Tíminn - 29.08.1982, Qupperneq 24

Tíminn - 29.08.1982, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 ■ Áriö 1960, þegar John F. Kenncdy var í framboði til forscta, fóru ýmsir stuðningsmcnn aö hafa áhyggjur af því hvað myndi gerast ef orðstír hans scm kvennaflagara spyrðist út til kjósenda. Rithöfundurinn Norman Mailcr var þá nýbúinn að skrifa fræga grein um Kennedy í tímaritið Esquire, þar sem hann gaf sitt af hverju í skyn (Fullur aðdáunar, aðsjálfsögðu!), og raunar var forsetinn tilvonandi svo afkastamikill á þessu sviði að ráðgjafar hans hlutu að gera ráð fyrir því að einhvern tíma „kæmist allt upp“. En kannski þurftu þeir ekki að vera smeykir. Ung kona, sem þekkti til málsins og spurð var hvort hún héldi að kvennafar Kenncdys myndi skaða hann í augum kjósenda, hclt nú ekki. „Það myndi hjálpa honum. Það sýnir að hann fær það sem hann vill." Scnnilcga var þctta rétt mat. Eftir átta ára stjórnartíð Eisenhowers voru frjáls- lyndir Bandaríkjamcnn orðnir svo þreyttir á hinni traustu og landsföður- ímynd hans aö þeir kusu hvaö scm er í staöinn. Hafa ber í huga að á þessum árum var jafnvel Frank Sinatra. skíthæll- inn sá. talinn eitt goða hinna frjálslyndu - á þcim forsendum fyrst og frcmst að cinn svartur skemmtikraftur hafði feng- ið vist viö hirð hans. En kynþokki Kennedys var vissulcga mikilvægur fyrir pólitíska ímynd hans, svo mikilvægur að niargir hafa haldið því fram að án kynþokka síns hafi John F. Kcnnedy veríð cins og hvert annaö núll og nix. Heima hjá sér hafi hann lært að mcðhöndla vald og valdið var eitt. hvort hcldur þaö var yfir Krússjof eða einhverri konukind. Konurnar í Kcnn- edy-fjölskyldunni voru sannfærðar um yfirráð karlanna og þær hölluðust reyndar að því að þeir ættu aö fara heldur illa með þær; þannig væri þcim treystandi til að vera engar veimiltitur á öðrum sviðum. í svona andrúmslofti var Kennedy í essinu sínu. Hann var, inn við beinið, harla venjulegt karlrembu- svín og þó það kunni að virðast mótsagnarkcnnt þá urðu fyrstu merki kynlífsbyltingarinnar á sjöunda áratugn- um til að ýta undir slíka afstöðu. Þá virtist kynlífsbyltingin ncfnilega cin- göngu ætla að verða fyrir karlmenn. Fæddist ckki eitthvcrt gcrpi: töff, árásargjarn og kaldur kall sem vafði konum um fingur sér og gerði það scm honum þóknaðist. Norman Mailcr var dæmigerður, allt fór þetta fram undir stjörnu Hemingways og Hugh Hefncrs, og Kennedy naut góðs af. Og hvað? Hvaða máli skipta framhjá- höld Kennedys í raun og vcru? Eru þau ekki prívatmál? Ekki scgir Garry Wills. Kvennafar Kenncdys hafi nefnilega vcrið svo stórt í sniðum að til þess að komast yfir konur hafi hann tekið svo mikla áhættu, bæði pólitíska og persónu- lega, aö jafnvcl föður hans og bræðrum, sem víluðu fátt fyrirsér, þeim blöskraði. Á strfðsárunum stóð hann í sambandi við stúlku sem þckkt var af kunnings- skap við nasista, í Hvíta húsinu svaf hann hjá Judith Campbell sem jafnframt var ástkona mafíúforingjans Sam Gian- cana, og svo framvegis. Þannig séð segir Mr. Wills að kynlíf Kenncdys varpi Ijósi á pcrsónuleika hans. í samskiptum sínum viö konur sýndi hann vissulega bæði kraft og þor, en flestum þykir nú að hann hafi stöðugt gengiö