Tíminn - 14.09.1982, Blaðsíða 16
16______
tþróttir
LlS'A
) ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
Dásamleg
tilfinning
■ „Þetta er dásamleg tiltínning,"
sagöi Stefán Haildórsson miðvörður
Víkinga eftir leikinn gegn ÍA og
þegar fyrir lá að Víkingar eru
Islandsmeistarar í knattspymu 1982.
„Þegar ég byrjaði að æfa í janúar,
bjóst ég ekki við þessu. Ég vissi að
það væri erfitt að vera meistari tvö
ár í röð og því kom þetta mér á óvart.
Og það í þessari stöðu. Ég var vanari
að spila frammi og skora mörk, en í
sumar hef ég bara skorað eitt.
Ég hef orðið íslandsmeistari í mll.
í handbolta, en aldrei fyrr í
fótboltanum. Og ég skal scgja þér,
að þetta er bara upphafið á ferlinum.
Aila vega í þessar stöðu.“
Aðspurður um hvort mótið hefði
verið erfitt sagði Stefán: „Það var
mikil pressa frá því í tapleiknum
gcgn Fram og það má segja, að það
hafi verið mikil pressa á liðinu í allt
sumar. Skagamenn vildu í dag sýna
að þeir gætu unnið okkur og að þeir
væru bestir. Þetta var því mjög
erfiður leikur.“
*
Frábær
þjálfari
■ „Við hefðum átt að geta gert út
um þctta,“ sagði Ómar Torfason
fyrirliði Víkings þegar hann var
spurður út í leikinn gegn IA. „En
það var mikil pressa á okkur. Við
áttum tvö dauðatækifæri í síðari
hálfleik.
Hvernig liefur þér fundist mótið?
„Þetta hefur verið mjög erfitt og
mikil pressa á okkur seinni hluta
mótsins. En þetta er þriðji titilinn
hjá okkur á sumrinu og það þakka
ég góðri liðsheild og frábærum
þjálfara Júrí Sedov.“
Hcfur þetta verið svipað og í fyrra?
„Nei, þetta hefur verið miklu
erfiðara. Allir viija vinna meistarana
og ég held að liðið sé betra núna en
í fyrra. í þessum leik t.d. áttum við
að leika varlega og ekki taka neina
áhættu. Það gerðum við og okkur
tókst að vinna mótið.“
¥
Þór I 1. deild
■ Þór frá Akure^ ri gulltryggðu sér
2. sætið í 2. deilo íslandsmótsins í
knattspyrnu um helgina, og uin leið
sæti í 1. deild að ári er þeir sigruðu
Skallagrím frá Borgarnesi með
þremur mörkum gegn tveimur á
Akureyrarvelli. Þórsarar og Þróttur
R. taka því sæti KA og Fram, en
úrslitin á Akureyri um helgina urðu
til þess að Skallagrímur féll í 3. deild
ásamt Þrótti N.
Þórsarar voru mjög vel að þessum
sigri komnir, því þeir hefðu átt að
geta skorað fleiri mörk en þau þrjú
er þeir gerðu. Þeir komust í 1:0 með
marki Óskars Gunnarssonar á 32.
mínútu og á síðustu mínútu fyrri
hálfleiks bætti Hafþór Helgason
öðru við eftir góðan undirbúning
Halldórs Áskelssonar. Óskar
Gunnarsson jók svo muninn í 3:0 í
upphafi síðari hálfleiks með góðu
marki
Eftir þetta dofnaði fyrir Þórsur-
um, og Skallagrímur skoraði tvö
mörk, Gunnar Jónsson og Bergþór
Magnússon. En fleiri urðu mörkin
ekki,- og hefði Þór reyndar nægt
jafntefli til að komast í 1. dcildina.
gk Akureyri
¥
Úrslit:
■ Úrslit annarra leikja í 2. deild um
helgina urðu sem hér segir:
Reynir - Þróttur N.... 1-0
FH - Völsungur ....... 2-0
Einherji - Njarðvík.. 1-1
Jóhann Þorvarðarson er hér í besta tækifærinu sem gafst í leik Víkings og
en honum tókst samt ekki að skora.
Tímamynd: Ella.
VIKINGAR HOFÐU ÞAÐ!
Urðu íslandsmeistarar annað árið í röð. Gerðu jafntefli við ÍA
■ „Góð liðsheild og góður þjálfari er
ástæða þess að við erum nú orðnir
íslandsmeistarar annað árið í röð,“
sagði Omar Torfason fyrirliði Víkings að
loknum leik Víkings og IA, sem var
síðasti leikurinn í 1. deild í ár og þar var
skorið úr um að framhald verður á
viðdvöl Islandsbikarsins í félagsheimili
Víkings við Hæðargarð.
Leikurinn á sunnudag var í sjálfu sér
ekki glæsilegur á að horfa, enda
aðstæður til knattspyrnuiðkana með
allra versta móti. Mikið hafði rignt fyrir
leikinn og stór svæði á Laugardalsvell-
inum voru undir vatni er leikurinn hófst.
