Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir ÍmmsS LAUGARDAGUR11. SEPm982. Jón G. Tómasson, fvrrverandi formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, óskar Bimi Friðfinnssyni, nvkiömum formanni sambandsins til hamingju með kjönð. Tímamynd: Róbert Björn Friöfinnsson, nýkjörinn formaður Sambands ísl. sveitarfélaga: VONA Afi REYNSLAN HJÁIPI MER Afi VAIDA VERKEFNINU ■ „í grófum dráttum verður mitt starf sem formaður sambandsins að leiða störf stjórnar og fulltrúaráðs næstu fjögur árin, auk þess sem ég mun koma fram fyrir hönd sambandsins og sjá um samskipti ríkis og sveitarfélaga," sagði Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar í viðtali við Tímann er hann hafði verið kjörinn formaður Sambands íslenskra svcitarfélaga á landsþingi sambandsins á Hótel Sögu í gær. „Mikið starf“ - Er þetta mikið starf? „Já, þetta er mjög mikið starf, það sést glöggt þegar litið er á gífurlegt starf þriggja forvera minna. Ég er nú að taka dropar við nýju embætti hjá Reykjavíkurborg, en það cr framkvæmdastjórastarf hjá lögfræði- og stjórnsýsludeild borgarinn- ar, þannig að mín bíöur mikið starf. Ég hef fylgst með störfum Sambands íslenskra svcitarfélaga frá því 1966, að ég var bæjarstjóri á Húsavík og ég vona að reynsla mín af svcitarstjórnarstörf- um, svo og reynsla mín af búsctu í mismunandi stórum sveitarfélögum muni hjálpa mér til þess að valda þessu mikla vcrkefni scm ég mun nú takast á við.“ - Hvað er það þýðingarmesta að þínu áliti í starfi Sambands íslenskra sveitar- félaga? „Ég er þeirrar skoðunar að fræðslu- starfið sé mjög mikilvægt, en ég tel einnig að hlynna þurfi í ríkara mæli að samstarfi sveitarfélaga um stærri verk- efni. Sveitarfélögin eru grundvallarein- ing í stjórnsýslu landsins og þau eiga sér eldri sögu en ríkisvaldið. Þau verða og eru að aðlaga sig að breyttum aðstæð- um. í því sambandi vil ég nefna • endurskoðunina á sveitarstjórnarlög- gjöfinni, endurskoðun á verkefnaskipt- ingu og nýja skipan tekjustofns. Ég tel að það sé ríkjandi sjónarmið að menn vilji halda í sveitarfélagaskipanina, enda byggir hún á gamalli hefð, en eins og ég sagði áðan þurfa félögin að laga sig að breyttum aðstæðum." - Hvað líður þessari endurskoðun á sveitarstjórnarlöggjöfinni? „Umræður um breytingar hafa orðið mun minni hér á þinginu en ég hefði vænst. Fyrir þingið var búist við því að þetta mál yrði aðalmál þingsins og að miklar umræður myndu spinnast um endurskoðunina og að ályktað yrði um breytingar. Það starfar eins og kunnugt er nefnd að endurskoðun á löggjöfinni, og þcgar hún hefur lokið störfum, þá mun hún senda sveitarstjómum tillögur sfnar til umsagnar og verða þessar tillögur væntanlega einnig ræddar á vettvangi fjórðungssambandanna. Það er því óhætt að segja að umræðan um endurskoðun sveitarstjórnalaganna sé varla hafin enn.“ -AB mmam I^EI^HH^^HHHHH^HHHðB Hjörleifur geimvera? ■ Er Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráöherra, ekki af þessum heimi? Er hann e.t.v. geimvera? Eftir að hafa lesið viðtal Helgarpóstsins við Guð- mund Jaka í gær þar sem hann spjallar sérstaklega um Gáfu- mannafélagið í Alþýðubanda- laginu, og sérílagi Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráð- herra, er ekki örgrannt að þessari hugsun skjóti að Drop- um. Verkalýðsrekandinn Guð- mundur Jaki lýsir samflokks- manni sínum og iðnaöarráð- herra á þessa leið: „Ég kann svo sem ekki illa við Hjörleif, hann er vísindamaður, mjög dannaður. En hann er allt annar... ja, hvað á ég að segja - hann er allt önnur vera." Ad færa sig upp á skaftið ■ Sýningar dávaldsins Frise- nette í Háskólabíói vöktu að vonum mikla athygli, enda gífurlega fær maður þar á ferð. Þeir sem sáu hins vegar sýningar Frisenette í Gamla biói hér á árum áður, söknuðu hins vegar eins atriðis á. efnisskránni að þessu sinni, dansins við kústskaftið. Þá dáleiddi Frisenette ung- an mann og taldi honum trú um að kústskaftið væri hin föngulegasta snót og ekki var það verra að hún var mjög tilkippileg. Hittust ungi mað- urinn og kústskaftið á dansleik og dönsuðu saman, en því næst héldu þau heim til kappans. Er ekki að fjölyrða um það aö þegar Frisenette leysti mann- ZC. fréttir Ekið á dreng ■ Ekið var á 7 ára gamlan dreng á móts við Njarðargötu 41 í gærdag. Drengurinn var fluttur á slysadcild og talið var að hann hefði fótbrotnað cn meiðsli hans að öðru leyti ekki talin alvarleg. Fótbrotnaði í glerflutningum ■ Á Akranesi fót- brotnaði ungur maður cr hann varð undir stafla af rúðugleri þar sem hann stóð aftan á sendiferða- bifreið sem flutti glerið. Þessi atburður átti sér stað í gærdag og var maðurinn undir glcrinu er bifreiðin beygði inn af Skagabraut á Suðurgötu. Miðað við aðstæður þótti mildi að ckki fór verr fyrir manninum. Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi Skeiðarvogur Hjallavegur Skerjafjörður Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36. sími: 86300 H|HHMHHHH -. inn undan dáleiðsluáhrifunum þá var hann með buxurnar á hælunum, enda kústskaftið til í tuskið. Höfðu menn á orði að dávnldurinn hefði þarna bara verið að forða pilti frá því að færa sig upp á skaftið... Krummi ... „Hart er í heimi og hórdómur mikill"... en það tekur nú steininn úr þegar flðurféð er farið að reykja opinberlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.