út í öfgar og velta þá fyrir sér hvort slíkt hafi ekki vcrið dæmigcrt fyrir hann að öðru leyti - hafi hann yfir höfuð búið yfir einhvcrjum persónuleika sem var hægt að skilja frá kynþokka hans og „macho-móral“, sem margir efast um. Það var nefnilcga annað en unaður af nánum kynnum af þriöju gráðu sem vakti fyrir Kennedy. Hann þótti bæði latur og tiliitslaus - en við förum ekki út í smáatriði! Keppnin vakti fyrir honum - að „komast yfir“ svo og svo margar konur. flciri en aðrir menn. En hann var ekki síður að keppa við sjálfan sig, hversu lengi gæti hann haldið þetta út? Það gleymist nefnilega oft að John F. Kennedy var svo að scgja öryrki vegna bakveiki og annarra kvilla, scm hann var að sönnu lcikinn í að fela við opinberar athafnir. Robcrt Kcnnedy sagði seinna að helmingi ævi sinnar hafi bróðir hans liðið hræðilegar kvalir. Það var allt að honum! Hann sýndi vissulega gífurlegan vilja- styrk er hann neitaði að sætta sig við þær takmarkanir sem skrokkurinn bjó hon- um. Hann virðist hafa þurft á áhættu og ögrunum að handa, og var sífellt að bjóða hættunni heim. Hann stundaði íþróttir sem allir máttu vita að voru honum ofviða, keyrði bíla eins og kappaksturshetja og í stríðinu bauð hann sig fram til að þjóna á tundur- skeytabát þótt veltingur slíkra báta væri svo mikill að það fór mjög illa með bakið á honurn. Hann var með hugrekki á heilanum og þannig má skýra áhuga hans á fótboltamönnum, stríðshetjum og geimförum. Þcssi „hetjulund" gerði það einnig að verkum að hann var sá kvennamaöur sem hann var. Hann átti nefnilega ekki margra kosta völ við að sýna manndóminn, að minnsta kosti eftir að hann óx úr grasi og hætti herþjónustu og íþróttaiðkunum. Hann gat ekki drukkið mikið brennivín eða stundað slagsmál til þess að sýna öðrum og honum sjálfunt að hann væri sannur karlmaður - hreinlega vegna þess að líkaminn þoldi hvorugt - og því lagði hann þessa ofuráherslu á konur. En með þcim afleiðingum að pólitískur ferill hans var hvað eftir annað í stórhættu og J. Edgar Hoover, yfirmaðurFBI. fitnaði eins og púkinn á fjósbitanum. Áhættan áhættunnar vcgna. Eins og Richard Hannay, söguhetjan í Þrjátíu-og-níu skref eftir John Buchan, sem Kennedy hélt mikið upp á, sagði; „Það var fyrst og fremst áhættan sem hann þyrsti í.“ Ævintýri höfðuðu ætíð til Kennedys- jafnt meðan hann var ungur stráklingur sem þegar hann var forseti. Hann leit á það sem einhvers konar ævintýri að þjóna á tundurskeytabátunum í stríðinu og eftir að hann var orðinn forseti bjó hann sjálfur til mjög svo rómantískt tákn sem „sérdeildir" innan hersins, Grænu baskahúfurnar, notuðu. Alls konar „sérdeildir" voru raunar hans ær og kýr. Á forsetastóli fannst honum fínt að sniðganga hinar hefðbundu stjórnar- deildir en stofna í staðinn alls konar nefndir og starfshópa til að leysa aðsteðjandi vandamál. Þá gátu strákarn- ir í klíkunni setið saman á lokuðum fundi með uppbrettar ermar og étið samlokur meðan þeir leystu úr hnútum heimsins. Kennedy vildi gjarnan líta á sjálfan sig sem eins lag's James Bond, hann sem fer á staðinn og kippir hlutunum í lag. Það þótti mörgum athyglisvert að þrátt fyrir allt talið um hugrckki og snerpu í ákvörðunum fór lítið