Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 7 ■ „Það er athyglisvert að Sj álfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu leggur ekki fram neinar tillögur til lausnar vandanum. Alþýðuflokkurinn leggur hins vegar áherslu á, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nákvæmlega þær sömu og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar greip til við sams konar aðstæður árið 1978. Ekki verður því sagt, að stjórnarandstaðan búi sameiginlega yfir þjóðráðum til lausnar efnahagsvandanum.“ vcrðbætur á laun verði greiddar sam- kvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982. 5) Að hægja á fjárfestingu í landinu og auka sparnað hjá ríkinu. 6) Að halda uppi aðhaldsstefnu í peningamálum, fjármálum ríkisins og gengismálum. Vísitölukerfið Ég tel raunar, að þýðingarmesta atriðið í hinu pólitíska samkomulagi felist í væntanlegum breytingum á vísitölukerfinu. Þar er komið að kjarna málsins, þegar til lengri tíma er litið. Nýja viðmiðunarkefið mun draga úr verðbólgunni á næsta ári og því stefnt til réttrar áttar í efnahagsmálum. Ég vona, að Alþingi samþykki þessa breytingu á vísitölukerfinu. Ef svo verður mun verðbólga halda áfram að lækka á næsta ári og gæti þá nálgast 40% og síðan haldið áfram niður. Það er mikil blekking, að núverandi vísitölukerfi tryggi hag launafólks. Af augljósum ástæðum bitnar það mest á launalægsta fólkinu. Það veldur verð- bólgu, sem kemur harðast niður á þeim, sem búa við minnst efni. Hinir fá miklu meiri verðbætur og geta fleytt sér áfram. En allra verst verða þeir úti, sem standa í byggingum, þar sem aukin verðbólga veldur hærri fjármagnskostnaði. Næg atvinna En mikil verðbólga veldur að lokum atvinnuleysi. Og enn er það launalægsta fólkið, sem stendur verst að vígi. Það þolir allra verst stopula atvinnu. Næg atvinna er ekki sjálfgefin. Það er langt í frá. í Evrópu og N.-Ameríku er 10. hver vinnufær maður atvinnulaus. Þetta eru þó ríkustu þjóðir heimsins. Við íslend- ingar búum við einhæft atvinnulíf og erum algjörlega háðir alþjóðlegum mörkuðum. Ef þeir bregðast, hvað þá? Þetta skulum við íhuga, þegar teknar eru mikilsverðar ákvarðanir í efnahags- málum. Við verðum að keppa með okkar framleiðsluvörur á mörkuðunum. Það vill enginn kaupa verðbólguna okkar, en því miður höfum við keyrt okkur út af verðmætum mörkuðum vegna hins mikla tilkostnaðar hér heima. Ríkisstjórninni hefir fram að þessu tekist að halda upp nægri atvinnu í landinu, þegar á heildina er litið. Framsóknarflokkurinn er ábyrgur stjórnmálaflokkur Þórr á móti blási og erfiðleikar steðji að, vill Framsóknarflokkurinn ekki hlaupa frá vandanum, heldur takst á við hann. Þannig var þetta vorið 1974, þegar Ólafur Jóhannesson rauf Alþingi og kosningar fóru fram. Sama er að segja um stjórnina, sem Alþýðuflokkurinn sprengdi 1979. Það hefði e.t.v. verið freistandi fyrir Framsóknarflokkinn nú að sprengja ríkisstjórnina og kasta frá sér vandanum. Flokkurinn leit hins vegar ábyrgt og raunsætt á stöðuna og gerði sér grein fyrir, að lengra varð ekki komist að sinni. Hins vegar verður að fylgja þessum aðgerðum eftir með samræmdri stefnu í efnahagsmálum. Breyting á vísitölukerfinu og minni fjárfesting, en hvort tveggja er inni í áætlun ríkisstjórnarinnar, verða að vera þýðingarmestu þættirnir í slíkri stefnu. Þá mun verðbólga minnka og fram- leiðsluatvinnuvegirnir senn styrkjast, en það er forsenda batnandi lífskjara og æskilegrar framvindu í efnahagsmálum. Framsóknarflokkurinn hefir brugðist við aföllum þjóðarbúsins af ábyrgðar- tilfinningu, festu og raunsæi. Örugg atvinna og vernd láglaunafólks er kjarni aðgerða. Stjórnarandstaðan Það er athyglisvert, að Sjálfstæðis- flokkurinn í stjórnarandstöðu leggur ekki fram neinar tillögur til lausnar