Tíminn - 14.09.1982, Qupperneq 4

Tíminn - 14.09.1982, Qupperneq 4
4 ►RHUUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Bændur - Jarðeigendur Bújörð óskast til kaups. Einhver húsakostur æskilegur. Svör með öllum upplýsingum sendist fyrir næstu mánaðamót til augl. Tímans Síðumúla 15 í lokuðu umslagi merk „Móberg 83“. SIÁL-ORKA SIJIHJ- 0<i VlfMiliUMA WOIVIJSTAX KJARRHOLMA 10 200-KOPAVOGI SIMI 40880 Leigufyrirtæki Höfðar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Viö höfum yfir aö ráöa þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækiö þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aöstoö. Athugaðu þaöll Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir.gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fuilkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki 51 SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441566 AUKIN LÁNAKJOR A Nú geta allir eignast WARTBURG - Stóra bílinn á lága verðinu, með sérstökum lánakjörum. STÓR - HÁR - STERKUR Þeir sem kaupa einu sinni ^vi/kfutlnu^ kaupa hann aftur og aftur. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauðagerði, sími 33560 i O" fréttir Ólga meðal starfsfólks í sláturhúsum: KflUPHÆKKUN HJfl SLÁTURHÚSUM í EIGU KAUPFÉLAGA — á meðan Sláturfélag Suðurlands er ekki til viðræðu um hana ■ Upp er komin ólga á meðal starfsfólks sláturhúsa í landinu, þvi starfsfólk það sem starfar hjá sláturhús- um í eigu kaupfélaganna fær nú að líkindum kauphækkun sem nemur einum launaflokk, ásamt öðrum smá- vægilegum breytingum, en starfsfólk starfandi í sláturhúsum í eigu Slátur- félags Suðurlands hefur ekki fengið nein vilyrði fyrir slíkum hækkunum. Það var Verkalýðsfélag Borgarness sem reið á vaðið í síðustu viku og samdi beint við Kaupfélag Borgfirðinga því starfsfólk sláturhússins var ekki reiðu- búið að samþykkja að kjarasamningur þess frá því í fyrra framlengdist. „Við sömdum um eins launaflokks hækkun og nokkrar aðrar breytingar," sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðs- félags Borgarness í viðtali við Tímann. „Við höfum undanfarin ár samið beint við Kaupfélagið og höfum þann háttinn á einnig núna. Þess má geta að við höfum bónuskerfi hér í sláturhúsinu, sem ekki tíðkast hjá öðrum kaup- félögum." „Það er verið að reyna að ganga frá samningum starfsfólks í sláturhúsum á Norðurlandi, fyrir sláturtíðina og aug- ljóslega hefur þessi samningur í Borgar- nesi haft áhrif í því efni,“ sagði Júlíus Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélag- anna í viðtali við Tímann, en vinnu- málasambandið fer með samningagerð við starfsfólk sláturhúsa þeirra sem eru í eigu kaupfélaganna fyrir norðan. „Áður en þessi samningur í Borgar- nesi kom fram,“ sagði Júlíus, „höfðum við þá afstöðu að allir kjarasamningar hefðu verið framlengdir með samningun um frá 30. júní í sumar. Samningurinn í Borgarnesi var gerður framyfir þá samninga, þannig að við erum að fást við þá bylgjuhreyfingu sem þessi samningur hefur orsakað í sláturhúsun- um. Það er mat þeirra sem fara með stjórn í sláturhúsunum að óhjákvæmi- legt sé að samræma kjör starfsfólksins við kjör starfsfólks í sláturhúsinu í Borgarnesi." „Það var samið fyrir starfsfólk í sláturhúsum eins og aðra í sumar þannig að ég sé ekki ástæðu til að ætla að nein breyting verði þar á, enda hafa engar kröfur þar um komið til okkar frá starfsfólki sláturhúsa í eigu Sláturfélags Suðurlands," sagði Þórarinn Þórarins- son, hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands í viðtali við Tímann. „Við munum sennilega taka mið af samningi þeim sem Verkalýðsfélag Borgarness gerði fyrir starfsfólkið í sláturhúsinu, en við höfum ekki séð hann ennþá,“ sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir formaður Verkalýðs- félagsins Þórs á Selfossi, þegar hún var spurð hvort starfsfólk í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands hygðist gera sams konar kröfur og starfsfólk í sláturhúsum kaupfélaganna hefur gert. „Við höfum aðeins viðrað málið við V.S.