Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 6
Iðnaðarráöherra kynnir niðurstöður staðarvalsnef ndar um hugsanlega staðsetningu nýrrar álverksmiðju: HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ OG AKUR- EYRI KOMA EIN TIL GREINA ■ Álver kemur ekki til greina á Reyðarfirði, né öðrum stað á Austfjörð- um, er ein af niðurstöðum Staðarvals- nefndar um iðnrekstur sem starfað hefur síðan í október 1980. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, kallaði frétta- menn á sinn fund og ásamt nefndinni kynnti hann hvar hún væri á vegi stödd í starfi sínu. Nefndin, sem hefur starfað undir forustu Þorsteins Vilhjálmssonar eðlis- fræðings, hefur að mestu einbeitt sér að staðarvali fyrir hugsanlegan áliðnað og álvinnslu, sem þá verður í íslenskri eigu. Skýrslan, sem nú var lögð fram er áfangaskýrsla og lögðu fundarboðendur mikla áherslu á að mjög miklar rannsóknir á eftir að gera enn, áður en lýkur, en talið er víst að fyrir áramót hafi línur skýrst verulega. Meginforsendur nefndarinnar voru að hugsanleg verksmiðja megi ekki taka til sín meira en 20% af vinnuafli innan 25 km fjarlægðar frá verksmiðjunni. Er það stutt af reynslu grannþjóða okkar af breytilegum vandamálum, sem mörg hver verða óyfirstíganleg, þegar at- vinnulíf snýst um of um eitt atvinnufyrir- tæki. Með hliðsjón af þeirri forsendu voru tíu staðir teknir til athugunar. Þeir eru Vatnsleysuvík, Vogastapi, Helgu- vík, Straumsvík, Geldinganes, Grundartangi, Árskógsstönd, Arnar- neshreppur (innan við Hjalteyri), Glæsi- bæjarhreppur og Þorlákshöfn. Fimm staðanna koma til greina, að mati nefndarinnar, Vatnsleysuvík, Vogastapi, Helguvík, Geldinganes og Arnarneshreppur. Formaður nefndar- innar sagði að þegar allir þræðir hafa verið skoðaðir komi þessi fimm staðir ótrúlega jafnt út. Ráðherrann var spurður hvort stefmi nú í ný „Steinullarátök" á milli landshluta. Hann svaraði því neitandi, þar sem honum væri ókunnugt um að nokkur staður hefði sótt eftir að fá slíka verksmiðju til sín. SV ■ Magnús Hreggviðsson, forstjóri Frjáls Framtaks, tekur málin af Ijósmyndafyrirsxtu Lífs 1982, Ingu Bryndísi Jónsdóttur, en þau þurfti að senda utan með hraði. Tímamynd.'Ari Átján ára Akureyrarmær: Sigraði í fyrir- sætukeppninni ■ Inga Bryndís Jónsdóttir, 18 ára Akureyrarmær, sigraði í fyrirsætukeppni sem tískublað- ið Líf og Ford Models stóðu fyrir. Um 70 stúlkur tóku þátt í keppninni, og völdu María Guðmundsdóttir og Lacey Ford frá Ford Models sigurveg- arann úr hópi þeirra 20 stúlkna sem komust í úrslit. Inga Bryndís stundar nám á þroska og uppeldisbraut við gagnfræða- skólann á Akureyri, en í sumarstarfar hún í tískuversluninni Sesar á Akur- eyri. Hún var ungfrú Útsýn í fyrra. Inga Bryndís fær í verðlaun Banda- ríkjaferð, auk þátttökuréttar í fyrir- sætukeppni Ford Models sem ber nafnið „Face of the 80*s“ eða „Andlit áttunda áratugarins". Keppnin fer fram í New York 12. ágúst n.k., og taka þátt í henni stúlkur frá tæplega 40 löndum. Fyrsta „Face of the 80' s“ keppnin fór fram í Monte Carlo 1980, og bar þá norska stúlkan sigur úr býtum, en þess má geta að 12 af þeim 17 stúlkum sem þá tóku þátt í keppninni starfa nú hjá Ford Models. -SVJ Meint eikarsýnishorn úr gullskipinu send utan: „Stóra spurningin hvort eikin er yngri en 300 ára” ■ „Það þarf að minnsta kosti 20 grömm, til að hægt sé að greina aldurinn," og eftir því sem mér skilst er sýnishornið tæplega svo stórt,“ sagði Jón Jónsson jarðfræðingur. „Ég er búinn að sjá þetta sýnishorn og ég hefði haldið að það væri nær 40 grömmum að þyngd, heldur en 20. En ef þetta er ekki nóg, þá sækjum við bara meira, það er enginn vandi,“ sagði Bergur Lárusson. Báðir mennirnir eru að svara spurn- ingum Tímans um eikarsýnishornið, sem „gullgrafararnir" af Skeiðarársandi komu með að austan og ætla að láta aldursgreina í útlöndum. „Stóra spurningin er hvort þessi eik er yngri en 300 ára eða eldri. Við höfum engan áhuga á þessu ef hún reynist vera yngri,“ sagði Jón Jónsson. Bergur sagði að komið hefði verið niður á skipið á um tíu metra dýpi og bjóst við að skipið sjálft væri að minnsta kosti fimm metrar á dýpt þannig að grafa þyrfti um 15 m. þegar farið verður að grafa skipið upp. Hann sagðist vona að Sumarráð- stefna SÍNE lýsir ábyrgð á hendur Alþingi ■ Ályktað var um ýmis mál á sumarráðstefnu SÍNE, 24. júlí. í einni ályktuninni er harmað að Alþingi skyldi ekki taka tillit til greinargerða SÍNE og BÍSN um endurgreiðslur, þegar það samþykkti frumvarp um námslán og styrki í vor. Ráðstefnan lýsir fullri ábyrgð á hendur Alþingis á þessum nýju lögum, sem hún telur hvetja til launamisréttis og leggjast þungt á tekjulægri lánþega. í annámi ályktun er kröftuglega mótmælt „því þjóðarmorði sem ríkis- stjórn ísrael stendur nú fyrir í Líbanon,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Ráðstefnan telur að ísraelar ættu að vita betur en að haga sér svona, þar sem þeir voru einu sinni landlausir.Ráðstefnan skoiar á ríkisstjóm íslands að fordæma ísraelsstjórn fyrir framferðið og leggur til að tekið verði upp fullt stjórnmála- samband við Frelsishreyfingu Palestínu. Þriðja ályktunin er um friðarhreyfing- ar og ráðstefnan tekur heils hugar undir kröfur þeirra um kjarnorkuafvopnun, og gildir þá einu hvort friðarhreyfingin er austræn eða vestræn. Sumarþingið lýsir andstöðu sinni við öll hernaðarbandalög og bendir á þann tvískinnung sem er í málflutningi manna, sem telja sig friðarsinna og styðja slík bandalög. gy með öflugum sanddælum mætti takast að halda holunni þurri meðan á greftrinum stæði, en þó kynni að fara ■ Lokið var við að steypa nýtt félagsheimili á Selfossi um miðjan sl. mánuð, og verður það hæsta bygging bæjarins fullklárað, 17 metrar að hæð. Selfyssingar eygja nú bjartari tíma varðandi aðstöðu til ýmisskonar félags- starfsemi sem hefur verið vægast sagt svo að setja þyrfti niður þil, til að verjast sandinum, sem sjálfsagt muni vilja renna niður í holuna. jjy slæm, þar sem gamla Selfossbíó hefur ekki getað veitt þessa aðstöðu svo fullnægjandi geti talist. í félagsheimilinu verður aðstaða til bíó- og leiksýninga, danssalur auk hótelálmu, en um 17 herbergi eru þegar komin undir þak. -G.G. Selfossi/SVJ ■ Lokið hefur verið að steypa nýtt félagsheimili áSelfossi, en fullbyggt verður það hæsta hús staðarins. Byggingaraðili er Selós s/f. TímamyndiGuðni Nýtt félagsheimili í byggingu á Selfossi: Verdur það hæsta bygging bæjaríns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.