Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1982, Blaðsíða 14
►RIÐJUDAGUR *. JÚNf 1982 14 heimilistíminn umsjón: AKB Safn, þar sem börn mega snerta og reyna hlutina sem er notuð til að senda með fréttir og skilaboð i sumum hlutum Afríku. Hún er sérlega vinsæl meðal barn- anna. Næst koma börnin að 17. aldar prentvél, sem er í hæfilegri stærð fyrir þau og börnin geta fengið að nota hana. ( ljósmyndadeildinni geta börnin fengið að taka myndir og þar er risa ljósmyndavél, sem börnin geta gengið í gegnum og fengið að sjá nákvæmlega, hvemig ljósmynda- vélin vinnur. Til að sjá það sem eftir er á þessari hæð þurfa gestir að fara upp stiga upp i „Babelsturninn“ og þar má heyra fólk tala á ýmsum tungumál- um. Á annarri hæð kynnast safngestir svo nútima tjáskiptum. Þar er eftirlíking af einni af fyrstu tölv- unum. Þaðan geta gestir farið i tölvuherbergið, þar sem þeir geta reynt tölvurnar. Næst er svo símasalurinn, þar sem rakin er saga simans frá því að fyrstu skiptiborðin voru notuð, þar sem mannshöndin stjórnaði og til nýj- ustu aðferða, þar sem notaðir eru laser geislar og ljósið er notað til að bera boð. Þarna er líka útvarpsherbergi, þar sem unga fólkið getur búið til sínar eigin dagskrár og fyrirhugað er að seinna komi i safnið svipuð aðstaða fyrir sjónvarp. í tengslum við þetta sérstaka safn eru haldin námskeið fyrir skólabörn og aðra hópa. Þar eru haldin t.d. námskeið, þar sem börn og fullorðn- ir geta lært á tölvur. Börnin hafa sýnt þvi mikinn áhuga og jafnvel fjögurra ára börn hafa sýnt því mikinn áhuga að læra á tölvur. Börnin hafa lfka sannarlega reynst mun duglegri og fljótari en búist var við að leysa erfiðar þrautir i tölvunum. ■ f Washington er safn, sem sérstaklega er ætlað fyrir böm og i staðinn fyrir skilti, þar sem á stendur „snertið ekki“ eru i hverju herbergi hlutir, sem ætlast er til að börnin taki upp, rannsaki eða skriði undir og klifri á. Þetta safn hefur verið opið i þrjú ár og börnin geta byrjað á að skoða ísaldarhelli, þar sem þau geta tekið fyrsta skrefið í fræðslu mann- kynssögu. Hellirinn var valinn til að sýna að þörf manna í hellunum var sú sama til tjáskipta og nú i dag. Hellabúarn- ir tjáðu sig með myndum og táknum á hellisveggina fyrir 30 þúsund árum. Eftir að hafa heimsótt hellinn geta safngestir séð og gert tilraunir með ýmsar aðferðir til tjáskipta, sem hafa verið fundnar upp, t.d. egypskt myndletur og ritsimann. Þarna er sagt frá því hvernig Grikkir sendu boð milli staða fyrir 2.300 árum síðan með kyndlum, sem komið var fyrir á hæðum, þar sem vel sást til þeirra. Þarna er líka tromma frá Afríku, Breytingar á akstrl SVR á tveimur leidum ■ Um síðustu mánaðamót tóku gildi eftirfarandi breytingar á akstri Strætisvagna Reykjavikur: Leið 2. Framvegis verður ekið á 15 mínútna fresti frá kl. 7 tii kl. 19 á mánudögum til föstudaga í stað 12 minútna áður og þannig á að verða auðvcldara að skipta milli vagna á leiðinni, þ.e. vagna á öðrum leiðum. Fyrsta ferð frá Granda verður kl. 6.50, en frá Skeiðarvogi kl. 6.55, og síðan á 15. minútna fresti til kl. 19. Ferðir á leið 2 á kvöldin og um helgar verða óbreyttar frá þvi sem verið hefur. Leið