Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Kristinn Hailgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timan8: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Ðjarghildur Stefánsdóttlr, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Flugstöðin ■ Það hefur jafnan verið stefnumál Framsóknarflokks- ins, að meðan varnarlið dveldist hér sökum ótryggs ástands í alþjóðamálum, yrði reynt eftir megni að aðskilja það og þjóðina. í samræmi við þetta sjónarmið var mjög ötullega unnið að slíkum aðskilnaði þegar Framsóknarflokkurinn fór með utanríkismálin á árunum 1953-1956. Þá voru settar reglur, sem takmörkuðu svo ferðalög varnarliðsmanna utan varnarsvæðisins, að þessar reglur voru þá og eru enn einsdæmi. Hvergi þar sem varnarlið dvelur, munu samskipti þess vera eins lítil við landsmenn og hérlendis. í samræmi við þessa stefnu hófu Framsóknarmenn baráttu fyrir því, þegar þeir fóru með utanríkismálin á árunum 1971-1978, að^ reist yrði ný flugstöð utan varnarsvæðisins, svo að íslendingar þyrftu ekki að notast við úrelta flugstöð inni á varnarsvæðinu, en því hljóta að fylgja miklu meiri samskipti við varnarliðið en ef flugstöðin væri utan þess. Eðlilegt þótti, að varnarliðið, eða nánar tiltekið Bandaríkin tækju þátt í þeim kostnaði, sem af því leiddi að byggja nýja flugstöð, þar sem það er einnig í þágu þess, að sambúðin við landsmenn sé þolanleg, en frumskilyrði þess er sem mestur aðskilnaður. Eftir allmikið þóf náðist samkomulag um það við Bandaríkin, að þau tækju á sig kostnað vegna breytinga á flugbrautum, aðflutningsleiðum að þeim, olíuleiðslum og fleira utanhúss, sem fylgdi byggingu nýrrar flugstöðvar. Kostnaður við þetta er áætlaður milli 25-30 milljónir dollarar. Til viðbótar greiddu þau svo 20 milljónir dollara, sem væri hluti af byggingarkostnaði nýrrar flugstöðvar. Fjárveiting sú, sem Bandaríkin hafa veitt til slíkrar byggingar fellur úr gildi 1. október næstkomandi, ef framkvæmdir hafa ekki verið hafnar fyrir þann tíma. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hefur lagt til í ríkisstjórninni, að framkvæmdir verði hafnar fyrir þann tíma, enda heimila fjárlög 10 milljón króna framlag í því skyni. Fetta er stutt af Framsóknarflokknum, Sjálfstæðis- flokknum óklofnum og Alþýðuflokknum. Hins vegar virðast horfur á, að Alþýðubandalagið beiti neitunarvaldi, sem felst í stjórnarsáttmálanum, til að hindra framkvæmd- ina. Rökin fyrir þessari afstöðu Alþýðubandalagsins eru næsta furðuleg. Ein eru þau, að ekki eigi að þiggja „bandarískt hernaðarfé í íslenzk samgöngumannvirki“. Stærsta samgöngumannvirki, sem Islendingar nota, Keflavíkurflugvöllurinn, er eingöngu byggður fyrir bandarískt hernaðarfé. Unnið hefur verið að stækkun hans og endurbótum fyrir mikið bandarískt hernaðarfé síðan Alþýðubandalagið tók sæti í ríkislstjórn 1971, án þess að það hafi haft nokkuð við það að athuga. Önnur röksemdin er sú, að byggja eigi minni flugstöð og Islendingar að kosta hana einir. Augljóst er, að þetta yrði þó Islendingum miklu dýrara en sá hluti byggingarkostnaðarins, sem þeir þurfa að greiða, ef hafizt yrði handa um byggingu þeirrar flugstöðvar, sem hefur verið hönnuð nú. Minni flugstöð yrði jafnframt miklu minni framtíðareign. Athyglisvert er, að Alþýðubandalagið hefur ekki óskað eftir neitunarvaldi gegn hernaðarmannvirkjum á Keflavík- urflugvelli, heldur gegn einu framkvæmdinni, flugstöð- inni, sem er fyrst og fremst í þágu íslendinga. Af þessu mætti ætla að Alþýðubandalaginu væri annað ljúfara en að draga úr samskiptum við setuliðið. Sá, sem hefur mesta ástæðu til að fagna þessari afstöðu Alþýðubandalagsins er Reagan. Hún virðist ætla að spara honum 45-50 milljónir dollara. Það er ekki óhagstætt Bandaríkjaforseta að eiga slíka hauka í horni. Þ.