Þrátt fyrir þetta brá við og við fyrir
laglegum tilþrifum leikmanna beggja
liða, en aðstæður komu í veg fyrir að
þessi leikur gæti orðið sá endapunktur
íslandsmótsins sem æskilegur hefði
talist.
1 leiknum var frckar fátt um opin færi,
en þó hefðu bæði liðin átt að geta gert
út um leikinn, en heppnin var með
varnarmönnum beggja liða.
Þannig átti Gunnar Gunnarsson skot
á Akranesmarkið úr góðu færi, en
varnarmenn ÍA björguðu vasklega á
línu. Tveimur mínútum síðar kom góð
sending frá hægri að merki V íkings og
á kollinn á Sigþór Ómarssyni, sem
skallaði laglcga yfir Ögmund Víkings-
markvörð sem kom út á móti, en aðeins
of hátt og ofan á þvcrslá!
Á 14. mínútu fékk Sigþór svo
knöttinn inni í vítateig Víkings, náði að
taka hann niður í rólegheitum og lét skot
ríða af, en rétt yfir þvcrslá. Fimm
mínútum síðar var síðan tekið horn,
Ómar Torfason skallaði á Sverri Her-
bertsson sem skaut framhjá marki
Skagamanna.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var
Guðbjörn Tryggvason kominn vel áleið-
is einn inn að marki Víkings, en það var
brotið á honum og dæmd aukaspyrna.
Hefði ekki verið brotið á Guðbirni í
þessu tilviki, hefði hann átt greiðan
aðgang að merki Víkings.
Ög rétt á eftir var töluvert hnoð í
vítateig Víkings og það endaði með því
að knettinum var rennt út á Sigþór, sem
skaut, en Ögmundur Kristinsson örugg-
ur Víkingsmarkvörður varði.
Fátt gerðist verulega markvert í síðari
hálfleik, ef undan eru skilin tvö mjög
góð marktækifæri sem Jóhann Þor-
varðarson fékk og hann hefði átt að geta
skorað úr í bæði skiptin.
f fyrra skiptið átti Ómar Torfason
sendingu fyrir ÍA-markið á Heimi, sem
sendi knöttinn á Jóhann sem skaut úr
opnu færi, en beint á Bjarna Sigurðsson,
sem lék aftur í marki ÍA eftir alllangt
hlé. Einni mínútu síðar fékk Jóhann
knöttinn svo aftur inn í teig, en var of
lengi að athafna sig, þannig að vörnin
gat forðað slysi.
Að lokum má nefna að Sveinbjörn gaf
á 22. mín. mjög góða sendingu á Sigþór,
sem skallaði fyrir opnu marki, en
framhjá.
Bæði liðin voru greinilega ákveðin í
að tapa ekki þessum leik. Víkingar voru
mjög varkárir í leik sínum og mið-
uðu allt við að tryggja sér titilinn með
jafntefli.
Það tókst þeim nokkuð vel. En hins
vegar var leikurinn ekki nógu skemmti-
legur fyrir bragðið. En lið spila ekki fyrir
áhorfendurna í úrslitaleik um meistara-
titilinn. Bestu menn í jöfnu —Víkingsliði
voru Ögmundur, Stefán Halldórsson,
sem er á góðri leið með að verða einn
albesti miðvörður í íslenskri knatt-
spyrnu. Á miðjunni er Ómar alltaf
traustur oe í framlínunni sýndi Heimir
ofl á tíðum laglega takta.
Bestur í liði ÍA var Sigurður Jónsson.
Það er með ólíkindum hversu vel honum
gengur að komast áleiðis gegn gamal-
reyndum jöxlum í knattspyrnunni.
Hann hefur næmt auga fyrir samleik og
á stundum gefur hann sendingar sem full
ástæða er til að klappa fyrir. Bjami
Sigurðsson skilaði hlutverki sínu einnig
vel.
Leikinn dæmdi Óli Ólsen. Hann
dæmdi ekki vel og hefði að ósekju mátt
hafa meira jafnvægi í „litaspjalda
notkun“. í fyrri hálfleik sleppti hann
Víkingum við spjöld vegna brota, sem
voru síst vægari en það sem hann veitti
t.d. Sigurði Jónssyni spjald fyrir í síðari
hálfleik. Dómarar mega ekki láta
geðþótta ráða hverjir verði fyrir spjöld-
unum, heldur þarf að láta sama yfir alla
ganga, alltaf.
Að lokum. Víkingar hafa sýnt mest
jafnvægi íslenskra liða í sumar og því
getur sigur þeirra ekki talist vera annað
en sanngjarn. Til hamingju Víkingar!
sh
Hér bíða íslandsmeistarar Víkings þess að veita viðtöku íslandsbikarnum í knattspyrnu annað árið í röð.
Tímamynd: EUa
■ Omar Toriason hampar hér
íslandsbikamum i knattspyrnu. Við
hlið hans stendur Yuri Sedov þjálfari
Víkinga. Tímamynd: EUa