Tíminn - 16.06.1982, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI1982
ítS? “jV! i
V
erlent yfirlit
erlendar fréttir
■ ÞAÐERennekkifullkomlegaljóst,
hvað fyrir ísrelsstjórn hefur vakað,
þegar hún hóf innrásina í Líbanon fyrra
sunnudag. í fyrstu héldu flestir að
tilgangurinn væri að veita Frelsishreyf-
ingu Palestinumanna nokkra ráðningu
og gera stöðu hennar erfiðari í Libanon.
Nú er ljóst orðið, að ísraelsstjórn
hefur ætlað sér miklu meira. Margt
bendir til, að hún hafi tvennt i huga. í
fyrsta lagi að eyðileggja allar bækistöðv-
ar Frelsishreyfingar Palestínumanna í
Libanon og gera hana útlæga þaðan. í
öðru lagi að ná þeirri aðstöðu i Líbanon,
að Libanon verði í raun leppriki
ísraelsmanna, þótt landið haldi sjálf-
stæði að nafni til.
Hvort ísraelsstjórn tekst þetta, veltur
mikið á afstöðu Bandarikjanna, en
Begin er nú farinn vestur um haf til
viðræðna við Reagan. Þaö kemur nú í
ljós hversu einbeittur Reagan er, þegar
að á hann reynir. Láti hann undan
Begin, hefur hann sér það að vísu til
afsökunar, að aðeins einn forseti
Bandarikjanna hefur haft í fullu tré við
ísrael.
Það var Eisenhower, þegar hann lét
ísraelsmenn, Breta og Frakka hætta við
innrásina i Egyptaland. Eisenhower
gerði sér Ijóst að slik hernaðaraðgerð
gat reynzt nokkur ávinningur í skamma
stund, en myndi skapa miklu meiri
vanda síðar.
Þótt Eisenhower væri dáður hershöfð-
ingi skildi hann betur en margir aðrir,
Israel sameinar
andstæðinga sína
Khomeini hyggst taka forustuna
að vandamál verða yfirleitt ekki leyst
með styrjöldum og sízt af öllu eru þær
vænlegar til að tryggja frið til frambúðar.
HVER sem verður niðurstaðan af
viðræðum Begins og Reagans liggur það
í augum uppi, að innrásin i Líbanon
mun ekki tryggja ísrael frið. Það má vel
vera, að fyrst á eftir verði nokkru rólegra
en áður, en það verður aðeins stundar-
hlé.
ísrael hefur sennilega með innrásinni
í Líbanon tekizt það kraftaverk að
sameina alla hina sundruðu fjandmenn
sína um að herða baráttuna gegn ísrael.
í stað þess að reyna að nálgast
Arabaríkin og stefna að friðsamlegri
sambúð þeirra og ísraels, hefur ísraels-
stjórn enn einu sinni niðurlægt þá og
aukið hatur þeirra i garð ísraels.
Tvimælalaust hefur innrásin í Líban-
on aukið enn styrjaldarhættuna i
Austurlöndum nær og dregið úr sam-
komulagshorfum þar. Egyptar hafa
verið neyddir til að fylkja sér með hinum
Arabaþjóðunum og mótmæla innrás-
inni.
Litlar horfur eru á þvi eftir þetta, að
samkomulag náist milli Egypta og
ísraelsmanna um framtið vesturbakkans
svonefnda og Gazasvæðisins. Samnings-
grundvöllurinn, sem var lagður i Camp
David virðist þar með úr sögunni.
Tilraunir Saudi-Arabíu til að koma á
samkomulagi milli ísraels og Arabaríkj-
anna muni eiga lítinn hljómgrunn hjá
Aröbum eftir þetta, nema alveg óvæntir
atburðir komi til sögu.
Fyrir hin svonefndu hófsamari Araba-
ríki er nú ekki um annað að velja en að
samfylkja þeim ríkjum, sem ósáttfúsari
hafa verið talin og mynda með þeim
harðsnúna fylkingu gegn ísrael. Annars
eiga valdhafar þessara rikja það á hættu,
að þeim verði steypt af stóli.
