Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1982 9 á vettvangi dagsins Ordsending til gamalla nemendaogvina Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra á Sauðárkróki Konurnar að ná sinum hlut í Kirkjubæjarhreppi í Kirkjabæjarhreppi í V-Skaftafells- sýslu voru 177 á kjörskrá en atkvæði greiddu 140 eða 80%. Kosningar hlutu: Jón Helgason Seglbúðum 101 atkv., Sólrún Ólafsdóttir Kirkjubæjarklaustri 94 atkv., Siggeir Björnsson Holti 89 atkv., Hanna Hjartardóttir Kirkjubæj- arklaustri 82 atkv. og I'orsteinn Gisla- son Nýjabæ 62 atkv. Hanna og Þorsteinn eru ný í hreppsnefndinni. f sýslunefnd- ina var endurkjörinn Lárus Siggeirsson á Kirkjubæjarklaustri með 78 at- kvæðum. Skaftártungur í Skaftártunguhreppi í Vestur-Skafta- fellssýslu voru 53 á kjörskrá, 44 kusu eða 83%. Kosnir voru: Valur Oddsteinsson Úthlið 35 atkv., Gisli Vigfússon Flögu 26 atkv. og Árni Jóhannsson Snæbýli 13 atkv. Sýslunefnd: Valur Oddsteinsson Úthlíð. Leiðvallahreppur í Leiðvallahreppi i V-Skaftafellssýslu voru 54 á kjörskrá en 39 kusu. Kosningu hlutu: Loftur Runólfsson Strönd 31 atkv., Vilhjálmur Eyjólfsson Hnausum 30 atkv., Guðmundur Erasmusson Syðri-Fljótum 29 atkv., Hávarður Ólafs- son Efri-Fljótum 12 atkv. og Guðni Runólfsson Bakkakoti 11 atkv. Hávarð- ur og Guðni eru nýir menn í hrepps- nefndinni. í sýslunefndina var endur- kjörinn Loftur Runólfsson á Strönd með 31 atkvæði. Kona tapaði í hlutkesti í Austur-Eyjafjallahreppi í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangár- vallasýslu voru á kjörskrá 148, atkvæði greiddu 130 eða 87.8 af hundraði. Kosningu hlutu: Svala Óskarsdóttir Hrútafelli 59 atkvæði, Sigurjón Sigur- geirsson Hlið 55 atkvæði, Albert Jóhannsson Skógum 51 atkvæði, Sigurð- ur Björgvinsson Stóruborg 51 atkvæði. í fimmta sæti urðu jöfn Ólafur Tryggvason Raufarfelli og Guðrún Inga Sveinsdóttir Fosstúni með 48 atkvæði. Varpað var hlutkesti og hafði Ólafur betur. I sýslunefnd var kjörinn I’órður Tómasson í Skógum með 78 atkvæðum. Lítill atkvæðamunur í Vestur- Evjafjallahreppi í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangár- vallasýslu voru 145 á kjörskrá og atkvæði greiddu 126 eða 87%. Kosningu hlutu: Einar Sveinbjarnarson Ysta- Skála 83 atkv., Baldur Ólafsson í Fit 79 atkv., Guðjón Ólafsson i Syðstu-Mörk 79 atkv., Baldur Björnsson á Fitjamýri 81 atkv. og Karl Sigurjónsson á Efstu-Grund 73 atkvæði. Þá var Ólafur Sveinsson i Stóru-Mörk endurkjörinn i sýslunefnd. H-listinn fékk 2 af 5 í Vestur- Landeyjum í Vestur-Landeyjahreppi i Rangár- vallasýslu greiddu allir nema 2 atkvæði af þeim 129 sem voru á kjörskrá. Þar fór nú fram listakosning og urðu úrslit þessi: K-listinn fráfarandi hreppsnefndar fékk 78 atkvæði og 3 menn: Eggert Haukdal á Bergþórshvoli, Guðjón Sigurjónsson á Grímsstöðum og Ásdísi Kristinsdóttur