fyrir slíku í samskiptum Kennedys við elsta og mesta möppudýrið í Washington - J. Edgar Hoover. Eftir að hann var kosinn forseti hvöttu hann margir vina hans og rjáðgjafa til að reka Hoover hið fyrsta, enda ber nálega öllum saman um að það umfangsmikla ríki í ríkinu sem Hoover hafði gert úr FBI væri allri stjórnsýslu til trafala. Þó svo að Kennedy tæki ekki illa í þessar uppástungur vina sinna virðist aldrei hafa hvarflað að honum að láta verða af því að reka Hoover í alvöru, og í forsetatíð Kennedys jukust völd blóðhundsins heldur cn hitt. Kennedy lét hann ekki aðeins komast ■upp með að neita að taka þátt í ýmsum aðgerðum forsetaembættisins - eins og til dæmis strögglinu í sambandi við skólagöngu svartra í Suðurríkjunum - heldur lét hann einnig undan ýmsum kröfum Hoovers um njósnir gegn bandarískum borgurum, til dæmis Mart- in Luther King. Þetta er ekkert sérlega skrýtið. Hoover átti margar og þykkar möppur um Kennedy, allt frá því að hann duflaði við Ingu Arvad á stvíðsárun- um en það var hún sem þótti höll undir nasista. Raunar telja margir að möpp- urnar hans Hoovers hefðu nægt til að eyðileggja Kennedy í eitt skipti fyriröll, en Hoover sá náttúrulega að hótunin er öflugri en framkvæmdin og lét því duga að veifa möppunum stöku sinnum fram í Kennedy og lið hans. Það dugði og allt hugrekkið koðnaði niður. I augum margra var John F. Kennedy ekki aðeins ungur og smartur forseti heldur hugsjónarmaður sem boðaði nýja tíma. Það áttu að vísu margir erfitt með að átta sig á þeim hugsjónum, sem ekki er að undra vegna þess að hann átti fáar slíkar. Ef hann boðaði nýja tíma var það einungis í framkomu og „stæl", en í rauninni breyttist næsta lítið annað. Kennedy var „real-pólitíkus“ umfram allt, hann var í stjórnmáfum til að hafa völd en ekki til að vinna að framgangi ncinna hugsjóna. Sjálfur fór hann oft niðrandi öðrum um „hugsjónapólití- kusa", það var ekki fyrir Kennedyana. Þó hann hafi að ýmsu leyti farið út á nýjar brautir snerti það fyrst og fremst framkvæmd ákvarðana, en ekki á- kvarðanirnar sjálfar. Það var valdið sjálft sem hann sóttist eftir og hann naut þeirra líka út í ystu æsar, er hann hafði höndlað þau. Dwight D. Eisenhower hafði fallist á að bjóða sig fram til forseta vegna þess að honum fannst hann hafa skyldu að gegna, en ekki vegna þess að hann væri fullur með metnaði (þetta mun vera staðreynd, hvort sem menn trúa þvf eður ei), og þessa afstöðu fyrirleit Ker.nedy, og fór ekki dult með. íntynd hans sem kalda kallsins krafðist þess líka að hann færi ekkert í felur með að hann væri fyrst og fremst að skemmta sér í Hvíta húsinu, nota valdið sem hann hafði. Kaldir kallar áttu að nota vald og taka áhættu. Það gerði Kennedy skammlaust, svo skammlaust að ímynd- in hafði í rauninni tekið við stjórnar- taumunum þegar fram liðu stundir. Sem pólitíkus var Kennedy lítið annað en kaldur kall, sem í einkalífi sem í Hvíta húsinu. Áhættan áhættunnar vegna. Þegar Bandaríkin fengu sjálfstæði fyrir rúmum200áruniyar ákveðið að dubba ekki upp kóng, held- ur stofna forsetaem- bætti. Afþvíleiðirað aðall fyrir finnst ekki vestra,en afþvíleiðir aftur á móti að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.