Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 24
Opiö virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD"
Skemmuvegi 20 • Kópavogi
Simar (91)7 75-51 & 7-80-30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
labnel
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutir
Armiila 24
Sími 36510
MARGIR REKA UPP STÓR
AUGU - „SntÆTÓ” (EYJUM”
rætt við Georg Stanley Aðalsteinsson, bifreidastjóra, sem fengið
hefur leyfi til reksturs strætisvagna í Vestmannaeyjum
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPT.1982
■ „Menn fengu líka krampa af hlátri þegar ég byrjaði
að keyra leigubíl hér í Vestmannaeyjum árið 1974. En
málið var nú bara það, að ég varð að fela bflinn til að geta
lagt mig einstöku sinnum. Eg sagði alltaf að það væri full
þörf fyrir 4 bfla og var alltaf að biðja hina og þessa - sem
hörðu meirapróf - að koma og keyra. AUir hlógu sem
endaði með því að ég hreinlega gafst upp, það var svo
mikið að gera. En hvað er orðið núna? Það eru fimm
leigubílar“, sagði Georg Stanley Aðalsteinsson, stýrimað-
ur og bílstjóri í Vestmannaeyjum. En Tíminn hafði tal af
honum vegna þess að hann hefur nú fengið leyffi fyrir rekstri
strætisvagna í Eyjum, sem ýmsir efast um að
rekstrargrundvöllur sé fyrir þar.
„Já það eru margir sem reka upp
stór augu þegar ég tala um að reka
“strætó" í Eyjum. En þetta er þó
orðinn 4,700 manna bær. Að vísu eru
um 1.300 bílar á skrá hér, en bæði eru
þeir nú ekki allir í gangi og yfirleitt
ekki nema einn á hverju heimili, sem
karlinn hefur yfirleitt, og síðan
verður allt hitt liðið að labba“, sagði
Stanley. „Mörgum, sem ég hef talað
við líst líka vel á þetta og telja það
þarfa þjónustu. Enda hefur það verið
svo undanfarin ár að stöðug pressa
hefur verið á mér af fólki sem biður
mig að drífa mig í þetta aftur".
„Aftur, já ég hef prófað þetta áður.
Keypti 10 ára gamlan vagn af
Strætisvögnum Reykjavíkur 1965,
eins og ég ætla að gera núna. En þá
fékk ég bara aldrei leyfi og varð því
að hætta. Þegar nýja bæjarstjórnin
tók við hugsaði ég með mér að nú væri
upplagt tækifæri, og hef nú fengið
leyfi.
Nei, Ikarus kaupi ég alls ekki, m.a.
vegna þess að í þá er engin
varahlutaþjónusta. Með Volvo eða
Bens er það ekkert vandamál. Og
þetta eru góðir bílar, því vögnunum
hjá SVR er lagt löngu áður en þeir
eru raunverulega út keyrðir, einfald-
lega vegna þess að menn fást ekki til
að keyra þá lengur þegar þeir fara að
verða gamlir. Gamli Volvoinn - frá
1955 - lifir enn góðu lífi. Þeir sem eiga
hann núna eru búnir að nota hann
sem ferðavagn - og sumarbústað - um
allt land á hverju sumri í mörg ár.“
Nú hyggst Stanley kaupa 2 notaða
vagna af SVR sem hann hefur hugsað
sér að fari hring um bæinn hvor á móti
öðrum á hálftíma fresti, frá morgni til
miðnættis. Leiðina er hann búinn að
sjá út í grófum dráttum en ætlar að fá
Pál Zóphóníasson til að útfæra hana
nánar. „Kerfi þykja ekki góð nema að
þau séu uppáskrifuð af einhverjum
tæknimanni".
Spurður um áætlaðan farþegafjölda
sagði Stanley: „Fólk hrekkur að vísu
í kút þegar ég segist gera ráð fyrir að
fá 400 farþega í bílana að meðaltali á
dag. En það er t.d. um 80 manns
sem vinnur orðið úti í Eyði, og það eru
hundruð manna sem vinna í frystihús-
unum, og ég geri ráð fyrir að þau vilji
heldur semja við mig um mánaðar-
þjónustu heldur en að þurfa hvert og
eitt að reka bíla og binda menn yfir
þeim fyrir 4 ferðir á”dag“.
En geta netasjómennirnir t.d.
notað sér þessar ferðir?