Fyrir Khomeini erkiklerk er innrás
ísraelsmanna i Líbanon hreinn hvalreki,
sem hann mun kunna að notfæra sér út
i yztu æsar. Hann hetur þegar látið í það
skína, að innrásin geti auðveldað
friðarsamninga milli {rans og íraks, þvi
að nú þurfi allir Múhameðstrúarmenn
að snúa saman bökum og hefja heilagt
strið gegn ísrael og villutrú Gyðinga.
Orðrómur hermir að Khomeini hafi
þegar boðið Sýrlandsstjórn hemaðar-
lega aðstoð, ef hún þurfi á að halda, en
gætt hafi tregðu hjá henni við að þiggja
boðið. Leiðtogum Arabarikjanna stend-
ur viss ótti af Khomeini og klerkum
■ Khomeini og Arafat, leiðtogi PLO
hans, en boðskapur hans á hins vegar
vaxandi fylgi að fagna meðal þegna
þeirra. Valdhafarnir eiga það á hættu,
að islamska byltingarstefnan sópi þeim
i burtu, ef þeir fylgjast ekki með.
VALDHAFAR Sovétríkjanna fóru
sér i fyrstu gætilega i sambandi við
innrásina i Libanon, en hafa nú gripið
til öflugra mótmæla og sagt hana ógna
hagsmunum sínum. Vegna samninga
Sovétríkjanna og Sýrlands geta Sovét-
rikin illa setið hjá, ef ísraelsmenn og
Sýrlendingar fara að berjast eða Sýr-
lendingar verða knésettir.
Afleiðing innrásarinnar í Libanon
getur hæglega orðið sú, að hin svo-
nefndu hófsamari Arabaríki snúi sér nú
meira til Sovétrikjanna en áður, þvi að
erfiðar er orðið fyrir þau að hafa náin
tengsl við Bandarikin.
Það gæti þó nokkuð dregið úr þessu,
ef Bandarikin tækju nú fast í taumana
og létu ísraelsmenn kalla her sinn heim,
eins og Eisenhower gerði forðum, án
nokkurra skilyrða. Þetta gæti Reagan,
því að hann getur haft öll ráð
ísraelsmanna í hendi sér, ef hann kærir
sig um. Það gæti hins vegar kostað hann
atkvæði Gyðinga i Bandarikjunum og
framundan eru þingkosningar, þar sem
republikanar standa ekki of vel.
Ein afleiðing innrásarinnar í Líbanon
er sú, að Frelsishreyfing Palestinu-
manna svari ósigrinum með þvi að grípa
að nýju til hryðjuverka gegn Gyðingum
hvarvetna um heim, þar sem þvi yrði við
komið. Samtökin voru hætt þessum
hryðjuverkum, þvi að þau bættu ekki
fyrir samkomulagi. Aðeins einstakir
hópar, sem höfðu klofið sig út úr
samtökunum, héldu þeim áfram. Nú er
mikil hætta á að þetta breytist.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Uppgjöf Argentínumanna
á Falklandseyjum:
Alls 14.800
strfðsfangar
■ Mikill fögnuður ríkti i Bretlandi
eftir uppgjöf Argentinumanna á
Falklandseyjum, en rösklega 13.000
argentínskir hermenn í Port Stanley,
lögðu niður vopn er samkomulag um
vopnahlé var undirritað kl. 1 i
fyrrinótt og hafa Bretar þvi alls tekið
14.800 stríðsfanga í þessu striði en
þeim verður öllum skilað aftur til
heimalands síns.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, sagði á breska þinginu
í gær að Bretar hefðu beðið
Argentinustjórn um staðfestingu á
þvi að ófrið'num væri nú lokið ekki
einungis á Falklandseyjunum sjálf-
um heldur einnig á Suður-Atlants-
hafi.
Bretar eru undrandi á þeirn fjölda
hermanna sem lögðu niður vopn við
undirritun vopnahléssamningsins
því þeir höfðu áður talið að einungis
8.500 argentínskir hermenn væru á
öllum eyjunum.
