Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 7 UM ÞESSAR mundir eru að hefjast í Hamborg viðræður milli stjómmála- flokka, sem mun verða veitt mikil athygli í Vestur-Þýskalandi. Viðræður þessar eru á milli flokks sósíaldemó- krata og Græna flokksins, sem hefur oddastöðu í borgarstjóm Hamborgar. í borgarstjórnarkosningunum, sem fóm fram í Hamborg 6. júní síðast- liðinn, urðu þau úrslit, að sósíaldemó- kratar misstu meirihlutann , sem þeir höfðu haft síðan í stríðslok. Þeir töpuðu ekki minna en 9% fylgis síns. Kristilegi flokkurinn bætti hins vegar fylgi sitt um 6% og varð stærsti flokkurinn í borgarstjóminni. Kristilegir demó- kratar fengu 43.2% greiddra atkvæða, en sósíaldemókratar 42,8%. ■ Atta af níu borgarfulltrúum græningja í Hamborg. Semja græningjar vid sósíaldemókrata? Sögulegar viðræður hafnar í Hamborg Þetta nægði kristilegum demókrötum þó ekki til þess að fá meirihluta borgarfulltrúa, sem þeir hefðu fengið, ef nýr flokkur, Græni flokkurinn eða flokkur græningja, eins og hann er ýmist nefndur, hefði ekki fengið 7.3% greiddra atkvæða og 9 borgarfulltrúa kosna af 120 alls. Frjálslyndi flokkurinn hafði ekki átt fulltrúa í borgarstjórninni og fékk engan kjörinn nú. Hann fékk aðeins 4.8% greiddra atkvæða, en þurfti að fá 5% til að fá fulltrúa kjörinn. Kristilegir demókratar kröfðust þess að sjálfsögðu eftir kosningarnar, að borgarstjórinn, Klaus von Dohnanyi, sem er sósíaldemókrati, segði af sér, en hann neitaði því, og gat það með fullum rétti. Borgarstjóri þarf því aðeins að víkja, að meira en helmingur borgarfull- trúa hafi lýst stuðningi við annan mann. Slíkan stuðning hefði leiðtogi kristi- legra demókrata ekki, þar sem græningj- ar neituðu honum um hann. En þeir telja sig ekki heldur styðja borgarstjóra sósíaldemókrata. Borgarstjórinn getur hins vegar því aðeins setið áfram, að hann nái samkomulagi við græningja, t.d. um næstu fjárlög borgarinnar. Hinir grænu hafa lýst sig fúsa til að ræða við hann um fjáriögin og eins einstök mál, en stjórnarsamvinna eða bandalag komi hins vegar ekki til greina. Aðeins sé um að ræða að semja um hvert mál sérstaklega. Um þetta snúast viðræðurnar. Ljóst er, að græningjar muni setja ýms skilyrði fyrir stuðningi sínum. Efst á blaði er að hindra mengun í ánni Elbu, en Hamborg stendur við mynni hennar. Annað er að vinna að lokun kjarnorkuversins í Brokdorf, en Dohnanyi borgarstjóri hefur áður lýst sig fylgjandi henni, en hins vegar er það ekki í valdi borgarstjórnarinnar, að koma því í framkvæmd. ÞAÐ þykir nú nokkurn veginn víst, að flokkur græningja muni eiga fulltrúa á þinginu í Bonn eftir næstu kosningar til þess, en þær verða í síðasta lagi haustið 1984. Samkvæmt skoðana- könnunum myndu græningjar fá 7.7% atkvæða, ef kosið væri nú, en frjálsir demókratar ekki nema 6.8%. Vel getur farið svo, að hinir grænu fái oddastöðu í þinginu, líkt og nú í borgarstjóminni í Hamborg. Leiðtogar græningja lýsa yfir því, að þeir muni ekki undir þessum kringum- stæðum ganga til stjórnarsamstarfs eða bandalags við sósíaldemókrata eða kristilega demókrata, þar sem þeir skipi sér hvorki til hægri eða vinstri. Hins vegar komi til greina að semja um einstök mál, en þó um hvert þeirra sérstaklega. Fjarri fer því, að stefna hinna grænu sé ljós, nema hvað snertir umhverfis- verndarmál. Einn af talsmönnum þeirra hefur