Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 3 f réttir Stór samningur um sölu á fersku hrossakjöti til Frakklands: ■ Samningar hafa nýlega tekist um sölu á 86 tonnum af fersku hrossakjöti (um 500-600 hross) til Frakklands á mjög háu verði, eða um 90% af því verði sem gildir hér innanlands, sem einstakt má telja með útflutning á íslenskum búvörum. Samningurinn er milli Sam- bands ísl. samvinnufélaga og fransks kjötkaupmanns sem vill kaupa 13 tonn af kjöti af fullorðnum hrossum vikulega og á fyrsta sendingin af fara út 20. ágúst n.k. Verður kjötið sent út með flugvélum, ferskt en vel kæll. „Verðið sem hinn franski kaupandi greiðir er um 24 kr. fyrir kílóið af Hr. I, eða um 90% af væntanlegu grundvall- arverði til framleiðenda og greiðir Frakkinn kjötið einum mánuði eftir móttöku“, sagði Magnús Finnbogason, form. Hagsmunafélags hrossabænda í Rangárvallasýslu. „Hér er því um mjög stórt hagasmunamál hrossabænda að ræða, þar sem fyrir liggur að í iandinu eru til miklar birgðir af kjöti af fullorðnum hrossum sem verulegir erfiðleikar eru á að koma í verð. Er því augljóst að reikna má með að greiðslur fyrir kjöt af fullorðnum hrossum á innlendum markaði muni í framtíðinni lækka hlutfallslega frá því sem nú er, auk þess sem sala dregst og greiðslur berast þá seinna takist ekki að létta verulega á þessum markaði," sagði Magnús. Hann kvað því nauðsynlegt að hrossaeigendur bregðist fljótt og vel við og láti þetta tækifæri ekki úr greipum sér ganga. Áhugasamir sunnlendingar geta snúið sér beint til Halldórs Guðntundssonar sláturhússtjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi sem annast móttöku og slátrun hrossanna á Suðurlandi, en á Norðurlandi eru kaupfélögin umboðsmenn Sambandsins. Mat á kjötinu sagði Magnús fara eftir gildandi matsreglum, þ.e. fitumat, en óháð aldri hrossanna. Útflutningshæft sé kjöt sem flokkast í Hr. I og Hr. II. Slátrun í fyrstu sendinguna verður n.k. mánudag. _ j|j?j Öll þjónusta í innanlands- flugi Arnar- flugs, nú undir eitt þak ■ Arnarflug hefur nú bætt þjónustu sína við farþega í innanlandsflugi, þar sem húsnæði Arnarflugs á Reykjávíkur- flugvelli hefur verið stórbætt, og farþegaafgreiðsla og vörumóttaka nú undir sama þaki. Afgreiðslan er opin frá 7 til 23 meðan sumaráætlunin er í gildi, og starfa þar að jafnaði 5-6 manns á hvorri vakt. Vaktstjórar eru Jón Kristinsson og -Sigurjón Alfreðsson. Flugáætlun er með svipuðu sniði og áður, nema hvað hafið verður flug að nýju til Grundarfjarðar er vetrar- áætlunin tekur gildi. í sumar var lokið við gerð 800 m. langrar flugbrautar í Grundarfirði. ■ Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í brúnan lit á kroppinn þar sem dagana fer að stytta úr hófi fram á næstunni. Veðurguðirnir brosa þó blítt við kvenmanninum á -SVJ myndinni og við skulum vona að þeir geri slíkt hið sama áfrain um stund. Tímamynd ARI ■ Böðvar Valgeirsson eigandi Atlantic ferðaskrifstofunnar. íslendingum boðið í skemmtisiglingu — með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki frá Reykjavík til Bremerhaven ■ „Þctta er í fyrsta sinn hjá okkur sem ferð af þessu tagi býðst héðan, það er stigið cr um borð í Reykjavík, en áður höfum við ávallt flogið með farþegana í veg fyrir skipin“ sagði Böðvar Valgeirs- son eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantic sem í lok mánaðarins býður íslendinguni upp á siglingu með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. Maxim Gorki er sovéskt skip, upphaf- lega byggt