Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gísiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Biaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir,lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Nýju kjara- samningamir ■ Sá ánægjulegi atburður hefur gerzt, að samkomu- lag hefur náðst milli Vinnumálasambands samvinnufé- laganna og Vinnuveitendasambands íslands annars vegar og Alþýðusambands íslands hins vegar um nýja kjarasamninga, sem munu gilda í rúmlega ár. Þetta samkomulag ætti að tryggja vinnufrið í landinu, því að vænta má þess, að önnur launþegafélög, sem enn eiga ósamið, taki mið af því og fari ekki að efna til verkfalla til að knýja fram meiri kröfur. Það þarf ekki að lýsa því, hversu vinnufriður er mikilsverður fyrir allt atvinnulíf í landinu. Þess vegna fylltust menn óhug, þegar samningar virtust ætla að stranda á þeirri kröfu Vinnuveitendasambands íslands, að áhrif aflabrests yrðu tekin inn í kaupgreiðsluvísitöluna. Þessi krafa var ekki eðlileg og hefði verið hörmulegt, ef hún hefði leitt til stórverkfalla. Vinnumálasamband samvinnufélaganna taldi, að þessi krafa ætti ekki að standa í vegi samkomulags og hélt því viðræðum áfram við Alþýðusambandið. Samkomulag náðist í höfuðdráttum milli þessara aðlila og góðu heilli féllst Vinnuveitendasambandið á það og lagði sérkröfu sína um aflabrestinn til hliðar. Þannig átti Vinnumálasamband samvinnufélaganna góðan þátt í því, að samkomulag náðist og verkföllum var afstýrt. Sá skuggi hvílir yfir þessu samkomulagi, að minnkandi þjóðartekjur gera það ekki raunhæft, þótt samið sé um mjög hóflega kauphækkun. Þetta er óbeint viðurkennt af fulltrúum launþega, eins og sést á því, að samkomulagið felur í sér eftirgjöf á kaupbótum l. sept. næstkomandi. Slík viðurkenning hefur ekki fengizt áður. Það mun skapa stjórnarvöldum nokkru betri stöðu til undirbúnings efnahagsaðgerðum, að hægt er að miða við fastan grundvöll kjarasamninga, en meðan þeir voru ógerðir, var allt í óvissu. Ljóst er af nýju samningunum og annarri vitneskju, sem áður var fyrir hendi, að atvinnuvegirnir þola ekki þær byrðar, sem nú hvíla á þeim, og því verður að gera allvíðtækar efnahagsráðstafanir til að tryggja atvinnuöryggið. Það er ekki síður hagsmunamál launafólks en atvinnurek- enda. Það hefur verið markmið íslenzkra stjórnarvalda að tryggja næga atvinnu meðan atvinnuleysi ríkti víðast annars staðar í heiminum. íslendingar hafa því verið lausir við það margvíslega böl, sem atvinnuleysi fylgir. Reynsla annarra sýnir að frá þessu markmiði má ekki hopa. Menn mega ekki leyna sig því, að það verður vandasamara að tryggja næga atvinnu í náinni framtíð en að undanförnu, sökum stórrýrnandi þjóðartekna. Þetta er einnig enn erfiðara en ella sökum hinnar miklu verðbólgu. Efnahagsaðgerðirnar, sem nú þarf að ráðast í, verður að miða við það, að atvinnuöryggi sé tryggt, verðbólgan aukist ekki og að varinn verði eftir megni kaupmáttur þeirra, sem verst eru settir. Verði þessi sjónarmið öll höfð í huga, ætti þjóðinni að reynast auðvelt að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú er fengizt við og sumir verða vonandi ekki nema til bráðabirgða. Þ.