sagt, að grundvallarstefnan sé byggð á fjómm meginatriðum. Fyrsta og veigamesta atriðið er umhverfisvernd, en þar er baráttan gegn ■ Petra Kelly staðsetningu kjarnorkuvopna og kjarn- orkuvera efst á blaði. Annað atriðið er sem jöfnust skipting tekna og auðæfa. Þriðja atriðið er fullkomið lýðræði, sem sé ekki aðeins fólgið í þingkosn- ingum eða héraðsstjórnarkosningum fjórða hvert ár, heldur að fjöldinn allur sé stöðugt sem virkastur þátttakandi í stefnumótun og ákvörðunum. Fjórða atriðið er höfnun hvers konar ofbeldis. Flokkurinn leggur á það áherzlu í baráttu sinni gegn kjarnorku- vemm og náttúruspjöllum að beita aðeins óvirkri mótspyrnu, líkt og Gandhi forðym í Indlandi, t.d. með setuverkföllum. Lögreglu sé ekki sýnd bein mótspyrna, en hins vegar geti hún þurft að fjarlægja mótmælendahópa, sem ekki veita viðnám. Flokkurinn telur að síðastnefnda stefnuatriðið geti reynzt erfiðast í framkvæmd, því að margir láti sér ekki nægja óvirka mótspyrnu, þegar út í baráttuna sé komið. Frá uppeldislegu sjónarmiði sé þetta mikilvægasta stefnu- málið. Með því sé stefnt að því að skapa nýtt og friðsamt hugarfar, sem sé þýzku þjóðinni nauðsynlegt. FORMAÐUR græna flokksins er um þessar mundir Petra Kelly, 34 ára gömul, félagsfræðingur að menntun, sem hefur verið við nám bæði í Hollandi og Bandaríkjunum. Það er ekki ætlunin, að Kelly gegni formennskunni lengi, því að eitt af stefnumálum hinna grænu er að skipta oft um menn í helstu trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Græningjar telja, að spilling geti fylgt því, ef menn fari með meiri háttar völd til lengdar. Sú hugmynd hefur verið á dagskrá í flokknum, að fulltrúar hans, sem ná kosningu til þings eða fylkisþinga, gegni þingmennsku í aðeins tvö ár, en þá taki varamenn þeirra við. Einnig að þeir greiði hluta af launum sínum til flokksins. Hvorugt þetta hefur þó verið samþykkt enn. Kelly ber á móti því, að flokkur hennar sé þjóðernissinnaður, eins og oft er haldið fram. Hann sé miklu fremur alþjóðlega sinnaður. Einnig sé það rangt að hann sé andamerískur og hallur undir Rússa. Hann vantreysti bæði Kreml og Washington. Hún segir, að helzta baráttumál flokksins nú sé að berjast gegn staðsetningu Pershing-eldflauga í Þýska- landi, eins og gert er ráð fyrir samkvæmt áætlun Nató, ef ekki næst samkomulag um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Þessara eldflauga sé ekki þörf, því að nóg sé af kjarnavopnum, sem hægt sé að skjóta frá kafbátum eða flugvélum. Ef samningar takast milli sósíal- demókrata og græningja í Hamborg, gæti það orðið fyrirboði þess, að samkomulag næðist síðar milli þessara flokka á breiðara vettvangi. Græningjar bera þó á móti því, að nokkuð slíkt verði ráðið af því. Margir leiðtogar sósíal- demókrata gera það einnig og telja víðtækt samstarf við græningja ekki koma til greina. Willy Brandt hefur hins vegar sagt, að ekki eigi að útiloka það. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar f réttir I Palestínumenn veita öflugt viðnám í Beirút ■ ísraelskur hermaður hrekur á undan sér konur og börn við stöðvar Israelshers í bænum Sidon í Líbanon. Fólkið var að krefjast að menn þeirra og feður yrðu látnir lausir úr haldi. ■ Eftir að ísraelskar hersveitir réðust inn í vestur-Beirút í fyrrinótt hefur ekki linnt bardögum í borg- inni.Hafa ísraelsmenn sótt fram með skriðdrekum, brynvögnum og jarðýtum, sem greitt hafa liði veg um torfærur á götum. Palestínumenn í borginni hafa varist af hörku og beitt eldflaugum gegn innrásarmönnum og segja þeir að ísraelska liðinu hafi orðið lítt ágengt. 