Tíminn - 16.06.1982, Síða 10

Tíminn - 16.06.1982, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 10 heimilistíminnl lumsjón: AKB Er lykillinn að langlífi að borða lítið? ■ Ýmsir vísindamenn beina nú rannsóknum sínum að þvi að finna út, hvort lykillinn að langlífi sé það að borða litið. Þessar rannsóknir hafa orð- ið til vegna sífellt fleiri og meira sannfærandi dæma um það að „naumt fæði“ eða fæði, sem inniheldur öil nauð- synleg efni, en 1% eða 1/4 minna af hitaeiningum en það sem venjulega er talið nauð- synlegt til að halda eðlilegri líkamsþyngd geti lengt líf manna. ■ Maðurinn t.d á myndinni er 140 ára gamall, Mejid Agayev og er frá þorpinu Tikyabande í Kirghiziu. ■ Afmælisveisla í Kákaus. Afmæl- is barnið er öldungurinn á myndinni og vafalaust vel yfír 100 ára. Tilraunir á dýrum hafa sýnt að borði dýrin litið, geta lífslíkur þeirra aukist um það, sem svarar 40 árum hjá manninum. Þetta dregur einnig úr hrörnun á ónæmiskerfi likamans, minnkar hættu á sjúkdómum, tengdum ellinni, t.d. hjartasjúkdómum, krabba- meini, nýrnasjúkdómum og gigt. Mörg dýranna, sem alin hafa verið á „naumu fæði„ hafa alls ekki veikst af neinum sjúkdómi, heldur.beinlínis dáið úr elli. Þó að rannsóknirnar allar hafi farið fram á dýrum á rannsóknarstofnum eru vísindamennirnir trúaðir á að upp- götvanir þeirra eigi einnig við um manninn. Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að minnka eggjahvítu-(protein)- innihald í fæðinu á þess að fækka hitaeiningum, geti reynst góð aðferð til að seinka ellinni. Dr. Edward Masoro formaður læknadeildar Texasháskóla sýndi fram á, að ævi tilraunarotta lengdist töluvert með því að þær voru aldar á helmingi minna (próteini) eggjahvituefni en venjulega, en þó lengdist hún ekki eins mikið og þegar hitaeiningafjöldi í fæði þeirra var minnkaður niður í 60% af því sem þær borðuðu venjulega. Það hefur einnig verið sýnt fram á, að kostir „naums fæðis án næringarskorts“ koma fram jafnt þó viðkomandi byrji ekki að neyta „naums fæðis" fyrr en á miðjum aldri. Þannig kom í ljós að rottur af langlífu kyni sem aldar voru á „naumu fæði“ frá miðjum aldri þeirra lifðu 10-20% lengur en ella hefði verið. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt, að ef mýs voru frá fæðingu aldar á fæði, sem innihélt 60% af hitaeiningum i venju- legu fæði þeirra, urðu þær seinna fyrir ellihrörnun á ónæmiskerfi líkamans. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að ef fituinnihald í mat tilraunadýranna er minnkað, minnka likur á því að dýrin fái sjúkdóma vegna galla í ónæmiskerfi og krabbamein. í öðrum tilraunahópi voru dýrin alin bæði á fitu- og hitaeiningarýru fæði og þau dýr fengu síður sjúkdóma í kransæðar. Einnig kom i ljós að ■ Fjörgamlar en hressar konur i Sovétrikjunum. hitaeiningarýrt fæði gat hindrað mynd- un brjóstkrabbameins hjá músum, sem líkur voru á að fengju þann sjúkdóm. Því telja þeir bandarisku læknar, sem unnið hafa að rannsóknum þessum, að þeir hafi fengið nægar sannanir fyrir því að jafnvel ýmsa arfgenga sjúkdóma megi koma í veg fyrir með „naumu fæði“. Þeir sjá fyrir sér að vísindalega samsett „naumt fæði“ geti ef til vill orðið til þess að sigur vinnist á krabbameini, kransæðastiflu, nýrnasjúkdómum og sjúkdómum er stafa af brenglun á ó- næmiskerfi líkamans t.d., liðagigt. Langtíma „naumt fæði“ er eina