í Miðkoti. H-listi óháðra fékk 45 atkvæði og 2 menn: Snorra Þorvaldsson i Akurey og Brynjólf Bjarnason í Lindartúni. í sýslunefndina náði Eggert endurkjöri með 78 atkvæðum. Ragnhildur atkvæðaflest í Fljótshlíðinni I Fljótshliðarhreppi í Rangárvalla- sýslu voru 174 á kjörskrá þar af greiddu 131 atkvæði eða 75%. Kosningu hlutu: Systkinin Ragnhildur Sveinbjarnardótt- ir í Lambey 70 atkv. og sr. Sváfnir Sveinbjamarson á Breiðabólstað 68 atkv., Kristinn Jónsson á Sámsstöðum 68 atkv., Eggert Pálsson á Kirkjulæk 62 atkv. og Daði Sigurðsson á Barkarstöð- um 58 atkvæði. í sýslunefnd var endurkjörinn Oddgeir Guðjónsson i Tungu. Frjálslyndir juku fylgi sitt á Rangárvöllum í Rangárvallahreppi (Hellu) voru 472 á kjörskrá og þar af greiddu 395 atkvæði eða 83.7%. Tveir listar voru nú í kjöri þar sem sjálfstæðismenn og óháðir buðu nú fram saman E-lista. E-listi fékk nú 283 atkvæði (samtals 301 síðast) og 4 menn: Pál G. Björnsson á Hellu, Jón Thorarensen á Hellu, Gunnar Magnús- son i Ártúnum og Árna Hannesson á Hellu. I-listi frjálslyndra hlaut 90 atkvæði (82 síðast) og 1 mann: Guðmund Jón Albertsson á Hellu. Sýslunefndarmaður var kosinn: Bogi Thorarensen á Hellu. Landmannahreppur Af 82 af kjörskrá i Landmannahreppi í Rangárvallasýslu kusu 68 eða um 83 af hundraði. Kosnir voru: Sigurþór Árna- son Hrólfsstaðahelli, 58 atkv., Brynjólf- fur Jónsson, Lækjarbotnum, 47 atkv., Guðni Kristinsson, Skarði, 46 atkv., Kjartan Magnússon, Hjallanesi, 46 atkv. og Valmundur Gíslason, Flag- bjarnarholti, 19 atkv. Kjartan og Valmundur sátu ekki i siðustu hrepps- nefnd. í sýslunefnd var endurkjörinn Eyjólfur Ágústsson i Hvammi. Þrír nýir í Holtahreppi í Holtahreppi í Rangárvallasýslu var 191 á kjörskrá og þar af greiddu 139 atkvæði eða 72.2%. Kosningu hlutu: Olgeir Engilbertsson, Nefsholti, 88 atkvæði, Hermann Sigurjónsson, Raft- holti, 70 atkvæði, Jónas Sigurðsson, Brekkum, 63 atkvæði, Ólafur Helgason, Pulu, 61 atkvæði og Pálmi Sigfússon, Læk, 37 atkvæði. Þeir Hermann, Jónas og Pálmi eru nýir menn i hreppsnefnd- inni, en auk þess var Hermann kjörinn í sýslunefndina. Djúpárhreppur I Djúpárhreppi - Þykkvabæ - í Rangárvallasýslu voru 186 á kjörskrá, þar af kusu 130 eða um 70%. Kosningu hlutu: Sigurbjartur Guðjónsson i Há- varðarkoti 76 atkv,. Guðlaugur Árna- son i Eyrartúni 62 atkv., Ólafur Guðjónsson í Vesturholtum 45 atkv., Sæmundur Ágústsson á Bjólu 44 atkv. og Ingvi Markússon i Oddsparti 36 atkvæði. Þeir Sæmundur og Sigurbjartur eru nýir menn í hreppsnefndinni en sá siðarnefndi var endurkjörinn í sýslu- nefnd. Fyrsta konan kosin í Gaulverjabæ í Gaulverjabæjarhreppi i Árnessýslu voru 96 á kjörskrá, 79 kusu eða 82%. Kosningu hlutu: Guðjón Sigurðsson, Gaulverjabæ, 71 atkv., Jón Tómasson Fljótshólum 63 atkv., Jóhannes Guð- mundsson Arnarhóli 55 atkvæði, Geir