„Annaðhvort er að veita þjónustu
eða ekki. Á vertíðinni fer maður bara
kl. 3 á nóttunni og lætur vagninn
ganga til kl. 5, þar er sjóaratíminn. Og
vel að merkja eru það mörg hundruð
sjóarar sem labba eða aka niður á
bryggju á nóttunni. Eins og nú er yfir
vertíðina eru bryggjurnar hlaðnar af
bílum á morgnana, sem konurnar
verða síðan að labba niður eftir að
sækja um 9-10 leytið á morgnana.“
- HEI
■ Georg Stanley Aðalsteinsson sem nú hefur fengið lcyfi fyrir rekstri strætisvagna
í Vestmannaeyjum. Tímamynd: GS-Eyjum.
fréttir
Hörkuárekstur í
Artúnsbrekku:
Fernt flutt á slysa-
deild.
■ Fernt var flutt á slysa-
deild, þ.á.m. stúlka alvar-
lega slösuð, eftir hörku-
árekstur, sem var í gömlu
Ártúnsbrekkunni á
fjórtánda tímanum í gær.
Þrír bílar komu við sögu
í árekstrinum, Toyota-
fólksbíll, strætisvagn og
vörubíll frá Steypustöð-
inni. Þau sem flutt voru á
slysadeild voru öll í Toyot-
unni.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík, var ökumaður
strætisvagnsins að hleypa
vörubílnum af gamla mal-
arveginum, sem liggur að
Steypistöðinni inn á Ár-
túnsbrekkuna. Rétt í því
kemur Toyotan á móti
strætisvagninum og öku-
maður vörubílsins varð
hennar ekki var. Það skipti
engum togum, vörubíllinn
og Toyotan lenda saman
af miklum krafti og við það
kastast Toyotan í strætis-
vagninn.
Toyotan er talin gerónýt
eftir áreksturinn.
- Sjó.
Kosiö til
Búnaðarþings
■ Kosning til Búnaðar-
þings fór fram í V.-Húna-
vatnssýslu fjórða septem-
ber s.i. Tveir listar voru í
kjöri, A-listi, sem hlaut 60
atkvæði og B-listi, sem
hlaut 36 atkvæði. Mun því
Sigurður J. Líndal á
Lækjamóti sitja Búnaðar-
þing fyrir hönd V.-Hún-
vetninga. Varamaður hans
er Gunnar Sæmundsson á
Hrútatungu.
- Sjó.
dropar
Sigurjón 4 -
Áslaug 3
■ Á fundi Fræðsluráðs
Reykjavíkur í gær voru loks
greidd atkvæði með hverjum
þriggja umsækjenda um stöðu
fræðslustjóra í Reykjavík væri
mælt með til menntamálaráð-
herra. Lyktir urðu þær að
fjórir ráðsmenn lögðu til að
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri
í Hólabrekkuskóla, hlyti
hnossið, en þrír voru því
meðmæltir að Áslaug
Brynjólfsdóttir, yfirkennari
Fossvogsskóla, hreppti stöð-
una.
Atkvæðagreiðslan gekk þó
ekki þrautalaust fyrir sig. Hún
hófst með því að Þorbjörn
Broddason óskaði þcss að
atkvæðagreiðslan yrði leyni-
leg. Varð orðið við því. Hins
vegar var deilt um það hvort
aðeins ætti að greiða atkvæði
um þá tvo umsækjendur sem
tillögur höfðu verið gerðar
um, þ.e. Áslaugu og Sigurjón,
eða hvort Bessí Jóhanncsdótt-
ir fengi að fljóta þar með.
Ekki urðu ráðsmenn á eitt
sáttir um hvaða hátt ætti að
hafa á þessu, og varð ekki
endanlega úr málinu skoríð
fyrr en Jón G. Tómasson,
borgarlögmaður, hafði kveðið
upp úrskurð sinn.
Samkvæmt heimildum
Dropa mun hann hafa taUð
aö ekki væri rangt að greiða
aðeins atkvæði um þá um-
sækjendur sem tillögur höfðu
veríð gerðar um.
Eftir nær hálftíma stapp var
því hægt að greiða atkvæði, og
lyktir atkvæðagreiðslunnar
urðu þær sem getið var hér að
framan. Enn skal þess getið að
Fræðsluráð er aðeins um-
sagnaraðili um hver ráðinn
verður í stöðu fræðslustjóra í
Reykjavík, en síðasta orðið á
Ingvar Gíslason, mennta-
málaráðherra.
Af atkvæðatölunum má hins
vegar ráða að sjálfstæðismenn
hafa fylkt sér um Sigurjón og
skUið Bessí eftir úti í kuldan-
um. Fulltrúar minnihlutans,
þ.m.t. Bragi Jósefsson, hafa
hins vegar greitt Áslaugu
atkvæði sitt.
Krummi ...
..les þær fréttir frá Banda-
ríkjaheimsókn Vigdísar, að
8000 manna kór hafi sungið í
Minncapolis. Hvað skyldu
þeir vera stórir í Texas...?