Þ. Hreppsnefndakosningarnar: Framsóknar- menn fengu hreinan meiri- hluta á Vopnafirði Svalbarðsstrandarhreppur Af 182 á kjörskrá í Svalbarðsstrandar- hreppi í S-Þingeyjarsýslu kusu 113 eða 62%. Kosningu hlutu: Bjarni Hólm- grímsson, 106 atkvæði, Karl Gunnlaugs- son, 90 atkvæði, Friðmar Stefán Júlíus- son, 79 atkvæði, Þóranna Björgvinsdótt- ir, 40 atkvæði og Hreinn Ketilsson, 38 atkvæði. Friðmar og Þóranna voru ekki áður í hreppsnefndinni, né nein kona önnur. { syslunefndina var kosinn Haukur Halldórsson með 20 atkvæðum. Ein kona ný í Hálshreppi Á kjörskrá í Hálshreppi i S-Þingeyj- arsýslu voru 146 en atkvæði greiddu 103. Kosningu hlutu: Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöðum, 61 atkv., Þórólfur Guðnason Lundi 57, atkv., Svanhildur Þorgilsdóttir, Hjarðarholti 39 atkv., Þorsteinn Indriðason Skógum 36 og Kristján Jónsson Veturliðastöðum 35. Dregið var milli Kristjáns og Erlings Arnórssonar á Þverá þvi hann hafði sömu atkvæðatölu. Svanhildur er eini nýi hreppsnefndarmaðurinn að þessu sinni. Þórólfur í Lundi var einnig kosinn i sýslunefnd. Sjálfkjörið í Ljósavatnshreppi Aðeins einn listi kom fram í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu og var því sjálfkjörinn. í hreppsnefnd eru: Baldvin Baldursson, bóndi, Rangá, Hlöðver Þ. Hlöðversson, bóndi, Björg- um, Hjalti Kristjánsson, bóndi, Hjalta- stöðum, Kolbrún Bjamadóttir, kennari, Ystafelli og Sigtryggur Vagnsson, bóndi, Hriflu. Sigtryggur og Hjalti sátu ekki i siðustu hreppsnefnd. Sýslunefndarmað- ur var kosinn Jón Kristjánsson á Fremstafelli. Breytingalítið í Bárðardal Á kjörskrá i Bárðdælahreppi í S-Þingeyjarsýslu voru 109 og þar af kusu 84. Kosnin^u hlutu: Skarphéðinn Sig- urðsson, Ulfsbæ, 71 atkv., Guðrún Sveinbjörnsdóttir Mýri, 67 atkv., Egill Gústafson Rauðafelli, 58 atkv., Jón Albert Pálsson Sandvik, 55 atkv. og Baldur Vagnsson Eyjadalsá, 30 atkvæði. allir sátu þeir áður í hreppsnefndinni nema Baldur. Þá var Egill á Rauðafelli endurkjörinn i sýslunefndina. Reykdælahreppur Á kjörskrá i Reykdælahreppi voru 236 en þar af kusu 169, eða um 72%. Kosnir voru: Jón Jónasson Þverá, 88 atkvæði, ívar Árnason Hólavegi eitt 86 atkv., Benóný Árnason Hömrum 81 atkv., Jón Aðalsteinsson Lyngbrekku 67 atkv. og Sigurgeir Hólmgeirsson Völlum 44 atkv. Allir eru þeir endurkjömir nema Sigurgeir. í sýslunefndina var kosinn Teitur Björnsson á Brún með 98 atkvæðum. Sjálfkjöríð í Aðaldælahreppi í Aðaldælahreppi í S-Þingeyjarsýslu kom aðeins fram einn listi og var hann þvi sjálfkjörinn. Hreppsnefndin er óbreytt, en hana skipa: Dagur Jóhannes- son Haga, Friðjón Guðmundsson Sandi, Jóhannes Kristjánsson Klambraseli, Halla Loftsdóttir Álftanesi og Gunn- laugur Auðunn Árnason Hafralækjar- skóla. ( sýslunefnd var kjörinn Guð- mundur Sigurðsson Fagranesi. Fjölgað í hrepps- nefnd Reykjahrepps Af 71 á kjörskrá i Reykjahreppi í S-Þingeyjarsýslu kusu alls 55. í hrepps- nefnd voru kosnir: Sigtryggur Arnason, Litlu-Reykjum, 45 atkvæði, Alda Páls- dóttir, Hveravöllum, 37 atkvæði, Stefán Óskarsson, Rein, 35 atkvæði, Bjöm G. Jónsson, Laxamýri, 34 atkvæði og Jón A. Gunnlaugsson, Skógum, 31 atkvæði. í siðustu hreppsnefnd vom aðeins þrír sem allir vom endurkjörnir, en þau Jón og Alda bættust nú við. í sýslunefnd var kosinn Vigfús B. Jónsson á Laxamýri. Tjörneshreppur ■ Af 73 á kjörskrá i Tjörneshreppi i S-Þingeyjarsýslu greiddu 65 atkvæði, eða 89%. Kosnir voru: Kristján Kárason Ketilsstöðum 54 atkvæði, Hermann Aðalsteinsson Hóli 42 atkvæði, Eiður Árnason Hallbjamarstöðum 40 atkvæði, Sigrún Ingvarsdóttir Héðinshöfða 37 atkvæði og Jóhannes Þorsteinn Jóhann- esson Héðinshöfða 37 atkvæði. Þeir Hermann og Jóhannes em nýir hreppsnefndarmenn. Kristján á Ketils- stöðum var einnig kjörinn í sýslunefnd- ina. Framsóknarmenn ná meirihluta í Vopnafírði Af 581 á kjörskrá greiddu 498 eða 85,7% i Vopnafjarðarheppi í N-Múla- sýslu, en þar fóru fram listakosningar. B-listi