1 gær féllu sprengjur á sjúkrahús í vestur- Beirút og á tvö helstu hótel borgarinnar. Enn urðu skrifstofur tveggja dagblaða fyrir sprengjum. Israelsmenn hafa lagt áhersíu á að árásin sé gerð til þess að hefna fyrir ítrekuð brot PLO manna á vopna- hléinu í Beirút og til þess að styrkja stöðu herliðs síns, en margir hafa borið brigður á það og telja að /sraelsmenn hyggist vinna borgina á sitt vald. Er bent á hina langvinnu lokun á vatni til vestur Beirút að undanförnu sem þátt í undirbúningi vegna innrásarinnar, en vatnsskort- urinn hefur þegar verið talinn farinn að hafa haft hinar alvarlegustu afleiðingar og óttast að taugaveiki kunni að skjóta upp. Palestínumenn segja að ísraels- mönnum hafi aðeins orðið lítið ágengt í bardögunum og að þeir hafi beðið mikið mannfall. f gær var staðfest að þeir hefðu tekið herskildi líbanskar herbúðar sunnan við Bei- rút. Mjög erfitt hefur verið að fá staðfestar tölur um mannfall vegna hinna miklu skotbardaga. Á spítala í miðborg Beirút er þó sagt að frá því er innrás ísraelsmanna hófst og þar til á hádegi í gær, hafi verið tekið þar á móti 28 dauðum mönnum og 140 særðum, . sumum mjög alvar- lega. f gærkvöldi bárust fregnir um innrás ísraelsmanna í suður Beirút, en þá voru liðnar 18 klukkustundir frá því innrásin hófst. Skálmöld í Kenya ■ Mikil leit stendur nú yfir í Kenya að stuðningsmönnum byltingar- tilraunar þeirrar sem ungir liðsfor- ingjar í flugher landsins stóðu að sl. sunnudag gegn stjórn Daniel Arp Moi, forsætisráðherra. Herma fregn- ir að um 150 liðsmenn úr flughernum og um það bil 100 óbreyttir borgarar hafi fallið í átökunum. Þá munu um 500 manns hafa særst. Mikil skálm- öld hefur geisað í höfuðborginni Nairobi í bardögunum. Hafa stjóm- arhermenn notað ringulreiðina til þess að fremja rán og gripdeildir og ýmsir hafa farist við þá iðju. Þegar síðast var vitað hafði foringi upp- reisnarmanna, Odpo að nafni, ekki verið handsamaður. Frakkar herða á umferðarlögum Franska stjórnin hefur nú hert á ýmsum reglugerðum í umferðarlög- um vegna hins hörmulega slyss sem var í bænum Crepyi-en-Valois á laugardaginn þegar meira en 50 manns, þar af 44 börn, biðu bana í umferðarslysi. Mitterrand Frakk- landsforseti var viðstaddur útför hinna látnu á þriðjudag. Slysið varð með þeim hætti að þrjár rútur og sjö bílar, rákust saman. í rútunum vom börn að koma úr sumarbúðum í frönsku Ölpunum. Kom eldur upp í bílunum er þeir skullu saman með þessum hræðilegu afleiðingum. Reagan krefst að vopnahléi verði komið á að nýju Á fundi sem skotið var á í Öryggisráði SÞ í gær gagnrýndi fulltrúi Sovétríkjanna Bandaríkja- menn harðlega fyrir framgöngu þeirra í átökunum í Líbanon og ásakaði þá fyrir að styðja ísraels- menn á laun í fyrirgangsstefnu þeirra. Reagan Bandaríkjaforseti setti í gær fram kröfu þess efnis að PLO menn færu þegar frá Beirút. Um leið krafðist hann þess að ísraelsmenn kæmu aftur á vopnahléi og virtu það. Sagði forsetinn þessi atriði vera frumskilyrði þess að bardögum yrði hætt og að líbönsk yfirvöld fcngju á ný að stjórna í eigin landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.