Tíminn - 16.06.1982, Page 5
5
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982
fréttir
Guðbergur
Ingólfsson
í Garði:
„Auð-
vitað
erum
við
hræddir”
■ -Guðbergur Ingólfsson útgerðar-
maður og fiskverkandi i Garði, hvemig
er að vera fiskverkandi um þessar
mundir?
„Það er nokkuð gott, það hefur
gengið mjög vel í þrjú til fjögur ár,
sérstaklega i blautfiskinum. Ég hef fært
mig meira út í það vegna erfiðleika í
þurrfiskinum, hann hefur dregist sam-
an.“
- Er Portúgalsmarkaðurinn í hættu
núna, vegna mistaka hér heima?
„Við vonumst til að komast yfir það.
Hinsvegar er erfitt að ræða það, vegna
þess að það er nýtilkomið, en það virðist
vera vilji hjá kaupendunum til að leysa
það farsællega og við vonum það besta.
Því er ekki að leyna að menn eru
óttaslegnir um að þetta geti orðið erfitt
mál.“
-Undan hverju kvarta kaupendumir?
„Þeir telja að fiskurinn sé ekki metinn
rétt i flokka, að hann sé flokkaður of
hátt. Sérstaklega telja þeir að neðri
flokkamir verði fyrirþessu, skilst mér.“
-Ertu hræddur um að þetta hafi áhrif
á markaðinn?
„Við erum auðvitað hræddir, en
vonum að það leysist. Ég vil benda á að
stjórn SÍF ákvað að taka ábyrgð á
greiðslu skaðabóta, ef til koma. Það
virtist hafa róað málið aðeins."
-Hvað hefur þú verkað saltfisk í mörg
ár?
„Ég er að hefja 33. árið.“
-Er munur á að vinna saltfisk nú og
þegar þú byrjaðir?
„Það er nokkur munur fyrir mig,
vegna þess að ég er dæmigerður
þurrfiskverkandi. Það voru nokkuð góð
þurrfiskár frá 1950-60 og síðan vom
léleg ár til 6 8 en svo komu mjög góð ár.
Ég var búinn að útbúa mig vel í
þurrkun í kringum 1970, síðan féll þetta
aftur niður en virðist aðeins vera að lifna
núna,“ sagði Guðbergur.
■ Guðbergur Ingólfsson: SÍF ábyrgist
greiðslumar.
■ Frá setningu aðalfundar SÍF, á Hótel sögu i gærmorgun Tímamynd GE
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hefur starfað íhálfa öld:
ER SALTFISKUR”
r
■ „Lífið er saltfiskur," sögðu ræðu-
menn hver af öðmm i hádegisverðar-
boði, sem Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda hélt í tilefni 50 ára afmælis
síns. Fomstumenn samtakanna buðu
mikinn fjölda gesta velkomna og
viðskiptaráðherra flutti síðan aðalræð-
una og öllum bar saman um að líf
þessara samtaka byggðist á saltfiski.
Blaðamaður Tímans tók þrjá menn
tali í veislunni og eins og að likum lætur
voru spumingar um kvartanir Portugala
efst í huga og því voru allir beðnir um
að segja sitt álit á þvi máli.
Aðalfundur samtakanna var settur i
gærmorgun. Þar var ákveðið að verja
hálfri milljón króna til að byggja upp
fyrir aldraða, á ári aldraðra. 1 veislunni
tók Pétur Sigurðsson við gjöfinni fyrir
hönd Sjómannadagsráðs. SV
Fridrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF:
„Ég hafdi aldrei dregið fisk ur sjó”
■ - Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri
SÍF, þú minntist á alvarlegt ástand núna
rétt áðan. Hvað er ástandið mikið
alvarlegt?
„Það virðist vera mjög alvarlegt, ef
ekki rætist úr með þorskveiðina. Við
áttum von á miklu meiri framleiðslu á
vertíðinni heldur en við fengum, þó hún
hafi reyndar verið það mikil framan af,
að við virðumst ætla að fá upp i þá
samninga, sem búið er að gera. En
vissulega hljóta allir að hafa miklar
áhyggjur af þessu, eins og það lítur út.“
- Komstu ekki beint út úr viðskipta-
fræðinámi að SÍF?
„Að vísu, en ekki til að taka við þvi
strtax, heldur tók ég að mér sérstakt
verkefni i upphafi. Síðan æxlaðist það
þannig að ég tók við af Helga
Þórarinssyni, þegar hann hætti, og ég sé
ekkert eftir því, þvi þetta er mjög
fjölbreytt og skemmtilegt starf."
- Hafðir þú einhverja þekkingu á
sjávarútvegsmálum, áður en þú byrjaðir
i þessu?
„Nei, ég er borinn og bamfæddur
norður í landi við búskap og hafði aldrei
dregið fisk úr sjó, hvað þá að ég hafi
komið að því að flaka hann eða salta.
Ég held að það hafi alls ekki komið mér
neitt illa nema síður sé, ég kom þá
vonandi alveg fordómalaus inn í þetta,
á sínum tima, ég var hvorki með eða
móti togurum eða bátum né með eða
móti frystum fiski eða söltuðum.“
- Ertu að boða einhverjar breytingar?
„Nei, alls ekki. Ég er ekki búinn að
segja upp og mér hefur heldur ekki verið
sagt upp.“
- Hvernig standa mál samtakanna
núna?
