborg lands- ins N’Djamena á sitt vald. Byltingarmenn fóru inn i borg- ina snemma morguns í gær, mættu lítilli mótspyrnu, og höfðu borgina á valdi sínu innan þriggja tima. Ekki er vitað hvar forseti lands- ins heldur sig nú. Talsmaður Hambri í París sagði I að svo fljótt sem auðið væri yrði I komið á fót landsstjóm og siðan I væri ætlunin að kalla saman þingl þar sem m.a. fyrrum stjórn ætti I fulltrúa og væri verkefni þingsins að koma á varanlegu stjórnskipu-1 lagi i landinu. Herlið Samtaka Afrikurikja sem I verið hafa í landinu tóku, að þvi er I virðist, ekki þátt í bardögunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.