Ágústsson Gerðum 50 atkv. og Guðrún Jóhannesdóttir Fljótshólum 43 at- kvæði. Hún er fyrsta konan sem kosin er í hreppsnefnd Gaulverjarbæjar- hrepps. Sýslunefnd: Gunnar Sigurðsson Seljatungu, 47 atkv. Fyrsta listakosningin í Norðfjarðarhreppi Á kjörskrá i Norðfjarðarhreppi í S-Múlasýslu voru 74 þar af kusu 69 eða 93,2%. Þarna var listakosning í fyrsta sinn og tveir listar i kjöri. O-listi óháðra kjósenda hlaut 45 atkvæði og 3 menn: Hákon Guðröðarson í Miðbæ, Jón Þór Aðalsteinsson á Ormsstöðum og Hálf- dán Haraldsson á Kirkjumel. H-listi umbótasinna hlaut 24 atkvæði og 2 menn: Þór Júlíusson á Skorrastað og Björn Björnsson á Hofi. Jón Bjarnason á Skorrastað var kosinn i sýslunefndina. S-listinn fékk 4 menn á Fáskrúðsfírði Af 83 á kjörskrá kusu 74 í Fáskrúðs- fjarðarhreppi i S-Múlasýslu. Tveir listar voru í kjöri. S-listi framfara- og lýðræðissinna fékk 48 atkvæði og 4 menn: Jón Úlfarsson á Eyri, Friðmar Gunnarsson i Tungu, Úlfarsson í Vættamesi og Þórhildi Gisladóttur á Kolfreyjustað. H-listinn fékk 23 atkvæði og 1 mann: Björn Þorsteinsson i Þernunesi. í sýslunefnd var kjörinn Kjartan Krist- mundsson á Kolfreyjustað af S-lista. Miklar breytingar í Breiðdal í Breiðdalshreppi i S-Múlasýslu voru 233 á kjörskrá og atkvæði greiddu 186 eða 70,8%. Tveir listar voru í kjöri: L-listi félagshyggjumanna fékk 126 atkvæði og 4 menn: Baldur Pálsson, Guðnýju Gunnþórsdóttur, Guðjón Sveinsson og Stefán Níels Stefánsson. K-listi lýðræðissinna hlaut 49 atkvæði og 1 mann: Lárus Sigurðsson. Allt eru þetta nýir menn nema Guðjón Sveinsson sem var endurkjörinn. Þá var sjálfkjörinn í sýslunefnd Sigmar Pétursson af L-lista. Beruneshreppur Á kjörskrá i Beruneshreppi í S-Múla- sýslu voru 62 þar af kusu 46. Kosnir voru: Helgi Jónsson Urðarteigi 37 atkv., Eyþór Guðmundsson Fossárdal 37 atkv., Sigurður Þorleifsson Karlsstöðum 31 atkv., Óskar Gunnlaugsson Berufirði 27 atkvæði og Ólafur Eggertsson Berunesi 21 atkvæði. Allir sátu þessir menn i fyrri hreppsnefnd nema Eyþór og einnig var endurkjörinn Gunnar Guðmundsson á Lindarbrekku í sýslu- nefnd. Sex menn með jafn mörg atkvæði í Geithellnahreppi Af 49 á kjörskrá í Geithellnahreppi i S-Múlasýslu kusu 46. Kosningu hlutu: Flosi Ingólfsson á Flugustöðum 24 atkv., Ástriður Baldursdóttir á Hofi 24 atkv. og Snorri Guðlaugsson í Starmýri, Ragnar Eiðsson á Bragðavöllum og Karl Sigurgeirsson i Melrakkanesi sem fengu 23 atkvæði hver. Þrir aðrir fengu einnig 23 atkvæði, en dregið var milli manna. í sýslunefnd var endurkjörinn Guð- mundur Björnsson i Múla. Allt nýir menn í Nesjahreppi Af 171 á kjörskrá greiddu 133 atkvæði i Nesjahreppi i A-Skaftafellssýslu. Kosnir voru: Björn Einarsson, Fagra- nesi 58 atkv., Ásdís Marteinsdóttir Ártúni 52 atkv., Ragnar Jónsson Akurnesi 46 atkv. Magnús Friðfinnsson Hæðargarði 11 Nesjum 44 