„Þau standa nokkuð vel. Það hefur
gengið vel nokkur undanfarin misseri,
sem ræðst fyrst og fremst af því að
markaðurinn í Portugal hefur tekið vel
við því sem við höfum haft þangað að
selja. Þar er okkar langstærsti markaður
og það má segja að velferð saltfiskfram-
leiðenda ráðist fyrst og fremst af þvi
hvernig þar gengur.“
- Er nokkur hnútur hlaupinn á
þráðinn núna, vegna kvartana sem
komu nýlega frá Portúgal?
„Nei, við vonum ekki. Við reynum að
bregða við skjótt, þegar svona kemur
upp og leysa það þannig að það komi
kaupandanum ekki illa. Við reynum af
fremsta megni að forðast að svona vandi
komi upp, en þvi miður gerast alltaf
mannleg mistök og það er sama hver á
í hlut, þau verður að leysa. Við vinnum
að því og vonumst til að þau hafi ekki
áhrif á ágæt samskipti okkar við
Portúgali. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
mistök verða, en þetta virðist vera mjög
alvarleg krafa.“
- Hvað hefur brugðist?
„Ég vil ekki kenna neinum einum um
þetta, hvorki framleiðendum, mats-
mönnum eða öðrum. Fiskurinn hefur
með einhverju móti komist úr landinu,
án þess að vera í þvi lagi, sem hann á
að vera, samkvæmt samningum og
samkvæmt matsreglum. Það eru örugg-
lega mörg atriði, sem spila þama inn í. “
- Þýðir þetta að þörf sé á að hrista
upp i framleiðslu- og eflirlitskerfunum?
„Alltaf þegar svona nokkuð kemur
vera mjög alvarlegt. itmamynd. An
upp, þá hljótum við á einhvern hátt að
taka málin til endurskoðunar. Það
gerðum við strax kvöldið sem við
fréttum þetta og munum halda því áfram
þangað til við vitum hvað þarna hefur
gerst.
Við erum með fjóra menn úti í
Portúgal núna til þess að fara í gegnum
þetta og strax og aðalfundinum lýkur
förum við út til þess að ræða við
kaupendurna og reyna að leysa málið á
þann hátt að það komi framleiðendum
sem minnst til skaða."
- Eru fyrirhugaðar nýjungar eða
útþensla hjá SÍF?
„Þessi vara, sem við framleiðum og
seljum, er afskaplega hefðbundin. Allar
tilraunir sem við eða aðrir hafa gert til
að bylta henni eða breyta á einhvern
hátt, hafa ekki haft mikil áhrif.
Hinsvegar höfum við augun opin fyrir
öllum nýungum, sem geta komið okkur
til góða og fylgjum þvi eftir eins og við
getum. Útþenslustefna er ekki i okkar
huga. Við reynum að fylgja þeim
mörkuðum sem við höfum, sem best, og
hafa opin augu fyrir öðrum, sem kunna
að opnast."
- Er markaðurinn stærri nú, en hann
hefur verið áður?
„Hann virðist vera rýmri fyrir okkur.
Við metum það þannig að okkar fiskur
hafi líkað vel síðustu ár og við virðumst
hafa sterka stöðu hjá kaupendum. Við
ætlum okkur að halda því, fyrst og
fremst með þvi að halda gæðunum uppi
og að sýna áfram þann áreiðanleika í
viðskiptum sem SÍF hefur verið þekkt
fyrir um áraraðir."
- Plön um að kenna fleiri þjóðum að
eta saltfisk?
„Norðmenn hafa reynt það mikið og
eytt til þess miklum peningum og
fyrirhöfn. Við höfum ekki gert mikið af
þvi að kenna þjóðum saltfiskát og það
virðist vera tiltölulega erfitt, vegna þess
hversu sérkennileg bragðvara saltfiskur
Sigurður Oskarsson í Vestmannaeyjum:
„OKKAR FISKUR VAR BARA
EFSTUR I SKIPINU”
■ Sigurður Óskarsson er einn af stóru
mönnunum í fiskiðnaði i Vestmannaeyj-
um. Timanum þótti bera vel i veiði
þegar við rákumst á hann, til að spyrja
hverju sæti að Vestmannaeyingar eru að
senda saltfisk til Portfigal, sem þarlendir
kaupendur hafa ástæðu til að kvarta
undan. Sigurður varðist af mikilli fimi
og sagðist ekki geta sagt mikið um
málið, þar sem það sé enn í athugun.
Menn hafa rætt um að sökin væri sú
að fiskurinn hefði ekki verið nægilega
verkaður áður en hann fór í geymslu.
Sigurður telur að sú skýring standist
ekki, þar sem fyrstu farmarnir tveir
reyndust vera i lagi.
„Við Vestmannaeyingar komumst
uppá fyrst og fremst vegna þess að okkar
fiskur er efst 1 skipinu, þess vegna erum
við nefndir í þessu sambandi,“ sagði
Sigurður.
• Frekari spurningum vísaði Sigurður
frá sér með þessum orðum: „Um leið og
' okkar menn koma heim og gefa sína
skýrslu, er eitthvað hægt að segja."
En í lokin bætti hann við: „Kaupend-
urnir hafa ákveðinn tima til að kvarta ef
þeim þykir ástæða til. Sjái þeir einhverja
ástæðu til þess, kvarta þeir til að vera
búnir að tryggja sig, ef í ljós kemur að
eitthvað sé að.“
SV