Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1982 13 fréttir ■ Stjóm Búnaðarfélags Áshrepps, Jón Bjarnason i Ási, formaðurinn Hallgrimur Guðjónsson i Hvammi og Ingvar Steingrimsson á Eyjólfsstöðum. Myndir Unnar Agnarsson. Heidursfélagar á tíræðisaldri í afmælishófi Búnadarfélagsins Húnaþing: Á annað hundrað manns sóttu 100 ára afmælishóf Búnaðarfélags Áshrepps sem nýlega var haldið á hótel Blönduósi. Þar komu saman margir fyrrverandi og allir núverandi búendur í Vatnsdal og ýmsir forystumenn i búnaðarmálum. Meðal gesta voru tveir heiðursfélagar Búnaðarfélagsins þeir: Ágúst á Hofi og Lárus í Grímstungu, báðir komnir á tiræðisaldur. Þriðji heiðursfélaginn Guðjón á Marðarnúpi gat ekki sótt hófið sökum lasleika. En þessir þrír heiðursfélagar hafa allir búið i Áshreppi í meira en hálfa öld og verið mjög virkir i félagsmálum i Vatnsdal. Hallgrimur Guðjónsson hreppstjóri í Hvammi, formaður Búnaðarfélags Ás- hrepps stjórnaði hófinu en Grimur Gislason fyrrum oddviti frá Saurbæ rakti sögu félagsins. Ávörp fluttu: Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, Ásgeir Bjarnason, form. Búnaðarfélags Ís- lands, Ingi Tryggvason, form. Stéttar- félags bænda, Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri og fleiri. Félaginu bárust margar góðar gjafir, m.a. vönduð fundagerðabók frá Búnað- arfélagi íslands, blómakarfa frá Sam- vinnufélögunum í A-Hún., fundarham- ar frá Búnaðarfélagi Sveinsstaðahrepps og vönduð bók til að skrá í minnisverð tiðindi frá Búnaðarsambandi Austur- Húnvetninga. Búnaðarfélögin hafa markað djúp framfaraspor i þjóðlífinu og eru mikil- vægar grunneiningar i Félagsstarfi land- búnaðarins. Hallgrímur Guðjónsson, form. félagsins sagði að Búnaðarfélag Áshrepps hefði alltaf átt þvi láni að fagna að eiga góða forystumenn og til marks um samfellt blómlegt starf má geta þess að aldrei hefur fallið niður að halda aðalfund öll þau 100 ár sem liðin eru siðan félagið var stofnað. Búnaðarfélag Áshrepps á nokkuð af tækjum sem lánuð eru félagsmönnum endurgjaldslaust eftirþörfum. Hallgrím- ur sagði þó að siðustu árin hefði aukin áhersla verið lögð á félagsþáttinn m.a. með því að halda fræðslufundi um mál sem ofarlega eru á baugi svo og umræður um kjaramál bænda. -MÓ ■ Kempurnar Ágúst Jónsson á Hofi og Lárus Bjömsson í Grimstungu, sem eru heiðursfélagar í Búnaðarfélagi Ás- hrepps. Báðir era þeir á tiræðisaldri. STOLL Vestur-þýskar stjörnumúgavélar á kynningarveröi STOLL-R 281 D lyftutengd 8 arma - Vinnslubr. 2.80 m. Verð kr. 15.507.- STOLL-R 311 D lyftutengd 8 arma - Vinnslubr. 3.10 m. Verð kr. 16.833.- PÖTTINGER 321 lyftutengd 8 arma - Vinnslubre’3.00 m. Verð kr. 16.102,- Góð greiðslukjör z Lil t Lsundaborg Klettagörðum I ■ Simar 8-66-55 8 8-66-80 Auglýsið í Tímanum A Bílbeltin gp hafa bjargað UxeBoaR Verktakar - Húsbyggjendur Geri tilboð í stór og smá verk Ákerman beltagrafa H-12,23 tonn URplýsinaar i sima 43484 FARPANTAIMIRog FARGJÖLD innanlandsflug millilandaflug 26622 25100 Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.