vandanum. Alþýðuflokkurinn leggur hins vegar áherslu á, að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar séu nákvæm- lega þær sömu og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar greip til við sams konar aðstæður árið 1978. Ekki verður því sagt, að stjórnarandstaðan búi sameigin- lega yfir þjóðráðum til lausnar efnahags- vandanum. Allir viðurkenna, að ríkisvaldið varð að grípa í taumana til að forða þjóðarvoða. En það er hart, þegar stjórnarandstaðan tekur undir gagn- rýnissöng allra þrýstihópa, en hefur engar tillögur fram að færa. Eða hverjar eru þær? Hörð átök framundan Það er vafamál, hvort ríkisstjórninni Jekst að framkvæma þá stefnu, sem felst í bráðabirgðalögunum um efna- hagsaðgerðir og yfirlýsingunni vegna aðgerða í efnahagsmálum frá 21. ágúst um þetta land og fólk tekið tali ríkir bjartsýni og framkvæmdaþrá. Dagblöð og fjölmiðlar eru hins vegar full af neikvæðri umræðu og gífuryrðum ein- stakra manna, sem halda því fram að allt sé farið til fjandans. Þessi umræða er út af fyrir sig hættuleg og reynir á þrek hvers einasta manns í landinu. Það er mikilvægt fyrir almenning og þjóðina alla að verjast og átta sig á, að aðgangur stjómarandstöðunnar á síð- ustu dögum á vart sinn líka og er kraftur þeirra nú í öfugu hlutfalli við getu þeirra til lausnar á vandamálum. Það er mikilvægt að upp verði tekin jákvæð stjómmálaumræða í landinu, s.l. En það er ákaflega mikilsvert, að hessi stefna nái fram að ganga. Það er í sjálfu sér ekki skemmtiverk að verða að skerða lífskjör um sinn, en það er óhjákvæmilegt, þegar af þeirri ástæðu að þjóðartekjur minnka. Það er sannar- lega mál að linni þeim hráskinnaleik, að aðilar vinnumarkaðarins semji um óraunhæf kjör og ætli svo ríkisvaldi og stjómmálamönnum að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að forða því að efnahagsmál þjóðarinnar fari gjörsam- lega úr böndum. Ég er ekki með þessu að sýkna okkur stjórnmálamenn með öllu. Við verðum einnig að gæta þess að marka samræmda stefnu, sem nær til alira þátta og leiðir til farsællar framvindu efnahags-og atvinnumála og sanngjarnrar skiptingar þjóðartekna. Það má gera ráð fyrir hörðum svipting- um á Alþingi í haust og vetur. Þá ríður á mestu að láta hagsmuniþjóðarinnar sitja í fyrirrúmi. Framtíöin Þótt stundarerfiðleikar krefjist ábyrgra aðgerða verður að hafa í huga, að íslendingar hafa sótt ótrúlega hratt fram á hinum ýmsu sviðum efnahags-, atvinnu- og kjaramála á seinustu árum. íslendingar eiga öflugan fiskiskipaflota til að nýta 200 mflna landhelgina, sem var 3 mílur frá fjöruborði fyrir 30 árum síðan. Hraðfara uppbygging fiskvinnsl- unnar hefir stórbætt alla meðferð og vinnslu sjávarafla og eigum við þó langt í land. Ræktun og uppbygging í sveitunum ásamt vinnslustöðvum í landbúnaði hefir stórum bætt hag bændastéttarinnar og landsmanna allra. Verulegur iðnaður hefir risið á legg, þrátt fyrir vandamál, sem þarf að leysa. Alhliða vélvæðing og tækniframfarir í öllum atvinnugreinum hafa bætt stöð- una. Viðskipti við útlönd hafa yfirleitt gengið vel og við höfum ótrúlega sterka stöðu á alþjóðlegum mörkuðum fyrir afurðir okkar. Þá hafa samgöngur, félagsmál, heilsugæsla, fræðslumál o.m.fl. batnað til mikilla muna, þótt ýmsar misfellur megi finna. Þegar staða þjóðarinnar í heild er metin kemur á daginn að lífskjör á íslandi eru meðal þeira bestu í veröldinni. Það er því mikið í húfi að missa ekki tökin á efnahags- og atvinnumálum þótt menn þurfi að herða svolítið mittisólina um sinn. 27.8.1982 T.