Framsóknarflokksins hlaut 237 atkvæði og 4 menn kjöma, þá: Hrein Sveinsson, Braga Vagnsson, Ásgeir H. Sigurðsson og Emil Sigurjónsson. D-listi sjálfstæðismanna hlaut 134 atkvæði og 2 menn: Alexander Árnason og Hilmar Jósepsson. G-listi Alþýðubandalags hlaut 109 atkvæði og 1 mann: Aðalbjöm Björnsson. Framsóknarmenn bættu við sig manni i hreppsnefndinni og hafa nú meirihluta. Fulltrúatala hinna flokkanna er óbreytt, en óháðir sem höfðu einn mann áður buðu nú ekki fram. Sýslunefndarmaður Vopnfirðinga var kosinn Viglundur Pálsson af B-lista. Lítt breytt í Fellahreppi Af 176 á kjörskrá greiddu 123, eða 70% atkvæði i Fellahreppi i N-Múla- sýslu. Kosningu hlutu: Bragi Hallgríms- son í Holti 78 atkv., Þráinn Jónsson Lagarfelli 3, 78 atkv., Baldur Sigfússon Lagarfelli 16, 74 atkv., Svala Eggerts- dóttir Ullartanga 3, 53 atkv. og Gunnar Vignisson Háafelli 5, 46 atkvæði, en hann er eini nýi fulltrúinn. Þá var Helgi Gislason kjörinn i sýslunefnd með 59 atkvæðum. Breytingar i Tunguhreppi Af 77 á kjörskrá kusu 48 í Tungu- hreppi i N-Múlasýslu. Kosnir vom: Þórarinn Hallsson, Rangá, 34 atkv., Gunnar Guttormsson, Litla-Bakka, 30 atkv., Sigurður Jónsson Kirkjubæ, 26 atkv., Jón Steinar Elísson, Hallfreðar- stöðum, 16 atkv. og Árni Þórarinsson Straumi, 16 atkv. Árni og Gunnar voru endurkjörnir og Gunnar auk þess i sýslunefndina. Hjaltastaðahreppur Af 57 á kjörskrá kusu 39 í Hjaltastaða- hreppi i N-Múlasýslu. Kosnir voru: Sævar Sigbjarnarson, Rauðholti 28 atkv., Guðmar Ragnarsson Hóli, 25 atkv., Guðmundur Karl Sigurðsson Laufási 25 atkv., Steindór Einarsson Viðastöðum 19 atkv. og Ingvi Ingvason Svinafelli 16 atkv. Hinir 3 siðastnefndu eru nýir í hreppsnefndinni. Sýslunefnd- armaður var kosinn Sigurður Karlsson í Laufási með 15 atkvæðum. Borgarfjarðarhreppur Af 168 á kjörskrá kusu 128 eða 76,2% i Borgarfjarðarhreppi í N-Múlasýslu. í hreppsnefnd eru: Magnús Þorsteinsson, Höfn, 111 atkv., Hannes Óli Jóhanns- son, Melgerði, 82 atkv., Jón Helgason, Laufási, 60 atkv., Sigmar Ingvarsson, Desjarmýri, 53 atkv., og Skuli Andrés- son Framnesi, 47 atkvæði. Allir voru þeir nú endurkjörnir nema Sigmar. En Magnús í Höfn var auk þess endurkjör- inn i sýslunefnd. Skriðdalshreppur Af 74 á kjörskrá i Skriðdalshreppi í S-Múlasýslu kusu 47. Kosningu hlutu: Jón Hrólfsson Haugum 40 atkvæði, Jón Júliusson Mýrum 39 atkv., Kjartan Runólfsson Þorvaldsstöðum 32 atkv., Hreinn Guðvarðarson Amhólsstöðum 31 atkv. og Einar Árnason Hryggstekk 13 atkv. Allir voru þeir endurkjömir nema Einar, svo og Björn i Birkihlíð endurkjörinn i sýslunefnd. Meirihlutinn réðst á broti úr atkvæði í Eiðahreppi Af 92 á kjörskrá i Eiðahreppi í S-Múlasýslu kusu 80 eða 87%. Þrir listar voru í kjöri. R-listi óháðra kjósenda fékk 35 atkvæði og 3 menn kjöma og munaði þar aðeins broti úr atkvæði. Kjörnir vom: Júlíus Bjamason á Eiðum, Jón Steinar Ámason á Finnsstöðum og Örn Ragnarsson á Eiðum. H-listi lýðræðis- sinna fékk 23 atkvæði og Guðlaugu Þórhallsdóttir á Breiðavaði kjörna. K-listi framfarasinna hlaut 22 atkvæði og 1 mann: Sigurbjöm Snæþórsson Gilsár- teigi. Sýslunefndarmaður var kosinn Kristinn Kristjánsson á Eiðum af H-lista. Vilhjálmur á Brekku endurkjörinn i Mjóafírði í Mjóafjarðarhreppi i S-Múlasýslu voru 22 á kjörskrá og þar af kusu 17. í hreppsnefnd vom kosnir: Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 14atkv., Erlend- ur Magnússon á Dalatanga 13 atkv. og Jóhann Egilsson í Kastalabrekku 12 atkv. Vilhjálmur var einnig kosinn i sýslunefndina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.