atkv. og Brynjólfur Tryggvi Árnason Hæðagarði 7 44 atkv. Sýslunefndarmaður Þrúðmar Sigurðsson Miðfelli 48 atkv. Enginn þessara manna sat í síðustu hrepps- nefnd. Konumar endurkjörnar í Mýrahreppi í Mýrahreppi i A-Skaftafellssýslu voru 65 á kjörskrá og þar af greiddu 35 atkvæði eða aðeins 56%. Kosningu hlutu: Páll Helgason Stóra-Bóli hlaut 33 atkvæði, Bjarney Pálina Benediktsdótt- ir Tjörn 30 atkv., Sævar Kristinn Jónsson Rauðabergi 27 atkv., Sigur- björg Sigurjónsdóttir Viðborðsseli 20 atkv. og Páll Ingvarsson Flatey 14 atkv. Öll voru þau endurkjörin nema Páll í Flatey sem er nýr í hreppsnefndinni. í sýslunefndina var einnig endurkjörinn Sævar á Rauðabergi. Allir endurkjörnir í Borgarhafnarhreppi Af 94 á kjörskrá í Borgarhafnarhreppi i A-Skaftafellssýslu kusu 63. Fráfarandi hreppsnefnd var öll endurkjörin en hana skipa: Ragnar Sigfússon Skálafelli, Gisli Jóhannsson Brunnum, Séra Fjalar Sigurjónsson Kálfafellsstað, Örn Erik- sen Reynivöllum og Karl Bjarnason Smyrlabjörgum. í sýslunefnd var kjör- inn séra Fjalar Sigurjónsson. Hofshreppur í Hofshreppi í A-Skaftafellsýslu voru 88 á kjörskrá og þar af greiddu 66 atkvæði. Kosningu hlutu: Þorsteinn Jóhannsson, Svinafelli, 59 atkvæði, Sigurjón Gunnarsson, Hofi 51 atkvæði, Ari Magnússon Hofi 48 atkvæði, Sigurgeir Jónsson Fagurhólsmýri 47 atkvæði og Gísli Jónsson Hnappavöllum 47 atkvæði. Sigurjón og Gísli eru nýir menn í hreppsnefndinni. Þá var Sigurð- ur Björnsson í Kvískerjum endurkjör- inn í sýslunefnd með 51 atkvæði. ■ Þann 15. ágúst n.k. verða lOOárliðin frá fæðingu Jóns Þ. Björnssonar frá Veðramóti, fyrsta heiðursborgara Sauð- árkróks. Jón var i forustusveit Sauð- krækinga um áratuga skeið, og störf hans á opinberum vettvangi meiri, en nokkurs annars manns á Sauðárkróki, um hans daga. Skólastjóri Barnaskóla Sauðárkróks var hann 1908-1952 og Unglingaskólans á Sauðárkróki 1908-1946. Jón var í hópi merkustu skólamanna landsins á sinni tið, afburða fjölhæfur kennari svo fágætt var. Hann var oddviti Sauðárkróks- hrepps 1913-1934, og hafði auk þess margvisleg afskipti af félagsmálum, hreifst snemma af hugsjónum ung- mennafélaganna og lét iþrótta- og æskulýðsmál mjög til sín taka. Bindindishreyfingin átti ötulan bar- áttumann þar sem Jón var, og málefni kirkju og kristni voru honum mjög hjartfólgin. Starfssaga Jóns Þ. Björns- sonar á Sauðárkróki var óvenju fjölþætt. Spor hans lágu víða, þótt ekki verði þau rakin hér frekar. Störf slikra manna verða seint metin né þökkuð að verðleikum. En til að sýna þó örlítinn vott virðingar, hafa nokkrir gamlir nemend- ur og vinir Jóns ákveðið að beita sér fyrir því, að Barnaskóla Sauðárkróks verði gefin brjóstmynd af honum, sem afhjúpuð yrði á afmælisdegi hans, 15. ágúst n.k. Þegar Jón var hniginn á efri aldur, gerði Guðmundur Eliasson myndhögg- vari