Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. Italía: ■ Dalla Chiesta og kona hans voru myrt í þessum bfl. Átta menn, vopnaðir vélbyssum, þustu skyndilega að bflnum og létu kúlnahríðina dynja á honum. Glæpamenn myrða þá sem berjast gegn spillingu ■ Morðið á Dalla Chiesa hershöfð- ingja, sem framið var fyrir nokkrum dögum á Sikiley, hefur beint augum manna mjög að Mafíunni, en enginn vafi leikur á að þessi öflugu samtök standa að morðinu. Erindi hershöfðingjans til Sikileyjar var að rannsaka tengsl Mafíunnar við lögleg fjármálaumsvif í Ítalíu. Chiesa starfaði á vegum fjármála- ráðherrans og hafði yfir að ráða sérþjálfuðum sveitum hermanna og fjármálasérfræðinga sem heyra beint undir fjármálaráðuneytið. Hershöfðing- inn hafði undir höndum lista með nöfnum 3200 fjármálaspekúlanta sem grunaðir eru um að vera meðlimir í Mafíunni eða í nánum tengslum við hana. Chiesa tók að sér í aprílmánuði s.l. að stjórna herförinni gegn Mafíunni og koma upp um gífurleg skattsvik. Hvernig illa fengnum auði er komið fyrir í löglegum fyrirtækjum og öðrum eignum og færa fram sönnunargögn um tengsl Mafíunnar við stjómmálamenn og fjármálajöfra. Sitthvað hefur gengið á meðan á rannsókninni stóð. Á Sikiley hafa ekki verið framin færri en 100 morð á s.l. þrem mánuðum, sem bera þess öll merki að Mafían hafi staðið að þeim. Dalla Chiesa sagði, að augljóst væri að Mafían ætti ítök í öllum helstu borgum Ítalíu. Hefur hún fjárfest í byggingum, alls konar fyrirtækjum og jafnvel í stóriðnaðinum. Fjármagnið fær Mafían með því að reka umfangsmikla glæpa- starfsemi. Það er flutningur peninganna milli glæpagróðans og inn í löglegt fjármálakerfi landsins, sem hann hafði einkum áhuga á. Hann ætlaði að komast að því hverjir væru milliliðimir og hvaða tögl og hagldir Mafían hefði í stjórnkerfi landsins. Það á að vera tiltölulega auðvelt að rekja eignafærsluna. Fasteignir og hluta- bréf hafa skipt um eigendur. Menn með óflekkað mannorð og hreinar sakaskrár eru skráðir fyrir eignunum, en þeir eru leikbrúður Mafíunnar. En að baki stendur Mafían og „svartir peningar" hennar. og hún er smátt og smátt að auka völd sín og áhrif í þjóðfélaginu með því að seilast inn í fyrirtæki og stofnanir sem starfa samkvæmt lögum. Guardia di Finanza er heiti uppljóstr- unar- og rannsóknardeildar og ijármála- ráðuneytisins, sem Chiesa stjórnaði. Hann lét liðsmenn sína safna gögnum ■ Hershöfðinginn hét því að ganga milli bols og höfuðs á Mafíunni. Hann var myrtur. um 3200 grunsamlegar fjármunatilfærsl- ur og rekja feril þeirra. Á Sikiley er hættulegt að grúska í svona málum. Þar kemur sér enginn upp miklum eignum eða völdum, nema að Mafían hafi velþóknun á viðkomandi. Völd samtakanna eru mikil. Undir lok síðari heimstyrjaldarinnar virkjuðu Bandaríkjamenn Mafíuna til að létta undir í baráttunni við fasista og nasista. Síðan hefur Mafían litið á sig sem andfasitísk samtök, sem beri nokkra ábyrgð á stjórnarfari. Að minnsta kosti láta það ekki afskiptalaust. Mafíuleiðtogar fara ekki leynt með það, að Kristilegi demókrataflokkurinn er þeim þóknanlegur. Heiðarlegir íhaldsmenn í flokknum líða önn fyrir þessa afstöðu Mafíunnar og reyna hvað þeir geta til að sverja hana af sér. Á Sikiley eru ítök Mafíunnar svo sterk, að ef hún beitir sér er auðvelt að ráða öllum kosningum. Samtökin ráða yfir miklu fjármagni og geta notað það í áróðri eins og leiðtogunum þóknast. Mörg dæmi eru um að stjórnmála- menn á Sikiley, sem skipað hafa sér í flokk Kristilegra demókrata, hafa verið skotnir á færi þegar þeir hafa beitt sér gegn hagsmunum Mafíunnar og áhrifa hennar. Leiðtogar kommúnista á Sikiley hafa fengið sömu útreið, er þeir hugðust beita sér gegn spillingu Mafíunnar. Að vonum eru þeir stjórnmálamenn, sem látnir eru í friði á Sikiley, ávallt grunaðir um að vera handbendi samtakanna, eða að minnsta kosti beita þeir sér ekki gegn þeim nema í orði. Það er lífshættulegt að reyna að grafast um of í spillingarvef- inn. Það hafa margir blaðamenn mátt reyna er þeir reyndu að rannsaka starfsemi samtakanna. Margir þeirra hafa verið myrtir. Starfsemi Mafíunnar hefur breyst nokkuð í tímanna rás. Áður höfðu samtökin tekjur sínar af smygli, vændi og „vernd“ fyrirtækja. Nú er framleiðsla og dreifmg eitur- lyfja ein aðaltekjulindin, en Mafían annast m.a. framleiðslu og dreifingu á heróíni. Vopnasala er mikil og góð tekjulind glæpamannanna. Þegar búið er að koma illa fengnum auði Mafíunnar inn í löglega starfsemi er leikur einn að ná fé úr opinberum sjóðum, svo sem iðnaðar- og framleiðslustyrkjum af ýmsu tagi. Til að þær fjáröflunarleiðir gangi greiðlega er mikilvægt að eiga að vinum menn, sem hafa áhrif og völd í stjórnkerfinu, bæði stjórnmálamenn og embættismenn. Það eru einmitt þessi tengsl sem Dalla Chiesa hershöfðingi ætlaði að koma upp um. Þá var hann skotinn á götu í Palermo. Mikil reiðialda greip um sig um alla ftalíu vegna verknaðarins og æðstu menn landsins mættu við jarðar- för hershöfðingjans. En rannsóknin heldur áfram, en það gerir starfsemi Mafíunnar einnig. 5 laugardag kl. 23.15 i Haskolabio. Dávaldurinn sýndi og sannaði hæfni sína í gær við mikinn fögnuð áhorfenda. Skemmtun fyrir unglinga og fólk á öllum aldri. Miðasala í Háskólabíó frá kl. 16.00. ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.