Í., en enn hafa engar viðræður farið fram af neinni alvöru," sagði Ingibjörg jafnframt. .R Hinn nýi Tercel. Á myndinni eru frá vinstrí: Páll Samúelsson forstjóri, Lúðvik B. Albertsson framkvæmdastjóri og Ólafur Friðsteinn sölustjóri. Timamynd GE Toyotaumboðið kynnir nýjan Toyota Tercel: 70 bílar seldust ■ Um síðustu helgi hélt Toyota umboðið bflasýningu á hinum nýja Toyota Tercel. Þetta er bfll af nýrri kynslóð, sem hefur til að bera endurbætt framhjóladrif, nýtt útlit og endurbætur á hlutum eins og hönnun í sambandi við lotmótstöðu, kraft vélar, aukningu bensín nýtingar og fjöðrunarkerfl. Aksturseiginleikar hafa einnig verið bættir með misgóða vegi í huga. Bfllinn er nú framleiddur í „hatchback" stfl með framlækkandi vélarhlíf og grilli, þriggja dyra og flmm dyra. Nýi Tercelinn á sér engan líka í sínum flokki tæknilega séð hvað varðar nokkrar af nýjungunum í bflnum. Með kalt veðurfar í huga, eins og hér á landi, hefur verið tekið upp sjálfvirkt innsog með keramik hitara, sem tryggir öruggt start á köldum dögum. Stimplun- um hefur verið breytt í lögun að ofan og þeir gerðir léttari og sterkari svo að þeir valdi minni innri núningi og endist lengur. Hin nýja vél hefur einnig hitaventil sem flytur útblástursloftið úr pörtum 1 og 2 í úblástursgreininni til þess að hita neðri hluta innblásturs- greinarinnar, sem tryggir öruggari brennslu bensínsins og bætir alla virkni á köldum svæðum og um kalda vetur. Höfuðdælan hefur verið stækkuð úr 19.05 mm í 20.04 til að stjóma hinum stóru diskabremsum. Ökumenn bílsins em einnig varaðir við af skynjara sem lætur frá sér heyra með hljóði í bremsudiskum þegar þykkt bremsu- klossanna er komin niður í 2,5mm. Settur hefur verið tvöfaldur þrýstiventill til að sjá um jafna og ömgga dreifingu bremsuátaks milli fram- og afturhjóls. Þessar endurbætur leiða af sér lágmarks- slit og lengja þannig notkunartíma bremsuklossanna. Einnig má geta þess að ef bremsuvökvinn minnkar, er rofi í bremsudunknum og þá blikkar bremsu- ljósið í mælaborðinu. Ekki má gleyma þessum nýju afturljósum sem hafa m.a. að geyma sterk þokuljós. Er þannig aukið á öryggi um leið og þau verða greinilegri og útlitsfallegri. Hinn nýi Tercel er fyrsta módelbreyt- ingin í þrjú ár og lætur hann gömlum og nýjum Toyota kaupendum í té valkost á móti Toyota Corolla, en einnig er hann samkeppnisbíll við Mazda 323. Eins og aðrir Toyota bílar sem ætlaðir eru fyrir Evrópumarkað hefur Tercel verið próf- aður á alls konar vegum, bæði góðum og slæmum, sem ekki eru fyrir hendi í Japan. Hinn nýi Tercel var settur á markað í Japan í maí 1982 og er hann strax, eftir aðeins 2-3 mánuði, orðinn einn af söluhæstu bílum í Japan. Þessi nýja lína Tercel lítur út fyrir að verða jafn sigursæl í Evrópu. Vegna komu þessa bíls buðu forráða- menn Toyota umboðsins til blaða- mannafundar. Þar sagði Páll Samúels- son forstjóri að verksmiðjan hefði verið stofnuð 1926, en í dag væri hún önnur stærsta bílaverksmiðja í heiminum, þar rynni út nýr bíll á tveggja mínútna fresti. Verksmiðjurnar framleiða 70 gerðir af farartækjum. f 6 ár hefur Toyota Corolla verið mest seldi bíllinn af sömu gerð (um 700.000 bifreiðar) í heiminum. Nú er Tercel kallaður Corolla Tercel í Banda- ríkjunum. G.E.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.