Á þar sem sannleikurinn og staðreyndirnar fá að líta dagsins Ijós. Framundan eru gífurleg átök í íslenskum stjórnmálum, þar mun stjórnarandstaðan hvorki spara fé né fyrirhöfn til að ófrægja ríkisstjórnina og þá flokka sem að henni standa. Sá vetur, sem senn fer í hönd, er umbóta- og félagshyggjufólki mikil- vægur til varnar áróðri öfga aflanna. Við Framsóknarmenn þurfum að vígbúast gegn áróðri fjölmiðlanna og stjórnarandstöðunnar,vopn okkar verða sem ávallt áður, að sannleikurinn og staðreyndirnar fái að tala í hvert sinn sem lygin og blekkingamar verða bornar á borð, hvort sem er í fjölmiðli eða umræðu fólksins. Góð þátttaka og opinská umræða á þinginu á Húnavöllum er Framsóknar- flokknum mikilvæg, og hefur áhrif á , hvernig staða flokksins þróast í þeirri umræðu og kosningabaráttu sem fram- undan er. Ungir Framsóknarmenn, fjölmennum til þingsins. Með baráttukveðju. Guðni Ágústsson gródur og garðar i i Furusveppur (efra og neðra borð) Nú er tími matsvepparma ■ Ýmsa hérlenda sveppi má hag- nýta til matar. En til eru einnig eitraðar tegundir, t.d. hinn skraut- legi berserkjasveppur, sem vex innan um birki og fjalldrapa. Hattur hans er rauður með hvítum dílum að ofan, en Ijósum blöðum neðan á. Munið að eta ekki svepp, nema þið þekkið hann og vitið að hann sé ætur! Getiö skal hér nokkurra góðra matsveppa og birtar myndir til skýringar. Sumir sveppir fylgja vissum trjá- eða runnategundum og eru sveppaþræðirnir þá í sambandi við rótarkerfi trjánna.a oftast báðum til gagns. Kúalubbi fylgir birki og fjalldrapa og er góður til matar meðan hann er ungur. Kúalubbi er oft stórvaxinn með hvelflaga eða flatan hatt grábúnleitan að ofan. neðan á er pípulag, í fyrstu hvítt en síðan grátt eða grábrúnt. Algengur og góður matsveppur meðan hatturinn er hvelfdur og pípulagið hvítt. Nefna skal hér tvo góða matsveppi. sem fylgja barrtrjám og hafa borist með þeim til landsins, þ.e. fruru- svepp og lerkisvepp, sem mikið er orðið um hjá barrtrjám hér og hvar um landið. Báðir slímugir, einkum í vætu og skugga. Furusveppur (smjörsveppur) ber allstóran hvelfdan gulbrúnan eða súkkulaðibrúnan hatt, með sítrónu- gult pípulag neðan á, líkt og væri stunginn með prjónum. Stafurinn gulleitur eða brúnleitur neðantil. Sveppholdið Ijósleitt með þægilegri lykt og bragði. Vex í furulundum. Lerkisveppur vek hjá lerki. Hatt- urinn er breiðhvelfdur, gulleitur eða gulbrúnn - rauðgulur. Pípulagið brennisteinsgult í fyrstu, en síðar oft grágult eða gulbrúnt og litast rauðbrúnt við snertingu. Holdið gult, en litast rauðleitt í hattinum ef það er brotið. Lykt og bragð þægilegt. Fallegur áberandi svcppur, sem oft er mikið af. Þarf að tína hann ungan, því að hann skemmist fremur fljótt. Alkunnur er ætisveppur (sjamp- ignon), vinsæll matsveppur frá fornu fari, raunar fleiri en ein tegund. Túnætisveppur er algengur í gras- ■ Ungur kúalubbi lendi og ágætur til matar. Hatturinn er hvítur eða daufbrúnleitur. Blöðin neðan á eru í fyrstu rósiauð, en síðar súkkulaðibrún. Holdið hvítt með þægilegri lykt og bragði meðan hatturinn cr ungur og hvelfdur. Náskyldur cr hinn ræktaði æti- sveppur, ræktaður hér síðan 1960 á Logalandi í Borgarfirði. Seldur nýr, eða niðursoðinn í dósum. Ýmsir fleiri sveppir hér eru vel ætir, t.d. venjuleg gorkúla (fýsisveppur) með- an hún er hvít í gegn og ostkennd. Vex í alls konar mólendi og graslendi. Sveppi skal taka varlega upp og varast að særa þá. Vel má þurrka þá til geymslu. Eru þeir hreinsaðir vandlega og skornir í þunnar sneiðar og þurrkaðir í opnu íláti, t.d. í vírgrind á ofni. Duft úr möluðum, þurrkuðum sveppum er gott í sósur og súpur. Einnig má sjóða sveppi niður, eða sykursalta. Munið að niðursoðnir sveppir hafa mjög lítið geymsluþol eftir að krukkurnar hafa verið opnaðar. Nýja, óskemmda sveppi má gcyma í frystikistum. Nota ber þá samdægurs og þeir hafa þiðnað. í matreiðslubókum er sagt frá matreiðslu svcppa. Gott að hafa sveppakver Helga Hallgrímssonar við höndina. Lerkisveppur Ingólfur Davíösson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.