Þ. á vettvangi dagsins ■ Hcrmann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, og Skúli Guðmundsson, alþingism., fengu flokksþing Framsóknarflokksins í lok nóvcmber 1946 til að samþykkja tiilögu um að flokkurinn beitti sér fyrir því að landhelgissamningnum frá 1901 y röi sagt upp þegar í stað og undirbúin löggjöf um útfærslu landhelginnar. Uppsögn þessa samnings var forsenda þess að hægt væri að færa út landhelgina. Hermann og Skúli f\lgdu eftir ályktun flokksþingsins með því að bera fram sams konar tillögu á Alþingi. Þetta var upphafið að sókninni í landhelgismálinu og útfærslu landhelginnar skref fyrir skref. ■ Ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar var myndað 4. febrúar 1947 með þátttöku Framsóknarflokksins, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Það fór með völd til 6. desember 1949 og framkvæmdi m.a. ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá 1946 um uppsögn landhelgissamninganna frá 1901. Einnig gaf það út landgrunnslögin 4. apríl 1948, en á grundvelli þeirra voru allar síðari útfærslur landhelginnar byggðar. Þessi stjóm lét einnig undirbúa og flytja tillögu íslands á AUsherjarþingi S.þ. 1949 um athugun alþjóðalaganefndar á víðáttu landhelgi, en sú tUlaga leiddi óbeint tU þess, að hafréttarráðstefnur S.þ. vom haldnar 1958 og 1960. ■ Þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar fór með völd frá 24.7. 1956 tU 23.12. 1958. Það færði flskveiðilögsöguna út í 12 milur 1. september 1958. Átti ráðuneytið við að stríða mjög harða stjómarandstöðu Sjálfstæðisflokksins, svo sem skrif Morgunblaðsins frá þeim tima sanna. Hefur því verið haldið fram, að Morgunblaðið hafl með skrifum sínum egnt Breta tU að senda flotann til varnar bresku landhelgisbrjótunum við ísland. Hermann Jónasson segir réttUega: „Undanhald hefur aUtaf verið stefna þeirra í Landhelgismálinu." ■ Ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar fór með völd 14.7. 1971 tU 29.8. 1974. Það færði fiskveiðiiögsöguna út í 50 mflur 1. september 1972. Vorið 1971 hafði m.a. verið kosið á mUIi stefnu viðreisnarstjórnarinnar í landhelgismálinu og þeirra flokka, sem stóðu að ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar. Stefna viðreisnarstjómarinnar var sú ein að stofna skyldi nefnd tU að athuga málið, en stefna flokkanna, sem stóðu að ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar, var að færa út í 50 mílur og gera það innan ákveðinna tímamarka. Fyrir atbcina Ólafs Jóhannessonar náðist nteð tímanum full samstaða um útfærsluna á Alþingi 15. febrúar 1972, þrátt fyrir harða stjómarandstöðu Sjálfstæðisflokksins og oft ógætileg skrif Morgunblaðsins. I aðgerðum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar tengjast 50 mflna og 200 mQna útfærslan með því að stjómin beittí sér fyrir þeirri breytíngu á landgmnnslögunum 13. mai 1974 að inn í þau var sctt ákvæði mcð 200 mflna landgrunnsmörk. ■ Það er ánægjulegt að sjá íslensk dagblöð sýna áhuga á menningarmálum og vísindum, m.a. með því að skrifa ritdóma um erlend sem innlend fræðirit. Þess vegna á Björn Bjarnason þakkir skyldar fyrir viðleitni sína til að skrifa ritdóm um bókina Friends in Conflict, eða Vinir í átökum, sem ber undirheitið „Bresk/íslensku þorskastríðin og haf- rétturinn", en ritdóm þennan birti hann í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. þ.m., bls. 24-25. Ég aðhyilist það sjónarmið, að