brjóstmynd af honum, sem steypt ■ Jón Þ. Björnsson, skólastjóri. ■ Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur verið hálfgerð lenska hjá okkur Islendingum að kaupa frekar innfluttar vörur en íslenskar. Hafa menn þá gjarnan haldið að inniendar vörur væru vart samkeppnis- færar hvað verð og gæði snertir. Staðreyndin er auð- vitað sú að í flestum tilfellum eru islenskar vörur sam- keppnisfærar hvað verð snert- ir og nær undantekningar- laust hvað gæði snertir. Samt hefur þróunin orðið sú að íslensk iðnfyrirtæki berjast í bökkum vegna þess að illa gengur að selja fram- leiðslu þeirra. Á sama tíma eru gjaldeyrissjóðir lands- manna nær uppétnir vegna óhóflegs innflutnings. Það er þessi staða sem blasir við i ár, á sama ári og Ungmennafélag verður í varanlegt efni. Kostnaður við þetta verk er að sjálfsögðu all nokkur, þótt ekki sé vitað á þessu stigi hve mikill hann verður. Vafalaust eru þeir margir, sem vilja heiðra minningu síns gamla skólastjóra og samferðamanns með þvi að leggja þessu máli lið. Nemendur og vinir Jóns eru dreifðir um allt land og ógerningur að ná til þeirra allra. En þeim, sem þessar línur les er góðfúslega bent á, að opnaður hefur verið reikningur i útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki og geta þeir sem þess óska, greitt framlög sin inn á hann. Þau má senda með gíróseðli frá hvaða banka, sparisjóði eða pósthúsi sem er, einnig í póstávísun eða ábyrgðarbréfi. Reikningurinn nefnist Afmælissjóður Jóns Þ. Björnssonar og er nr. 11145 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki sem fyrr segir. Auk þess veita eftirtaldir menn fjárframlögum viðtöku og gefa frekari upplýsingar, ef óskað er: Árni M. Jónsson, verslunarmaður, Grundarstig 1 Björn Björnsson,skólastjóri, Öldustig4 Stefán Guðmundsson, alþingismaður, Suðurgötu 8 og undirritaður, allir búsettir á Sauðárkróki. Safnist meira fé en þarf til að grciða kostnað við gerð og uppsetningu brjóstmyndarinnar, verður því varið til kaupa á bókum eða kennslutækjum handa Barnaskóla Sauðárkróks. Sauðárkróki í júni 1982 Kári Jónsson Smáragrund 16. fslands er 75 ára. U.M.F.Í. hefur í gegnum árin haft einkunnarorðin „íslandi allt“. Það er því einkar viðeig- andi og mjög í anda einkunn- arorðanna að U.M.F.Í. skuli gangast fyrir herferðinni „Efl- um íslenskt.“ Sýnir framtak þetta að ungmennahreyfingin á ís- landi hefur engu glatað af þeim hugsjónaeldi sem hún reis af fyrir 75 árum síðan. Það er mikið ánægjuefni að forystumenn U.M.F.Í. og hreyfingin öll hafi enn háleit markmið til hagsbóta fyrir land og lýð. Ég hvet alla landsmenn til að taka virkan þátt í þessari herferð og velja íslenska framleiðslu þegar kostur er. Eflum íslenskt - íslandi allt. Jósteinn Krístjánsson Eflum íslenskt Jósteinn Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.