Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið MKSfi ■ Al Paciono í rú ininu með einum lögfræðingnum úr siðanefndinni, en hún er leikin, ef það er rétta orðið, af Christine Lathi. SEKUR! SEKUR EÐA SAKLAUS (And Justice For All). Sýningarstaður: Stjörnubíó. Leikstjóri: Norman Jewison. Aðalhlutverk: Al Pacino (Arthur Kirkland), Jack Warden (Rayford dómari), John Forsythe (Flemming dómari), Christine Lathi (Gail Parker). Handrit: Valerie Curtin og Barry Levinson. Framleiðendur: Norman Jewison og Patrick Palmer, 1979. „Ég trúi þessu ekki, þetta er fáránlegt", er eitt af viðkvæðum Ai Pacino, sem leikur aðalhlut- verkið í sekur eða sak!aus“, og ég er viss um, að þar hefur leikarinn átt við myndina sem hann var að leika í, þvi ótrúlegri fáránleika, og verr gerðan i þokkabót, var vart hægt að hugsa sér. Öllum, sem eitthvað fylgjast með málefnum Bandaríkjanna er ljóst að ýmislegt er að dóms- kerfinu þar i landi. En samkvæmt þessari kvikmynd er dómskerfið svo spillt og rotið, að það ætti einna helst heima hjá brjáluðum einræðisherrum. Dómararnir í myndinni eru annað hvort kyn- ferðisglæpamenn, brjálæðingar af einni eða annarri sort eða þá geðfelldar konur, sem sleppa glæpamönnum á götuna en skamma fórnarlömb glæpanna fyrir að vera til. Lögfræðingarnir hugsa eingöngu um peninga og frama en er skitsama um fólk. Þeir, sem lenda i fangelsum, eru yfirleitt saklausir, og svo illa farið með þá, að þeir fremja sjálfs- morð, eða eru þá skotnir, eða eru þá skotnir í fangelsum. Og siðanefnd lögfræðinga, sem á að vernda almenning fyrir spilltum lögfræðingum, er jafn spillt og allir hinir, og til merkis um það eru okkur sýndar myndir af Flemming, einum dómaranna, og formanni siðanefndarinnar í kvennærfötum við fremur ólög- fræðilega iðju. En það er ekki öll von úti fyrir réttlætið, þvi bandarisk lögfræði- stétt á einn mann eða svo sem hugsar um fólkið, almenning, en ekki peningana. A1 Pacino er kominn í hringinn. Hann er að visu (af þvi hann hugsar svo mikið um fólkið en ekki peninga) til fara eins og hann sé nýkominn úr ræsinu, og auk þess alltaf að rífast við fólk um hvað aðrir séu spilltir en hann sjálfur góður og heiðarlegur og elskulegur, enda heimsækir hann afa sinn vikulega í elliheimilið og undrast þá opin- skátt, hvað verði um sig þegar sá gamli deyr. Síðan gleymir hann að visu kallinum i margar vikur, en hvað um það, hann er samt góður. Hann berst fyrir hverjum saklausum manninum á fætur öðrum, en þeir fá allir slæman enda af þvi að dómskerfið er svo rotið. Söguþráðurinn í þessari mynd er öfgakennt, barnalegt og fárán- legt samansafn, sem vafalaust hefur átt að vera gagnrýni á kerfið en lendir á fimmtu hæð yfir markið. Og leikararnir, sem eru neyddir til að segja þá vitleysu, sem handritahöfundunum hefur tekist að koma á blað, eru flestir eins og álfar út úr hól. Lee Strasberg er þar undantekning í hlutverki afans, og Jack Warden á einnig góða spretti sem einn af brjáluðu dómurunum í Ameriku. Handritahöfundarnir virðast sjálfir hafa áttað sig á þvi, hversu eymdarlegt verk þeirra er, þvi þegar klomið er fram í miðja myndina gefa þeir áhorfendum algjört fri frá söguþræðinum um stund og setja á svið grin um lofthræddan mann í þyrluflugi. Þetta atriði, sem vafalaust tekur um tíu minútur, hefur ekkert með efni myndarinnar að gera og er aðeins dæmi um uppgjöf þeirra, sem að henni standa, við að koma einhverri mynd á efni- viðinn. Norman Jewison verður sýnilega ekki framtíðarmaður i kvikmyndagerð. -ESJ. Elías Snæland Jónsson, skrifar ★ Forsetaránið ★ Með hnúum og hnefum ★★★ Ránið á týndu örkinni 0 Gereyðandinn ★★ Lögreglustöðin í Bronx ★★★ Fram í sviðsljósið o Sekur eða saklaus Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábær • ★ * ★ mjög góð • ★ ★ gód • ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.