rithöfundar láti ritdóma um bækur sínar afskiptalausa, þegar bækurnar eru til á íslenskum markaði. Þá geta lesendur sjálfir borið saman bókina og ritdóminn og sannfærst um réttmæti eða óréttmæti ritdómsins. Bókin Friends in Conflict hefur hins vega þá sérstöðu, að hún er ekki til á íslensku máli heldur ensku og gefin út samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum af C. Hurst & Co. í London og Archon Books í Connecticut í Bandaríkjunum. Enda þótt hún fáist e.t.v. á ensku í einstaka bókabúð í Reykjavík, þá held ég óhætt að álykta, að hún sé ekki handbær þorra lesenda Morgunblaðs- ins. Það eina sem þeir því vita um bókina er það, sem segir í ritdómi Björns Bjarnasonar. Þess vegna er nauðsynlegt að fjalla nánar um hana en gert er í ritdómi hans. Kjarni málsins Megin viðfangsefni bókarinnar er að kanna stöðu alþjóðalaga varðandi víð- áttu fiskveiðilögsögu og landhelgi, þegar íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína í 4 mílur 1952, 12 mílur 1958, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975, greina jafnframt hver réttur íslendinga var að alþjóðalögum á þessum árum og komast að niðurstöðu um.hvort þeir hefðu nokkru sinni brotið almennt gildandi alþjóðalög við útfærsluna. Til grundvallar þessari athugun er í 1. kafla skoðað það sérstaka fyrirbrigði, að eyríki eigi í landamæradeilu við ríki staðsett hundruð kílómetra í burtu. (1. kaflinn heitir í réttri íslenskri þýðingu „Landamæradeilur eyríkis" en ekki „Reglur eyríkja um yfirráðasvæði“ eins og BB þýðir lauslega). Er þar jafnframt skoðað eðli milliríkjadeilna og sýnt fram á, að landhelgisdeilur íslands við önnur ríki hafi öðrum þræði byggst á efnahags- legum grunni en hins vegar deila um lagalegan rétt. 1 framhaldi af því er í 2. kafla mjög ítarleg athugun á eðli alþjóðalaga og ákvæðum þeirra um landhelgi og fiskveiðimörk á ýmsum tímum. Er þar m.a. aerður greinarmunur á alcildum alþjóðalögum (universal international law) almennum alþjóðalögum (general international law) og sérstökum al- þjóðalögum (particular international law). f fyrsta flokknum eru alþjóðalög bindandi fyrir alla, í öðrum flokknum almennt viðurkennd alþjóðalög enda þótt nokkur ríki hafi á fullveldisgrund- velli ekki viljað samþykkja þau og beygja sig því ekki undir þau þannig að allmargar undantekningar séu frá gildi þeirra, en í þriðja flokknum eru sérstök alþjóðalög í formi fjölþjóðasamninga, sem bindandi eru eingöngu fyrir þau ríki, sem gerst hafa aðilar að þeim samningum. Við athugun á sjónarmiðum deiluað- ila í 4 mílna deilunni, 12 mílna deilunni, 50 mílna deilunni og 200 mílna deilunni í sérstökum kafla fyrir hverja útfærslu og deilu, er síðan sýnt fram á með samanburði við stöðu alþjóðalaga um málið, að í raun hafi Island ekki brotið nein bindandi alþjóðalög við útfærslu fiskveiðilögsögunnar enda þótt það hafi verið ásakað um slík brot af mótherjum sínum í öllum deilunum. í lokakafla bókarinnar um tvö grundvallarviðhorf og áhrif íslands á þróun hafréttarins er sýnt fram á, að það hafi verið annars vegar einhliða útfærsl- ur íslands og barátta þess á alþjóðavett- vangi fyrir viðurkenningu á rétti sínum og hins vegar samvinna íslands við önnur ríki með hliðstæð sjónarmið, sem hafi smátt og smátt leitt til þeirra úrslita í landhelgisdeilum íslendinga og þróun- ar hafréttarins að fyrir liggi nú alnienn viðurkenning á 12 mílna Iandhelgi og 200 mílna efnahagslögsögu. Þetta er í örstuttu máli kjarni viðfangsefnis bókarinnar Vinir í átökum þótt margt fleira komi þar fram til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.