Melar-Hlíðar.Tilraunaakst- ur, sem hófst á leiðinni i fyrra- haust, hcfur gefið þá raun að ákveðið hefur verið að halda honum áfram cnn um sinn, nema hvað ferðir á helgidagsmorgnum fyrir kl. 10 verða felldar niður vegna ónógrar eftirspurnar. Fyrsta ferð frá Hlemmi á helgum dögum verður þvi framvegis kl. 10.07. Að öðru leyti verða ferðir á leiðinni óbreyttar frá þvi, sem verið hefur. , Sérprent mcð ofangreindum breytingum munu fást á miðasölu- stöðum SVR, og er farþcgum bcnt á að afla sér þeirra, en breyting- arnar munu síðán verða teknar upp í næstu prentun á Leiðabók SVR. ■ Eirmunir og kertastjaki Sýningin Nytjaskart í íslenskum heimilisiðnadi ISLENSK HUSGOGN A SÝNINGU ERLENDIS ■ íslenskur heimilisiðnaður tekur nú i þriðja sinn þátt í Listahátið i Reykjavík, með listiðnaðarsýningu i versluninni í Hafnarstræti 3. Sýningin ber heitið Nytjaskart. Þrjár listiðnaðarvinnustofur undir Torystu Katrínar Ágústsdóttur, Jens Guðjónssonar og Guðrúnar Vigfús- dóttur sýna fjölbreyttan listiðnað, sem unninn er með þeirra samstarfs- fólki. Verkstæði Katrinar og Stefáns sýnir batik og tauþrykk. Sýningar- munimir eru höklar, kjólar úr baðmull, ull og silki og ýmsar smá textil vörur. Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur sýnir kjóla með fjölbreytilegum vefnaðargerðum, hökla og tilheyr- andi stólum og siðan 3 veggteppi, sem bera heitið „Fiskveiðar fyrr og nú.“ Teikninguna af teppunum gerði Pétur Guðmundsson , en Guðrún óf og setti inn liti. Vinnustofa Jens Guðjónssonar sýnir skartgripi úr silfri og gulli, skúlptúra o.fl. Samstarfsfólk Jens Guðjónssonar eru gullsmiðirnir Jón Snorri Sigurðsson og Hansina Jens- dóttir. Sýningin Nytjaskart verður opin á venjulegum verslunartima frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 9 til 16. Fyrirhugað er að fara með kjólasýn- ingar út á stæti og torg einhvern tíma meðan á sýningartima stendur, ef veður leyfir og verður það auglýst sérstaklega í dagblöðum. Sýningin stendur fram að 17. júní. ■ Á Alþjóðlegu húsgagnasýning- unni i Kaupmannahöfn, sem haldin var dagana 12.-16. maí s.l. sýndu fjögur íslensk fyrirtæki framleiðslu sina, en þau em Trésmiðjan Víðir, Ingvar og Gylfi og Árfell hf. Trésmiðjan Viðir kynnti ný hús- gögn, sem finnski arkitektinn Ahti Taskinen hannaði, en áklæði hann- aði Guðrún Gunnarsdóttir og Ála- foss hf. framleiddi. Sýndar voru hillu- og skápaeiningar, sem notand- inn getur raðað saman eftir þörfum, borðstofuhúsgögn og sófasett með sófaborðum. Innkaupaaðilar sýndu verulegan áhuga á húsgögnunum og margar fyrirspurnir og pantanir voru gerðar. Ingvar og Gylfi sýndu svefnher- bergissett, sem nýkomið er i sölu innanlands. Þetta er fyrsta skref fyrirtækisins i skipulögðum útflutn- ingsaðgerðum og viðtökurnar stað- festu, að fyrirtækið hefur fulla ástæðu til að halda áfram á þeirri braut. Árfell sýndi skilrúm úr litaðri eik. Þau vöktu talsverða athygli ekki sist vegna þess að litið var um svipaða vöru á sýningunni... Allir islensku þátttakendurnir vom ánægðir með þær viðtökur sem vörur þeirra fengu og bjartsýnir á frekari aðgerðir til útflutnings ís- lenskra húsgagna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.