þekkta leiðin til að seinka elli og lengja lif dýra með heitt blóð segja þeir læknar sem hafa staðið að þessum rannsóknum. Og þeir telja að það hljóti að gilda það sama fyrir mannskepnuna, því að áhrif- in hafa sannað gildi sitt á öllum dýrum, sem rannsóknirnar hafa náð til. Tilraunir til að lengja lífið með „naumu fæði“ voru fyrst gerðar í Cornell háskólanum fyrir nærri hálfri öld og hafa alltaf öðru hverju verið reyndar síðan. Slíkar tilraunir hafa þó aldrei verið gerðar á fólki. Rannsóknir hafa farið fram á fólki, sem hefur þjáðst af • næringarskorti, en i fæði þess hefur vantað mikilvæg og lífsnauðsynleg efni og einnig hefur það yfirleitt búið í löndum, þar sem lítil læknishjálp er og mikið af smitnæmum sjúkdómum. Lífslíkur fólks hafa breyst mikið frá þvi að Homo Sapiens varð til. í Róm til forna náði aðeins helmingur íbúa 22 ára aldri, en t.d. i Bandarikjunum í dag lifir um helmingur íbúa til 76 ára aldurs. Ef hinir alvarlegu sjúkdómar, sem fylgja ellinni, yrðu læknaðir, mundi meðalald- ur færast upp í um 90 ár. Um 100 ár hefur verið talinn lengstur lífaldur fólks, en ef að fólk sýnir sömu svörun við „naumu fæði“ og tilraunadýr- in, gæti lífaldur lengst upp i 140 ár og að meðaltali í 120 ár. Um leið yrði minni hluti öldunganna haldinn ellisjúkdóm- um. Þegar mannslíkaminn eldist eiga sér stað breytingar á líffærunum. Ónæmis- kerfi líkamans er t.d. virkast á kynþroskaskeiði og hnignar síðan smátt og smátt. Hæfileiki likamans til að nota súrefni við áreynslu minnkar stöðugt frá 7 ára aldri - 80 ára. Hraði taugaboða minnkar hægt með aldrinum, en hæfi- leiki til öndunar og blóðstraumur i gegnum nýrun minnka örar, sérstaklega eftir 30 ára aldur. Það er vegna minnkandi starfsemi nýrnanna að gam- alt fólk á erfitt með að þola saltan mat. Vísindamennirnir munu halda áfram rannsóknum sinum á ellinni og þvi, hvort hægt er að seinka henni með „naumu fæði“, en það skal tekið fram að þeir leggja áherslu á að dýrin, sem þeir hafa alið á „naumu fæði“ hafa verið alin á göðu fæði, sem hcfur innihaldið öll nauðsynleg næringarefni fyrir likam- ann. Fórnardýr eins konar stríds ■ Hjónaskilnaðir fara sífellt í vöxt i hinum tæknivædda heimi og um leið eykst fjöldi þeirra bama, sem flækjast í þeim örlagavef, sem skilnaður er hluti af. Skilnaður getur stundum orðið til góðs að þvf leyti að börnin losna frá kvalræði sífelldra deilna foreldranna, en i flestum' tilfellum hefst hræðilegt timabil fyrir bömin við skilnaðinn. Sérstaklega þegar bamið er hjá foreldri, sem ber hefndarhug til hins eða beitir bamið þvingunum með þvi að banna þvi að hitta hitt foreldri sitt. í stöku tilfellum hafa foreldrar beinlinis rænt bömum sínum og farið með þau úr landi. Þetta hefur aukist viða um heim og þvi hefur verið komið á fót félagsskap í Frakklandi sem kallast „Vernd fyrir börn, sem foreldrar hafa „rænt“.“ Á einu ári hefur félagsskapurinn fengið nokkur hundrað slik mál til meðferðar. í Bandarikjunum era slík mál mörg þúsund á ári. Svo era algengar deilur og réttarhöld um yfirráðarrrétt yfir börnum fráskil- inna foreldra. Þær geta staðið yfir áram saman og valdið bömunum taugastríði og óöryggi. Því miður verður slikt verst fyrir börnin, þó að oft sé iátið í veðri vaka að þetta sé allt gert með velferð þeirra i huga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.