fyrir þýska aðila og hét þá Hamburg, með fullkominni aðstöðu unt borð en skipið tekur nær 700 farþega og áhöfnin telur nær 500 manns. Böðvar sagði að einsetið væri í mat í skipinu, enda er það búið þremur veitingahúsum en þetta er talinn mikill kostur. Ferð Maxim Gorki héðan er fyrst til Þrándheims í Noregi en síðan verður siglt suður með Noregsströndum og stoppað víða þar til komið er til Bergen. Frá Bergen er síðan siglt til Bremer- haven í Þýskalandi þar sem íslensku farþegarnir fara í rútu til Luxemborgar og eftir viðdvöl þar er flogið heim. „Það er aðeins eitt farrými á Maxim Gorki þannig að verð á káetum fer eftir staðsetningu þeirra. Okkar farþegar eru staðsettir á besta stað á skipinu og hefur hver káeta glugga" sagði Böðvar. Hann sagði að skemmtisiglingar af þessu tagi væru vinsælar hjá íslendingum og mundi Atlantic í framtíðinni auka við slíkt hjá sér en sem dæmi um það þá hefur Maxim Gorki yfirleitt komið hingað 3 sinnum á sumri en í náfnni framtíð kemur það 4 sinnum hingað. - FRI Erlendar skuldir í 50% af þjódarframleiðslu — og greiðsfiubyrðin af þeim allt upp í 33% af útflutningstekjum ■ Erlendar skuldir eru nú aö nálgast það aö verða 50% af þjóðarframleiðslu. Og haldi viðskiptahallinn áfram næsta ár fara erlendar skuldir yfir það mark að verða meira en helmingur af þjóðarfram- leiðslu, samkvæmt nýjustu athugunum Seðlabankans á ástandinu framundan, sem kynnt var ráðherrum í gær og þeir síðan kynntu í þingflokksfundum sínum í gær. Scðlabankinn hefur jafnframt reiknað út að greiðslubyrðin af þessum skuldum geti nálgast það að verða 1/3 af útflutningstekjum þjóðarinnar á. árinu 1986 þó svo að ekki verði tckin erlend lán umfram þau sem greidd eru, sem þýðir miklu minni lántökuren undanfar- in ár. „Hver maður sem horfir fram á þetta getur ekki annað en barið í borðið og heimtað róttækar aðgerðir", sagði einn af þingmönnum Framsóknar í gær. Á þingflokksfundinum kom fram að þolin- mæði ýmissa þar er alveg að verða á þrotum í biðinni eftir því að Alþýðu- bandalagið þori að taka á málunum. - HEI. Samningur ASI hafð- ur að leiðarljósi — í samningi farmanna og skipafélaganna ■ „ASÍ samningurinn er hafður að leiðarijósi, en svo fengust yfirlýsingar sem menn sættu sig við vcgna lífeyris- mála, góðar og fullnægjandi, og eitthvað fékkst vegna fækkunar um borð.“ Þannig lýsti Bolli Héðinsson hagfræð- ingur Farmanna- og flskimannasam- bandsins samningnum sem gerður var í farmannadeilunni, í stuttu máli. Bolli sagði að erfitt væri að leggja mat á hvað þetta „eitthvað" gilti mikið í peningum. Vinnutímastytting fékkst einnig fram, og kemur fram í auknum frítíma. Sáttasemjari lagði fram sáttatillögu í deilunni og hófust fundir um hana klukkan fjögur á fimmtudaginn. Far- menn samþykktu tillöguna strax, en útgerðarmennirnir þurftu um fjóra tíma til að taka afstöðu, en samþykktu þá einnig tillöguna, óbreytta. -Fjórir tímar eru ekki langur tími í vinnudeilum,“ sagði Guðjón Ármann Einarsson, sem var fulltrúi VSÍ í deilunni, „það er sennilega með alstysta tíma sem þekkist. Sáttatillagan tók á þessum atriðum, sem ágreiningur stóð um og við urðum að meta hvernig það kemur út í heildarmyndinni, ásamt og með því, sem þegar var frágengið. Allt sem við samþykkjum yfir okkur veldur útgjaldaaukningu og því verðum við að skoða þau mál vel, svo að menn væru ekki að hoppa í einhverja hluti, sem þeir vissu svo ekki fyrr en eftir á hverjir væru,“ sagði Guðjón Ármann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.