Rex Hunt, landstjóri Falklands-
eyja, mun halda þangað aftur eins
fljótt og auðið er og mun hann skipta
verkum með Jeremy Moore yfir-
manni fótgönguliðsins á eyjunum
sem skipaður var herstjóri þeirra.
Óeirðir urðu í Buenos Aires er
mannfjöldi safnaðist þar saman til að
hvetja stjórn landsins að halda áfram
baráttunni og notaði lögreglan
gúmmíkylfur til að dreifa mannfjöld-
anum. Um það bil 500 manns lenti
saman við lögregluna fyrir utan
forsetahöllina i Buenos Aires og
voru nokkrir þeirra handteknir.
■ Breskur hermaður við Port
Stanley
„Við munum gera allt sem við
getum til að aðstoða við lausn á
deilumálum Brcta og Argentínu-
manna“ sagði Reagan Bandaríkja-
forseti í stuttri yfirlýsingu í gær en í
henni fagnaði hann jafnframt sigri
Breta.
Afleiðingar stríðsins
■ Menn hafa reynt að spá i þá
stöðu sem nú er komin upp eftir
hernaðarsigur Breta á Falklandseyj-
um. Einkum tvennt liggur nú Ijóst
fyrir, annarsvegar þá hefur Marga-
reth Thatcher og stjórn hennar
styrkst gífurlega og ekki er óliklegt
að Thatcher boði til nýrra kosninga
á næstu mánuðum vegna þessa,
hinsvegar stendur Galtieri og stjórn
hans völtum fótum i Argentinu og
hafa þegar heyrst raddir um að hann
ætti að segja af sér þannig að
borgaraleg stjórn geti verið mynduð
f Argentínu.
Costa Mendez, utanrikisráðherra
Argentinu, sagði að þrátt fyrir
uppgjöfina myndu Argentinumenn
halda áfram að berjast fyrir þvi að
full yfirráð þeirra yfir eyjunum yrðu
viðurkennd en hinsvegar mun það
vera álitið, að Thatcher sé hlynntust
einhvers konar sjálfstjórn eyja-
skeggja undir bresku krúnunni. Það
er þvi Ijóst að enn verður heitt i
kolunum á S-Atlantshafi og að
erfiðar samningaviðræður fara nú í
hönd, viðræður sem gætu endað með
þvi að átök blossuðu upp aftur.
Israelsmenn
herða umsatrið
■ Bardagar urðu milli ísraels-
manna annarsvegar og Palestinu-
manna og Sýrlendinga hins vegar
fyrir austan Beirut i gær en þetta er
í fyrsta sinn, síðan á föstudag sem
ísraelsmönnum og Sýrlendingum
lýstur saman.
Að öðru leyti var rólegt i Beirut í
gær en ísraelsmenn herða enn
umsátur sitt um Beirut og hafa þeir
sett Sýrlendingum úrslitafrest hvað
varðar brottför frá Beirut. Stjórnin i
Damaskus mun hafa visað þessari
kröfu á bug.
ísraelsmenn sitja nú um stöðvar
Palestínumanna í V-Beirut og hafa
þeir síðarnefndu sagt að ef ísraels-
menn reyni að ná borgarhlutanum á
vald sitt megi búast við að Beirut
breytist í aðra Stalingrad.
Philip Habib sérlegur sendifulltrúi
Bandarikjanna i Miðausturlöndum
ræddi i gær við ráðamenn í Libanon
um hvernig hægt væri að finna lausn
á þessari deilu en lítill árangur varð
af þeim umræðum.
Ekki fyrstir’
segir Breshnev
■ Á afvopnunarráðstefnu SÞ i
New York las Andrei Gromyko upp
orðsendingu frá Leonid Breshnev
þar sem sá síðarnefndi hét þvi að
Sovétrikin yrðu ekki fyrst til að beita
kjamorkuvopnum í stríði.
„Þetta heit skal ganga í gildi þegar
í stað“ sagði í yfirlýsingunni og var
henni ákaft fagnað á ráðstefnunni.
-Þ